Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ALLT að 20.000 Kínverjar tóku
þátt í mótmælum gegn Japan á
götum tveggja borga í Suður-Kína
í gær og stjórn Japans krafðist
þess að kínversk stjórnvöld bæð-
ust afsökunar á mótmælum fyrir
utan japanska sendiráðið í Peking
daginn áður. Byggingin var þá
grýtt og rúður brotnar.
Um það bil 10.000 manns gengu
að ræðismannskrifstofu Japans í
borginni Guangzhou. Álíka margir
tóku þátt í mótmælum við jap-
önsku verlunarmiðstöðina Jusco í
nálægri borg, Zhenzen, að sögn
fréttastofunnar AFP.
Minniháttar skemmdarverk
Einar Rúnar Magnússon, sem er
búsettur í Guangzhou, varð vitni
að mótmælunum. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að fólkið
hefði gengið um göturnar með
spjöld og fána og hrópað ókvæð-
isorð um Japan. Fólkið söng einnig
þjóðsöng Kína og söngva kín-
verskra andspyrnumanna frá
fjórða áratug aldarinnar sem leið.
„Öflugt lögreglulið var á staðn-
um og engin stórfelld skemmd-
arverk voru unnin,“ sagði Einar.
„Fáni verslunarmiðstöðvarinnar
Jusco var dreginn niður og
brenndur. Fólkið grýtti bygg-
inguna og stór Sony-auglýsinga-
skilti voru skorin í sundur.“
Einar sagði að aðgerðir lögregl-
unnar hefðu ekki verið harkalegar.
„Hún sá til þess að þetta færi ekki
úr böndunum og að meiriháttar
skemmdarverk yrðu ekki unnin.
Hún reyndi hins vegar ekki að
koma í veg fyrir minniháttar
skemmdarverk.“
Að sögn Einars tókst lögregl-
unni að lokum að koma fólkinu af
staðnum. „Fólkið var að mótmæla
meintri sögufölsun í skólabókum í
Japan og er líka á móti því að Jap-
an fái fast sæti í öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna.“
Mótmælendurnir komust ekki
að ræðismannsskrifstofunni. Til
nokkurra ryskinga kom þegar um
hundrað þeirra reyndu að brjótast
í gegnum öryggisgirðingu.
Mótmælin hófust eftir að stjórn-
in í Japan lagði blessun sína yfir
útgáfu nýrrar kennslubókar sem
þykir gera lítið úr hernaði Japana
á hendur grannþjóðunum á fyrri
hluta aldarinnar sem leið. Kínverj-
ar eru til að mynda óánægðir með
að í bókinni er ekki skýrt frá því
að japanskir hermenn hnepptu
þúsundir kvenna í kynlífsánauð.
Þá er fjöldamorðum í kínversku
borginni Nanjing árið 1937 lýst
sem „atviki“ og sagt að „margir“
Kínverjar hafi látið lífið. Sagn-
fræðingar segja að allt að 300.000
óvopnaðir borgarar hafi verið
vegnir í Nanjing.
Kínverska stjórnin mótmælti
þeirri ákvörðun stjórnvalda í Jap-
an að heimila útgáfu bókarinnar
og sögðu hana „eitra“ hug jap-
anskra ungmenni.
Mótmælendurnir hvöttu einnig
stjórn kínverska kommúnista-
flokksins til að koma í veg fyrir að
Japanar fengju fast sæti í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna.
Stjórnin hefur ekki sagt hvort hún
ætli að leggjast gegn þessu. Að
sögn fréttastofunnar AP lítur hún
þó á stjórnvöld í Japan sem keppi-
naut sinn og er ófús til að gefa eft-
ir stöðu Kína sem eina Asíuríkisins
er hefur fast sæti í öryggisráðinu
og þar með neitunarvald.
Mestu mótmæli frá 1999
Um 10.000 Kínverjar, flestir
þeirra námsmenn, gengu á laug-
ardag um götur Peking og köstuðu
grjóti, flöskum og eggjum á jap-
anska sendiráðið. Um 25 rúður
brotnuðu.
Voru þetta mestu götumótmæli í
Peking frá árinu 1999 þegar mót-
mælendur umkringdu sendiráð
Bandaríkjanna í Peking eftir að
herþota Atlantshafsbandalagsins
gerði sprengjuárás á kínverska
sendiráðið í Belgrad þegar stríðið í
Kosovo geisaði.
Japanska stjórnin krafðist þess
að Kínverjar bæðust afsökunar á
mótmælunum og gerðu meira til
að vernda Japana og japanskar
byggingar.
Kínverska stjórnin kvaðst ítrek-
að hafa hvatt Kínverja til að halda
„ró sinni og skynsemi“ og reynt að
halda mótmælendum í skefjum.
Hún kvaðst ekki bera ábyrgð á
versnandi samskiptum landanna
tveggja og rakti spennuna til þess
að Kínverjar hefðu ekki viljað
bæta fyrir grimmdarverk á stríðs-
árunum.
Japanar mót-
mæla árás
á sendiráð
í Peking
Efnt til fjölmennra mótmæla
gegn Japan í borgum í Kína
Reuters
Kínverjar á mótmælagöngu gegn Japan í borginni Guangzhou í gær. Um 10.000 manns tóku þátt í göngunni.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
DÖNSK yfirvöld sendu að minnsta kosti nítján
gyðinga til Þýskalands í síðari heimsstyrjöld-
inni og þeir dóu þar í útrýmingarbúðum nas-
ista. Þetta er niðurstaða opinberrar rann-
sóknar sem danska dagblaðið Politiken skýrði
frá í gær.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, býr sig nú undir að biðja gyðinga
formlega afsökunar á málinu, að sögn blaðs-
ins.
