Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 49
Jeppar
Nissan Terrano II Luxury 2001.
Góður bíll, einn eigandi, krókur,
lúga, 6 diska magasín, auka 31"
dekk á felgum fylgja. Ekinn 150
þús. Verð 2.150 þús. Sími 663
6300.
Bílavarahlutir
www.bilapartar.is - Erum flutt!
Bílapartar ehf., (áður v. Rauða-
vatn). Erum flutt í Grænumýri 3,
Mosfellsbæ. Erum eingöngu með
Toyota-varahluti, mikið úrval.
Kaupum Toyota-bíla. Sími 587
7659.
Alternatorar og startarar í
fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og
bátavélar. Á lager og hraðsend-
ingar. 40 ára reynsla.
Bílaraf, Auðbrekku 20,
sími 564 0400.
Fellihýsi
Truma gasmiðstöðvar
F. felli og hjólhýsi,húsbýla o.fl.
Hitar m/blæstri,Thermost. sér um
rétt hitastig. Engin mengun eða
súrefnistaka í rými. Mjög hljóðlát-
ar 50 ára reynsla.
Truma umboðið. Bílaraf Auðbr.
20. S,564 0400
Palmino Colt fellihýsi 4ra ára til
sölu. Lítið notað. Upplýsingar í
síma 557 6365 og 897 6539.
Hjólhýsi
Fullbúið 30 fm hús. Stöðuhjól-
hýsi, sem skiptist í stofu, eldhús,
barnaherbergi, hjónaherbergi,
snyrtingu og sérbað. Stærð
3x10 m. Hús með öllu til afhend-
ingar á höfuðborgarsvæðinu.
Verð aðeins 950 þús.
Sími 893 6020.
Vinnuvélar
Brenderup mótorhjólakerrur.
Tveggja mótorhjóla kerrur. Mál:
325x159 cm, burðargeta: 375 kg.
Nánari upplýsingar í síma 892
7512 og á netinu: lyfta@lyfta.is og
www.lyfta.is
Varahlutir
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Pajero V6 92', Terr-
ano II '99, Cherokee '93, Nissan
P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95,
Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu
pickup '91 o.fl.
Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl
Til sölu Mazda 626 1.8, árgerð
1992, 5 dyra, beinskiptur með
dráttarkúlu. Rúmgóður en samt
sparneytinn bíll sem hefur verið
mest alla ævi erlendis.
Fæst á aðeins 130 þús. stgr.
Nánari uppl. í síma 899 5522.
Bílar
VW Golf 9/2000 Sjálfskiptur, ál-
felgur, ek. 72 þús. Verð 1050 þús.
Upplýsingar í síma 691 1944.
Toyota Corolla 1.6 G6 Beinsk.,
nýskr. 07/01, ek. 106 þ. km., grænn,
filmur, 17" álfelgur, spoiler kit,
spoiler o.m.fl.
Verð 1.390.000.
Heimsbílar eru staðsettir á nýja
stóra bílasölusvæðinu við
Klettháls 11.
Heimsbílar,
Kletthálsi 11a,
110 Rvík, sími 567 4000.
www.heimsbilar.is
Grand Cherokee V6 árg. 2000
Ek. 110 þús. Vel með farinn.
Rafm. í öllu. Cd, cruise control,
filmur, samlitur. Verð 1.990 þús.
Stgr. 1.550 þús.
Upplýsingar í síma 699 3686.
Til sölu Musso 1998, 2009 turbo
dísel, í góðu ásigkomulagi, ekinn
120 þ. km. Ásett verð 1.200 þús-
und, tilboð 960 þús. Uppl. í síma
864 8830.
Nissan Primera 1,6, árg. 06/1999,
svartur, ek. 121 þús., beinsk.
Nýskoðaður án aths. og til sýnis
í Síðumúla 8. Verð 690 þús.
Upplýsingar í 897 3030.
GMC Jimmy 4WD, árg. '96, ek.
155 þús. km. GMC Jimmy, 4.3L,
fjórhjóladrif, sjálfskiptur, dráttar-
kúla, 5 dyra, geisladiskamagasín.
Skipti möguleg. Verð 700.000 kr.
Sími 660 1567.
Ford Explorer XLT 05/04 7 m.
Silfur, ek. 19 þ. mílur. 6xCD,
2xloftkæling, hraðastillir, gang-
bretti, dráttarpakki, 7 manna o.fl.
Glæsilegur bíll sem nýr. Verð 3
m. stgr. Sími 847 2582.
