Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 44

Morgunblaðið - 22.04.2005, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 20% afsláttur Brauðostur á tilboði Nú færðu brauðost í sérmerktum kílóastykkjum á tilboði í næstu verslun! Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi SNARRÆÐI konu sem var í skelja- tínslu ásamt vinafólki í Kolgrafafirði í gær varð til þess að tveimur þriggja ára börnum, dreng og stúlku, var bjargað úr bráðri lífshættu þegar þau féllu út í sjó af bröttum sjávarkambi. Telpan var orðin meðvitundarlaus þegar hún náðist á land en konan, sem er móðursystir hennar, beitti skyndihjálp og blástursmeðferð og tókst henni þannig að lífga frænku sína við. Bæði börnin voru send með sjúkrabifreið á Landspítalann í Reykjavík. Gátu ekki stöðvað sig Að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi varð slysið rétt fyrir klukkan 18 við Arnarstapatanga við Hraunsfjörð þar sem nýja brúin yfir Kolgrafafjörð er. Svæðið er vinsælt til skeljatínslu og voru þar á ferð þrjár konur með börn sín. Tvö barnanna tóku á sprett en gátu ekki stöðvað sig á leið niður sjávarkambinn og lentu í sjónum og fóru fljótlega á flot. Drengurinn náðist fyrr upp en telp- an flaut lengra og var orðin meðvit- undarlaus þegar til hennar náðist. Var móðursystir hennar þá búin að vaða alldjúpt út í sjóinn á eftir henni en mjög aðdjúpt er við fjöruna. Að sögn lögreglu eru talsverðir straumar á þessum slóðum og því ljóst að ekki mátti miklu muna að verr færi. Bjargaði tveimur börnum úr bráðri lífshættu Vestmannaeyjar | Vefsíðan orða- belgur.is var formlega opnuð fyrir nokkru en hún var hönnuð fyrir Daða Þór Pálsson, sem er dauf- blindur nemandi við Barnaskóla Vestmannaeyja. Nú bregður svo við að Daði Þór hefur sýnt ótrúlegar framfarir við hljóðamyndun und- anfarnar vikur og er farinn að segja orð og setningar. Fyrir u.þ.b. þrem- ur vikum notaði þessi tólf ára dreng- ur eingöngu sérhæft táknmál en segir nú orð og setningar. Páll R. Pálsson, faðir Daða Þórs, segir það kraftaverki líkast að hann skuli allt í einu vera farinn að tala með eigin raddfærum. Á vefnum kemur fram að 25. mars sl. var Daði Þór farinn að segja orð eins og „Aggu-u“ fyrir „Af hverju“, „Aggu-u eggi“ fyrir „Af hverju ekki“, „Ke- eda“ fyrir „Hver er þetta“ og svo mætti áfram telja. 5. apríl er hann farin að mynda setningar „Nei, eggi mongu, faa núna baa“ (Nei, ekki á morgun, fara núna í bað). Páll segir að hann telji að vefsíðan ordabelgur. is eigi sinn þátt í því að Daði Þór sé nú farinn að tjá sig með því að segja orð og setningar. Vefsíðunni er ætl- að að virka sem orðabók fyrir Daða Þór en hann hefur fram að þessu nær eingöngu notað tákn, sem hann gerir með höndunum, til að tjá sig. Gerir táknin aðgengilegri „Vefsíðan gerir táknin aðgengi- legri þeim sem umgangast hann og þannig verða öll samskipti auðveld- ari. Það eru u.þ.b. þrjár vikur síðan hann byrjaði að tjá sig og gerir það ótrúlega skýrt og það er hrynjandi í málinu. Hann notar t.d. neitunartón og er farinn að mynda setningar. Daði Þór hefur gefið frá sér hljóð sem ekki hafa haft neina merkingu fyrr en núna. Ég tók eftir því þegar að ég var að tala við annan mann að Daði Þór byrjaði allt í einu upp úr eins manns hljóði að tala, nánast eins og páfagaukur væri að apa upp eftir mér. Þetta var alveg magnað en hann notar táknin með þ.e.a.s. ef hann segir orð þá notar hann táknið líka. Þetta breytir auðvitað öllu en Daði Þór er blindur og hann var á sínum tíma úrskurðaður heyrn- arlaus. Hins vegar kom það í ljós síð- ar að hann heyrir þó svo að hann sé heyrnarskertur. Ég er alveg himin- lifandi yfir þessu,“ sagði Páll Rúnar og tekur fram að Daði Þór komi að- standendum og þeim sem umgang- ast hann sífellt á óvart. Daufblindur drengur talar með hjálp vefsíðunnar Orðabelgs Árangurinn kraftaverki líkastur Morgunblaðið/Sigurgeir Daði Þór með foreldrum og ömmu og afa. Sigríður Einarsdóttir, Ása Ingibergsdóttir, Einar Erlendsson og Páll R. Pálsson. Páll segir framfarir Daða Þórs sífellt koma öllum sem umgangast hann mikið á óvart. Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur NÍU VILDARBÖRN eru á leið í draumaferð- ina með fjölskyldum sínum, en úthlutað var úr sjóðnum Vildarbörn, styrktarsjóði Icelandair og viðskiptavina félagsins, í gær. Að sögn Ás- laugar Thelmu Einarsdóttur, kynningarstjóra Icelandair og framkvæmdastjóra Vildarbarna, heyra við afhendinguna í gærmorgun að þau langaði mest þangað. Frá því að sjóðurinn tók til starfa fyrir tveimur árum hafa þrjátíu fjöl- skyldur þegar getað farið í draumaferð á vegum Vildarbarna, sem þýðir að samtals hafa 140 manns farið út á vegum sjóðsins./10 felst í styrknum skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur, þ.e. flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Er Disneyland í Flórída langvinsælasti áfanga- staður Vildarbarna og var það á krökkunum að Á leið í draumaferðina með Vildarbörnum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, og Peggy Helgason, iðjuþjálfi og stjórnarmaður Vildarbarna, ásamt Aniku Helgadóttur, Burkna Þór Bjarkasyni, frænda Aniku, Herði, bróður hennar, og Guðrúnu Sóleyju Guðnadóttur og Helga Harðarsyni, foreldrum hennar. FYRSTA kría ársins sást í morgunsárið í gær, sum- ardaginn fyrsta, á Höfn. Það var Þórir Snorrason, fugla- áhugamaður, sem sá fyrstu kríuna rétt fyrir kl. 6 í gær- morgun þegar hann var á leið til vinnu. „Hún flaug beint fyrir ofan hausinn á mér og sneri svo við,“ segir Þórir og tekur fram að sér hafi fundist afar kærkomið að sjá kríuna, enda er krían í hans huga mikill sumarboði. „Mér finnst sumarið alltaf vera komið þegar maður heyrir í henni,“ segir Þórir. Síðar sama dag bárust fréttir af því að sést hefði til kríunnar bæði við Breiðdalsvík og á Stokks- eyri. Að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns Fuglaathug- unarstöðvar Suðausturlands og eins umsjónarmanna vefjarins www.fugl- ar.is sem Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði heldur úti, gerir krían oft fyrst vart við sig á þessum tíma árs, þó krían sé sífellt að koma fyrr til landsins á vorin. Segir hann að gera megi ráð fyrir að á næstu tveimur til þremur dögum fari að sjást kríur víða um land og að hún verði farin að gera vart við sig á höfuðborgarsvæðinu strax á næstu dögum. Morgunblaðið/Ómar Krían er komin til landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.