Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 33 DAGBÓK                       Sérblað um sjávarútveg Sérblaðið Úr verinu fylgir Morgunblaðinu alla miðvikudaga. Í blaðinu er að finna fréttaskýringar, viðtöl og fréttir um fiskveiðar og fiskvinnslu, markaðsmál og aðra þætti er útveginum tengjast, bæði hér heima og erlendis. Auglýsendur, pantið fyrir klukkan 16 á mánudögum. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Anna í síma 569 1275 eða ragnh@mbl.is Kvikmyndahátíðin Iceland Film Festival, sem hófst síðastliðiðfimmtudagskvöld, stendur fram til 30.apríl. Á hátíðinni verða sýndar einar 65 kvikmyndir, segir Ísleifur Þórhallsson skipu- leggjandi. Fjöldi leikstjóra og leikara sækir há- tíðina og kemur til landsins jafnt og þétt á næstu dögum. „Það er mjög sérstakt að kvik- myndahátíð standi svo lengi. Ef miðað er við helstu hátíðirnar erlendis eru þær yfirleitt tíu dagar og hver mynd sýnd 2–3 sinnum. Þær eru hugsaðar fyrir kvikmyndabransann, menn kaupa sýningarrétt, veita verðlaun og þess háttar. Hér eru það dreifingaraðilarnir og bíóhúsin sem skipuleggja dagskrána. Það hefur sýnt sig að ís- lenskir bíóáhugamenn fara oft í bíó og því má segja að við séum að búa til kvikmyndahátíð sem hugsuð er fyrir áhorfendur. Ef maður hefur metnað og vilja getur hann hæglega séð allar myndirnar.“ Hvað er hver mynd sýnd lengi? „Það er svolítið misjafnt. Við reynum að sýna mest umtöluðu myndirnar, til dæmis Hotel Rwanda, Downfall, Maria Full of Grace, House of the Flying Daggers, Vera Drake og opn- unarmyndina The Motorcycle Diaries oft, og jafnt og þétt allan tímann. Lokamyndin, Garg- andi snilld, verður frumsýnd 30. apríl og sýnd einu sinni, en tekin til almennra sýninga tveimur vikum síðar. Heimildarmyndirnar eru sýndar sjaldnast, kannski 2–3 sinnum, og þá verður fólk að vera á varðbergi gagnvart því.“ Hvaða mynd hefur vakið mesta athygli? „Ætli það sé ekki A Hole in My Heart eftir Lukas Modysson, enda vekja ljótar og umdeild- ar myndir jafnan umtal. Ég sá þessa mynd á al- heimsfrumsýningu í Toronto og það var mjög furðuleg upplifun. Enginn vissi neitt um mynd- ina en þar sem um nýja mynd frá þekktum og virtum leikstjóra var að ræða var salurinn troð- fullur og færri komust að en vildu. Fjölmargir biðu fyrir utan, enda tínist fólk oft inn og út á svona hátíðum. Salurinn tæmdist síðan jafnt og þétt og í lokin vorum við ekki mörg sem sátum eftir. Myndin verður sýnd í Bandaríkjunum síð- ar á árinu og það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða.“ Er þetta form, að dreifingaraðilar og bíóhúsin taki höndum saman og skipuleggi stóra kvik- myndahátíð, komið til að vera hér? „Bíóhúsin og fyrirtæki mitt, Græna ljósið, hafa stofnað fyrirtækið Iceland Film Festival ehf. en í okkar augum er það tæki sem eiginlega hver sem er getur notað. Ef einhver manneskja fær hugmynd að kvikmyndahátíð er nú fyrir hendi maskína sem hægt er að setja í gang. Það er því komið til að vera.“ Kvikmyndir | Hátíðin Iceland Film Festival stendur fram til 30. apríl Hátíð fyrir þá sem fara oft í bíó  Ísleifur Þórhallsson fæddist árið 1974. Hann hefur starfað í skemmtanabransanum á undanförnum árum, meðal annars sinnt markaðsmálum fyrir Sambíóin og verið markaðs- og dagskrár- stjóri á Skjá einum. Í framhaldi af því byrjaði hann að dreifa kvik- myndum í félagi við Friðrik Þór Friðriksson leikstjóra og stofnaði fyrirtækið Græna ljósið. Þá setti hann á laggirnar event.is, sem sinnir innflutningi á erlendum listamönnum. Nýjasta framtak hans er Iceland Film Festival.80 ÁRA afmæli. Í dag, 11. apríl, eráttræður Jón Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi for- stjóri Stálvíkur. Hann verður í Kaup- mannahöfn á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is „Efnislaus þvingun.