Morgunblaðið - 22.04.2005, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 þjófnaður, 4
naumur, 7 láði, 8 aflið, 9
þakhæð, 11 vitlaus,
13 skot, 14 svifdýrið, 15
laus í sér, 17 dreitill, 20
duft, 22 skyldur, 23 furða,
24 mál, 25 éti upp.
Lóðrétt | 1 hæðir, 2 fram-
kvæmd, 3 leðja, 4 úr-
gangsfiskur, 5 böggull, 6
trjágróður, 10 svelginn, 12
háð, 13 frostskemmd, 15
kunnátta, 16 hitann, 18
bárur, 19 hvassviðri, 20
venda, 21 súg.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 fúlmennið, 8 ferli, 9 senna, 10 nýt, 11 tossa, 13
arnar, 15 hjörs, 18 skata, 21 tóm, 22 launa, 23 ástar, 24 full-
hugar.
Lóðrétt | 2 útrás, 3 meina, 4 nísta, 5 innan, 6 eflt, 7 gaur, 12
súr, 14 rok, 15 hæll, 16 ötuðu, 17 stagl, 18 smáðu, 19 aftra,
20 aðra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Njóttu þess að eyða deginum í fé-
lagsskap annarra. Samkomulag þitt við
maka og nána vini er gott, allir elska þig
hreinlega. Drífðu þig út og blandaðu
geði við fólk.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Stemningin í vinnunni einkennist af
hressleika og vinarþeli. Fólk er hjálplegt
og samvinnuþýtt. Kannski ferðu í ferða-
lag? Nautið er byrjað að læra að láta
drauma sína rætast.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Eins gott að það er föstudagur í dag! Af-
þreying og dægradvöl tekur völdin.
Þiggðu boð í partí og njóttu þess að
spjalla við náungann. Farðu í bíó eða á
íþróttaviðburð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nú væri ekki vitlaust að ganga frá fast-
eignaviðskiptum. Einnig getur krabbinn
notað daginn til þess að gera heimili sitt
að notalegum og öruggum dvalarstað.
Gefðu ástvinum þínum gjöf.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Í dag er mikið að gera og ljónið elskar
ysinn. Það finnur til sjálfstrausts og
bjartsýni og laðar fólk að sér fyrir vikið.
Áhugi er bráðsmitandi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Notaðu daginn fyrir verslun, viðskipti og
fjármálasýsl. Kannski aukast tekjurnar,
eða þá að eyðslusemi gerir vart við sig.
Gættu þess bara að fara ekki yfir strikið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Tunglið (tilfinningar) er í vogarmerki í
dag, í samstöðu við Júpíter (útþensla) og
eykur þar með vellíðan hennar. Vogin
trúir á sjálfa sig og bjarta framtíð.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Leitaðu leiða til þess að sýna rausn-
arskap í dag. Örlæti gleður aðra og kem-
ur þeim til góða, auk þess að bæta líðan
gefandans.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn fær tækifæri til þess að
taka höndum saman með öðrum og bæta
kjör hinna verst settu. Hann sækir í það
minnsta mannamót og deilir allsnægtum
með öðrum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin gengur í augun á öðrum í
dag. Drífðu þig af stað og láttu ljós þitt
skína. Jákvæðni þín laðar að þér fólk um
þessar mundir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er heltekinn af ferðaþrá í
dag, hann vill skoða sig um í heiminum.
Breyttu út af daglegum venjum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhver sýnir þér örlæti í dag. Það gæti
falist í einhverju smáu eða stóru, áþreif-
anlegu eða óáþreifanlegu. Gættu þess að
láta þakklæti þitt í ljós.
Stjörnuspá
Frances Drake
Naut
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert jarðbundin og skipulögð mann-
eskja og veist hvernig á að koma hlut-
unum í verk. Skipulagshæfileikar þínir
eru góðir og þú óttast ekki vald, enda ertu
lítið fyrir að láta ráðskast með þig.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ráðstefna um trú og vísindi verður haldiná morgun, laugardag, undir yfirskrift-inni Forboðnir ávextir. Ráðstefnan ferfram í sal 101 í Lögbergi, Háskóla Ís-
lands, milli kl. 10:00 og 16:30.
