Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 4

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 4
4 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR CARMINA SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Þorgeir J. Andrésson - Drengjakór Kársnesskóla - slagverkssveit Píanóleikarar: Guðríður St. Sigurðardóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir BURANA sunnudag 24. apríl kl. 20 þriðjudag 26. apríl kl. 20 CARL ORFF Miðar fást við innganginn, í versluninni 12 tónum, Skólavörðustíg 15 og hjá kórfélögum. Frekari upplýsingar á www.filharmonia.mi.is Stjórnandi: Óliver Kentish Tónleikar í Langholtskirkju BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra ávarpaði í gær elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar, sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, dagana 18. til 25. apríl. Í ræðu sinni vék ráðherrann að fjórum þáttum, sem setja svip sinn á yfirlýsinguna, sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mik- ilvægi þess, að einstök ríki yrðu, inn- an alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna án þess að ganga um of gegn friðhelgi ein- staklingsins. Allar aðgerðir og laga- breytingar sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarf- semi, yrðu að taka mið af mannrétt- indareglum og flóttamannasamning- um. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til sam- starfs við opinberar stofnanir, lög- reglu og aðra, sem gæta almanna- öryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra mis- notkun á nýrri tölvu- og fjarskipta- tækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðr- um. Lögregla yrði að hafa nauðsyn- legar heimildir til að sinna verkefn- um sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úr- ræði í réttarkerfinu og sagði ráð- herrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hring- inn og byggist á bandarískri hug- myndafræði um uppbyggilega rétt- vísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess, að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Fjölmenn ráðstefna Um þrjú þúsund manns sækja ráð- stefnuna í Bangkok, þar á meðal ráð- herrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og mál- þingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fang- elsi og réttarvörslustofnanir í Taí- landi. Björn Bjarnason var á fimmtu- dag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok, sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, for- stjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok, en hún er rekin er í sam- vinnu við Tep Kinsho Foods. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ávarpar ráðstefnu SÞ í Bangkok Aðgerðir gegn glæpum taki mið af mannréttindareglum Morgunblaðið/Stefán Eiríksson Í ræðu sinni vék Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að fjórum þáttum, sem setja svip á yfirlýsinguna, sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. KAFARAR úr sérsveit Ríkislög- reglustjóra komu til Akureyrar á föstudag, til að aðstoða við leit að loftbyssunni sem notuð var í skot- árásinni í Vaðlaheiði fyrir viku. Tveir menn voru handteknir vegna málsins og viðurkenndi ann- ar árásarmannanna við yfirheyrslu lögreglu að hafa hent byssunni í sjóinn við svokallaða Sverris- bryggju. Leit kafaranna í sjónum bar engan árangur á föstudag en til stóð að halda leit áfram í gær. Eins og fram hefur komið var ungur piltur tekinn upp í bíl af tveimur mönnum og fluttur yfir í Vaðlaheiði, þar sem hann var skot- inn mörgum skotum með loftbyssu. Þurfti m.a. að fjarlægja tvær kúlur úr líkama piltsins með skurð- aðgerðum. Árásarmennirnir hafa báðir ver- ið látnir lausir og telst málið upp- lýst að mestu. Morgunblaðið/Kristján Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra hjálpa félaga sínum upp á Sverris- bryggju á Akureyri en þeir voru að leita að loftbyssunni í sjónum. Leitað að loftbyss- unni í sjónum KRISTJÁN Loftsson, stjórnarfor- maður Kers, eiganda Olíufélagsins hf, segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart þótt félagið taki hálfs milljarðs kr. lán til að geta lagt fram geymslufé fyrir vænt- anlegri sekt fyrir samráð olíufélag- anna. „Svona fjárhæðir geyma menn ekki vanalega undir kodd- anum og þá þarf að gera ráðstaf- anir til að taka lán eða selja eign- ir,“ segir hann. „Við vitum að það liggur fyrir erindi hjá fjármálaráðuneytinu um að fá að setja bankatryggingu fyrir greiðslunni. Ráðuneytið heimilaði slíka tilhögun þegar grænmetisfyr- irtækin voru sektuð fyrir samráð á sínum tíma, en hefur samt tekið illa í málaleitan olíufélaganna. Sektina þarf að borga fyrir 1. maí þannig að við höfum ekki mikinn tíma. Úr því að við höfum ekki bankatrygginguna, verðum við að hafa peningana undir höndum.