Morgunblaðið - 22.04.2005, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
G
reinar um kynþokka-
fyllstu konur lands-
ins, fullnægingar-
krem, áhuga karla á
konum og daðurtil-
burði er að finna í tímariti sem
barst inn um lúguna hjá mér á
dögunum. Umrætt tímarit nefn-
ist Femin og hefur þann hóg-
væra undirtitil „fyrir allar kon-
ur“. Þetta vakti forvitni mína og
ákvað ég að renna aðeins yfir
lesefnið. Ég fletti í skyndi
framhjá umfjöllun um „gyðjur
kvenleikans“ og auglýsingum um
andlitsmeðferð. Í vandamála-
dálki blaðsins sá ég meðal ann-
ars ráðleggingar fyrrum fegurð-
ardrottningar til 14 ára stúlku
um hvernig losna skyldi við
óæskilegan skeggvöxt í andliti.
Ég staldraði loks við umfjöllun
blaðsins um kynþokkafyllstu
konur landsins. „Líkt og með
margt annað er kynþokki fólks
afar misjafn,“ eru upphafsorð
þeirrar úttektar en til þess að
meta kynþokkann hefur blaðið
fengið nokkra vel valda karla til
liðs við sig. Eru konunum gefin
einkunnarorð sem minna helst á
„hnotskurn“ bókadómara Kast-
ljóssins fyrir jólin. Þannig geta
þær (og þeir?) sem blaðið lesa
fræðst um að Brynja Þorgeirs-
dóttir, fréttakona á Stöð 2, sé
Cameron Diaz Íslands, Þórunn
Lárusdóttir leikkona sé krúttið í
leikhúsinu og að Sirrý á Skjá
einum eldist eins og besta vín.
Sjálf hef ég takmarkaðan
áhuga á lesefni þar sem konum
er líkt við gömul vín, ballerínur
eða grískar gyðjur ef því er að
skipta. Ef til vill ættu Femin
konur að endurskoða undirtitil
blaðs síns. Að öllu gamni slepptu
verð ég að viðurkenna að mér
þykir óþægilegt að fá þau skila-
boð að vegna þess að ég er kona,
eigi ég að hafa tiltekin áhuga-
mál. Mér þykir það satt að segja
verulega íþyngjandi. En í nú-
tímasamfélaginu er ekki skortur
á ákveðnum hugmyndum um
konur og karla, karlmennsku og
kvenleika.
Oftar en ekki má lesa úr þeim
skilaboð um að kynin séu ólík að
eðlisfari og að þeirra hlutverk sé
að sætta sig við þá staðreynd.
Þessi skilaboð koma gjarnan
fram í sjálfshjálparbókum af
ýmsu tagi en þau er líka að finna
í leikritum og skemmtiþáttum í
sjónvarpi, svo dæmi séu nefnd.
Fyrir nokkrum árum kom til að
mynda út bók sem nefnist Karl-
ar eru frá Mars, konur eru frá
Venus og fjallar um samskipti
kynjanna. Bókin öðlaðist tölu-
verðar vinsældir hjá almenningi
en í henni eru Mars- og Venus-
búar látnir kynnast, læra að
meta kosti og galla hver annars
og lifa í sátt og samlyndi. Fleiri
léttsaltaðar poppkenningar um
samskipti kynjanna hafa verið
settar í söluvænlegar umbúðir
undanfarin ár. Þar má nefna
leikritið Hellisbúann sem lengi
vel var sýnt fyrir fullu húsi hér á
landi. Þar var þeirri hugmynd
varpað fram að karlar væru í
eðli sínu „veiðimenn“ en konur
„safnarar“ hvað sem það nú þýð-
ir.
Það á að heita svo að við lifum
á tímum frelsis, jafnréttis og ein-
staklingshyggju. En hvers vegna
skyldi okkur ekki enn hafa tekist
að losa okkur úr viðjum fastmót-
aðra hugmynda um kynin? Af
hverju er jafnmikið gert af því
að alhæfa um kynin og raun ber
vitni? „Maður fæðist ekki kona,
heldur verður það,“ er kjarninn í
tímamótaverki frönsku kvenrétt-
indakonunnar, Simone de
Beauvoir, Hitt kynið. Bókin kom
út fyrir meira en hálfri öld, eða
árið 1949 og varð eins konar
biblía hinnar nýju kvennabar-
áttu. Í henni varpar de Beauvoir
ljósi á stöðu kvenna í sögulegu
og félagslegu ljósi. Með fullyrð-
ingunni um að engin fæðist
kona, heldur verði kona hafnar
de Beauvoir því að konur hafi
meðfætt eðli. De Beauvoir held-
ur því í raun fram að kvenleik-
anum sé þröngvað upp á konur.
