Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlendur Sig-mundsson fædd- ist í Gröf á Höfða- strönd 5. nóv. 1916. Hann lést á LSH 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigmundur Sig- tryggsson, bóndi og síðar verslunarmað- ur á Siglufirði, f. 1889, d. 1975, og kona hans Margrét Erlendsdóttir hús- freyja, f. 1894, d. 1959. Systir Erlend- ar var Hulda Sig- mundsdóttir, f. 1929, d. 1972. Upp- eldissystur Erlendar eru Kristín Rögnvaldsdóttir, f. 1922, og Sig- ríður Sigurðardóttir, f. 1916, d. 1995. Erlendur kvæntist 11. maí 1940 Margréti Sigríði Tómasdóttur, f. 21. maí 1915 í Hólum í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði, d. 23. mars 1964. Foreldrar hennar voru Tóm- as Benediktsson, bóndi og oddviti í Saurbæjarhreppi, f. 1883, d. 1980, og kona hans Sigurlína Einars- ari, f. 30. maí 1946, gift Eymundi Þór Runólfssyni, verkfræðingi, f. 24. júní 1940. Börn þeirra eru a) Runólfur, f. 1969, kvæntur Jintönu Chareonwong, b) Margrét Sigríð- ur, f. 1971, og á hún þrjú börn, Huga Þey, Hávar og Eyrúnu Úu. Erlendur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1938, cand. theol. frá HÍ 1942, sóknar- prestur í Seyðisfjarðarprestakalli 1942–1965, prófastur í Norður- Múlaprófastsdæmi 1961–1965. Hann var stundakennari við barna- og unglingaskóla á Seyðis- firði 1942–1965, skólastjóri Iðn- skólans á Seyðisfirði 1954–1965, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna 1965–1967, biskupsrit- ari 1967–1975 og farprestur þjóð- kirkjunnar 1975–1982. Erlendur gegndi mörgum trún- aðarstörfum, var m.a. formaður fræðsluráðs Seyðisfjarðarkaup- staðar í tvo áratugi og sat í skóla- nefndum Hallormsstaðarskóla og Húsmæðraskóla kirkjunnar á Löngumýri. Hann átti sæti í yfir- skattanefnd Seyðisfjarðar og Norður-Múlasýslu í tæpan áratug. Hann var kirkjuþingsmaður frá 1960–1962 og ritari Kirkjuráðs 1967–1975. Útför Erlendar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. dóttir, ljósmóðir, f. 1883, d. 1929. Erlend- ur kvæntist 3. maí 1971 Ásu Jónsdóttur, f. 1919, d. 1993 (skildu), og 7. júlí 1973 kvæntist hann Sigríði Símonardóttur, f. 20. ágúst 1920, d. 28. mars 1995. Foreldrar hennar voru Símon Þórðarson, f. 1888, d. 1934, og kona hans Ágústa Pálsdóttir, f. 1895, d. 1978. Dætur Erlendar og Mar- grétar eru: 1) Mar- grét, kennari, f. 6. apríl 1942, gift Helga Hafliðasyni, arkitekt, f. 2. mars 1941. Börn þeirra eru: a) Hafliði, f. 1964, í sambúð með Ragnhildi Vigfúsdóttur og eiga þau tvær dætur, Vigdísi og Hólm- fríði. b) Erlendur, f. 1967, kvæntur Kristínu Láru Friðjónsdóttur og eiga þau eina dóttur, Margréti Ólöfu. c) Ólöf Huld, f. 1974, í sam- búð með Halldóri Kristni Júl- íussyni og eiga þau einn son, Ófeig Helga. 2) Álfhildur, leikskólakenn- Hann birtist mér í þokunni á Seyðisfirði, hár og grannur, ljós og bjartur með glettnisglampa í aug- um. Þetta var á morgni lífs míns er ég steig þar á land til fundar við Maggý mína, stúlkuna sem ég var ákveðinn í að deila lífinu með. Þau tóku á móti mér og saman ók- um við heim í Framnes, prests- setur staðarins, sem birtist mér eins og ljómandi ævintýrahöll, um- girt sjó á þrjá vegu. Þar beið móð- irin, Margrét Tómasdóttir, sem geislaði af alltumvefjandi hlýju, og Álfhildur, unglingur með ofurlítinn forvitnisglampa í augum. Hafi ég kviðið þessu augnabliki, þá hvarf sú tilfinning umsvifalaust við fyrsta