Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 25
MINNINGAR
Við höfum átt svo margar góðar
stundir saman. Það var alltaf svo
gaman að gista hjá þér og ömmu á
Nesinu. Núna sit ég og hugsa um
jólin, það verður skrýtið að fá þig
ekki til okkar á aðfangadag.
En ég er svo heppinn að hafa átt
þig sem afa og á fullt af góðum
minningum sem ég geymi í hjarta
mínu.
Vertu sæll, elsku afi.
Jóhann Ingi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Afi minn, þú varst svo góður vin-
ur minn, þú hafðir alltaf nógan tíma
fyrir mig.
Það var svo gaman að spila við
þig, fara í fjöruna, út að ganga og í
bílskúrinn. Þar var sko hægt að
smíða og gera allt mögulegt. Ég
skal passa hana ömmu voða vel fyr-
ir þig.
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þinn afastrákur
Magnús Dagur.
Mig langar að minnast bróður
míns Jóhanns með nokkrum orðum.
Andlát hans bar brátt að. Jói bar
nafn mannsins hennar ömmu okkar
Guðríðar, Jóhanns Ólafs, sem hún
missti í sjóinn árið 1912. Árelíusar
nafnið var eftir skipsfélaga afa sem
tók út af skipinu sem þeir voru
saman á og drukknaði. Faðir okkar
Guðmundur hafði tekið við forsjá
búsins að Horni með ömmu þegar
hann fórst. Móðir okkar missti fyrri
eiginmann sinn, Jón Sigurðsson frá
Lokinhömrum, í sjóinn árið 1925.
Með honum átti hún drengina Guð-
jón og Sigurð Guðna sem voru á
sjötta og sjöunda aldursári þegar
faðir þeirra lést. Foreldrar okkar
giftust 19. október 1932 og flutti
mamma þá að Horni í Mosdal og
settist í búið hjá ömmu Guðríði og
föður okkar. Þar erum við systkinin
fædd. Amma var ljósmóðir og tók á
móti okkur í heiminn. Það var kall-
að að hún væri ljósa okkar. Í Mos-
dalnum áttum við systkinin litlu
sporin okkar og þessum stað tengd-
umst við sterkum böndum. Þar var
margt brallað. „Áin“, sem er bara
smá lækur í okkar augum eftir að
við urðum fullorðin, var stífluð og
þá varð til stórt úthaf sem enginn
komst yfir nema fuglinn fljúgandi.
En Jói bróðir smíðaði flotta báta og
skip sem fluttu vörur og fólk milli
landa. Það voru byggðar bryggjur
og vöruskemmur. Enginn hörgull
var á byggingarefni. Nóg af grjóti
og mold og fullt af spýtum í skipin.
Það getur nú verið að stundum hafi
átt að nota sumar spýturnar í eitt-
hvað annað! Okkur fannst við alltaf
sjá móta fyrir gömlum framkvæmd-
um okkar við ána, fyrir ofan brúna.
Árdalurinn sem var mjög brattur
og djúpur var tilvalinn til að renna
sér á rassinum niður að ánni og á
sleða á veturna. Hann er bara ekki
neitt í dag séður með augum okkar
fullorðinna. Við áttum líka bú í
kofarústum uppi á túni. Þar höfðum
við kindur, hesta, kýr, hunda og
reyndar allan búpening sem við
þekktum ásamt öllum flottasta hús-
búnaði sem þekktist. Þetta var auð-
vitað allt heimafengið, horn, leggir,
skeljar, alls konar dót, diskar,
bollabrot, glerbrot og annað eftir
því. Þarna byggðum við heilu stór-
hýsin og hallirnar af flottustu gerð.
Já, hugmyndaflugið var ótakmark-
að. Hundurinn Týri, sem fullu nafni
hét Týrus, lék líka stórt hlutverk í
leiknum. Hann var hafður sem
burðarklár eða óargadýr, hættulegt
villidýr ef á þurfti að halda. Svo var
hesturinn Tvistur; brúni, stóri og
góði hesturinn okkar. Hann hafði
hvíta tvískipta blesu í andlitinu sem
gaf honum þetta nafn. Hann teygði
höfuðið niður að jörð svo við gætum
beislað hann og gekk sjálfur að
nógu stórum steini svo við gætum
komist á bak honum þegar við vor-
um send til að sækja hann í hagann.
