Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 25
bundin verkefni, en innan þess
ramma sé ég fyrir mér að Norður-
landaráð og Norræna ráðherranefnd-
in geti gegnt sérstöku hlutverki.“
Breytt staða fyrir Ísland og Noreg
Joenniemi bendir á að eftir inn-
göngu Eystrasaltsríkjanna í Evrópu-
sambandið sé komin upp breytt staða
fyrir þau norrænu ríki sem standa ut-
an ESB. „Eftir að Eystrasaltsríkin
öðluðust sjálfstæði í kjölfar hruns
Sovétríkjanna kom upp sú spurning
hvort bjóða ætti þeim inngöngu í
Norðurlandaráð. Það varð ekki ofaná,
en í stað þess var tekið upp samstarf
sem vísað var til sem 5+3, þ.e.a.s.
Norðurlöndin fimm og Eystrasalts-
ríkin þrjú. Með tímanum var farið að
tala um ríkin átta, með skírskotun til
aukins samstarfs þeirra á milli. Grein-
armunurinn á Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum hefur smám
saman verið að mást út og í auknum
mæli er farið að líta á þau sem einn
hóp, t.d. þegar ráðamenn koma sam-
an. Nú má segja að formúlan hafi
breyst í 3+3+2, í þeim skilningi að nú
eru þrjú Norðurlandanna og öll
Eystrasaltsríkin aðilar að Evrópu-
sambandinu, en aðeins Ísland og Nor-
egur standa fyrir utan. Þarna er kom-
in upp ný staða, sem er síðastnefndu
löndunum tveimur í óhag.“
Sú spurning hlýtur að vakna, að
mati Joenniemis, hvað Ísland og Nor-
egur eigi að gera til að bregðast við
þessari þróun. „Sá möguleiki er vita-
skuld fyrir hendi að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Hvað bæði Ís-
land og Noreg varðar eru sjávarút-
vegsmálin helsta hindrunin í vegi inn-
göngu, en ef ágreiningsefni þar að
lútandi væru leyst hygg ég að aðild
væri raunhæfur kostur. Það er öllum
Norðurlöndunum mikilvægt að ekki
myndist gjá í Norðurlandasamstarf-
inu, og aðild Íslands og Noregs að
ESB gæti auk þess eflt sameiginleg
áhrif þeirra innan Evrópu, svo það
væri hagur Dana, Svía og Finna að
beita sér fyrir því innan sambandsins
að Ísland og Noregur geti gengið inn.
En aðild að Evrópusambandinu er
ekki eini valkosturinn. Ísland og Nor-
egur gætu til dæmis í sameiningu
beitt sér fyrir eflingu vestnorræna
samstarfsins, með þátttöku Færeyja
og Grænlands, sem hefur þróast
nokkuð á undanförnum árum en er þó
ekki eins kraftmikið og það gæti ef til
vill verið. Það gæti orðið vettvangur
til að auka áhrif þessara þjóða.“
Ísland ætti að forðast einangrun
Spurður hvernig hann sjái mögu-
leika Íslands í framtíðinni sem ríki ut-
an Evrópusambandsins segir Joenn-
iemi að svarið sé tvíþætt. „Í þeim
skilningi að ástand efnahagslífsins er
með ágætum má segja að engin sér-
stök pressa hvíli á Íslendingum að
sækja um aðild. En það er hins vegar
hætta á því að þeir einangrist í póli-
tískum skilningi og missi af því að
hafa áhrif á gang mála í álfunni. Og
eins og fram hefur komið er jafnvel
útlit fyrir að Ísland, auk Noregs,
muni í auknum mæli gegna jaðarhlut-
verki í norrænu samstarfi. Þetta á eft-
ir að koma betur í ljós á næstu árum.
Það er mikilvægt fyrir Ísland að
reyna að sporna gegn slíkri einangr-
un með því að taka virkan þátt í sam-
starfi við hin norrænu ríkin og sýna
þar frumkvæði, ekki síst hvað varðar
vestnorræna samvinnu. Íslendingar
þurfa að skilgreina afstöðu sína gagn-
vart Evrópu og meta hvernig
tengslum við Evrópusambandið verði
best háttað. Ég hygg að dyrnar séu
opnar og að hinum Norðurlöndunum
sé í mun að gæta hagsmuna Íslands.“
Morgunblaðið/Aðalheiður Þorsteinsdóttir
adalheidur@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 25
Kíktu á neti›
www.das.is
Hringdu núna
561 7757
-dregi› í hverri viku
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
27
49
9
4
/2
00
5
bifreiðar í vinninga
10 Ford Mustang
happdrættisár
Nýtt
Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir!
Bílarnir verða til sýnis í Smáralind um helgina
Opið um helg
ina
í aðalumboði
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122