Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 19
DAGLEGT LÍF
Sláttutraktor
Poulan Pro 17,5 Hö
Vökvaskiptur
Grassafnari
www.slattuvel.com
Síðumúli 34,Inngangur frá Fellsmúla Sími 5172010
Tilboð
299.000.-
É
g hafði átt mér þann
draum í mörg ár að
setja á stofn svona
starfsemi, þar sem
boðið yrði upp á fjöl-
breytta þjónustu fyrir líkama og sál.
Koma á fót stað, þar sem fólk gæti
komið og fengið eitthvað varðandi
bætta heilsu, andlega og líkamlega,“
segir Ragnheiður Júlíusdóttir, sem
síðastliðið haust stofnaði Heil-
unarsetrið á Dverghöfða 27, ásamt
Unni H. Teitsdóttur. Nú starfa þar
níu meðferðaraðilar sem bjóða upp á
mismunandi meðferðir fyrir líkama
og sál. Má þar nefna nudd af ýmsu
tagi svo sem heilsunudd, svæðanudd,
heilun, miðlun, spámiðlun, og höf-
uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.
„Markmið Heilunarsetursins er að
hafa meðferðir fyrir sem breiðastan
hóp fólks. Við teljum að manneskjan
samanstandi af líkama, sál og anda,
og að við þurfum að hætta að slíta
þessa eðlisþætti okkar úr samhengi
hvern frá öðrum. Það sem fólk gerir
gott fyrir líkama sinn, gerir það gott
fyrir sálina sína og öfugt,“ segir
Ragnheiður.
Höfuðbeina- og spjald-
hryggjarmeðferð
Sá sem þessar línur skrifar liggur
einmitt á bekknum hjá Ragnheiði í
þeirri von að ráða bót á krónískri
vöðvabólgu, sem lengi hefur hrjáð
hann, ásamt vænum skammti af
svæsinni millirifjagigt. Ýmsar leiðir
hafa verið reyndar án árangurs, en
líklega er þetta atvinnusjúkdómur
sem stafar af langri setu við tölvu. Á
bekknum hjá Ragnheiði í höf-
uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
færist yfir mann mikil værð enda er
lágvær og róandi tónlist spiluð á
meðan. Þetta fer þannig fram að
maður liggur fullklæddur á bekk og
meðferðaraðilinn byrjar á að greina
hreyfinguna í mænuvökvanum með
því að þreifa eftir henni á nokkrum
stöðum á líkamanum. Ragnheiður
segir að þannig megi finna hvar
spenna liggi sem hindri hreyfinguna.
„Meðferðin er síðan fólgin í því að
nota ákveðna tækni og létta snert-
ingu til að losa um spennuna í band-
vefjum og himnukerfi miðtaugakerf-
isins, ásamt því að liðka til fyrir
hreyfingu höfuðbeina og spjald-
hryggjar,“ segir Ragnheiður og bæt-
ir því við að þessi meðferð, sé mjög
mild meðferð, sem þrátt fyrir lítið
inngrip hafi mjög djúp áhrif. „Þessi
milda aðferð, og það að líkami þiggj-
andans ræður alltaf ferðinni, tryggir
að þetta er mjög öruggt og hættu-
laust meðferðarform,“ segir Ragn-
heiður ennfremur.
Í svæðanuddi og heilun
Tveimur dögum síðar er greinarhöf-
undur aftur mættur í Heilunarsetrið,
í þetta sinn á bekkinn hjá Jarþrúði
Jónasdóttur, sem ætlar að taka hann
í svæðanudd og heilun. Inni hjá Jar-
þrúði ríki sama værðin og lágvær
tónlistin, eins og hjá Ragnheiði.
Jarþrúður byrjar á að þreifa á
nokkrum viðkvæmum punktum á
handleggjum, áður en hún tekur til
við svæðanuddið, sem felst í því að
fætur eru nuddaðir, og svara þá
ákveðin svæði á iljum, tám og hælum
til vissra líffæra í líkamanum. Í
svæðanuddinu finnur maður meira
fyrir meðferðinni en í höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferðinni og raun-
ar með ólíkindum hvað sumir punkt-
ar á fótunum á manni geta verið við-
kvæmir fyrir snertingu.
Að loknu svæðanuddinu gefur
Jarþrúður stutta meðferð í heilun og
leggur meðal annars hendur yfir
hnén, og vekur það eftirtekt grein-
arhöfundar hversu mikinn hita legg-
ur frá höndum hennar meðan á
þessu stendur.
