Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Vesturland | Ólafur Arnalds, jarð-
vegsfræðingur og deildarforseti
hinnar nýju umhverfisdeildar Land-
búnaðarháskóla Íslands á Hvann-
eyri, lærði jarðvegsfræði á sínum
tíma og tók doktorspróf í greininni í
Bandaríkjunum. Hann segir að ef ný
námsbraut, náttúra og umhverfi,
sem nú er ætl-
unin að bjóða upp
á við Landbún-
aðarháskólann
hefði verið í boði
þegar hann var í
námi hefði hún
eflaust orðið fyrir
valinu.
Ólafur hefur
unnið við Rann-
sóknastofnun
landbúnaðarins í Keldnaholti, en auk
þess hefur hann kennt við Háskóla
Íslands. Umhverfisdeildin við LBHÍ
sem hann stýrir nú hefur að meg-
inmarkmiði að þróun landnýtingar
sé náttúrulega, félagslega og efna-
hagslega sjálfbær og vinni með fjöl-
breytileika mannlífs og náttúru. Við
umhverfisdeild fer fram kennsla og
rannsóknir á náttúru landsins, auð-
lindum og nýtingu þeirra, auk náms
í umhverfisskipulagi.
„Landbúnaðarháskóli Íslands er
aðeins þriggja mánaða gamall um
þessar mundir og mikið starf hefur
farið fram eftir samruna Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri, Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins og
Garðyrkjuskólans á Reykjum. Þessi
skóli er og verður í sífelldri þróun.“
Náttúrufræði á breiðum grunni
„Nú er til dæmis að verða til ný og
spennandi námsbraut, náttúra og
umhverfi, sem er heilmikil breyting
á því framboði sem fyrir var. Þetta
er sérstakt nám því ekki er boðið
upp á sambærilegt nám annars stað-
ar hér á landi. Þarna verður kennd
náttúrufræði á breiðum grunni með
áherslu á náttúru Íslands, bæði jarð-
og lífvísindi, og nýtingu á íslenskum
náttúruauðlindum og náttúru-
vernd.“
Ólafur segir markmiðið með nýju
námsbrautinni meðal annars að
fjölga nemendum og breikka mark-
hópinn, bæta nýtingu námskeiða
sem þegar eru kennd og nýta betur
mannauðinn sem fékkst með sam-
runa stofnanna sem mynda LBHÍ.
„Skólinn er mjög sterkur á þessu
sviði og með slíkri námsbraut nýtist
sérstaða skólans. Brautin er kjörin
fyrir þá sem vilja sækja sér breiðari
þekkingu á náttúrufræði. Til dæmis
þeir sem ætla sér að vinna við nátt-
úruvernd eða umhverfismál í fram-
tíðinni. Vaxandi þörf er fyrir fólk
sem starfar í umhverfisgreinum,
sérstaklega úti í dreifbýlinu og nýt-
ist menntunin fyrir þá sem starfa til
dæmis við ferðamennsku á búum,
við hönnun sumarbústaðasvæða, við
náttúruvernd t.d. í þjóðgörðum og
einnig þá sem ætla sér að kenna
náttúrufræði.“
Námsframboð í takti
við breytingar í landbúnaði
Námsframboð Landbúnaðarhá-
skóla Íslands er vísbending um þær
miklu breytingar sem hafa átt sér
stað í landbúnaðinum og landbún-
aðarfræðslu.
„Þróunin er eins hér og erlendis
því nemendum í hefðbundnum bú-
vísindaskólum hefur fækkað. Skól-
arnir hafa margir brugðist við með
því að breyta áherslum sínum. Við
erum því í takt við alþjóðlega þróun
og nýtum tækifærin sem bjóðast. En
ég held að við höfum samt ákveðna
sérstöðu í alþjóðlegu tilliti meðal
annars vegna náttúrunnar hér og við
eigum að nýta okkur það,“ segir
Ólafur.
„Við skólann er gott námskeiðaval
og í samvinnu við erlenda háskóla.