augnatillit og ég vissi að upp frá því væri þetta líka fjöl- skyldan mín. Þrátt fyrir þokuna minnist ég þessa dags sem eins hins bjartasta í lífi mínu. Erlendur var í senn höfðingleg- ur og alþýðlegur, skarpgreindur, hagmæltur og músíkalskur. Hann var vel lesinn og átti gott með að spjalla við fólk. Slíkum manni vildi ég líkjast og við urðum vinir upp frá þessu. Margrét og Erlendur voru eitt. Þau studdu hvort annað í lífi og starfi, voru virt og vinsæl meðal sóknarbarnanna, enda kunnu þau bæði að gleðjast með glöðum og sefa sorgir þegar þær kvöddu dyra. Á heimilinu ríkti friður, birta og gleði. Þar var ham- ingja. Því miður stóð hún ekki lengi því að Margrét veiktist af krabbameini og lést tæpum þrem- ur árum síðar, langt um aldur fram. Ég held að enginn hafi skilið til fulls hvílíkt áfall þetta varð Er- lendi. Prestur sem sefaði sorgir annarra þurfti nú huggunar við en þá var ekki kominn tími áfalla- hjálpar og umönnunar fyrir þá sem áttu um sárt að binda. Í svart- nætti sorgarinnar mátti því auð- veldlega villast á gullnum veigum gleðinnar og dreggjavíni óminn- isins. Enda þótt hann væri bug- aður, í raun aðeins hálfur maður, varð hann aldrei bitur. Enn síður glataði hann sinni einlægu trú þótt baráttan við einmanaleikann væri hörð og hann ætti erfiðar stundir frammi fyrir guði sínum. Hann sinnti störfum sínum af alúð og boðskapur hans var ætíð hreinn og tær, borinn fram af skáldlegri snilld manns sem hafði afburðatök á íslenskri tungu. Þeir sem stóðu honum næst reyndu að létta honum byrðar lífs- ins og hjá okkur öllum átti hann athvarf og margra góðra stunda er að minnast í návist hans. Eitt sinn dvaldist hann hjá okkur um skeið og þá setti hann saman hundrað vísnagátur, okkur og börnum okk- ar til ómældrar ánægju. Hann orti líka ljóð, sjálfum sér til hugar- hægðar og öðrum til yndis, sum þeirra eru lýrískar perlur sem skipa honum á bekk bestu skálda. Alla tíð fylgdist hann vel með, hafði yndi af lestri góðra bóka og ánægju af að ræða um það sem hann var að lesa hverju sinni. Hann var elskuríkur afi og stoltur af afkomendum sínum sem hann hafði skírt, alla með tölu. Ógleymanleg er hringferð um landið sem fyrst og fremst var heitið til Seyðisfjarðar á 100 ára afmælishátíð staðarins. Þar var frumflutt hátíðarljóð sem hann hafði ort af þessu tilefni og Jón Þórarinsson samið lag við. Á þeim sólskinsdegi var honum innilega fagnað og gamlir Seyðfirðingar þyrptust að til að rifja upp góðar minningar frá liðinni tíð. Við fór- um síðar í ferðinni um æskuslóðir Margrétar í Eyjafirði og einnig Skagafjörð þar sem hann sleit barnsskónum og taldi fegurstu sveit á Íslandi. Hann kunni mikið af ljóðum og við hvert fjall, dal eða fjörð fann hann viðeigandi vísu eða sögu og stundum heilu kvæðin sem hann flutti okkur til ómældrar ánægju. Á ævikvöldi sínu dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík þar sem vel var um hann hugsað og verður seint fullþakkað. Þar hélt hann um skeið bænastundir og spilaði reglulega gömlu lögin á pí- anó og fólkið tók undir. Eftir því sem á ævina leið, mátti æ oftar finna fyrir „gamla pabba“ frá ham- ingjudögunum í Framnesi. Aldrei hefur mér tekist að líkj- ast honum eins og ég helst vildi en að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þennan góða og hjartahreina dreng að tengdaföður og vini. Hann var þess fullviss að hann fengi að ganga