Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HILMAR Daníelsson á Dalvík hef-
ur verið gerður að héraðshöfðingja í
Abiriba, sem er í Nígeríu. Sennilega
þekkja fáir Íslendingar jafnvel til í
þessu framandi landi og Hilmar sem
stundaði viðskipti með skreið við
heimamenn um árabil og hefur hann
margoft komið til landsins.
Hilmar rak um árabil Fiskmiðlun
Norðurlands á Dalvík, seldi umtals-
vert af skreið út til Nígeríu og ber
heimamönnum vel söguna.
„Þetta kom til tals fyrir löngu, en
var farið að ræða um þennan titil við
mig af alvöru í byrjun síðasta árs en
ég var bara ekki tilbúinn að ljá því
eyra,“ segir Hilmar. Fyrir réttu ári,
í mars í fyrra, kom Kalu NNana
Kalu höfðingi í heimsókn til Dalvík-
ur og enn og aftur bar málið á góma,
Nígeríumennirnir vildu fyrir alla
muni fá að sæma Hilmar titlinum.
Tveir fengu titilinn
„Við tókum þá ákvörðun um að af
þessu yrði,“ segir Hilmar en Kalu
mætti aftur til Dalvíkur á Fiskidag-
inn mikla í fyrrasumar og þá var
endanlega gengið frá því að Hilmar
ásamt Guðna Einarssyni, fram-
kvæmdastjóri Klofnings hf., á Suð-
ureyri sem er einn af fjölmörgum
góðum framleiðendum hausa hér á
landi, yrðu sæmdir héraðshöfð-
ingjatitlinum. Héldu þeir utan í heil-
mikla ævintýraför ásamt eig-
inkonum sínum, Guðlaugu
Björnsdóttur og Sigrúnu Sig-
urgeirsdóttur, Sighvati Sigurðssyni
hjá Brim hf. og Eiríki á Húsamörk
frá Færeyjum.
„Þetta var heilmikil ferð og
skemmtileg, stíf dagskrá og athöfn-
in þegar við vorum sæmdir þessum
titli var eftirminnileg, fór fram í
steikjandi hita og þar voru ýmsar
serímoníur sem voru okkur mjög
framandi,“ segir Hilmar.
Flogið var til Lagos, en þaðan far-
ið í þorpið Abiriba, 7–800 þúsund
íbúa sveitarfélag í héraðinu Abia,
þar sem skreiðarviðskipti fara eink-
um fram. Áætlað er að um 75% allra
skreiðarviðskipta í Nígeríu fari þar
fram.
Svo skemmtilega vildi til að einn
helsti viðskiptavinur Hilmars um
árin, Johnson Okebulu Jombo
höfðingi, varð fimmtugur og af því
tilefni var efnt til veislu og sú var
ekki af smærri gerðinni.
Fleiri hundruð gestir mættir
prúðbúnir að morgni sunnudags og
stormaði hersingin í kirkju, „þetta
var þriggja tíma kirkjuferð,“ rifjar
Hilmar upp, en mikill og fallegur
söngur setti svip sinn á messuna.
„Svo var haldið í veislu sem haldin
var í villu hans í þorpinu og þar var
öllum boðið í mat og drykk, mörg
hundruð manns.“
Mörg hundruð ára hefð
Hin eiginlega athöfn var svo dag-
inn eftir og var byrjað á því að taka
þá félaga Hilmar og Guðna í íbúa-
tölu sveitarfélagsins. Um er að ræða
mörg hundruð ára gamla hefð, sem
m.a. felst í að strjúka þar til gerðan
stein og þá er þulinn ákveðinn texti.
Gestirnir voru klæddir að hætti
heimafólks og sátu undir athöfninni
í nær 40 stiga hita. Á sófaborði voru
drykkir, kampavín og koníak, „mað-
ur var farinn að renna hýru auga til
drykkjarfanganna, en þá var flask-
an tekin upp, hellt í lítið glas og
byrjað að skvetta úr því á gólfið,
þetta var þá sopi fyrir þá fram-
liðnu,“ segir Hilmar sem enn mátti
sitja í hitanum án þess að fá að væta
kverkarnar.
Komumenn tóku með sér skreið
utan til Nígeríu og skipst var á gjöf-
um og þá kom að því að nafnbótin
var afhent, en áður höfðu héraðs-
höfðingjarnir væntanlegu verið
klæddir í hvítar mussur, silkitrefli
vafið um háls þeirra og þar til gerð-
ar húfur settar á höfuð þeirra.
„Svo var okkur gefið sérstakt
nafn,“ segir Hilmar sem hér eftir
ber heitið: Sonur sólarinnar frá
Tveir Íslendingar fengu titil héraðshöfðingja í Abiriba í Nígeríu
Heilmikil upp-
lifun og mikil
alvara að baki
Hilmar Daníelsson og Guðni Einarsson voru
sæmdur titli héraðshöfðingja í Nígeríu en þeir hafa
lengi stundað viðskipti þar. Margrét Þóra Þórs-
dóttir heyrði ferðasöguna hjá Hilmari.
Föngulegur hópur. Allir saman komnir eftir athöfnina, sem tók alllangan tíma í steikjandi hitanum.