Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á æðra skólastigi Myndlistaskólinn á Akureyri ehf. býður upp á hnitmiðað 39 eininga nám í sjónlistum veturinn 2005-2006. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Umsókn um skólavist þarf að berast skólanum fyrir 25. maí nk. ásamt umbeðnum gögnum og tilskyldum fjölda eigin myndverka. Sérstök inntökunefnd fjallar um umsóknir og ákvarðar um inntöku. Við inntöku er tekið tillit til fyrra náms og starfsreynslu. Auk þess eru innsend verk umsækjenda metin af inntökunefnd skólans. Miðað er við að umsækjandi hafi lokið a.m.k. 104 einingum í framhaldsskóla eða hliðstæðu námi sem inntökunefnd metur gilt. Inntökunefnd áskilur sér rétt til að boða umsækjendur til viðtals dagana 26. maí til 31. maí, telji hún ástæðu til. Umsóknarfrestur um skólavist er til 25. maí 2005. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958. auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2005 - 2006 Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri http://www.myndak.is/ - info@myndak.is endurskoða svæðisbundið ríkjasam- starf í Norður-Evrópu. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði hann hlutverk Norðurlandaráðs með- al annars geta tekið breytingum. „Það er vaxandi tilfinning að með þessari stækkun Evrópusambandsins sé komið að ákveðnum tímamótum, með tilheyrandi áskorunum,“ segir Joenniemi. „Á tímum kalda stríðsins var við lýði hefðbundið þjóðríkjakerfi í Norður-Evrópu, með skýrum landa- mærum og litlu milliríkjasamstarfi. Norðurlandasamstarfið var eina und- antekningin. Austurhluti Norður- Evrópu var aðskilinn frá norðvestur- hluta álfunnar með dramatískum hætti. En frá lokum kalda stríðsins hefur orðið mikil breyting þar á. Skilin milli austurs og vesturs breyttu um merkingu. Í stað þess að vera tálmun urðu þau beinlínis ástæða til samstarfs, sem miðaðist að því að styrkja lýðræðisþróun og fram- farir í hinum nýfrjálsum ríkjum. Svæðisbundið samstarf ríkja í Norð- ur-Evrópu hefur stóraukist og er nú jafn mikið, ef ekki meira, en gerist annars staðar í álfunni. Auk Norður- landaráðs og Norrænu ráðherra- nefndarinnar er nú um að ræða Norð- urskautsráðið, Eystrasaltsráðið og Barentsráðið. Einnig má nefna gróskumikil samskipti ýmissa borga, háskóla, verslunarráða, og svo mætti lengi telja. Þörf á endurskoðun Nú virðist hins vegar vera ástæða til að staldra við og endurmeta stöð- una. Með stækkun Evrópusambands- ins er hugsanlegt að áhrif ríkja í suð- urhluta álfunnar muni aukast á kostnað norðurhlutans. Erfiðara kann að reynast að hafa áhrif á stefnu sambandsins og athyglin kann að færast suður og austur á bóginn. Því þarf að skoða hvernig ríkin í norðurhluta álfunnar geti haft sem mest áhrif á evrópska stjórnmálaþró- un. Sú spurning hefur vaknað hvort hið margháttaða og flókna ríkjasam- starf í Norður-Evrópu sé nógu mark- visst og hvort það þjóni hagsmunum okkar nógu vel. Því hefur verið haldið fram að stofnanirnar og tengslanetin séu of mörg og að ekki sé næg sam- virkni á milli þeirra. Niðurstaðan virðist vera sú að það sé þörf á ein- hvers konar endurskoðun á samstarf- inu, sem miðaðist að því að ljá þessum ríkjum sameinaðri og þar með sterk- ari rödd.