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur,
sem skipuleggur ráðstefnuna ásamt Guðmundi
Inga Markússyni trúarbragðafræðingi, segir að
fyrir þeim hafi vakað að skapa samræðu um trúar-
brögð og vísindi. „Við erum þeirrar skoðunar að
kirkjan hafi algjörlega brugðist í þessari umræðu.
Svo heldur hávær hópur úti vefsíðu undir heitinu
Vantrú.net og þar eru öfgarnar algjörlega í hina
áttina, því að þar er gefið í skyn að trúarbrögð og
vísindi eigi alls enga samleið. Ég er þeirrar skoð-
unar að þó að trúarbrögð og vísindi virðist ekki eiga
mikla samleið þá sé hægt að finna ýmsa snertifleti,
sérstaklega þegar kemur að siðfræðilegri umræðu
og hvert raunvísindin eigi að stefna, hvaða mann-
gildi við eigum að hafa í heiðri. Eins má velta því
fyrir sér hversu langt trúarbrögðin eiga að ganga í
óskynsamlegri trú á ýmis fyrirbæri, sem endar oft í
öfgum eins og má sjá í sértrúarsöfnuðum og á
trúarlegum sjónvarpsstöðvum. Við erum að reyna
að setja fram það sem einn fyrirlesaranna kallar
„skynsama trú“, þar sem siðferðisvitund trúarinnar
og „skynsemi“ vísindanna mætast. Markmiðið er
ekki að samþætta vísindi og trúarbrögð heldur að
skapa samræðu þeirra á milli. Vonandi verður ráð-
stefnan framlag til að gera umræðu um trúarbrögð
á Íslandi vitrænni. Fólk í raunvísindum getur lært
ýmislegt af trúarbrögðum og öfugt.“
Steindór segir að alla 20 öldina hafi sú skoðun
verið ríkjandi að trúarbrögð og vísindi hafi alltaf átt
í átökum. „Menn vísa í útreiðina sem Galileo fékk
og deilurnar um þróunarkenningu Darwins, en
rannsóknir vísindasagnfræðinga hafa sýnt að þessi
atvik eru ekki nærri því eins pólitísk og menn
héldu. Það hefur átt sér stað mikil endurskoðun
meðal vísindasagnfræðinga síðustu tvo til þrjá ára-
tugi og sú skoðun er á undanhaldi að vísindi og trú
hafi alltaf átt í stríði. Markmiðið með mínu erindi á
ráðstefnunni er að höggva í þá goðsögn.“
Pétur Hauksson geðlæknir opnar ráðstefnuna,
en auk Steindórs flytja erindi þau Gunnjóna Una
Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, Guðmundur Ingi
Markússon trúarbragðafræðingur, Atli Harðarson
heimspekingur og Carlos Ferrer sóknarprestur.
Að sögn Steindórs gerði Páll Skúlason háskóla-
rektor ráðstefnuna mögulega með því að veita til
hennar styrk. Frekari upplýsingar má finna á slóð-
inni http://www.raunvis.hi.is/~steindor/for-
bodnir.html.
Ráðstefnan Forboðnir ávextir | Trú og vísindi – andstæðir og ósættanlegir pólar?
Viljum skapa samræðu
Steindór J. Erlings-
son er fæddur árið
1966. Hann lauk BS
prófi í líffræði frá Há-
skóla Íslands árið 1996
og meistaraprófi í vís-
indasögu frá sama
skóla tveimur árum síð-
ar. Árið 2000 hóf hann
doktorsnám í vís-
indasögu við Háskólann
í Manchester og mun
senn verja doktorsritgerð sína. Steindór er
kvæntur Sigríði Klöru Böðvarsdóttur sam-
eindalíffræðingi og á tvö börn.