Ekki var hann hraðskreiður bless-
aður og ef við vildum láta hann
hlaupa þá lyfti hann afturendanum
ofur varlega til að láta okkur vita að
hann réði ferðinni. Ávallt passaði
hann þó vel að við dyttum ekki af
baki hans.
Ég man mjög vel eftir því þegar
við fengum gefin stígvél sem föð-
ursystir okkar frá Reykjavík færði
okkur. Þau voru dökkblá með
myndabekk efst. Jói þurfti auðvitað
strax að prófa hvað hægt væri að
vaða djúpt án þess að blotna í fæt-
urna. Fullorðna fólkið reyndi að
sannfæra okkur um að stígvélin
yrðu ónýt ef þau blotnuðu að innan.
Við vorum svoddan grallarar að
okkur var trúandi til alls. Vorið
1942 fluttum við að Dynjanda í Arn-
arfirði. Þá breyttist margt. Í Mos-
dalnum voru fimm bæir í byggð,
margir krakkar og samgangur mik-
ill á milli bæja. Á Dynjanda var
næsti bær í margra kílómetra fjar-
lægð. Við eignuðumst fljótt góða
vini á Borg sem var næsti bær og
fólkið þar varð gott vinafólk okkar.
Margt rifjast upp þegar hugur-
inn reikar til baka til æskuára okk-
ar. Manstu, Jói, þegar við eltumst
við „hulduféð“? Þú varst svo mikill
og góður veiðimaður. Manstu þegar
þú veiddir stóra silunginn sem
reyndist, þegar betur var að gáð,
vera stórlax? Þetta var mikið afrek
af ungum dreng. Manstu þegar þú
varst að æfa þig að spila á harm-
onikuna? Allir pirraðir en þú gafst
ekki upp og náðir góðum tökum á
hljóðfærinu. Það kom að því að ung-
mennafélagið sendi tvo unglinga til
Ísafjarðar á skíðaskólann í Selja-
landsdal. Jói og Valgeir í Hokinsdal
fóru og námskeiðið bar góðan ár-
angur. Þegar heim var komið lögðu
þeir svigbrautir og við krakkarnir
lögðum okkur fram og tókum leið-
beiningum í skíðaíþróttinni. Allir á
heimasmíðuðum skíðum sem bræð-
urnir í Hokinsdal smíðuðu. Manstu
þegar við vorum í skóla á Hrafns-
eyri? Þegar við vorum allt kvöldið
að sprengja niður hengjur fram á
dal? Búið var að leita að okkur
dauðaleit og loks fann séra Kristinn
okkur, hvað hann varð ofsalega
reiður, en jafnframt feginn að finna
okkur heil á húfi. Margt rifjast upp,
við vorum frjáls og lífið svo
skemmtilegt. Ekki man ég síst þeg-
ar þú komst vestur með kærustuna
þína, hana Sigurlaugu. Hún vann
strax hug og hjarta allra með ljúf-
mennsku sinni og framkomu. Nú
skilja leiðir að sinni. Þú fórst svo
fyrirvaralaust og við söknum þín
svo sárt.
Okkur Marinó langar að senda
Sigurlaugu, Önnu, Guðmundi og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð veri með
ykkur.
Lóukvak og léttfætt
lömb á grundum
kalla hug minn heim.
Á hljóðum stundum
hvíslar hjartað. Geym
þann hreina söknuð.
Komið er kvöld um fjöll
og kyrrðin vöknuð.
(Snorri Hjartarson)
Elsku bróðir, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þín systir
Jóna.
Við andlát Jóhanns Guðmunds-
sonar vilja samstarfsmenn hans til
margra ára heiðra minningu hans
með nokkrum orðum.
Jói eins og hann var ávallt kall-
aður af vinnufélögum var í mörg ár
verkstjóri á renniverkstæði Egils
Vilhjálmssonar hf. og gegndi því
starfi áfram eftir að hann festi kaup
á verkstæðinu árið 1984 ásamt öðr-
um vinnufélögum, sem þar unnu.
