Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
TÓNLISTARHÚSIÐ Ýmir, sem
er í eigu Karlakórs Reykjavíkur,
var auglýst til sölu um helgina.
Samkvæmt upplýsingum frá fast-
eignasölunni Húsakaup, sem sér
um söluna, er óskað eftir tilboðum
í húsið. Talið er að um 200 millj-
ónir geti fengist fyrir það.
Ottó V. Guðjónsson, formaður
stjórnar Karlakórs Reykjavíkur,
segir að markmið kórsins sé að
einbeita sér að sönglistinni. Rekst-
ur tónlistarhúss falli ekki að því
markmiði. Stórhuga menn hafi
haft frumkvæðið að byggingu
hússins, en nú séu breyttir tímar.
Ekki sé lengur vilji til þess, innan
kórsins, að standa að rekstri
menningarhúss. „Rekstur hússins
er of þungur fyrir stofnun eins og
karlakórinn,“ segir Ottó. „Auk
þess verða ákveðin tímamót í sögu
kórsins á næsta ári, er hann verð-
ur 80 ára, og viljum við einbeita
okkur að því að halda úti góðu af-
mælisári.“
Tónlistarhúsið er á tveimur
hæðum og um 1.200 fermetrar að
stærð. Það var vígt í lok janúar ár-
ið 2000, en nokkur ár tók að
byggja það.
Ottó segir kórinn vonast til þess
að geta selt húsið aðila, sem geti
t.d. nýtt það sem veitinga-,
skemmti- eða menningarhús.
Gæti farið
á um 200
milljónir
Tónlistarhúsið
Ýmir til sölu
TVEIR stórir borgarísjakar sáust á Húnaflóa um helgina og
var annar þeirra kominn nálægt Blönduósi og hinn nærri
Hvammstanga í gærkvöldi. Jakinn við Blönduós er gríð-
arstór, um 100 metrar að breidd og 10 metrar á hæð, og virð-
ist sléttur að sjá.
Jakinn sem kominn er nær Hvammstanga er öllu minni, en
þó vel yfir 50 metrar að breidd og trúlega um 5 metrar að
hæð, segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveit-
arinnar Káraborgar á Hvammstanga. Hann sigldi út að jak-
anum ásamt félögum sínum úr björgunarsveitinni á föstu-
dagskvöldið.
„Það eru mjög fallegir litir í ísnum, og þetta var alveg
meiriháttar, sérstaklega af því hann var svona hár. Þetta er
allavega sá stærsti sem ég hef séð koma hingað inn,“ segir
Gunnar. Björgunarsveitarmennirnir mældu dýpið við jak-
ann, og reyndist það 36 metrar, sem bendir til þess að jakinn
standi á botni úti fyrir Vatnsnesi, miðað við þá hæð sem
stendur upp fyrir sjávarmál.
Morgunblaðið/Jón SigurðarsonRisavaxinn borgarísjaki var norðvestur af ósi Blöndu í gær.
Gríðarstórir borgar-
ísjakar á Húnaflóa
Ljósmynd/Gunnar Örn Jakobsson
Björgunarsveitarmenn fóru á tveim bátum að jakanum undan Almenningi á Vatnsnesi.
Í TILLÖGUM stýrihóps um framtíðarskipan
flugmála sem skilað hefur verið til samgöngu-
ráðherra er gert ráð fyrir aðskilnaði á stjórn-
sýslu og þjónustu flugmála og er talið að með
því náist fram skýr og hagkvæm verkaskipt-
ing málaflokksins. Lagt er til að verkefnum
Flugmálastjórnar Íslands verði skipt upp og
að stofnað verði hlutafélag um flugumferðar-,
flugvalla- og flugleiðsöguþjónustu en stjórn-
sýsla og flugöryggissvið verði áfram undir
hatti Flugmálastjórnar sem áfram heyri undir
samgönguráðuneytið.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skip-
aði stýrihópinn í árslok 2003 og var honum fal-
ið að móta tillögur um framtíðarskipan flug-
mála. Formaður hans var Hilmar B.