Samvinna hefur einnig aukist á milli
háskóla hér á landi aukist og er
LBHÍ og Bifröst með ákveðna sam-
vinnu og viðræður eru einnig í gangi
við Háskóla Íslands. Þannig opnast
möguleikar og mikil þróun á sér
stað.
Allir græða því ódýrara verður að
kenna og þessi samvinna býður upp
á meira val.
Landbúnaðarháskólinn þarf að
taka tillit til þessa nýja samfélags og
taka þátt í þeirri þróun sem á sér
stað í landbúnaðinum og bjóða upp á
nám í samræmi við hana. Landbún-
aður hefur verið skilgreindur alveg
upp á nýtt og nú er ekki bara litið á
kjöt- og mjólkurframleiðslu sem
landbúnað heldur hvers konar nýt-
ingu lands. Þessi nýja námsbraut er
einmitt viðleitni til þess.“
Ólafur segist afar ánægður með
að hafa fengið að taka þátt í að móta
nýja námsbraut og nýjan skóla.
„Það hefur verið mjög ánægjulegt
að fá að koma með reynslu okkar á
RALA á Hvanneyri og kynnast
starfi þeirra sem þar voru fyrir.
Framtíðin leggst mjög vel í mig,“
segir hann.
Hefði sjálfur valið þessa braut
Morgunblaðið/Þorkell
Hvanneyri Ólafur Arnalds starfar nú sem deildarstjóri umhverfisdeildar við Landbúnaðarháskólann.
Ólafur Arnalds
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur
asdish@mbl.is
Eskifjörður | Náttúrustofa Austur-
lands er í samningaviðræðum við
Landsvirkjun um umfangsmikið
vöktunarverkefni á hreindýrum á
Snæfellsöræfum. Rán Þórarins-
dóttir líffræðingur sagði á málþingi
um hreindýr, sem haldið var á Eski-
firði nýverið, að vonir stæðu til að
hægt yrði að fara af stað með vökt-
unina í sumar. Ljóst væri að mikið
verk væri fyrir höndum varðandi
vöktun hreindýra á áhrifasvæðum
Kárahnjúkavirkjunar. Hún sagði
jafnframt brýna þörf á auknum
rannsóknum utan Snæfellssvæðisins
sem tengdust m.a. fari hreindýra
milli svæða. Þá þyrfti að sinna
merkingu kálfa í auknu mæli og
hefja umfangsmiklar langtímarann-
sóknir á beitarþoli landsvæða.
Í máli Ránar kom fram að vöktun
hreindýra á Austurlandi er stunduð
m.a. til að geta gefið upplýsingar
um hversu mikið má veiða af dýrum
á hverju ári. Til þess eru einkum
talningar framkvæmdar árlega. Er
það m.a. sumartalning í júlí, þar
sem svokölluð Snæfellshjörð er að-
allega tekin fyrir. Hún heldur til á
aðgengilegu svæði sem auðvelt er að
fljúga yfir og er svæðið talið úr lofti.
Þessi talning heppnast oftast vel og
gefur mikilvægar upplýsingar, m.a.
um nýliðun. Vetrartalning fer fram í
mars og apríl. Hún fer fram um allt
Austurland og tekur fyrir allan
stofninn. Rán segir þær talningar
ganga misvel og fari árangur eftir
árferði. „Talningin sl. tvö ár hefur
verið torveld vegna veðurfars og
færðar. Jafnvel þó ekki náist að
telja öll dýr, fást með þessari taln-
ingu upplýsingar um dreifingu, en
hún er breytileg eftir árstíðum. Í
öllum talningum er reynt að greina
einnig til kyns og aldurs. Sam-
anburður þessarar talningar við
aðrar gefur m.a. upplýsingar um
það hvernig dýrin koma undan vetri
og dánartíðni,“ segir Rán.
Stórmál að kanna bithaga
Frjósemiskönnun er gerð í apríl.
Á þeim tíma má sjá hlutfall kelfdra
kúa í hjörðinni. Kelfdar kýr eru
hyrndar á þeim tíma en geldar kýr
hafa fellt hornin. Kelfdar kýr fella
horn sín fljótlega eftir burð, um
miðjan maí og með því að fljúga yfir
hjarðir má fá út hlutfall og reikna út
frjósemi í stofninum.