“ Vinnuhópur verði stofnaður Joenniemi segir þetta ferli hafið að einhverju marki. „Að minnsta kosti eru stjórnmálamenn að vakna til vit- undar um nauðsyn þess að gefa þess- um málum gaum. Paavo Lipponen, forseti finnska þingsins, hvatti til þess í ræðu í Noregi nýlega að samstarf ríkja í Norður-Evrópu yrði endur- skoðað. Hann færði rök fyrir því að stofnanirnar væru of margar og að svið þeirra sköruðust oft á tíðum, sem hefði í för með sér sóun á kröftum og fjármunum. Sumar stofnananna mætti leggja niður og efla ætti aðrar, í því skyni að samræma betur rödd Norður-Evrópuþjóðanna. Það myndi auðvelda þeim að ná markmiðum sín- um á alþjóðavettvangi og einkum inn- an Evrópusambandsins. Lipponen hvatti einnig forsætis- ráðherra Norðurlandanna, þar á meðal forsætisráðherra Íslands, til að beita sér fyrir því að vinnuhópur yrði stofnaður til að kanna hvernig end- urskipuleggja mætti samstarf nor- rænu ríkjanna og Eystrasaltsríkj- anna svo það þjónaði betur hags- munum þeirra allra. Þessar tillögur Lipponens hafa hrint af stað umræðu, og einnig vakið athygli á því að slík endurskipulagning sé erfiðleikum háð. Meðal stjórnmálamanna og inn- an stofnananna sjálfra má gera ráð fyrir að viss tregða ríki gegn breyt- ingum, hvað þá ef leggja á þær niður. Einnig má benda á að sum svið sam- Fjögur nágrannaríki Norður-landanna, Eystrasaltsríkinþrjú og Pólland, urðu í byrj-un þessa mánaðar aðilar aðEvrópusambandinu, auk sex ríkja í Mið- og Suður-Evrópu. Á ráðstefnu dönsku Alþjóðamálastofn- unarinnar á dögunum færði Pertti Joenniemi rök fyrir því að í kjölfar stækkunar ESB væri ástæða til að starfsins eru ekki milli ríkja heldur einkaaðila, og því erfitt að stjórna þróuninni þar.“ Aukið vægi Norðurlandaráðs Joenniemi telur að Norðurlanda- ráð og Norræna ráðherranefndin geti tekið að sér samræmingarhlutverk milli hinna ýmsu samstarfsstofnana í Norður-Evrópu. „Á dögum kalda stríðsins var Norðurlandaráð mjög innhverf stofnun, ef svo má segja. En með breyttu pólitísku landslagi í upp- hafi síðasta áratugar og eftir inn- göngu Finna og Svía í Evrópusam- bandið árið 1995 fór Norðurlanda- samstarfið í vaxandi mæli að snúast um samskiptin við nágrannaríkin, það er að segja Eystrasaltslöndin, Rúss- land, Þýskaland og Pólland, auk Evr- ópusambandsins. Nú þegar Eystrasaltsríkin og Pól- land eru orðin aðilar að ESB hefur staða Norðurlandaráðs gagnvart þeim breyst að vissu leyti, og ástæða er til að íhuga hvernig tengslum ráðs- ins skuli háttað við þau í framtíðinni. Það er til dæmis ekki lengur þörf á að Norðurlöndin veiti þeim lýðræðis- og uppbyggingaraðstoð, sem miðaðist að því að gera þau hæf til inngöngu í sambandið. Og nú eru þessi lönd reyndar farin að keppa við þau þrjú Norðurlandanna sem eru innan sam- bandsins um fjármagn úr sjóðum þess. En þörfin fyrir norrænan sam- ráðsvettvang gagnvart Rússlandi og Evrópusambandinu hefur ekki breyst, og ég sé fyrir mér að vægi Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar hvað það varðar geti aukist á næstu árum. Samstarfsstofnanir ríkja í Norður- Evrópu hafa hingað til allar starfað á sama plani og engin þeirra heyrir yfir aðra. En á þessum tímamótum vakn- ar sú spurning hvort það væri ekki æskilegt að ein stofnun taki að sér einhvers konar samræmingarhlut- verk og geti komið fram fyrir þeirra hönd. Ég tel að Norðurlandaráð væri best til þess fallið, enda á það lengsta sögu og hefur traustasta fjárhags- grundvöllinn, auk þess sem það er byggt á sterkri samkennd þjóðanna er að því standa, sem á ekki að nærri því jafn miklu leyti við um Norður- skautsráðið, Eystrasaltsráðið og Bar- entsráðið. Það er fyrirsjáanlegt að Evrópu- sambandið muni hafa vaxandi áhrif í Norður-Evrópu í gegnum svæðis- Norrænt samstarf á tímamótum Stækkun Evrópusambandsins kann að hafa tölu- verð áhrif á framtíð norræns samstarfs, að mati Pertti Joenniemi, sérfræðings í Evrópufræðum við dönsku Alþjóðamálastofnunina. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræddi við hann í Kaupmannahöfn. Pertti Joenniemi, sérfræðingur í Evrópufræðum við dönsku Alþjóðamálastofnunina. ’Íslendingar þurfaað skilgreina afstöðu sína gagnvart Evr- ópu og meta hvernig tengslum við Evr- ópusambandið verði best háttað.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.