“ Norður ♠Á7 ♥ÁK5 S/Enginn ♦10754 ♣KG98 Vestur Austur ♠G932 ♠10854 ♥9843 ♥1072 ♦KD96 ♦83 ♣D ♣Á752 Suður ♠KD6 ♥DG6 ♦ÁG2 ♣10643 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 2 lauf * Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass * krafa Bart Bramley er kunnur spilari í Bandaríkjunum og sumir íslenskir spilarar muna kannski eftir honum, því hann spilaði á Bridshátíð árið 1994 og vann þá Flugleiðamótið í sveit með Zia. Spilið að ofan er frá Vorleikunum í Pittsburgh í síðasta mánuði, nánar til- tekið úr Norður-Ameríkukeppninni í tvímenningi. Bramley var í suðursæt- inu, sagnhafi í þremur gröndum. Hann fékk út smáan spaða, sem hann tók heima og spilaði lauftíu. Drottningin kom strax og austur drap og spilaði spaða áfram. Bramley tók þrjá slagi á lauf og vest- ur valdi að henda tveimur hjörtum og einum tígli. Nokkuð eðlileg afköst, en Bramley túlkaði þau af djúpu innsæi. Hann hugsaði með sér: Hvers vegna hendir vestur tígli, frekar en þriðja hjartanu? Er ekki skýringin sú að hann hafi efni á því; hafi sem sagt byrjað með skiptinguna 4441 og KDxx í tígli? Bramley taldi það líklegt og spilaði framhaldið samkvæmt því. Hann tók þrjá slagi á hjarta og setti vestur þar með í raunverulegan vanda. Vestur þarf vissulega ekki að henda af sér slag, en hann verður að fækka við sig spöðum og útsetja sig þar með fyrir innkasti. Vestur henti spaða og Bram- ley tók þá þriðja spaðann og spilaði litlum tígli að tíunni í borði. Vestur átti nú ekkert eftir nema KDx í tígli og gat ekki fengið nema einn slag, svo Bramley fékk ellefu slagi og nánast topp. Þetta kalla enskir fræðimenn „immaterial squeeze“. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Öryggi NÚ NÝLEGA hafa tveir val- inkunnir verkfræðingar fjallað um málefni Reykjavíkurflugvallar hér á síðum blaðsins. Annar sagði það að flugvöllurinn væri ólöglegur, þetta er rangt, Alþingi samþykkti fyrir fáum árum fjárveitingu til að end- urgera völlinn og er hann því lögleg- ur. Hitt er svo önnur saga, að nefnd sem fór yfir öryggismál flugvall- arins, komst að því að þarna væri fátt sem uppfyllti alþjóðlega örygg- isstaðla. Sveinn Guðmundsson verk- fræðingur, sem áratugum saman starfaði á Keflavíkurflugvelli, hefir greint frá því að Fokkerar Flug- félagsins geti athafnað sig í hlið- arvindi sem er allt að 12 m/s. Nú hef- ir það verið upplýst að þetta er ekki svo, vegna nálægðar ýmissa bygg- inga verða til sviptivindar sem tak- marka notkun flugbrauta í hlið- arvindi. Dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason hefir sagt að flug- völlurinn geti verið þarna áfram ef fyllsta öryggi sé tryggt. Það hafa margar borgir í heiminum lent í vandræðum með sín flugvallarmál, þ. á m. New York. Hafnarstjórnin í N.Y. leitaði á þriðja áratug seinustu aldar til iðnhönnuðarins Norman Bel Geddes um hugmynd að flugvelli fyrir borgina, Norman sem var hug- myndaríkur maður, teiknaði upp heljarmikla flotbryggju sem yrði lagt við stólpa undan Manhattan, bryggjunni átti svo að snúa eftir veðri þannig að flugtök og lendingar yrðu alltaf upp í vindinn. Vegna kreppu og kostnaðar varð ekki af þessu. Ákveðið var að búa til land með sanddælingu út í Jamaica-flóa, varð það Kennedy flugvöllur (37 000 000 rúmm.). Nú á Íslenska ríkið mik- ið land undir flugvellinum, gangverð á þessu landi er talið vera 250 millj- ónir á hektara. Yrði þetta land selt verða til nógir peningar til að gera nýjan flugvöll á uppfyllingu úti í sjó, með því losnuðu flugmenn við þessa sviptivinda og Reykvíkingar gætu smíðað turn á ráðhúsið sitt. Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Rvík. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Reykjavíkurflugvöllur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.