Í grein Vilhjálms Árnasonar
um danska heimspekinginn
Sören Kierkegaard, sem ég fann
á heimspekivef Háskóla Íslands,
er rætt um það að hver mann-
eskja beri ábyrgð á því sjálf að
velja hver hún er. Allir menn eru
gæddir eiginleikum sem þeir
eiga sameiginlega með sumum
en ekki öðrum, svo sem litar-
hætti og kynferði „En það að lifa
og vera til sem manneskja er
ekki eiginleiki heldur möguleiki
sem hver og einn verður að leit-
ast við að raungera í sínu eigin
lífi,“ segir Vilhjálmur í grein
sinni.
Mér hefur orðið hugsað til
þessara orða undanfarna daga
eftir að ég heyrði því haldið fram
eins og viðtekinni staðreynd að
konur og karlar væru einfald-
lega ólík andlega að upplagi.
Ekki verður annað um þessar
hugmyndir sagt en að þær gera
lítið úr frelsi einstaklingsins og
möguleikum hvers og eins til
þess að móta líf sitt sjálfur. Það
er fremur ógnvekjandi að hugsa
til þess að við fæðumst í þennan
heim með ákveðin forrit í höfð-
inu eftir kyni. Að það sé búið að
gefa spilin fyrirfram. Ég hef
heldur engar röksemdir heyrt
fyrir hugmyndunum um eðlis-
mun kynjanna og fæ ekki séð
hvernig hægt er að því blákalt
fram að slíkur munur sé til stað-
ar.
Það blasir hins vegar við að öll
erum við á einhvern hátt steypt í
mót samfélagsins og sennilega
er það nokkuð sem við verðum
að sætta okkur við. Við hljótum
ávallt að mótast að einhverju
leyti af tíðarandanum hverju
sinni. Ég held samt að það kæmi
okkur öllum til góða að við
reyndum að losa okkur eins og
hægt er við fyrirfram ákveðnar
hugmyndir um ólíkt eðli kynj-
anna og klisjukenndar fullyrð-
ingar um kosti og lesti sem af
þeim kunna að leiða. Bindum
ekki fólk á klafa kynferðis –
munum að manneskja er mögu-
leiki en ekki fyrirfram ákveðin
stærð.
Menn og
möguleikar
Sjálf hef ég takmarkaðan áhuga á
lesefni þar sem konum er líkt við
gömul vín, ballerínur eða grískar
gyðjur ef því er að skipta.
VIÐHORF
Elva Björk Sverrisdóttir
elva@mbl.is
✝ Jóhann ÓlafurÁrelíus Guð-
mundsson fæddist 4.
ágúst 1934 á Horni í
Mosdal í Arnarfirði.
Hann lést á heimili
sínu að morgni 14.
apríl síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Jó-
hannsson, bóndi á
Dynjanda í Arnar-
firði, f. 14. maí 1893,
d. 16. nóvember
1964, og Guðrún Sig-
ríður Guðjónsdóttir,
f. 15. júní 1894, d. 7.
júní 1962. Systir Jóhanns sam-
feðra er Jóna Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 5. júní 1933, gift
Marinó Finnbogasyni. Bræður
samfeðra eru: Guðjón Jónsson, f.
27. júní 1917, d. 27. janúar 1999,
kona hans Kristjana Guðsteins-
dóttir, f. 31. júlí 1918, d. 7. apríl
1999, og Sigurður Guðni Jónsson,
f. 21. október 1918, d. 5. janúar
1952, kona hans var Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 24. september
1915, d. 11. júní 2003.
Hinn 27. desember 1958 kvænt-
ist Jóhann Sigurlaugu Hannes-
dóttur, f. 15. júlí 1934. Foreldrar
hennar voru Hannes Kristinsson,
f. 8. apríl 1894, d. 25. október
1987, og Helga Geirþrúður Þor-
valdsdóttir, f. 11. ágúst 1891, d. 2.
febrúar 1982. Börn Jóhanns og
Sigurlaugar eru: 1)
Anna Baldvina, f. 7.
október 1958, var
gift Ragnari Sig-
urðssyni, börn
þeirra eru Friðrik
Þór og Selma Dögg.