“ Í Morgunblaðinu í gær sagði Sigurður G. Guðjónsson, stjórnar- maður í Keri, að sú staðreynd að félagið þurfi að slá stórt lán fyrir sektinni, hljóti „að leiða hugann að því hvort hluthafar í Keri láti á það reyna hvort gamla stjórnin í Olíufélaginu með Kristján Lofts- son í broddi fylkingar beri ekki einhverja ábyrgð á sektinni“. Kristján Loftsson gefur ekki mikið fyrir þessi orð. „Það að þurfa eiga fyrir sektinni á réttum tíma virðist vera það flókið mál fyrir Sigurð, að hann gat ekki tek- ið afstöðu til málsins á stjórnar- fundi Kers, heldur vísaði því til hluthafafundar. En honum er að sjálfsögðu frjálst að flytja allar þær tillögur sem honum sýnist í stjórn Kers.“ Kristján Loftsson stjórnarformaður Kers „Menn geyma ekki 500 milljónir undir koddanum“ LÖGREGLAN hefði tekið við kæru fyrir nauðgun þegar í stað eins og vinnureglur lögreglunnar, óskráðar sem skráðar gera ráð fyrir, ef lögð hefði verið áhersla á það af hálfu kæranda þegar málið var kært í nóvember sl. að sögn Harð- ar Jóhannesson- ar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík. Dómur gekk nýlega í málinu að lokinni rannsókn og saksókn og hlaut fyrrverandi sambýlismaður kæranda tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina. Héraðsdómur Reykjavíkur átaldi lögregluna fyrir að taka ekki strax við kærunni og segir Hörður Jó- hannesson yfirlögregluþjónn að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hins vegar hafi rannsóknarhags- munir ekki verið í hættu og lög- reglan hafi talið sig hafa átt samráð við réttargæslumann konunnar um að tekin yrði aðalskýrsla af kær- anda þegar sérfræðingar á rann- sóknardeild væru komnir úr öðrum verkefnum. Þetta samkomulag hafi síðan verið gagnrýnt eftir á. Nið- urstaðan varð sú að tekin var skýrsla 10. nóvember en ekki ní- unda. Brotið var framið 8. nóv- ember. Samráð var haft við réttargæslumann kæranda „Málið var komið til vitundar lög- reglunnar og það hafði engin áhrif á framgang málsins þótt skýrslu- takan frestaðist um hálfan sólar- hring,“ segir Hörður. Hann segir að málið hafi ekki snúist um það að neita eða vilja ekki taka við kæru, heldur um samstarf lögreglu við réttargæslumanninn. Hafi hann verið upplýstur um hvernig á stóð hjá helstu sérfræðingum lögreglu á rannsóknardeildinni sem fjallar um nauðgunarmál þegar leggja átti fram kæru 9. nóvember. „En ef það hefði verið sótt fast að fá að leggja fram kæru, hefði að sjálfsögðu ver- ið orðið við því.“ Hörður bendir á að rannsóknardeildin sé með 13 manns og hefði því alveg getað tek- ið skýrsluna strax ef því var að skipta. Rannsókn- arhags- munir ekki í hættu Hörður Jóhannesson ♦♦♦ „ÞEGAR við hittumst á Þingvöll- um forðum tíð [til að ganga frá stjórnarsamstarfi] handsöluðum við hluti sem við gerðum ekki nú þótt það væri sagt í Morgun- blaðinu. Það var röng frétt og ósönn, því miður, í því ágæta blaði, að við hefðum handsalað eitthvað um Símann á tilteknum tíma, sem við gerðum ekki,“ sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra á blaðamannafundinum sl. föstudag þar sem hann og Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra ræddu ár- angur ríkisstjórnarinnar á þeim 10 árum sem samstarf flokkanna hef- ur varað. Vísaði Davíð í orðum sín- um til fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu 2. apríl sl. þar sem því var haldið fram að formenn stjórn- arflokkanna hefðu handsalað sam- komulag sín í milli um það með hvaða hætti staðið yrði að sölu Símans. Davíð Oddsson Samkomu- lag um sölu Símans ekki handsalað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.