Verkstjóri þarf að takast á við
ýmis verkefni, bæði starfsmenn á
vinnustaðnum og þá sem sækjast
eftir vinnuframlagi. Menn þurfa
mismunandi orð og athafnir, þessa
aðferð kunni Jói í ríkum mæli. Oft
fékk Jói til úrlausnar verkefni sem
erfitt var að fást við og oftast fann
hann viðunandi lausn á verkefninu.
Jói var að jafnaði hægur og prúður
í samskiptum en gat þó verið fastur
fyrir ef því var að skipta.
Eftir að hann lét af störfum hélt
hann ávallt uppi samskiptum við
fyrri vinnufélaga og meðal annars
kom hann reglulega í kaffi á verk-
stæðið og veitti iðulega meðlæti
með kaffinu.
Við núverandi og fyrrum starfs-
menn munum sakna Jóa og allra
þeirra góðu stunda sem við höfum
átt með honum í gegnum tíðina. Við
færum eiginkonu Jóa, Sigurlaugu
Hannesdóttur, börnum þeirra og
barnabörnum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vinnufélagarnir hjá Agli, véla-
verkstæði,
Freyr, Óli S., Sigurbjörn,
Sævar, Haraldur, Agnar
og Kjartan.
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir,
á svalri grund, í golu þýðum blæ
er gott að hvíla þeim, er vini syrgir.
(Hannes Hafstein.)
Í dag syrgjum við félagar vin
okkar Jóhann Guðmundsson, eða
Jóa eins og hann var ávallt nefndur.
Fyrir fáum mánuðum glöddumst
við með kærum vini í 70 ára afmæl-
inu á heimili hans og konu, Sig-
urlaugar Hannesdóttur, á Valhúsa-
braut 15 á Seltjarnarnesi, við mikla
gestrisni og hlýju, sem alltaf fylgdi
þeim hjónum. Skjótt skipast veður í
lofti, stutt er á milli gleði og sorgar.
Jóhann hefir verið stór hluti í
lífshlaupi okkar allra, veiðifélagi og
einstakur gleðigjafi í yfir 40 ár,
skjótur til góðra ráða, völundur til
allra verka og sérlega úrræðagóður
og snarráður. Sannkallaður galdra-
maður í aðgerðum sínum við ýmis
erfið úrlausnarefni. Hann var einn-
ig skjótur að hverfa sjónum okkar,
eins og hann hafði sjálfur spáð, er
hann yfirgæfi þetta jarðneska líf,
en því trúðum við trauðlega. Hann
varð bráðkvaddur, eins og sagt er.
Jóhann var af vestfirskum ætt-
um, uppalinn á bænum Dynjanda í
Arnarfirði í dásamlega fallegu um-
hverfi. Æskan leið í foreldrahúsum
við hin ýmsu sveitastörf, en piltur
var harðduglegur. Eftir skólagöngu
í heimahögum hélt Jói suður og hóf
nám við Iðnskólann í Reykjavík og
lauk námi í vélvirkjun árið 1957.
Eftir nám hóf Jóhann að starfa hjá
bifreiðafyrirtækinu Agli Vilhjálms-
syni og vann þar í ein 25 ár, lengst
af sem verkstjóri, en síðar eignaðist
hann vélaverkstæðið Egil ehf. í
Kópavogi ásamt nokkrum félögum
sínum. Jói var eins og fyrr segir
fljótt valinn til forystu á vinnustað
sínum sökum einstakra hæfileika
sinna til að fást við erfið verkefni.
Við félagarnir fórum oft með bil-
aðar stangir, veiðihjól, byssur,
sláttuvélar, dælur, bílvélar og hvað-
eina til hans og allt var lagað án
endurgjalds. Jóhann skipaði sér
snemma í raðir Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, var félagi nr. 106, og
starfaði lengi í árnefndum þess, svo
sem Stóru-Laxá, Laxá í Kjós, Víði-
dalsá og fleiri ám. Hann var með-
limur í Oddfellow-hreyfingunni hér
í borg til margra ára, en eins og
menn vita lætur hún margt gott af
sér leiða.