Tónlist
Tónlistarskóli Bessastaðahrepps | Barna-
kór frá Perth í Skotlandi, Craigclowan Seni-
or Choir, heldur tónleika í sal Tónlistarskóla
Bessastaðahrepps, Álfanesi, undir stjórn
Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur Speight kl.
17.30. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis
meðan húsrúm leyfir.
Myndlist
101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson –
Skáhalli tilverunnar (Theo van Doesburg,
Goya og aðrir).
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót
lista og minja.
Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins
Ringsted.
Energia | Málverkasýning aprílmánaðar.
Ólöf Björg.
Gallerí Dvergur | Baldur Bragason – Skúlp-
túrar.
Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson Af-
gangar.
Gallerí Gyllinhæð | 17% Gullinsnið kl. 14–
17. Sýnendur eru Árni Þór Árnason, Maríó
Múskat og Sindri Már Sigfússon.
Gallerí i8 | Hrafnkell Sigurðsson.
Gallerí Sævars Karls | Regína Loftsdóttir
sýnir olíumálverk.
Gallerí Terpentine | Halldór Ásgeirsson.
Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir.
Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu-
málverk og fleira í Boganum.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hafnarborg | Jóhannes Dagsson – End-
urheimt.
Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmanna-
höfn og Hafnarborg, hefur Johannes Lar-
sen safnið sett saman stóra sýningu um
danska og íslenska listamenn og túlkun
þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson. Sól-
stafir.
Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal eitt verk, ekk-
ert upphaf né endir.
Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson.
Olíumálverk og skúlptúra unna í leir og
málaða með olíulitum.
Listasafnið á Akureyri | Erró.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–
1945. Rúrí Archive Endangered waters.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar
glerlistasýningar.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían –
Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Markmið XI Hörður Ágústsson Yfirlitssýn-
ing.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex
norrænna myndlistarmanna frá Finnlandi,
Danmörku og Íslandi.
Norska húsið í Stykkishólmi | Mál-
verkasýning Péturs Péturssonar.
Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds-
dóttir – Fiskar og fólk.
Salurinn | Andi Manns er heiti á sýningu
Leifs Breiðfjörð. Stórir steindir gluggar,
svífandi glerdrekar eru uppistaða sýningar
Leifs. Sýningin stendur til 1. maí. Á laug-
ardag og sunnudag kl:14.00 verður Leifur
með leiðsögn um sýninguna.
Yzt – gallerí og listverslun | Vatnsheimar
– verk Mireyu Samper.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning-
arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir
Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ric-
cione – ljósmyndir úr fórum Man-
fronibræðra.
Þrastalundur, Grímsnesi | Sveinn Sig-
urjónsson sýnir olíumálverk.
Listasýning
Suðsuðvestur | Birta Guðjónsdóttir sýnir í
Suðsuðvestri. Opið fimmtud. og föstud. frá
16–18, um helgar frá 14–17.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17.
Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um
húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds-
ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066
netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét-
ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til–
menning og samfélag í 1200 ár. Ómur
Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljós-
myndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í
Riccione ljósmyndir úr fórum Manfroni
bræðra. Opið kl 11–17.
Skemmtanir
Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir í
kvöld.
Cafe Amsterdam | DJ.Fúsi skemmtir 22.
apríl. Hljómsveitin Veðurguðirnir spila 23.
apríl.
Glæsibær | Dansleikur Félags harm-
onikkuunnenda í Reykjavík laugardag kl.
21.30.
Klúbburinn við Gullinbrú | Fimm á Richter.
Laugardagskvöld Kung Fú.
Kringlukráin | Hljómsveitin Logar frá Vest-
mannaeyjum helgina 22. og 23. apríl.
Mannfagnaður
Wesak hátíðin | Helgasta hátíð ljóssins,
Wesak hátíðin, verður haldin í Síðumúla 15.
