Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 17

Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 17 ERLENT Tryggið ykkur miða á glæsilega viðburði Á hátindi ferils síns Mezzósópransöngkonan Anne Sofie von Otter ásamt Bengt Forsberg píanóleikara. Háskólabíó 4. júní. Miðaverð: 5.900 / 5.500 Perlur úr hreinum sirkustöfrum Gústi trúður og sirkusinn Cirque slá upp stóru sirkustjaldi á Hafnarbakkanum í samstarfi við Hátíð hafsins og Símann. 2., 4., 5. og 6. júní. Miðaverð: kr. 2000 fyrir börn / 3000 fyrir fullorðna Tónlistarkraftaverk Huun Huur Tu frá Mongólíu er eitt helsta tónlistarkraftaverk samtímans. Tvennir tónleikar í Nasa við Austurvöll 15. og 16. maí. Miðaverð: kr. 3.200 Bergmál Ragnhildar Nýtt verk eftir Ragnhildi Gísladóttur við texta eftir Sjón. Hinn þekkti tónlistarmaður Stomu Yamash’ta tekur þátt. Í Skálholtsdómkirkju 21. maí og Langholtskirkju 24. maí. Miðaverð: kr. 3000 / 2.200 fyrir börn Tær snilld Lady and Bird eða Barði og Keren Ann, sem er ein skærasta poppstjarna Frakka. Í Íslensku óperunni 28. maí. Miðaverð: kr. 2.500 Endurkoma glæsileikans Portúgalska fadosöngkona Mariza ásamt hljómsveit. Á Broadway 27. og 28. maí. Miðaverð: kr. 3.500 / 3.200 Beethoven í botn Sónötur Beethovens fyrir píanó og fiðlu fluttar í heild sinni. Flytjendur Sigrún Eðvaldsdóttir og Gerrit Schuil. Í Ými, 15., 22., og 29. maí.. Miðaverð: kr. 2.500. Á alla þrenna tónleikana: 5.500 Undraverðir hæfileikar Pacifica, einn fremsti kvartett Bandaríkjanna. Í Íslensku óperunni 28. og 29. maí, á Ísafirði 4. júní. Miðaverð: kr. 3.200. Myndlist á Listahátíð í vor 20 sýningarstaðir um land allt. Passar sem gilda á allar myndlistar- sýningar á Listahátíð í Reykjavík, 14. maí til 5. júní, verða til sölu frá og með 1. maí. Verð kr. 1.000 Aðalstyrktaraðili myndlistarþáttar Listahátíðar í Reykjavík 2004 Hæfileikaríkasta söngkona heims GuardianHuun Huur Tu Hreinir sirkustöfrar Politiken Sagan af Gústa trúð Endurkoma glæsileikans Guardian Mariza Tónlistarkraftaverk New York Times Pacifica Anne Sofie von Otter Miðasala Listahátí›ar í Reykjavík Bankastræti 2 / sími 552 8588 Heildardagskrá liggur frammi Bergmál Ragnhildar www.listahatid.is Meðal annarra viðburða á Listahátíð Víóluhátíð, ný verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Daníel Bjarnason og Garth Knox. Yuri Bashmet víóluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Danshátíð í Nasa og Borgarleikhúsinu. Mynd á þili í Þjóðminjasafninu. Autobahn, fjögur glæný leikrit í Borgarleikhúsinu. Miðasala Bankastræti opin virka daga kl. 12 – 18. Miðasala á www.listahatid.is opin allan sólarhringinn. Páfagarði. AFP, AP. | Kardinálar róm- versk-kaþólsku kirkjunnar hafa ákveðið að ræða ekki við fjölmiðla- menn fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn. Aðaltalsmaður Páfagarðs, Joaquin Navarro-Valls, skýrði frá þessu eftir fund kardinálanna á laugardag. Ítalskir fjölmiðlar sögðu að þýski kardinálinn Joseph Ratz- inger, formaður kardinálaráðsins, hefði beitt sér fyrir banni við því að kardinálar ræddu við fjölmiðla. Nav- arro-Valls staðfesti þetta ekki og sagði aðeins að allir kardinálarnir hefðu samþykkt að ræða ekki við fjölmiðlamenn meðan þeir undirbúa páfakjörið sem á að hefjast á mánu- daginn kemur. Áður höfðu ítölsk blöð sagt að Ratzinger og fleiri kardinálar hefðu áhyggjur af því að vangaveltur í fjöl- miðlum um næsta páfa gætu haft áhrif á kjörið. Allir