Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 23

Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 23 NÝLÁTINN er á Bretlands- eyjum á 92. aldursári einn þeirra bresku stjórnmála- manna sem tóku virkan þátt í lokakafla þorskastríða litla Ís- lands við breska heimsveldið. Þetta var James Callaghan, sem var síðasti forsætisráð- herra Verkamannaflokksins, fyrir áralanga valdatíð Mar- grétar Thatcher. Callaghan var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Harold Wilsons og átti mikinn þátt í því að reyna að finna lausn á 200 mílna deilum Breta og Íslendinga. Lausn sem á einhvern hátt myndi taka tillit til krafna bresku útgerðarinnar um veiðirétt innan 200 míln- anna. Callaghan var forsætis- ráðherra þegar Bretar lutu í lægra haldi. James Callaghan var dæmi- gerður fulltrúi gamla Verka- mannaflokksins, sem barðist fyrir réttindum verkafólks og þeirra sem minna máttu sín. Sá flokkur er nú horfinn eftir valdatíð Thatchers og Tony Blairs, sem hefur breytt honum í flokk há- skólamenntaðs vinstra fólks, sem sækir mörg sjón- armið sín yfir á hægri væng stjórnmálanna. Callaghan fékk ekki langa skóla- göngu, en sýndi fljótt hæfileika á pólitískum vettvangi. Hann skapaði sér fyrst orð í skugga- ráðuneyti flokksins 1963. Cal- laghan gegndi nokkrum ráð- herrastöðum í ríkisstjórnum flokksins en þótti aldrei skara fram úr sem slíkur nema sem innanríkisráðherra og um tíma forsætisráðherra. Þegar rík- isstjórn hans steytti á skeri 1979 sagði hann við ráðgjafa sinn: „Það koma tímar, kannski á 30 ára fresti, þegar vatnaskil verða í pólitík... Ég held að slík vatnaskil séu nú til staðar og þau eru Margrétar Thatcher.“ Ég hitti Callaghan einu sinni, þegar ég tók sjónvarps- viðtal við hann, er ég var fréttamaður fyrir Sjónvarpið, á utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel árið 1975. Ég var þar sem oftar að fylgjast með Ein- ari heitnum Ágústssyni, þáver- andi utanríkisráðherra, sem notaði slíka fundi vel til að reyna að finna lausn á land- helgisdeilunni. Sambandið á milli ríkisstjórna Íslands og Bretlands var við frostmark og bandamenn okkar í NATO höfðu miklar áhyggjur af því að við létum Varnarliðið fara úr landi. Af þessum sökum vakti viðtalið mikla athygli hér og breski ráðherrann reyndi að nota það vel til að koma skila- boðum til íslensku þjóðarinnar. Þetta viðtal hefur ætíð verið mér í fersku í minni vegna þess að ráðherrann, sem var klókur pólitíkus, lék á mig á eftirminnilegan hátt. Þannig var að ég fylgdi Einari oftast eftir á ferðum hans, sem fréttamaður erlendra frétta, í 50 og 200 mílna deilunum, þeg- ar hann sótti ýmsa erlenda ráðherrafundi sem jafnan voru notaðir til að eiga leynilega fundi með breskum ráðamönn- um eða bandamönnum sem reyndu að bera klæði á vopnin. „Svona deilur eru aldrei leyst- ar við fundarborðið,“ sagði Cal- laghan við mig, „heldur á bak við sófa og gardínur.“ Ég var nokkuð vel í sveit settur hvað stöðu mína sem ís- lenskur fréttamaður varðaði. Bæði vegna þess að ég var oft- ast eini fréttamaðurinn að heiman, auk þess sem ég var fréttaritari Financial Times á Íslandi og hafði skrifað um landhelgismálið og íslenska pólitík í hið virta dagblað árum saman. Mér var sagt af einum rit- stjóra Financial Times að skrif mín um landhelg- ismálin færu fyrir brjóstið á bresku stjórninni. Það var hrós að mínu mati. Með þessum skrifum hafði ég skapað mér nafn meðal breskra fjölmiðlamanna, sem kom sér æði vel. Samband okk- ar Einars var afar gott og