Morgunblaðið - 22.04.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
S
tyrkjum var úthlutað í
fjórða sinn úr sjóðnum
Vildarbörnum, styrkt-
arsjóði Icelandair og
viðskiptavina félagsins, í
gær, sumardaginn fyrsta. Sjóð-
urinn, sem stofnaður var á sum-
ardaginn fyrsta árið 2003, hefur
það að markmiði að gefa lang-
veikum börnum og börnum sem
búa við sérstakar aðstæður tæki-
færi til að fara í draumaferð ásamt
fjölskyldu sinni sem þau ættu ann-
ars ekki kost á.
Að sögn Áslaugar Thelmu Ein-
arsdóttur, kynningarstjóra Ice-
landair og framkvæmdastjóra Vild-
arbarna, er úthlutað úr sjóðnum
tvisvar á ári, fyrsta sumardag og
fyrsta vetrardag. „Að þessu sinni
bárust sjóðnum 65 umsóknir og af
þeim voru níu fjölskyldur valdar. Í
styrknum felst skemmtiferð fyrir
barnið og fjölskyldu þess, og er
allur kostnaður greiddur, þ.e. flug,
gisting, dagpeningar og aðgangs-
eyrir að sérstökum viðburði sem
barnið óskar sér,“ segir Áslaug og
bendir á að nú þegar hafi þrjátíu
fjölskyldur getað farið í drauma-
ferð á vegum Vildarbarna, sem
þýðir að samtals hafi um 140
manns farið út á vegum sjóðsins.
Fá mynt frá öllum
löndum heims
Aðspurð segir Áslaug sjóðinn
Vildarbörn fjármagnaðan með
þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi
með beinu fjárframlagi Icelandair,
í öðru lagi með frjálsum fram-
lögum félaga í Vildarklúbbi Ice-
landair sem geta gefið af vild-
arpunktum sínum og í þriðja lagi
með söfnun afgangsmyntar um
borð í flugvélum Icelandair. Segir
hún árangur myntsöfnunarinnar
um borð í flugvélum Icelandair
hafa farið fram úr björtustu von-
um og fleiri börn eiga þess því
kost í ár að fara í draumaferð sína
en aðstandendur gerðu ráð fyrir.
„Fjölbreytnin í myntinni er mikil,
við fáum þannig mynt frá öllum
löndum heims,“ segir Áslaug og
segir myntgjöfina sífellt vera að
aukast, enda virðist fólk æ meðvit-
aðra um að myntgjöf sé sniðug leið
til að koma klinkinu sínu í góðar
þarfir. „Við erum öllum þeim sem
styrkja sjóðinn afar þakklát, enda
væri þetta ekki mögulegt án
þeirra.“
Starfsemi Vildarbarna Ice-
landair byggist, að sögn Áslaugar,
á hugmyndum og starfi Peggy
Helgason, sem hefur um árabil
unnið sem sjálfboðaliði á barna-
deildum sjúkrahúsa í Reykjavík
og stutt fjölskyldur fjölda veikra
barna með ýmsum hætti. Hún er
nú í stjórn Vildarbarna Icelandair.
Verndari sjóðsins er frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti Íslands, og formaður stjórnar
hans er Ragnhildur Geirsdóttir,
forstjóri FL GROUP. Landsbank-
inn er fjárgæsluaðili sjóðsins.
Börnin níu sem fengu úthlutað
að þessu sinni eru: Alda Kristín
Stefánsdóttir, Anika Helgadóttir,
Daníel Óli Ólafsson,Gunnar Logi
Tómasson, Inga Björk Bjarnadótt-
ir, Sigurmar Gunnar Gunnarsson,
Sindri Dagur Garðarsson, Torfi
Lárus Karlsson og Þuríður Sóley
Sigurðardóttir.
Níu Vildarbörn á leið í draumaferðina með fjölskyldum sínum
Þakklát öllum þeim sem styrkja sjóðinn
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Fjölskyldurnar níu sem fengu úthlutað úr Vildarbarnasjóðnum í gær, ásamt Sigurði Helgasyni, Áslaugu Thelmu Einarsdóttur og Peggy Helgason.
Peggy Helgason ásamt Þuríði Sóleyju Sigurðar-
dóttur. Með þeim á myndinni eru Sigurður Gunnar
Sigurðsson, faðir Þuríðar, og systkini hennar, þau
Björgvin Veigar og Helen Valdís.
Sigurður Helgason, Peggy Helgason og Sindri Dagur
Garðarsson, ásamt Guðleifu Hallgrímsdóttur, móður
Sindra og systkinum hans, þeim Dagnýju Björk og Guð-
mundi Gesti.