út úr þokunni og verða aft- ur eitt með Margréti sinni og það er gott að trúa því að nú séu þau aftur saman, böðuð birtu hins ei- lífa ljóss. Helgi Hafliðason. Erlendar Sigmundssonar afa míns minnist ég með hlýju og söknuði. Víst var hann frjór og skemmtilegur maður en góð- mennskan var þó hans aðalsmerki. Heimsókn til afa gerði mig, að mér fannst, að betri manneskju og ég finn að ylur minninganna um hann mun fylgja mér áfram. Við afi kynntumst ekki almenni- lega fyrr en ég var orðin ungling- ur, eiginlega að mínu frumkvæði. Kannski hafði ég þá fyrst þroska til þess að hlusta, það þurfti nefni- lega að hlusta á afa. Ég leitaði til hans og kom ekki að tómum kof- unum hjá honum. Lífsviðhorf afa var einfalt, öruggt og gott. Hann trúði á guð. Hann var prestur og notaði fá vel valin orð og vitnaði gjarnan beint í heilaga ritningu. Ég féll fyrir andagift hans þegar hann jarðaði mág sinn Benedikt Tómasson, árið 1990. Það var fal- lega gert. Afi hafði skáldgáfu sem hann fékk mikla útrás fyrir í predik- unum sínum en auk þess liggja eftir hann nokkur ljóð. Hann var vanur ræðumaður úr sinni prests- tíð og talaði gjarnan hátt og augnaráðið gat orðið ansi fjarrænt þó svo það væri aðeins ein ung- lingsstelpa að hlusta á hann. Nú ætla ég að reyna að raða minn- ingabrotunum hans afa saman sem ég fékk svo oft að heyra. Afi hafði lifað tímana tvenna eins og von er með mann sem var fæddur árið 1916. Hann var einka- barn til 13 ára aldurs þegar Hulda systir hans fæddist en átti jafn- framt tvær fóstursystur. Hann ólst upp í Hólakoti á Höfðaströnd þar sem nóg var af fiskmeti. Amma hans Guðbjörg sem ekki hafði fengið að fara í barnaskóla en lært að lesa af jafnaldra sínum með því að skrifa í jörðina var ljóðelsk og kenndi honum mikið af kveðskap. Sem strákur hafði afi ljóst hár og æði blá og stór augu og eitt sinn birtist honum engill drottins í Skagafirði og hann ákvað að verða prestur. Heldur var þó tvísýnt með skólagöngu vegna fátæktar en Sigmundur faðir hans gat slegið lán til þess að af henni gæti orðið. Loks hættu foreldrar hans búskap og fluttu til Siglufjarðar þar sen Sigmundur fékkst við verslunar- störf. Menntaskólaárin á Akureyri voru afa að mörgu leyti erfið og einn veturinn þurfti hann að hætta námi og fara að vinna en Sigurður skólameistari sendi þá eftir hon- um. Skólagangan varð mikið gæfu- spor fyrir afa, ekki síst vegna þess að þar kynntist hann konunni sinni, Margréti Sigríði Tómasdótt- ur. Eftir stúdentspróf fluttu þau til Reykjavíkur þar sem afi lærði til prests. Þau giftu sig og eign- uðust tvær dætur og bjuggu á Seyðisfirði á meðan Margrét lifði. Þeim líkaði vel á Seyðisfirði og bjuggu þar í rúmlega 20 ár. Amma hafði ekki síður skyldum að gegna sem prestsfrú, stóð við hlið manns sína og var hans stoð. Afi minn var aðeins 47 ára þegar hann missti konuna sína sem hann syrgði alla tíð síðan. Ég kveð þig nú, gamli góði afi minn, með þakklæti fyrir öll ljóðin og guðsorðin sem þú gafst mér og læt fylgja kveðju frá Huga, Hávari og Eyrúnu Úu sem þú skírðir öll. Megi góður guð ávallt vera með þér. Margrét Sigríður Álfhildar- og Eymundardóttir. Lítill hnokki leggst við hlið afa síns eftir matinn. Það er kært á milli þeirra. Þeir hafa þennan sið að leggja sig litla stund eftir mat- inn og skiptast á sögum sem hefj- ast á orðunum: Þegar ég var lítill, þá varst þú ekki til... Í þetta skipt- ið þegja þeir litla stund; kannski hafa þeir borðað aðeins meira en venjulega. Svo lýkur sá litli upp rómi, svona til þess að hefja sam- ræðurnar: „Jæja, afi minn, nú ferð þú bráðum að deyja.