byggðist á gagnkvæmu trausti, sem gerði það að verkum að ég var vel að mér í hinni íslensku hlið deilumálsins. Ég var því í lykilstöðu til að koma jákvæð- um fréttum til bresku press- unnar um málstað Íslendinga og meðal annars upplýsingum sem Einar leyfði mér að nota til að hafa áhrif á umfjöllun breskra fjölmiðla. Ég notaði mér þetta sem best ég gat og lét aldrei neinar upplýsingar af hendi nema að fá til baka verð- mætar upplýsingar og fréttir um fyrirætlanir bresku rík- isstjórnarinnar. Ég var því ósjálfrátt kominn í lykilstöðu sem hjálpaði til við að styrkja málstað Íslands í umfjöllun bresku pressunnar. Sjónvarpið sendi viðtals- beiðni til breska utanríkisráðu- neytisins í gegnum Kenneth East, sendiherra Breta, um einkaviðtal við Callaghan. Ósk- in var samþykkt um leið. Ákveðið var að viðtalið færi fram á skrifstofu breska sendi- herrans í sendiráði Breta hjá NATO, strax eftir lok utanrík- isráðherrafundar bandalagsins. Ég mætti á réttum tíma og var vísað inn á skrifstofuna. Sagt var að Callaghan kæmi að vörmu spori. Tíminn dróst. Loks kom þessi athyglisverði maður. Myndarlegur. Valds- mannslegur. Hávaxinn miðað við Breta. Vingjarnlegur en bar það með sér að hann gæti verið harður í horn að taka. Við áttum gott spjall saman um deiluna og veru hans á bresku herskipi undan strönd Íslands í stríðinu. Viðtalið var tekið og margt áhugavert kom fram. Á eftir spurði ráðherrann mig hvort þetta hefði tekist vel hjá sér. Ég sagði að hann hefði hljómað eins og hann væri að tala við kjósendur sína á Ís- landi. Hann hló dátt að samlík- ingunni. Allt í einu bað hann mig að koma út í horn og spurði alvar- legur. „Þekkir þú forsætisráð- herra Íslands?“ „Já, ég þekki Geir Hallgrímsson mjög vel.“ „Getur þú tekið trúnaðarskilboð til hans?“ spurði Callaghan. Ég sagði að það væri sjálfsagt. „Ég skal hringja í Geir um leið og ég kem heim.“ Hann sagðist treysta því að ég myndi ekki nota skilaboðin í fréttirnar og bað mig fyrir ákveðin skilaboð til Geirs Hallgrímssonar um af- stöðu bresku stjórnarinnar til samningamála á þeim tíma. Fyrst var ég afar upp með mér að vera beðinn um þetta leynilega viðvik. Svo rann það upp fyrir mér að ég vissi þegar allt um málið. Búinn að fá upplýsingarnar frá bresku pressunni í skiptum fyrir góðar fréttir frá íslensku hliðinni. Callaghan hafði fundið út fyrir viðtalið í samtali við breska blaðamenn hvað ég vissi. Það var skýring á því hvers vegna hann kom svo seint. Þessi pólitíski refur ákvað því að biðja mig að færa forsætisráðherra Íslands um- rædd skilaboð til að koma í veg fyrir að þær fréttir rötuðu fyrst í sjónvarpsfréttir. Reyndir fjöl- miðlamenn vernda ætíð trúnað. Ég var bæði skák og mát. Ég stóð við loforð mitt og hringdi í Geir við heimkomu og tapaði um leið frábærri frétt. Það var ekki nokkur leið fyrir mig að verða reiður út í þennan klóka stjórnmálamann. Í raun hef ég ætíð hugsað hlýtt til hans þrátt fyrir að hann múlbatt mig með þessum hætti. Ég hef síðan dáðst að honum fyrir ref- skákina. Nú er hann genginn. Það eru afar fáir menn eftir á lífi á Íslandi og í Bretlandi sem tókust harkalega á í landhelg- isdeilunum, en höfðu samt þrek til að ljúka henni án þess að rjúfa gömul traust sam- skiptabönd þjóðanna. Fórnin fyrir Callaghan og Verka- mannaflokkinn var afar sárs- aukamikil og umtalsverð blóð- fórn fyrir kjósendur þeirra í útgerðarbæjum Bretlands, enda hefur afkoma sjómanna þar aldrei borið sitt barr síðan. „Þekkir þú forsætis- ráðherra Íslands?