Hér skal ekki farið nánar út í
starfsemi Heilunarsetursins enda
verður hver og einn að reyna það á
sjálfum sér hvaða meðferðaraðferðir
henta best. En þess má geta að til
stendur um næstu helgi, að halda
þar opið hús með kynningu á
starfsemi Setursins. Meðal annars
verður boðið upp á stuttar
kynningarmeðferðir í því sem fólk
vill prufa og getur fólk þá prufað
fleiri en eina meðferð, svo sem nudd,
heilun og eða miðlun. Einnig má
nefna að von er á breskum miðlum
fyrstu helgina í maí, sem munu bjóða
upp á námskeið, einkameðferðir og
skyggnilýsingarfund í Heilunar-
setrinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fimm af níu meðferðaraðilum Heilunarsetursins, frá vinstri: Ragnheiður Júlíusdóttir, Jarþrúður Jónasdóttir, Eva
Eðvalds, Margrét Oddsdóttir og Unnur H. Teitsdóttir.
HEILSA
Líkami, sál og andi
Jarþrúður Jónasdóttir hefur sér-
hæft sig í svæðanuddi og heilun.
Vöðvabólga er algengur kvilli í nútíma samfélagi og
menn leita ýmissa leiða til að vinna bug á honum,
bæði hefðbundinna og óhefðbundinna. Sveinn Guð-
jónsson sótti Heilunarsetrið heim og prófaði þar
tvær ólíkar meðferðaraðferðir.
TENGLAR
.....................................................
www.heilunarsetrid.is
M
ikið var
sungið á
skemmti-
kvöldi sem
fjórir kór-
ar, sem allir eru starfandi
á höfuðborgarsvæðinu,
efndu til í Valsheimilinu
við Hlíðarenda fyrir
skömmu. Þetta voru
Kvennakór Kópavogs,
Karlakór Kópavogs, Sam-
kór Reykjavíkur og
Kirkjukór Óháða safnaðar-
ins. Á milli atriða var boðið
upp á léttan kvöldverð,
sem kórfélagar eða makar
þeirra höfðu útbúið. Boðið
var upp á tvenns konar
matarmikil salöt ásamt drykkjum
sem kórfélagar og gestir gerðu góð
skil. Daglegt líf falaðist eftir upp-
skriftunum hjá Þór Þráinssyni
húsasmiðameistara og Magnúsi
Steinarssyni tryggingamanni, sem
báðir syngja með Karlakór Kópa-
vogs, en Magnús er jafnframt for-
maður kórsins.
Túnfiskpastasalat
(fyrir 4–6)
6 dl vatn
250 g pastaslaufur
Sjóðið vatn og látið pastaslaufur út
í. Lækkið hitann og sjóðið í 15
mínútur. Hellið vatninu af.
1 laukur, saxaður
1 rauð paprika, söxuð
1 gul paprika, söxuð
1 blaðlaukur, sneiddur
½ gul melóna, í bitum
½ agúrka, í bitum
3 gulrætur, sneiddar
3 tómatar, í bátum
½ jöklasalat, saxað
2 dósir túnfiskur í vatni
Blandið grænmetinu saman í stórri
skál. Látið vatnið renna af
túnfiskinum og blandið honum sam-
an við grænmetið. Bætið pasta
saman við.
Pastað má vera bæði heitt eða kalt.
Ef óskað er eftir köldu pasta má
skola pastaslaufurnar undir köldu
vatni.
Salatið má geyma í ísskáp í sólar-
hring.
Sósa
2 dl majones
1½ dl ólífuolía
2 tsk. karrí
3 hvítlauksrif, marin
1 tsk. salt
4 msk. hunang
1 sítróna, safinn bara notaður (ca 8
msk.)
Hrærið saman majonesi, ólífuolíu,
karríi, hvítlauk, salti og hunangi.
Kreistið sítrónusafa út í og blandið
vel. Gott er að geyma einhverja
stund í ísskáp.
Sælkerasalat
(fyrir 6 manns)
1 bolli hrísgrjón soðin í 1 bolla vatni
með kjötkrafti út í. Síðan kæld.
200 g rækjur
200 g skinka
2 græn epli
½ bolli sýrð gúrka
1 rauð paprika
1 bolli bufflaukur
¼ bolli fersk steinselja
2 msk. ferskt dill eða 1 msk. þurrk-
að
½ tsk. pipar
1 box og 3 msk. sýrður rjómi
Allt hráefnið saxað frekar smátt og
því öllu blandað vel saman. Borið
fram með hvítlauksbrauði eða öðru
brauði. Best er að útbúa þetta salat
degi áður en það er borðað.
MATUR
Fersk salöt með
hækkandi sól
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Steinarsson með túnfiskpastasalatið.
Þór Þráinsson með sælkerasalatið.
join@mbl.is