kardinálar undir áttræðu eiga rétt á að greiða atkvæði um næsta páfa. Alls eru 117 kardinálar kjörbærir en tveir þeirra geta ekki tekið þátt í kjörinu af heilsufars- ástæðum, þeir Adolfo Antonio Suar- ez Rivera frá Mexíkó og Jaime Sin frá Filippseyjum. Engin „traust bandalög“ Kardinálaráðið kemur saman dag- lega næstu vikuna þar sem ráðið hefur það hlutverk að stjórna kirkj- unni þar til nýr páfi tekur við. Talið er þó að óformlegar samræður kard- inálanna næstu daga hafi meiri áhrif á niðurstöðu páfakjörsins. Þegar páfakjörið hefst á mánu- daginn loka kardinálarnir sig inni í Sixtusarkapellunni í Páfagarði. Margir kardinálar hafa verið nefndir sem páfaefni. Þýski kardin- álinn Karl Lehmann sagði þó í við- tali, sem birt var á laugardag, að enginn þeirra væri sigurstranglegri en aðrir. Svo virtist sem ekki hefðu myndast nein „traust bandalög“ á meðal kardinálanna.             !" #$% & '()& $% (  *    "+   "   ,  !       .        !  !  #   / "   Kardinálarnir ræða ekki við fjölmiðla Sameinuðu þjóðunum. AP. | Yfir 350 vígamenn eyðilögðu þorp í Darfur- héraði í Súdan í vikunni sem leið í grimmilegustu árásinni sem gerð hef- ur verið í héraðinu frá því í janúar, að sögn æðstu sendimanna Afríkusam- bandsins og Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Sendimennirnir sögðu að vopnaðir menn í Miseriyya-ættbálknum hefðu ráðist á þorpið Khor Abeche á fimmtudaginn var. Þeir nafngreindu foringja vígamannanna, Nasir Al-Tij- ani. Nafn hans verður afhent þeirri nefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna sem á að skera úr um hverjir hafi hindrað friðarumleitanir í Darf- ur. Nefndin getur bannað þeim að ferðast frá Súdan og fryst eignir þeirra, samkvæmt ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið samþykkti einnig á fimmtudag að málum þeirra, sem grunaðir eru um manndráp, nauðg- anir og fleiri grimmdarverk í Darfur, yrði vísað til Alþjóðasakamáladóm- stólsins. Hefur dómstóllinn þegar fengið lista yfir um 50 menn, sem sak- aðir eru um stríðsglæpi í héraðinu, og ýtarleg gögn um mál þeirra. Al-Tijani er fyrsti Súdaninn sem nafngreindur er opinberlega í tengslum við meinta stríðsglæpi í Darfur. Sendimennirnir fordæmdu árásina á þorpið, sögðu hana „villi- mannlega“ og kröfðust þess að árás- armennirnir yrðu dregnir fyrir rétt. Vígamennirnir riðu hestum og „æddu um þorpið, drápu, brenndu og gereyðilögðu allt sem fyrir var, hlífðu aðeins mosku og skóla þorpsins,“ að sögn sendimannanna. Ekki kom fram hversu margir biðu bana en sendimennirnir sögðu þetta grimmilegustu árásina í Darfur frá því í janúar þegar vígamenn drápu um hundrað manns í þorpinu Ham- ada. Um milljón manna fær minni matarskammta Talið er að allt að 300.000 manns hafi látið lífið í Darfur – margir af völdum hungurs eða sjúkdóma – frá því að átök hófust í héraðinu fyrir rúmum tveimur árum. Um tvær millj- ónir manna hafa flúið heimkynni sín. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna (WFP) skýrði frá því á föstudag að vegna fjárskorts þyrfti hún að minnka matarskammta flóttafólksins verulega. Gert væri ráð fyrir því að minnka þyrfti skammtana af öðru en korni um helming. Þessi ráðstöfun ætti ekki að ná til vannærðra barna og kvenna, sem hafa börn á brjósti, en kæmi niður á um milljón bágstaddra flóttamanna. Grimmi- leg árás á þorp í Darfur Matarskammtar flóttafólksins minnkaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.