BMW 318 svartur, árg. 10/2002,
ek. 45 þús., 2,0 l vél, sjsk./step-
tronic, ljós leðurinnrétting, reyk-
laus og gullfallegur. Verð 2,5 m.
Upplýsingar í síma 897 3030.
Fréttir í
tölvupósti
Pera vikunnar
Ítalskur stærðfræðingur sem var uppi 1170–1250. Hann hét Leon-
ardo frá Pisa en er þekktari undir nafninu Fibonacci og setti fram merki-
lega talnarunu sem er svona:
1, - 1, - 2, - 3, - 5, - 8 ........
Finndu tvær næstu tölur rununnar.
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 13 föstudaginn 29. apríl.
Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is
Ný þraut birtist þar fyrir kl. 16 sama dag ásamt lausn þessarar og
nöfnum vinningshafanna.
Stærðfræðiþraut
Digranesskóla
og Morgunblaðsins
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir,
tengdamóðir og amma,
JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR,
Marargötu 2,
Vogum,
lést á gjörgæsludeild Landspítala, Fossvogi,
fimmtudaginn 21. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Rúnar Símonarson,
Jóhann Gíslason, Hrefna Elíasdóttir,
Jóhann Sigurðsson, Ingunn Karen Sigurðardóttir,
Lovísa Sigurðardóttir, Thorsten Henn,
Sigurður Hrafn Sigurðsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir
og barnabörn.
Nú hefur hann Olli
kvatt okkur hinstu
kveðju. Hann var búinn
að lifa langa og farsæla
ævi. Olli var mér ekki bara frændi
heldur miklu meira, hann var partur
af mínu lífi alla tíð. Við þessa kveðju-
stund leitar hugurinn til bernsku
minnar. Þar var fastur punktur í til-
verunni heimili Helgu og Olla í Vall-
holtinu. Þangað var gott að koma og
alltaf tekið vel á móti manni. Það var
aldrei asi og stress í kringum þau
hjón. Þar leið manni vel og fékk alla
þá athygli sem maður þurfti. Þau
voru mjög samrýnd hjón og maður sá
að þau báru virðingu hvort fyrir öðru
og voru samstiga í verkum sínum.
Olli var lánsamur maður og eftir að
Helga lést hélt hann heimili með
Hjördísi dóttur sinni, sem hefur
hugsað svo vel um hann alla tíð. Olli
var fallegur gamall maður, glaðlegur
og glettinn, manni leið alltaf vel í ná-
vist hans. Hann fylgdist vel með mér
og minni fjölskyldu. Hann vissi alltaf
hvað var um að vera í kringum okkur.
Núna seinni árin þegar hann var
mest heimavið á daginn sat hann oft
við eldhúsgluggann og þá gat hann
horft á húsið mitt tveimur götum
neðar og ef gest bar að garði hjá mér
hringdi hann oft þegar sá kvaddi til
að vita hver hefði verið á ferð. Ég
hafði virkilega gaman af þessu og
fannst gott að vita að hann fylgdist
með mannaferðum, ekki síst þegar
enginn var heima.
Þegar Torfi maðurinn minn hóf út-
gerð má segja að Olli hafi fylgst með
honum daglega. Það var gott að eiga
hauk í horni sem hann var því Torfi
kom ekki að tómum kofunum hjá
honum.
Fyrstu árin kom hann iðulega á
kvöldin til okkar til að vita hvernig
gekk á sjónum og ef einhver vanda-
mál komu upp í sambandi við vél eða
búnað bátsins gátu þeir Olli og Torfi
spáð og spekúlerað fram og til baka
OLIVER
KRISTJÁNSSON
✝ Oliver Kristjáns-son fæddist í
Ólafsvík 10. júní
1913. Hann lést á St.
Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi
17. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Ólafsvíkur-
kirkju 23. apríl.
þar til þeir komust að
niðurstöðu sem var
prófuð í næstu sjóferð.
Áhugi Olla á útgerðinni
var svo mikill að við
kölluðum hann útgerð-
arstjórann og þegar við
keyptum annan bát
2003 kom ekki annað til
greina hjá okkur en
nefna bátinn Olla.
Olli var barngóður
maður og hafa dætur
mínar svo sannarlega
fengið að njóta þess,
ekki síst Sandra Ýr, fimm ára hnáta
sem alltaf vildi koma með í heimsókn
til Olla afa, hún vissi líka að hann átti
alltaf eitthvert góðgæti sem hann
laumaði að henni. Hann var móður
minni sem besti faðir og okkur systk-
inunum sem besti afi og fyrir það
þökkum við nú á kveðjustund.
Olga Kristjánsdóttir.