Torfi Lárus Karlsson, Sigurður
Helgason, Peggy Helgason og Karl
Torfason, faðir Torfa.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ÁSLAUG Thelma Einarsdóttir segir lang-
vinsælast hjá börnum sem hljóta ferðastyrk
Vildarbarna að fara til Flórída og heim-
sækja Disney-land, enda heilli Disney-
heimurinn mikið. „Það stefnir allt í að Disn-
ey-land í Flórída verði vinsælasti áfanga-
staðurinn hjá Vildarbörnunum. Enda
ekkert skrýtið þar sem allir í fjölskyldunni
geta fundið eitthvað við sitt hæfi á staðn-
um. Einnig höfum við heyrt frá þeim fjöl-
skyldum sem farið hafa að út að reynsla
þeirra af Ameríku varðandi hjólastólaað-
gengi er mjög góð, sem skiptir auðvitað
miklu máli.“
Auk Flórída virðist Tívólíið í Kaup-
mannahöfn einnig heilla mjög. „Svo hafa
fjölskyldur farið til Spánar á sólarströnd og
á fótboltaleik í Liverpool á Englandi, enda
er ætlunin að láta drauma krakkanna ræt-
ast í þessum ferðum og þeir draumar eru
margvíslegir,“ segir Áslaug.
Disney-heimurinn heillar mest
Við afhendinguna styrkjanna í gær fengu börnin og systkini þeirra
auk viðurkenningarskjals peysur merktar Icelandair. Auður Guð-
finna Sigurðardóttir ásamt börnum sínum, Júlíu Ósk og Gunnari
Loga Tómasbörnum, Tryggvi Svansson, Peggy Helgason, iðjuþjálfi
og stjórnarmaður Vildarbarna, og Vilborg Stefánsdóttir, starfs-
maður Icelandair.
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
fjölmörg sögufræg hús og mann-
virki notið góðs af málningar-
styrkjum HörpuSjafnar og gengið
í endurnýjun lífdaga. „Með styrkj-
unum viljum við leggja menningar-
og þjóðþrifamálum lið á áþreifan-
legan hátt, stuðla að verndun
mannvirkja sem hafa menningar-
sögulegt gildi, auk þess að styrkja
við góðgerðarsamtök og íþrótta-
og ungmennafélög víða um land,“
segir Vigfús Gunnar Gíslason,
sölustjóri HörpuSjafnar, en um-
sóknarfrestur um málningarstyrki
fyrirtækisins þetta árið rennur út í
dag.
Á undanförnum sjö árum hefur
HarpaSjöfn veitt 120 aðilum styrk
í formi 18 þúsund lítra af málningu
að andvirði um níu milljónir króna.
Aðspurður segir Vigfús fyrir-
tækinu árlega berast á bilinu 70–
100 umsóknir og síðan hafi sérstök
styrkveitingarnefnd það vanda-
sama hlutverk að velja úr þá 15–20
aðila sem hljóta styrk það árið.
Segir hann yfirleitt reynt að hafa
styrkþegahópinn sem fjölbreytt-
astan, en meðal þeirra sem leitað
hafa til HörpuSjafnar og fengið
styrk eru Nonnahús á Akureyri,
Skútustaðakirkja í Mývatnssveit,
Patreksfjarðarkirkja, Hjálpræðis-
herinn, Rauði kross Íslands, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, Skíða-
skólinn í Kerlingarfjöllum,
Íþróttafélag fatlaðra og ýmis söfn
úti á landi.
Að þessu sinni mun HarpaSjöfn
veita samtals um tvö þúsund lítra
af málningu, að verðmæti tvær
milljónir króna, til styrkþega. Seg-
ir Vigfús að gera megi ráð fyrir að
úthlutað verði um miðjan næsta
mánuð.
Umsóknarfrestur um málningarstyrki
HörpuSjafnar rennur út í dag
Leggja þjóð-
þrifamálum lið
BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf
veitti í gær þrjá styrki til málefna
barna. Í febrúar sl. auglýsti Sum-
argjöf eftir umsóknum um styrki
til verkefna í þágu barna. Alls bár-
ust 30 umsóknir og komst stjórn
félagsins að þeirri niðurstöðu að
veita að þessu sinni þrjá styrki að
upphæð 500 þúsund hver.
Styrkina hlutu: Anna C. Leplar,
myndmenntakennari, og Margrét
Tryggvadóttir, bókmenntafræð-
ingur, til gerðar listaverkarbókar
fyrir börn. Er henni ætlað er að
hvetja börn til myndlesturs og
flétta saman íslenskri listasögu og
skemmtun.
Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistar-
kennari, vegna þróunarverkefn-
isins Hring eftir hring. Felst verk-
efnið í námsefnisgerð í tónlist og
hreyfingu fyrir elstu börn leik-
skóla.
Raddir, samtök um vandaðan
upplestur og framsögn, sem standa
að Stóru upplestrarkeppninni í 7.
bekk. Verkefnið nær til alls lands-
ins og hefst ár hvert á degi ís-
lenskrar tungu, 16. nóvember. Á
síðasta starfsári tóku 4.350 nem-
endur úr 250 bekkjardeildum frá
151 grunnskóla þátt í keppninni.
Barnavinafélagið Sumargjöf var
stofnað á sumardaginn fyrsta vorið
1924. Lengst af annaðist það rekst-
ur dagheimila og leikskóla Reykja-
víkurborgar þar til borgin yfirtók
reksturinn. Á undanförnum árum
hefur Sumargjöf haslað sér völl
sem styrktaraðili ýmissa málefna
sem varða heill barna í Reykjavík.
Sumargjöf veitir þrjá
styrki í upphafi sumars
Morgunblaðið/Árni Torfason
Margrét Tryggvadóttir, Anna Leplar, Ingibjörg Einarsdóttir, Baldur Sig-
urðsson og Elva Lilja Gísladóttir.