2) Guðmundur Jó-
hannsson, f. 19. sept-
ember 1967, kona
hans er Arndís
Magnúsdóttir, börn
þeirra eru Jóhann
Ingi og Magnús Dag-
ur.
Jóhann fluttist til
Reykjavíkur 1951 og
hóf nám í rennismíði við Iðnskól-
ann í Reykjavík. Hann lauk þaðan
námi 1955. Jóhann var á verk-
samningi hjá vélsmiðjunni Keili.
Hann hóf störf á renniverkstæði
Egils Vilhjálmssonar sem síðar
fluttist á Smiðjuveg í Kópavogi.
Árið 1984 stofnaði hann, ásamt
nokkrum samstarfsmönnum hjá
Agli Vilhjálmssyni, Vélaverkstæði
Egils. Þar starfaði hann til 67 ára
aldurs.
Hann gekk til liðs við Odd-
fellowregluna, st. nr. 9, Þormóð
goða, hinn 22. október 1969.
Jóhann og Sigurlaug bjuggu
allan sinn búskap á Valhúsabraut
15 á Seltjarnarnesi.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elsku pabbi minn, ekki grunaði
mig að kallið kæmi svona snemma,
að þegar við töluðum saman kvöldið
áður en ég fór út, í stutta ferð til
Þýskalands, að það væri okkar síð-
asta samtal. En svona er nú lífið,
óútreiknanlegt. Eftir sitjum við hin
með sorg í hjarta.
Nú hugsa ég til allra stundanna
sem við áttum saman, við veiðar eða
úti í skúr að dytta að einhverju. Þar
horfði ég yfir öxlina á þér og reyndi
að nema eitthvað af þinni handlagni
og vandvirkni sem var einstök. Það
var ekki neitt sem þú gast ekki gert
við eða smíðað. Þessi einstaki hæfi-
leiki þinn nýttist okkur öllum vel,
mér og vinum þínum sem gátu þá
komið með biluð eða brotin veiði-
hjól, byssur eða annað sem þurfti
að laga eða endurbæta. Það var
kappsmál þitt að hjálpa vinum í
vanda.
Veiðar áttu hug þinn allan og ófá-
ar voru ferðirnar sem við fórum
saman upp í Stóru-Laxá, sem var í
miklu uppáhaldi hjá þér. Þar varst
þú á heimavelli og þekktir þar
hvern krók og kima.
Þar áttum við okkar góðu stundir
saman með veiðifélögum þínum,
sem þér þótti svo afar vænt um. Þar
leiðbeindir þú mér við veiðarnar og
mest gladdi það þig þegar ég, „lær-
lingurinn“, náði að aula upp einum.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn og
geymi mínar yndislegu minningar
um þig, elsku pabbi minn. Megi guð
geyma þig um alla tíð.
Þinn sonur
Guðmundur.
Kallið er komið,
Komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinzta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku karlinn minn, hve sárt er
að kveðja þig. Hafðu bestu þakkir
fyrir að hafa verið til fyrir okkur.
Kveðja.
Þín
Anna.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Jói minn, það er með mik-
inn söknuð í hjarta sem ég kveð þig.
Það var árið 1989 að ég fór að venja
komur mínar á Valhúsabrautina að
heimsækja Guðmund son þinn.
Strax frá fyrstu kynnum fann ég að
þarna var á ferðinni einstaklega
blíður og góður maður, heilsteyptur
og hógvær.
Árin liðu og betur og betur
kynntist ég ykkur hjónum og betri
tengdaforeldra er ekki hægt að
hugsa sér, mér hefur frá fyrstu
kynnum verið tekið sem einu af
börnum ykkar.
Við Guðmundur eigum tvo ynd-
islega drengi, þá Jóhann Inga og
Magnús Dag, sem minnast afa síns
með miklu stolti, enda var samband
þeirra mjög náið og er söknuður
þeirra mikill.
Alltaf var gaman að fá að gista
hjá afa og ömmu á Nesinu og voru
ófáar ferðirnar sem farnar voru út í
fjöru, út að ganga, eða allar bíl-
skúrsferðirnar, þar var alltaf nóg
að gera.
Jói var mikill og góður veiðimað-
ur bæði á stöng og á árum áður í
skotveiði og eigum við fjölskyldan
góðar minningar úr veiðiferðum
með honum, hann vissi alltaf hvar
fiskinn var að fá.