Sunnudaginn 17. apríl lauk langri
og farsælli ævi Olivers Kristjánsson-
ar. Síðastliðið haust tók krafta hans
að þrjóta og dvaldi Olli, eins og hann
var kallaður, um tíma á sjúkrahúsinu
á Akranesi, en síðustu þrjá mánuði
ævi sinnar dvaldi hann á St. Franc-
iskusspítalanum í Stykkishólmi í
góðu yfirlæti. Hafði hann oft á orði
hversu gott og umhyggjusamt starfs-
fólkið væri þar. Það lýsti Olla vel að
þegar hann fann að kraftarnir
minnkuðu dag frá degi, þá sagði hann
við mig að það væri alveg ómögulegt
að láta hafa svona mikið fyrir sér,
þetta væri orðinn hár aldur og kom-
inn tími til að fá hvíldina.
Ég var svo lánsamur að eignast
Olla sem vin og ekki var hægt að um-
gangast þægilegri og betri mann.
Fórum við oft saman inn í Hólm að
heimsækja afa Sveinbjörn eða tókum
rúnt suður á Stapa. Minni hans var
einstakt og oftar en ekki sagði hann
mér frá því hvernig lífsbaráttan hefði
verið þegar hann var að alast upp,
enda var ævi Olla samofin atvinnu-
sögu Ólafsvíkur á síðustu öld. Oftast
ræddum við þó um sjávarútveginn,
en við hann starfaði hann í áratugi.
Olli lýsti fyrir mér hvernig aðbún-
aðurinn var þegar hann vann við
lagningu nýrra vega á árum áður.
Olli fylgdist vel með allri vegagerð á
svæðinu og er mér mjög minnisstætt
að eitt sinn þegar við vorum að koma
innan úr Hólmi spurði ég hann hvort
við ættum ekki að stelast til þess að
keyra yfir nýja vegslóðann sem kom-
inn væri yfir Vatnaleiðina. Leist hon-
um ekkert á það enda hafði Olli
sennilega aldrei á sinni lífsleið gert
neitt ólöglegt. Þrátt fyrir það lét ég
slag standa og keyrði þessa nýju leið.
Á leiðinni spáði hann mikið í þetta
nýja vegstæði og þegar yfir var kom-
ið hafði hann á orði að nú þyrfti hann
að hitta Jón á Grund og segja honum
frá þessari ferð.
Aldrei heyrði ég Olla hallmæla
nokkrum manni og man ég ekki eftir
að hafa heyrt hann bölva. Aðdáun-
arvert var að sjá hversu allir sem
hann hitti báru mikla virðingu fyrir
þessum aldna höfðingja. Virðingu
þessa hafði hann áunnið sér með
hlýju viðmóti, hógværð og góðri nær-
veru.
Gulli betri er góður vinur
gæfa mín að kynnast þér.
Öruggt traust og einlæg samfylgd,
engan skugga á hana ber.
Í veikleikanum stór og sterkur,
stærstur þegar geystust él.
Eitt er víst að Guð er góður
og gerir alla hluti vel
(Árni Helgason.)
Kæri vinur ég veit að nú hefur þú
hitt hana Helgu þína og saman mun-
uð þið fylgjast með og vaka yfir öllum
ykkar ættingjum og vinum.
Ásbjörn Óttarsson
og fjölskylda.
Nú er Oliver afi minn látinn. Við
sem nutum þeirra forréttinda að
alast upp í návist hans stöndum í
þakkarskuld við Guð almáttugan sem
öllu ræður. Hann var mér í senn læri-
faðir, félagi og fyrirmynd. Heimurinn
væri betri ef fleiri hefðu þann mann
að geyma sem hann hafði. Nægju-
semi hans, þolinmæði, orðheldni og
umhyggjusemi voru öðrum hvatning.
Ég naut þess ávallt að sitja og
spjalla við hann um löngu liðna tíð,
veröld sem við yngri þekkjum ekki.
Hann var af þeirri kynslóð sem lifði
ekki aðeins tímana tvenna, heldur
þrenna. Hann sá 20. öldina nánast
alla. Uppgangstíma af ýmsum toga,
en líka kreppu, styrjaldarár og fjöl-
margt annað. Það var því hafsjó af
visku hjá honum að finna og verðmæt
viðhorf og sjónarhorn sem eru því
miður á undanhaldi í nútíma þjóð-
félagi.
Megi Guð blessa sálu þína að eilífu,
í Jesú nafni.
Vífill, Jónína, Valur Örn
og Unnur Helga.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningar-
greinar