Baldursson, flugstjóri og viðskiptafræðingur. Í
skipunarbréfi kom fram að hópurinn skyldi
meta hvað væru stjórnsýslu- og eftirlitsverk-
efni og hvað væri þjónusta og skilgreina hvaða
rekstrarform hentaði fyrir þá starfsemi Flug-
málastjórnar sem lúti að rekstri og þjónustu
við flugið. Einnig átti hópurinn að kanna fjár-
hagslegar afleiðingar breytinganna og áhrif á
flugöryggismál og starfsmannamál.
Uppfyllir kröfur um gagnsæi
Stýrihópurinn ræddi nokkra valkosti en tel-
ur að leiðin sem lögð er til hafi einkum þrennt
til síns ágætis:
Stjórnsýsla og eftirlit eigi meiri samleið en
stjórnsýsla og þjónusta.
Aðgreining eftirlits og þjónustu uppfylli ýtr-
ustu kröfur um gagnsæi opinberrar stjórn-
sýslu.
Rekstrarform þjónustustarfseminnar veiti
félaginu þann sveigjanleika sem nauðsynlegur
sé til að takast á við fyrirliggjandi verkefni og
samkeppni.
Í samantekt stýrihópsins segir að með að-
skilnaði stjórnsýslu og þjónustu náist fram
skýr lögfræðileg og hagkvæm verkaskipting
málaflokksins. Aðskilnaðurinn komi í veg fyrir
hagsmunaárekstra sem verði þegar einn og
sami aðilinn hafi eftirlit með sjálfum sér.
Hann ýti undir að þjónustuhlutinn einbeiti sér
að rekstri og samskiptum við viðskiptavini og
hagkvæmni með því að finna jafnvægi milli
gæða þjónustunnar og kostnaðar við að veita
hana.
Stýrihópur leggur til að Flugmálastjórn sinni stjórnsýslu og flugöryggissviði
Hlutafélag verði stofn-
að um flugmálaþjónustu
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
BJARKI Sigurðsson sem lagði handknatt-
leiksskóna á hilluna á dögunum segist hafa
vissar áhyggjur af þróun handboltans hér
á landi. Hann telur að menn stökkvi of
snemma til útlanda og oft á það fyrsta
sem í boði er.
Hann hefur líka ákveðnar skoðanir í
sambandi við þróun íþróttarinnar hér á
landi:
„Það hefur verið talsverð lægð í hand-
knattleik hér á landi frá árinu 2001. Þá fór
verulega að halla undan fæti og fólk hætti
að mæta á leiki í eins ríkum mæli og áður.
Meginástæðan er aukið framboð á íþrótta-
efni í sjónvarpi og að leikir hér heima rek-
ast um leið á spennandi leiki sem sýndir
eru í sjónvarpi. Þá hefur fyrirkomulag Ís-
landsmótsins síðustu ár ekki verið
skemmtilegt auk þess að það er ef til vill
of dýrt að sækja leiki. Þess vegna fagna
ég að ákveðið hefur verið að breyta móta-
fyrirkomulaginu, það var eitthvað sem
ekki var hægt að komast hjá og mátti ekki
seinna vera,“ segir Bjarki meðal annars í
viðtali við Morgunblaðið./B2
Handboltinn
er í lægð
Morgunblaðið/Ómar
„MÉR líst ágætlega á þessar tillögur og tek undir þær í öllum aðalatriðum,“ segir Þorgeir Páls-
son flugmálastjóri um tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugmála. „Þetta er í samræmi við
þá þróun sem hefur orðið erlendis. Noregur Danmörk og Svíþjóð hafa þegar gert breytingar af
þessu tagi, og um næstu áramót munu Finnar sigla í kjölfarið.“
Þorgeir segir það mjög fýsilegan kost að stofna hlutafélag um flugumferðar-, flugvalla- og
flugleiðsöguþjónustu. „Við [stjórnendur stofnunarinnar] höfum vakið athygli á því að það
þyrfti að reka þessa þjónustu á viðskiptagrundvelli. Það hentar ekki vel að vera með hana í
þessum hefðbundna ríkisrekstri, enda hafa margar nágrannaþjóðir okkar farið þá leið að
hlutafélagavæða þjónustuna, sem virðist hafa gefist mjög vel.“
Niðurstöður stýrihópsins hafa verið kynntar fyrir ríkisstjórninni og fyrir starfsmönnum
Flugmálastjórnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun væntanlega taka afstöðu til til-
lagnanna á næstunni.
Í samræmi við breytingar erlendis
Morgunblaðið/Brynjar Gauti