“ Síðan eru liðin 38 ár. En nú er hann farinn hann afi minn, fullur tilhlökkunar um endurfundi við hana ömmu mína. Endurfundi sem hann hafði þráð í yfir fjóra ára- tugi. Sem prestur reyndist afi minn syrgjendum stoð og stytta, kunni að hugga og vekja von. Sjálfum sér gat hann ekki miðlað slíku og sorgin yfir missinum sótti hann jafnan heim með reglulegu milli- bili. Það var þeim fjölmörgu sem vænt þótti um hann raun að hon- um skyldi ekki takast að bægja frá sér þeim skugga. Þess á milli var afi kátur og fé- lagslyndur, kunni að skemmta sér og öðrum og mátti það allt eins vera á hans kostnað. Hann var skáldmæltur og með ríka frásagn- argáfu, kunni utan að verk stór- skálda þjóðarinnar og gat brotið þau til mergjar. Afi var fagurkeri íslenskrar tungu og flutti öðrum betur ræður hvort heldur úr pre- dikunarstól eða á mannamótum. Auk þess spilaði hann vel eftir eyranu og hljóp á milli tóntegunda eftir raddsviði þeirra sem sungu. Það var ómetanlegt forvitnum strák að geta sótt í slíkan brunn. Að eiga samleið með slíkum opnar dyr að fegurð orðs og hugsunar og býr með manni alla tíð. Við nutum þess báðir að spjalla saman um heima og geima og rök- ræddum jafnt dægurmál og eilífð- ina. Afi hafði varðveitt barnatrúna og þroskað hana fallega. Trú hans einkenndist af einlægri von og kærleika og var laus við dómhörku og hroka. Hann var ekki mikið fyr- ir að dæma aðra menn, hann afi minn, enda sannfærður um að öll værum við ófullkomin og guði þætti jafn vænt um okkur öll. En geri guð einhvern mannamun er ég þess fullviss að afi minn er meðal þeirra sem honum þykir vænst um. Hafliði Helgason. „Mikið eru þetta fallegar kart- öflur,“ var afi vanur að segja þeg- ar hann settist til borðs. Þessi setning lýsir jákvæðni Erlendar afa míns og þakklæti hans fyrir daglegt brauð. Hann var skemmtilegur maður, stundum svolítið utan við sig og gerði þá gjarnan grín að vitleys- unni í sjálfum sér. Afi hafði mjög gott vald á íslenskri tungu og tal- aði bæði fallegt og kjarnyrt mál. Hann var víðlesinn, las bæði fræði- bækur, reyfara og bókmenntir eins og hann orðaði það en það var alls ekki allt sem féll undir það síðastnefnda. Reyfarana og bók- menntirnar las hann útafliggjandi uppi í rúmi en þyngri bækur og þá gjarnan fræðibækurnar las hann sitjandi við skrifborðið sitt. Hann var mikill ljóðaunnandi og lék sér sjálfur að því að yrkja falleg kvæði og vísur, hringhendur jafnt sem sléttubönd og þó að hann hafi ort mest fyrir skúffuna flaut ýmislegt fallegt upp á yfirborðið sem við fengum að njóta. Ekki var hann afi minn tæknilega sinnaður enda nægjusamur maður og ánægður ef hann hafði útvarpið og nóg af bók- um. Í hans huga var útvarpið bara ein rás og ef einhver gerðist svo djarfur að skipta um rás þá var út- varpið bilað. Ég kynntist afa best þegar ég var 14 ára því að þá bjó hann í tvö ár til skiptis heima hjá okkur og hjá Álfhildi móðursystur minni. Á þessum tíma dundaði hann sér við að setja saman vísnagátur og ég minnist þess hvað ég var spennt að koma heim úr skólanum og kljást við gátu dagsins. Afi var mjög músíkalskur og þær eru ógleymanlegar stundirnar þegar hann settist við píanóið og spilaði