„Veiðitímabilið er fremur rólegt
hjá okkur, en við erum að fá mik-
ilvægar upplýsingar frá veiðimönn-
um og leiðsögumönnum á þeim
tíma.
Verið er að vinna við greining-
arlykil um aldur á kjálkum. Hægt er
að aldursgreina dýrin nákvæmlega
með því að taka m.a. framtennur og
skoða árhringi í þeim. Mælingar
leiðsögumanna á holdarfari dýranna
nýtast einnig vel til að meta ástand
þeirra.
Á fengitíma er farið á stúfana og
dýrin skoðuð í þokkalegri nánd. Við
þurfum að komast nálægt þeim til
að greina aldur, en meðal fullorðnu
dýranna eru það einkum vetur-
gamlir og tveggja vetra tarfar sem
við getum greint til aldurs.
Hlutverk okkar er einnig að
kanna ástand hreindýrahaga. Það er
afskaplega erfitt og stórt verkefni
og á mikið eftir að gera í þeim mál-
um. Einnig höldum við utan um
gögn varðandi dreifingu dýra á öll-
um árstímum. Landeigendur
hringja reglulega í mig til að segja
frá hópum sem hafa færst til eða
eru orðnir stærri í dag en í gær og
þessar upplýsingar eru mjög mik-
ilvægar fyrir mig til að fá tilfinningu
fyrir dreifingu og færslu dýranna á
ársgrundvelli,“ segir Rán.
Hreindýr hafa verið á Austur-
landi frá árinu 1787 og hófust veiðar
á þeim 1790. Dýrin voru friðuð árið
1901 og eftirlitsmaður skipaður með
þeim 1939. Veiðar eru undir eftirliti
og stjórn Umhverfisstofnunar, en
Náttúrustofa Austurlands hefur frá
árinu 2000 sinnt lögbundnu vökt-
unarhlutverki. Hreindýrastofninn
telur nú um 4000 dýr.
Betur má ef duga skal í vöktun hreindýra á Austurlandi
Stórt vöktunarverkefni á Snæfellsöræfum
Náttúrustofa Austurlands
Sveiflur í stofninum Hér má sjá ferli hreindýraveiða, kvóta, sumar- og
vetrartalninga og áætlaða stofnstærð á árunum 1940 til 2004.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vantar auknar rannsóknir Rán Þórarinsdóttir frá Náttúrustofu Austur-
lands á málþingi um hreindýr.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
LANDIÐ
ALLS eru 2.479 manns á kjörskrá
vegna kosninga um sameiningu
fimm sveitarfélaga í Borgarfirði,
norðan Skarðsheiðar, hinn 23.
apríl nk. Sveitarfélögin fimm eru
Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit,
Hvítársíðuhreppur, Kolbeins-
staðahreppur og Skorradals-
hreppur.
Hólmfríður Sveinsdóttir verk-
efnisstjóri segir að málefnaskrá
hugsanlegrar sameiningar hafi
verið borin í öll hús á svæðinu.
Auk þess séu fyrirhugaðir sex
kynningarfundir með íbúum svæð-
isins á næstunni. Fyrsti fundurinn
verður haldinn í kvöld, mánudags-
kvöld, í Brún í Bæjarsveit og hefst
hann kl. 20.30. Þá sé hægt að
nálgast upplýsingar á vefslóðinni:
sameining.is.
Ef sameining sveitarfélaganna
verður samþykkt, en til þess þarf
meirihluta í öllum sveitarfélög-
unum fimm, verður kosið til nýrr-
ar sameiginlegrar sveitarstjórnar í
sveitarstjórnarkosningunum að
ári. Áður mun sérstök nefnd koma
með þrjár til fimm tillögur að
nafni á hinu sameinaða sveitarfé-
lagi, segir Hólmfríður, og er
stefnt að því að kjósa milli þeirra
samhliða sveitarstjórnarkosning-
unum vorið 2006.
Styttist
í kosningar
í Borgar-
firðinum
VESTURLAND