Jói var eins og aðrir á hans aldri
nýfarinn að njóta eftirlaunaáranna
og oft er það með tilhlökkun í huga
að geta snúið sér alfarið að hugð-
arefnum sínum og gert allt sem
mann langar til.
En kallið kom mjög snöggt.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum, elsku Jói minn, þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur,
allar þær góðu stundir sem við átt-
um með þér og ekki síst fyrir hvað
þú varst einstaklega viljugur að
koma í Fjörðinn og passa litlu afa-
strákana þína.
Hafðu þökk fyrir allt og bið ég
góðan Guð að styrkja elskulega
tengdamóður mína.
Arndís.
Elsku afi. Þær fregnir sem við
fengum hinn 14. apríl að þú værir
látinn voru okkur mjög erfiðar. Við
erum mjög fegin að við fengum að
eyða með ykkur kvöldstund kvöldið
áður. Það kvöld er okkur mjög
minnisstætt. Við sitjum hérna
systkinin og rifjum upp þær stundir
sem við áttum með þér og ömmu,
og þær eru margar og góðar. Að fá
að koma til þín og ömmu út á Nes
og gista yfir helgi því að það var
stjanað við okkur út í eitt. Um leið
og við komum var strax byrjað að
hugsa um hvað við systkinin vildum
gera og það sem við vildum byrja á
var að fara í Bónus með ykkur, það
var aðalsportið. Svo má ekki
gleyma öllum ísferðunum í Perluna
þar sem við sátum öll saman og
borðuðum ís. Síðan var labbað út
fyrir og umhverfið skoðað í kíki.
Elsku afi, það er svo mikið af
góðum minningum um þig í huga
okkar sem er svo gaman að rifja
upp því að það eru minningarnar
sem hjálpa okkur á erfiðum stund-
um. Þegar við systkinin settumst
niður og fórum að tala um þessar
góðu stundir var tvennt sem var
okkur efst í huga. Það var þegar þið
amma voruð að koma heim frá
Glasgow og við tókum á móti ykkur
á flugvellinum. Amma var í fríhöfn-
inni og þú komst labbandi út á und-
an og Friðrik spurði hvað þú hefðir
keypt í fríhöfninni handa okkur og
þú sagðist ekki hafa farið þangað
inn. Þú snerist þá á hæli og tókst
Friðrik með þér inn og labbaðir
framhjá tollvörðunum og veifaðir
þeim að allt væri í góðu lagi (eflaust
sá eini sem hefur fengið að labba í
gegnum tollinn aftur með gest).
Selma horfði á eftir okkur inn og
ákvað að bíða við dyrnar því hún
var svo spennt að sjá hvað elsku afi
okkar hefði keypt handa okkur.
Eftir dágóða stund komuð þið labb-
andi út aftur með tvo fallegustu
bangsa sem við höfum séð, einn
bleikan handa Selmu og sjóara
handa Friðriki, og vá hvað við urð-
um glöð. Þegar heim var komið og
þið amma voruð að taka upp úr
töskunum voruð þið hlaðin dóti, föt-
um og nammi handa okkur. Síðan
allar laxveiðiferðirnar sem við fjöl-
skyldan fórum í. Það var svo mikið
sport hjá okkur systkinunum að
fara að veiða með afa, pabba og
Gumma. Þið vilduð að við kæmum
með að veiða og það var svo gaman
að þið veiðikallarnir vilduð hafa tvo
grislinga með ykkur.
Það er svo ótrúlega margt sem
kemur upp í hugann hjá okkur, all-
ar stundirnar á Nesinu, veiðiferð-
irnar og sumarbústaðarferðirnar,
það væri hægt að skrifa nokkrar
bækur um þær.
Elsku afi, við munum ávallt
sakna þín og það á ekki eftir að líða
sá dagur sem við munum ekki
hugsa til þín.
Þín barnabörn
Selma Dögg og Friðrik Þór.
Að biðja sem mér bæri,
mig brestur stórum á.
Minn herra Kristur kæri
æ, kenn mér íþrótt þá.
Gef yndi mitt og iðja
það alla daga sé
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föður kné.
(Björn Halld.)
Elsku besti afi minn, nú hefur þú
kvatt okkur. Ég á eftir að sakna þín
mikið, elsku afi.
JÓHANN Ó.Á.
GUÐMUNDSSON