Bók Vilhjálms væntanleg
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræð-
ingur hafði áður birt upplýsingar um að dönsk
yfirvöld hefðu sent gyðinga í opinn dauðann í
Þýskalandi. Upplýsingarnar urðu til þess að
dönsk stjórnvöld skipuðu nefnd til að rann-
saka málið.
Síðar í mánuðinum verður gefin út bók eftir
Vilhjálm um málið, að sögn Politiken. Þar er
meðal annars skýrt frá máli konu af gyð-
ingaættum, Brandla Wassermann, sem var
send frá Danmörku með þremur ungum börn-
um sínum og dó síðar í Auschwitz-búðunum
þar sem allt að 1,5 milljónir gyðinga létu lífið.
Bókin byggist meðal annars á viðtölum við
gyðinga sem lifðu helförina af. „Þau búa núna
í Englandi, Svíþjóð og Ísrael og það sem þau
upplifðu hafði auðvitað djúp áhrif á þau,“
hafði Politiken eftir Vilhjálmi.
Blaðið sagði að rannsóknarnefndin hefði
komist að þeirri niðurstöðu að dönsk yfirvöld
hefðu sent gyðinga til Þýskalands að eigin
frumkvæði og án þrýstings frá þýskum nas-
istum á árunum 1940–42 þótt lögmenn hefðu
oft varað við því að fólkið yrði sent í opinn
dauðann.
Sendu
gyðinga til
Þýskalands
í stríðinu
Danska stjórnin hyggst
biðja gyðinga afsökunar
Jerúsalem. AFP, AP. | Lögreglan í
Ísrael kom í gær í veg fyrir að
bókstafstrúaðir gyðingar kæm-
ust upp á Musterishæðina í
gamla borgarhlutanum í Jerú-
salem eftir að allt að 10.000 Pal-
estínumenn höfðu safnast þar
saman til að vernda al-Aqsa
moskuna.
Um 3.000 ísraelskir lög-
reglumenn slógu skjaldborg um
al-Aqsa moskuna og nálæg hús
á svæði sem er heilagt í augum
gyðinga og múslíma. Revava,
hreyfing bókstafstrúaðra gyð-
inga, hafði hvatt til bæna-
samkomu á hæðinni til að mót-
mæla áformum Ísraelsstjórnar
um að leggja niður byggðir gyð-
inga á Gaza-svæðinu.
Tuttugu og tveir gyðingar
voru handteknir en látnir lausir
síðar um daginn. Þeirra á meðal
var Israel Cohen, leiðtogi
Revava.
Mótmælin áttu að fara fram á
sama tíma og Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, hélt til
Washington. Gert er ráð fyrir
því að hann ræði þar við George
W. Bush Bandaríkjaforseta í
dag og Gaza-áætlunin verði efst
á baugi á fundi þeirra.
Eftir að komið var í veg fyrir
mótmælin ákváðu ísraelsk yf-
irvöld að leyfa aðeins arabískum
Ísraelum og Palestínumönnum í
Austur-Jerúsalem undir fer-
tugsaldri að fara á hæðina.
Uppreisn Palestínumanna
hófst eftir að Sharon fór á
Musterishæðina í september
2000.
Þrír unglingar skotnir
til bana
Þúsundir Palestínumanna
voru í gær viðstaddir útför
þriggja palestínskra unglinga
sem ísraelskir hermenn skutu
til bana í flóttamannabúðum á
sunnanverðu Gaza-svæðinu. Var
þetta mannskæðasta árásin á
svæðinu frá því að Ísraelar og
Palestínumenn lýstu yfir vopna-
hléi fyrir tveimur mánuðum.
Árásin var gerð á jaðri Raf-
ah-búðanna, við landamærin að
Egyptalandi. Mahmoud Abbas,
leiðtogi Palestínumanna, for-
dæmdi skotárásina, sagði hana
reiðarslag og brot á vopna-
hléssamkomulagi við Ísraela.
„Við sættum okkur ekki við að
börnin okkar séu drepin með
þessum hætti.“
Skömmu eftir árásina skutu
liðsmenn Hamas-hreyfingar
Palestínumanna um tíu sprengi-
kúlum á byggðir gyðinga á
Gaza-svæðinu en engan sakaði.
Tveir unglinganna sem féllu
voru fimmtán ára og sá þriðji
ári eldri. Að sögn íbúa í Rafah
voru þeir í fótbolta á opnu
svæði í búðunum þegar bolta
var sparkað að landamæragirð-
ingu. „Strákarnir hlupu á eftir
honum og þá hófst skothríðin.“
CNN-sjónvarpið hafði hins
vegar eftir embættismönnum í
varnarmálaráðuneyti Ísraels að
unglingarnir hefðu ekki leikið
fótbolta, heldur tekið þátt í
smygli á vopnum frá Egypta-
landi.
Við útför unglinganna voru
hundruð vopnaðra Palest-
ínumanna sem hvöttu til árása í
Ísrael í hefndarskyni. Leiðtogar
herskárra hreyfinga Palest-
ínumanna lýstu því ekki yfir að
vopnahléinu væri lokið en sögð-
ust áskilja sér rétt til að hefna
skotárásarinnar.
Hindraði
mótmæli
gyðinga á
Musteris-
hæðinni
Reuters
Palestínskur piltur stendur fyrir framan brennandi hjólbarða við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í
Jerúsalem þegar allt að tuttugu þúsund Palestínumanna söfnuðust þar saman til að vernda hana í gær.