“ Eftir Jón Hákon Magnússon ’Það eru afar fáirmenn eftir á lífi á Íslandi og í Bretlandi sem tókust harkalega á í landhelgisdeil- unum, en höfðu samt þrek til að ljúka henni án þess að rjúfa gömul traust samskiptabönd þjóðanna. ‘ Jón Hákon Magnússon Höfundur er fyrrverandi frétta- maður hjá Sjónvarpinu og fram- kvæmdastjóri KOM almanna- tengsla ehf. Geir Hallgrímsson kom til fundar við Harold Wilson og Callaghan í Downingstræti 10 vegna landhelgisdeilunnar hinn 28 janúar 1976. um. Minnt er einnig á að skipulögð samtök vélhjólamanna hafi því miður ekki alltaf mætt nægum skilningi stjórnvalda í viðleitni sinni til að fá af- mörkuð svæði og brautir fyrir keppn- isíþrótt sína. Verstu málin snúa að akstri á svæð- um þar sem allir sjá að enginn vegur, slóði, gata eða stígur er framundan, segir í skýrslunni og eru fáfræði og skilningsleysi oft orsökin. „Þetta skilningsleysi endurspeglast t.d. í auglýsingum bifreiðaumboðanna og ferðaþjónustuaðila þar sem fjórhjóla- drifnar bifreiðir eru sýndar í akstri ut- an vega eða á ógreinilegum vegum,“ segir í skýrslunni og nefnt er einnig dæmi um hugsunar- og virðingarleysi gagnvart náttúrunni á vefsíðu tor- færusamtaka þar sem menn státa af utanvegaakstri á torfæruhjólum. Veiðimenn fá einnig sinn skammt í skýrslunni þar sem bent er á að veg- slóðar meðfram ám séu oft slæmir og því ekið út á gróið land og bent er á að hreindýraveiðimenn freistist til að sækja bráð sína á ökutækjum langt út fyrir vegi. Vonast er eftir að þetta geti lagast með betri merkingum og leið- beiningum. Þá segir að dæmi séu um verulegar og óafturkræfar skemmdir af völdum hrossa þar sem ferðamenn hafi farið óvarlega um viðkvæm svæði eins og Lakagíga. Veita þarf meiri upplýsingar Tillögur starfshópsins eru þær helstar að haldið verði áfram kort- lagningu og skilgreiningu slóða og því lokið á tveimur árum. Lagt er til að Landmælingum Íslands verði falið að vinna með öllum sveitarfélögum landsins; endurskoðuð verði reglu- gerð um akstur utan vega; settar verði í reglugerð kröfur um skipulags- skyldu allra vega og vegslóða; Vega- gerðinni verði falið að setja upp og viðhalda vegnúmerakerfi og merking- um sem nái til allra vega og slóða; skil- greint verði hver skuli annast umsjón vega sem nú eru „munaðarlausir“ og að aukin verði upplýsingagjöf um akstur á hálendinu og utan vega. Kostnaður hjá Landmælingum vegna aðgerðanna er talinn geta orðið um 9 milljónir króna og hjá Vegagerð- inni um 11 milljónir. Lagt er til að hann skiptist á tvö ár. vega vaxandi di vandamál m utanvegasktur endurskoðuð á vegum umhverfisráðuneytisins. joto@mbl.is ER búin að fara yfir tillögurnar og þær eru nú til unar í ráðuneytinu,“ sagði Sigríður Anna Þórð- ttir umhverfisráðherra er leitað var álits hennar ögum nefndarinnar. Hún segir ljóst að mikil a hafi verið lögð í málið og tillögurnar séu marg- thyglisverðar. mhverfisráðherra segir að utanvegaakstur hafi i verið vandamál og brýnt sé að koma böndum yf- kt hátterni. Hún leggur áherslu á að til séu regl- eiðbeiningar og merkingar sem auðvelt sé að fara þannig að ferðalangar viti hvaða slóða má fara g hvar sé bannað að fara. Segir hún að í þessu gur um merkingar eitt af því sem hrinda þurfi í rð um utanvegaakstur er í endurskoðun í ráðu- ún að átak hafi verið gert í því að upplýsa erlenda ílaleigubíla hérlendis eða komi með ferjum. nar til meðferðar ytinu Morgunblaðið/Jóhannes Tómasson merkingum víða áfátt á hálendinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.