3. hæð helgina 22.–24. apríl. Á hátíðinni
verða flutt ýmis erindi, tónlist, miðlun, hug-
leiðslur og fleira. Dagskráin á föstudag er
kl. 20–22 og á laugardag og sunnudag kl.
13–17. Aðgangseyrir fyrir hvern dag er
1.000 kr. en fyrir alla dagana 2.500 kr.
Fundir
Spoex | Aðalfundur SPOEX, Samtök psori-
asis- og exemsjúklinga verður haldinn 27.
apríl kl. 20, á Grand Hótel Reykjavík Sig-
túni 38. Auk venjulegra aðalfundastarfa
fjallar Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkr-
unardeildarstjóri um: Bláa Lónið – Ný húð-
lækningastöð. Einnig verður fjallað um
breytingar á húsnæði félagsins.
Kynning
Heilunarsetrið | Opið hús 23. apríl kl. 12–
16. Gestir geta kynnt sér þjónustuna gegn
vægu gjaldi m.a.: nudd, heilun, spámiðlun,
höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð o.fl.
Te og spjall. Allir velkomnir.
Málstofur
Raunvísindadeild HÍ | Á málstofu efna-
fræðiskorar Háskóla Íslands, í dag kl. 15, í
stofu 158 í VR–II, flytur Baldur B. Sigurðs-
son raunvísindadeild HÍ, meistaraprófsfyr-
irlestur. Í erindinu verður fjallað um ný-
smíði fjölsetinna tetralón- og
dekalónafleiða og greint frá lífvirknirann-
sóknum sem gerðar voru.
Málþing
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían
Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir Myndheimur.
Námskeið
MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir
landsbyggðafólk um MS-sjúkdóminn verð-
ur haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með ný-
lega greiningu MS, upp að 2–3 árum.
Taugasérfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkr-
unarfræðingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari
veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi
MS-félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykja-
vík. Upplýsingar veitir Margrét, fé-
lagsráðgjafi í síma 5688620, 8970923.
www.ljosmyndari.is | 3 daga námskeið (12
klst) fyrir stafrænar myndavélar, 18., 20.
og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl kl. 18–
22, alla dagana. Verð kr. 14.900. Fyrir byrj-
endur og lengra komna. Skráning á
www.ljosmyndari.is eða síma 8983911.
Ráðstefnur
Háskóli Íslands | Ráðstefna um vísindi og
trú verður í Háskóla Ísl. Lögbergi 101, 23.
apríl kl. 10–16.30. Fyrirlesarar: Atli Harð-
arson heimsp., Carlos Ferrer sóknarpr.,
Guðmundur Ingi Markúss. trúabragða-
fræð., Gunnjóna Una félagsráðgj., Pétur
Hauksson geðlækn., Steindór Erlingsson
líf- og vísindasagnfræðingur. Allir velkomn-
ir.
Útivist
Hópferðamiðstöðin–Vestfjarðaleið ehf. |
Sumri heilsað á Snæfellsnesi 23.– 24. apríl.
Útivera og söguskoðun með léttum göngu-
ferðum undir Jökli í fylgd heimamanns,
Sæmundar Kristjánssonar sem þekkir
svæðið. Gist að Hofi. Pantanir hjá Hóp-
ferðamamiðstöðinni–Vestfjarðaleið s.
5629950 og Ferðafélagi Íslands s.
5682533.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
NÚ stendur yfir útsala á erlendum
bókum í Bóksölu stúdenta. Á útsöl-
unni eru vel á annað þúsund bóka-
titla með 35–70% afslætti. Bæk-
urnar eru af ýmsu tagi: Sígildar
heimsbókmenntir, afþreying og
fróðleikur auk fræðirita í flestum
háskólagreinum.
Einnig má finna útsölubækurnar
í vefverslun Bóksölunnar á
www.boksala.is.
Erlendar bækur á útsölu