en það gerði hann oft og iðulega þegar hann var hjá okkur. Hann var nefnilega svo mikill stemningsmaður og átti auðvelt með að hrífa aðra með sér og fyrr en varði voru allir farnir að syngja og jafnvel spila með á hljóðfærin sín. Afi kunni ógrynnin öll af lög- um sem hann spilaði, flest eftir eyranu. Á jóladag þegar fjölskyld- urnar komu saman var heldur bet- ur tilefni til að syngja og spila og þá var nú gaman að eiga afa sem gat spilað undir á píanó og sungið með, tækifærið líka gripið, jólatréð dregið fram og sungið með og dansað í kringum það. Afi var þakklátur fyrir að hafa skírt alla sína afkomendur og hann var líka stoltur af öllu fólkinu sínu og það lét hann mann finna. Sem lítilli stelpu þótti mér afar hentugt að eiga afa sem var prestur því sem ábyrg dúkkumamma varð náttúrlega að blessa bæði dúkkur og bangsa og það gerði hann líka fyrir mig fyrir hálft orð. Sem full- orðinni konu þykir mér vænt um að hann blessaði mitt eigið barn í skírninni. Þá hafði styrkur hans dvínað mjög en viljinn var sterkur og athöfnin bæði falleg og kær- leiksrík eins og við mátti búast. Það er skrítið að hugsa til þess að ári síðar upp á dag kveðjum við hann hinstu kveðju. Ég er rík að hafa átt afa sem gaf mér svo margt. Hvíli hann í friði. Ólöf Huld Helgadóttir. Ég man hann fyrst við litla org- elið hennar mömmu í stofunni okk- ar heima. Grannir fingur dansa yf- ir hvítar nótur og svartar. Hann raular með: Engan grunar álfa- kóngsins mæðu ... Ég stend við orgelið og horfi á þennan frænda minn sem hvorki er barn né full- orðinn maður, hár og grannur með gleraugu og eins og hann hafi komið auga á leyndardóminn að baki daganna. Mamma er frammi í eldhúsi að taka til veitingar handa systursyni sínum sem kominn er í heimsókn, aufúsugestur, eftirlæti systranna og skemmtilegur félagi máganna, pabba og Sigmundar, þótt ungur sé. Hann er í jólafríi, kominn frá Akureyri til að halda jól með foreldrum sínum og fjöl- skyldu og hefur skotist upp eftir til okkar að heilsa frænku sinni. Síðan komu mörg jólaleyfi – og mörg sumur. Erlendur frændi minn verkamaður í Rauðku að vinna sér fyrir námskostnaði. Er- lendur frændi í gönguferð með okkur úti á Strönd og lognið svo dátt að maður trúir því að fjöllin hafi brugðið á leik í sjónum. Er- lendur að spjalla við pabba um skáldskap og vísnagerð. Erlendur við orgelið ... Og allt í einu stígur ung og fal- leg stúlka inn í sumarglaðan sól- skinsleikinn. Margrét heitir hún Tómasdóttir og ég skynja að Maggý og mamma eru afar hrifnar af þessari konu. Sjálfur þori ég varla að horfa á hana, hvað þá að yrða á hana, lítill og feiminn pjakkur. Þarna hefst fagurt æv- intýri – eða byrjaði það ef til vill á Akureyri í gamla góða MA. Mar- grét og Erlendur giftast, hann lýk- ur guðfræðiprófi og þau flytja austur á Seyðisfjörð sem á þeim dögum var óralangt frá Siglufirði. ERLENDUR SIGMUNDSSON Fagurt var mannlíf og fögur var byggðin við sæinn. Fuglarnir sungu af kæti í sólskini björtu. Og fagurt var ljóð þitt um fjörðinn og vornæturblæinn. Það fór eins og geisli beint inn í nærstaddra hjörtu. Fróm var þín greind og frjáls ertu úr jarðlífsins þrautum og fögur og heiðblá rís enn þín seyðfirzka kirkja. Drottinn þig leiði um eilífð birtunnar brautum. Ég bið þess í himninum haldir þú áfram að yrkja. Stefán Friðbjarnarson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.