Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 34

Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 34
34 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu foreldrum og fjölskyldu- meðlimum þolinmæði í dag. Einhverra hluta vegna finnst þér þetta fólk bæla þig núna. Ekki synda gegn straumn- um og forðastu rifrildi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er auðvelt að týna sér í of miklum áhyggjum í dag eða láta neikvæðar hugsanir ná tökum á sér. Þetta óveð- ursský fer fljótlega sína leið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Er ekki skrýtið hvernig maður getur bæði fundið til fátæktar og ríkidæmis, þótt fjárhagsstaðan sé alltaf sú sama? Dagurinn í dag er einn af þessum blankheitadögum. Engar áhyggjur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Yfirmanneskjur eru svo sannarlega harðar í horn að taka í dag. Ekki gefa höggstað á þér. Vertu bara rólegur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Forðastu rifrildi um stjórnmál og trú- mál núna. Hættu að reyna að sanna eitthvað fyrir umhverfinu eða hamra á viðhorfum þínum. Þetta er ekki rétti tíminn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er súr yfir hlutskipti sínu þessa dagana og finnst sem einhver sé að hlunnfara hana. Bíddu í nokkra daga og sjáðu til hvort ástandið lagast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ósætti við maka og yfirboðara er nán- ast óhjákvæmilegt í dag. Öllu sem þú leggur til verður hafnað. Bíddu þar til gott tækifæri gefst. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinna sporðdrekans er tómt strit í dag og vinnuumhverfið eins og í verstu þrælakistu. Morgundagurinn verður mun betri, nú er að þegja og þola. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki hafa áhyggjur af því þótt skap- andi verkefni virðist strand í augna- blikinu. Útlitið verður mun betra á morgun. Ekki láta deigan síga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjölskyldumeðlimir eru ekkert lamb að leika sér við í dag. Allt sem þú stingur upp á er gagnrýnt eða skotið í kaf. Slakaðu á í bili. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áhyggjur byggja mikið til á vana. Reyndu að horfa jákvæðum augum fram á við. Á morgun verður allt ann- að upp á teningnum. Himnarnir eru ekki að hrynja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Haltu fast um veskið í dag. Horfurnar eru ekki ýkja góðar núna, en öðru máli gegnir um morgundaginn. Þeir sem ráða eru öðrum þrándur í götu núna. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert háttvís, mælsk og flink manneskja, góð í mannlegum samskiptum og elskar að vera miðdepillinn. Þú átt líka gott með að vinna með öðrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ágang, 8 fen, 9 umgirt svæði, 10 kraftur, 11 sorp, 13 nabbinn, 15 hungruð, 18 óvættur, 21 hestur, 22 særa, 23 fífl, 24 straumvatns. Lóðrétt | 2 hvefsin kona, 3 heiðursmerkið, 4 tappi, 5 líffærið, 6 máttar, 7 vangi, 12 gyðja, 14 auðug, 15 nokkuð, 16 píluna, 17 sori, 18 hugaða, 19 iðjan, 20 rusta. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 napur, 4 eyrir, 7 sálin, 8 díkið, 9 núa, 11 iðan, 13 æður, 14 aspir, 15 sálm, 17 apar, 20 enn, 22 máfar, 23 ofn- ar, 24 ryðja, 25 ansar. Lóðrétt | 1 nesti, 2 pilta, 3 rann, 4 elda, 5 rokið, 6 ræðir, 10 úlpan, 12 nam, 13 æra, 15 semur, 16 lyfið, 18 punds, 19 rýr- ar, 20 erta, 21 nota.  1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 O-O 8. Bf4 Rd7 9. Dd2 He8 10. Bh6 Bh8 11. h4 e5 12. h5 Rf6 13. hxg6 hxg6 14. O-O-O Rg4 15. Bg5 Dd6 16. Rh4 Bd7 17. f3 Rf6 18. Hh2 Rh7 19. Be3 Bg7 20. Hdh1 Rf8 21. Bh6 Df6 22. Bxg7 Kxg7 23. Re2 Re6 24. g3 Hh8 25. f4 Hae8 26. f5 Rg5 27. g4 Hh7 28. Rg1 gxf5 29. gxf5 Kf8 Staðan kom upp á Ambermótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Alexey Shirov (2713) hafði hvítt gegn Peter Leko (2749). 30. Rg6+! fxg6?! 30... Kg8 hefði veitt harðvítugra viðnám. 31. Hxh7 Rxh7 32. Hxh7 He7 33. Dh6+ Hg7 34. Rf3 Be8 35. Rg5 Bf7 36. Hh8+ Ke7 37. Rh7! Hxh7 38. Df8+ Kd7 39. Dc8+ Kd6 40. Hd8+ og svartur gafst upp enda er hann að verða mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Tónlist Grafarvogskirkja | Lúðrasveitin Svanur heldur árlega vortónleika í Grafarvogs- kirkju mánudaginn 11. apríl kl. 20. Stjórn- andi er Rúnar Óskarsson og leikin verða verk sem sérstaklega eru samin fyrir lúðrasveitir. Nánari upplýsingar á www.svanur.org. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Anna Hallin – Hugarfóstur – kort af samtali. Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu- málverk máluð á striga. Gel Gallerí | Guðbrandur kaupmaður sýnir verk sín. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson – „End- urheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmanna- höfn og Hafnarborg, hefur Johannes Larsen-safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norðurlandabúans“. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsal. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafnið á Akureyri | Erró. Stendur til 6. maí. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Ragnar Axelsson – Framandi heim- ur. Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Man- fronibræðra. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Dropar af regni – Amnesty International á Íslandi í 30 ár. Sýningin gefur ágrip af þeim fjölda ein- staklinga sem félagar Íslandsdeildar Amn- esty International hafa átt þátt í að frelsa. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Fundir Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn geð- sjúkra (18 ára og eldri), alla þriðjudaga kl. 19 hjá Geðhjálp, Túngötu 7. Hvort sem þú átt eða hefur átt foreldra /foreldri með geðraskanir þá ert þú velkomin(n) í þennan hóp. Nánari upplýsingar í síma 5701700 og á www.gedhjalp.is. Grand Hótel Reykjavík | Hádegisverð- arfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn á Grand Hóteli fimmtudaginn 14. apríl. Davíð Þór Björgvinsson verður með framsöguerindi. Skráning í síma 5680887 fyrir miðvikudaginn 13. apríl. Nánari upp- lýsingar á www.logfr.is. Krabbameinsfélagið | Aðalfundur Krabba- meinsfélags Árnessýslu verður haldinn í dag, kl. 20 á Eyrarvegi 23, Selfossi. Aðal- fundarstörf, Þórarinn Guðjónsson líffræð- ingur segir frá rannsóknum á stofnfrumum og krabbameini í brjósti og Gunnjóna Una félagsráðgjafi fjallar um stuðning KÍ við krabbameinssjúka. Allir velkomnir. Krabbameinsfélagið | Ný rödd heldur fund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 4. hæð, miðvikudaginn 13. apríl kl. 20. Á dagskrá er: Norræn ráð- stefna barkakýlislausra í Danmörku í sum- ar. Medic alert. Samvinna stuðningshópa K.Í. um þjónustumiðstöð. Önnur mál. Allir velkomnir. Styrkur | Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús að Skógarhlíð 8 í Reykjavík á morgun, 12. apríl kl. 20. Valgerður Sigurð- ardóttir læknir flytur erindi um viðbrögð við greiningu krabbameins. Allir velkomnir. Kristilegt félag heilbrigðisstétta | Fé- lagsfundur í dag kl. 20 að Háaleitisbraut 58–60. Kristín Bjarnadóttir kennari kynnir starf meðal kvenna í Kenýu og hugleiðingu hefur Kristín Bjarnadóttir kennari. Allir vel- komnir. Fyrirlestrar Listaháskóli Íslands | Messíana Tóm- asdóttir heldur fyrirlestur á morgun, 12. apríl kl. 17, í stofu 113. Fyrirlesturinn fjallar um hin þrjú sjónarhorn litafræðinnar: Hið sjónræna, hið táknræna og hið tilfinn- ingalega. Listaháskóli Íslands | Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) heldur fyrirlestur í dag kl. 12.30, í stofu 024. Fyrirlesturinn nefnist: Í símaskrám, straujárnum og sófalöppum. Verkfræðideild Háskóla Íslands | Sigurður Bjarni Gíslason heldur fyrirlestur um verk- efni sitt: Jarðskjálftagreining á háhýsi með kúluplötum, á morgun, 12. apríl kl. 16.15. Verkefnið fjallar um línulega jarð- skjálftagreiningu á 16 hæða skrif- stofubyggingu sem reisa á við Höfðatún í Reykjavík. Námskeið Félag íslenskra heilsunuddara | Félag ís- lenskra heilsunuddara verður með nám- skeið 13.–16. apríl fyrir byrjendur, í vöðva- og hreyfifræði, TFH 1 og 2 . Fjallað verður um streitu, orkubrautir og fæðuóþol. Einn- ig verður framhaldsnámskeið um andlega uppbyggingu 18.–21. apríl, 1 og 2. Kennari Jarle Tamsen í Rósinni, Bolholti 4. Nánari upplýsingar og skráning á www.nudd- felag.is og í síma: 6942830, 6907437. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á mánudögum kl. 18 er farið frá Toppstöðinni við Elliðaár og far- inn hringur í Elliðaárdalnum. Allir velkomn- ir ekkert þátttökugjald. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Meira á mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Stað og stund á forsíðu mbl.is. HALLVEIG Rúnarsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari koma fram á tónleikum í Tíbrá, tónleikaröð Salarins, annað kvöld kl. 20. Á efnisskrá verða gömul og ný íslensk söng- lög eftir Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva Baldvinsson o.fl Í kynningu tónleikahaldara segir að bæði verði sungnar vinsælar perlur og lög sem eiga skilið að heyrast mun oftar. Efnis- skráin spannar hundrað ára þróun íslenska sönglagsins, og á henni er bæði að finna vel þekktar söngperlur og lög sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst áður. Meðal þess sem Hallveig og Eyjólfur munu syngja eru lög eftir Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Jón Leifs og Pál Ísólfsson, en eftir þann síðastnefnda verða fluttir sex söngvar úr Ljóðaljóðunum. Þá mun Hallveig frumflytja lag Jórunnar Viðar við Únglínginn í skóg- inum, sem er framhald af vinsælu lagi hennar við sama ljóð eftir Halldór Laxness. Lagið var samið í New York árið 1946, en Jórunn hefur aldrei leyft flutning þess fyrr en nú. Þá munu Hallveig og Eyjólfur frum- flytja þrjá dúetta eftir Hildigunni Rúnars- dóttur við Vísur fyrir vonda krakka eftir Davíð Þór Jónsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslensk sönglög í Salnum flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.