Eitt aðaláhugamál Jóhanns í
mörg ár hefur verið veiði með stöng
að vopni við vötnin ströng, árnar
okkar, sem hann hafði yndi af að
sækja heim. Oftar en ekki var son-
urinn Guðmundur með í för og fet-
aði í fótspor föðurins, báðir með
sama blíðlyndið og rósemi í orði og
æði.
Jóhann var frábær veiðimaður og
stundaði íþrótt sína af kappi en um
leið af forsjálni, gekk aldrei á hlut
annarra við veiðarnar og sýndi um-
hverfinu fyllstu tillitssemi að hætti
náttúruunnandans. Fluguköst hans
voru fullkomin og glæsileg, svo un-
un var á að horfa.
Við bundumst órjúfanlegri vin-
áttu fyrir tugum ára vegna veiði-
dellu okkar. Dauður er dellulaus
maður, heyrðist oft. Skugga hefir
aldrei brugðið á þessa vináttu. Hún
hefir styrkst og eflst með árunum.
Sá er vinur sem í raun reynist, það
þekkja allir. Sterk vináttubönd og
tryggð eru farsælasta veganestið til
æðstu gæða. Slík bönd taka til alls
þess sem manninum finnst ómaks-
ins vert að sækjast eftir í lífinu. Séu
vináttubönd fyrir hendi erum við
sæl með lífið, ef þau skortir erum
við vansæl. Kær vinur heldur á
braut og félagarnir standa hnípnir
hjá, tregafullir og hrærðir.
Við sendum með þessum fáu lín-
um Sigurlaugu Hannesdóttur,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðru venslafólki Jó-
hanns Guðmundssonar innilegar
samúðarkveðjur í þeirra miklu
sorg, sem vonandi linast við minn-
inguna um afburðagóðan dreng,
sem var svo annt um ykkur öll.
Við kveðjum kæran vin með ljóði
Þórarins Hjálmarssonar frá Siglu-
firði:
Ég þakka okkar löng og liðin kynni,
sem lifa, þó að maðurinn sé dáinn.
Og ég mun alltaf bera mér í minni
þá mynd sem nú er liðin út í bláinn.
Und lífsins oki lengur enginn stynur,
sem leystur er frá sinnar æviþrautum.
Svo bið ég guð að vera hjá þér vinur
og vernda þig á nýjum ævibrautum.
Hvíl í friðarfaðmi, kæri vin.
Veiðifélagarnir
Halldór, Ólafur, Kjartan
og Friðleifur.
Ástkær systir mín,
SIGRÍÐUR NÍELSDÓTTIR
áður til heimilis að Fellsmúla 7,
Reykjavík,
lést aðfararnótt 21. apríl á dvalarheimilinu
Skjóli.
Fyrir hönd aðstandenda,
Maren Níelsdóttir.
Ástkær dóttir okkar og systir,
ERNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fannafold 245,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 15. apríl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju laugar-
daginn 23. apríl kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Guðmundur Karl Marinósson, Þorgerður Björg Pálsdóttir,
Sigrún Huld Guðmundsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN BJARMAN
rithöfundur,
Fellsmúla 5,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 19. apríl.
Útför hans verður gerð frá Grensáskirkju föstu-
daginn 22. apríl, kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, er vilja minnast
hans, er bent á Hjartavernd.
Sveinbjörg Stefánsdóttir,
Benedikt Björnsson Bjarman,
Sesselja G. Ingjaldsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
OLIVER KRISTJÁNSSON,
Vallholt 3,
Ólafsvík,
sem lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkis-
hólmi 17. apríl sl., verður jarðsunginn frá Ólafs-
víkurkirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14:00.
Anna Elísabet Oliversdóttir,
Jóhanna Helga Oliversdóttir, Magnús Steingrímsson,
Hjördís Oliversdóttir,
Jón Þorbergur Oliversson, Kolbrún Þóra Björnsdóttir,
Guðmunda Oliversdóttir
og aðstandendur.Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN GUÐLAUGSSON,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
lést þriðjudaginn 19. apríl.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn.