Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 21

Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 21 UMRÆÐAN MÁLM- og skipaiðnaður, véltækni og netagerð eru þekkingargreinar í stöðugri endurnýjun. Stéttarfélag starfsmanna í þessum mikilvægu samkeppnisgreinum þarf því einnig að vera síungt og það hefur Félag járniðnaðarmanna haft að leiðarljósi allt frá því félagið var stofnað fyrir 85 árum. Tæknin, menntun fé- lagsmanna, verklag, kjör og félagsleg réttindi hafa tekið mikl- um breytingum á þess- um tíma en grunnþætt- irnir í starfi félagsins eru ávallt þrír: Atvinna, menntun og lífskjör. Þegar 17 járniðn- aðarmenn komu saman í timburhúsi við Hverf- isgötuna í Reykjavík þann 11. apríl 1920, til að stofna stéttarfélag, voru launamenn nær réttlausir og dagvinna án álags tólf tímar á dag, sex daga vikunnar. Þær breytingar sem orðið hafa á samfélaginu síðustu 85 árin eru með- al annars afrakstur þeirrar baráttu sem stéttarfélögin hafa háð. Enn er nauðsyn að standa vörð um grund- vallarréttindin um leið og ný verkefni bætast við. Samstaða í síbreytilegum heimi Örar tækni- og þjóðfélagsbreyt- ingar kalla á að stefna og starfshættir verkalýðsfélaga séu sífellt í endur- skoðun. Félag járniðnaðarmanna hef- ur því lagt mikla vinnu í að endur- meta og endurskoða stefnu sína og starfshætti og færa til samræmis þarfir félagsmanna og kröfur fram- tíðarinnar. Félagið er nú ekki aðeins fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi. Það er opið öllum sem starfa í málm- og véltæknigreinum, skipasmíðum og veiðarfæragerð. Störfin eru ekki lengur bundin við heimabyggðina, þau eru alþjóðleg og samkeppnin harðnar. Við þessar að- stæður er brýnt að byggja upp eitt landsfélag í starfsgrein- unum með góð tengsl við sambærileg félög í öðrum löndum, í stað þess að vera með á ann- an tug félaga og deilda. Félag járniðn- aðarmanna og Vél- stjórafélag Íslands eru nú í viðræðum um sam- einingu félaganna þar sem stefnt er að öflugu landsfélagi sem hafi slagkraft til að takast á við ný og spennandi verkefni. Öflug fagleg símenntun Stéttarfélög verða að ráða yfir þeim lyklum sem veita félagsmönn- um færi á almennri og tæknilegri sí- menntun þannig að þeir standi í engu að baki bestu fagmönnum í Evrópu hvað snertir, þekkingu, hæfni og getu til starfa í nýju tækniumhverfi. Félagið náði samningum við at- vinnurekendur 1987 um að báðir að- ilar leggi árlega fjármagn til auk- innar tæknimenntunar. Í dag sækja félagsmenn og fyrirtæki nýja þekk- ingu og hæfni á sviði faglegrar sí- menntunar, stjórnunar og reksturs í Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins. Mikill fjöldi félagsmanna hefur sótt nýja þekkingu til FM. Afraksturinn er fleiri verkefni í fyrirtækjunum og áhugaverð störf, betri atvinnumögu- leikar og hærri laun. Fræðslusjóður Félags járniðnaðarmanna fjár- magnar ekki aðeins þekkingarupp- byggingu og rekstur tækni- námskeiða. Félagsmenn eiga einnig rétt á beinum stuðningi í iðnnámi og almennri símenntun. Félagslegt öryggi og þjónusta Betri lífskjör felast ekki í aðeins í launaumslaginu. Vinnuumhverfi, fé- lagslegt öryggi og aðstaða til að njóta frítíma skipta einnig miklu máli. Nú er að ljúka tilraun með samstarfs- verkefnið „Betri líðan – Bættur hag- ur“ sem er matskerfi á vinnuað- stæður og öryggisþætti í fyrirtækjum og á að skila betri líðan starfsmanna og bættum hag fyrirtækja. Framhaldið á þessu sviði ræðst af niðurstöðum verkefnisins. Sjúkrasjóður félagsins sinnir fé- lagsmönnum þegar mest á reynir og félagsmenn hafa aðgang að vel bún- um orlofshúsum allt árið. Rétt eins og fyrir 85 árum er Félag járniðnaðarmanna sá bakhjarl sem félagsmenn eiga að þegar á reynir. Trúnaðarmenn félagsins eru mik- ilvægir tengiliðir á vinnustöðum. Þjónustan verður sífellt víðtækari og starfið fjölbreyttara. Það var því Fé- lagi járniðnaðarmanna mikil hvatn- ing þegar ítarleg viðhorfskönnun leiddi í ljós mikla og almenna ánægju félagsmanna með störf og þjónustu félagsins og að járniðnaðarmenn eru almennt stoltir af starfi sínu og fag- þekkingu. Áframhaldandi uppbygg- ing og samstaða er besta gjöfin sem Félag járniðnaðarmanna getur fært félagsmönnum á 85 ára afmælinu. Félag járniðnaðar- manna 85 ára Örn Friðriksson fjallar um Fé- lag járniðnaðarmanna 85 ára ’Örar tækni- og þjóð-félagsbreytingar kalla á að stefna og starfs- hættir verkalýðsfélaga séu sífellt í endur- skoðun. Félag járniðn- aðarmanna hefur því lagt mikla vinnu í að endurmeta og endur- skoða stefnu sína.‘ Örn Friðriksson Höfundur er form. Félags járniðn- aðarmanna. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.