Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
skýra að ég réði mér nokkurn veginn
sjálf, hvort sem ég væri gift eða ekki,
og Zaida endurtók sömu spurn-
inguna: „And did your father punish
you?“
Ég útskýrði fyrir þeim að á Ís-
landi væri ólöglegt að lemja börnin
sín eða maka sinn og að líkamlegar
refsingar væru heldur ekki lög-
bundnar eins og í Íran. En hvernig
gat ég útskýrt að þrátt fyrir það
væri heimilisofbeldi eins algengt og
raun ber vitni hér á landi? Í Íran er
bilið milli óskráðra reglna sam-
félagsins og lagabókstafs, milli
menningarlegs siðgæðis og lagalegs
siðgæðis, ekki nærri eins breitt og
hér.
Zaida hefur átt nokkra kærasta
með vitneskju móður sinnar en hún
myndi aldrei segja föður sínum frá
því. Þá yrði henni refsað. Hann
bannar henni að nota farða og Zaida
hlakkar til að gifta sig því þá má hún
loksins plokka á sér augabrúnirnar,
með leyfi eiginmannsins að sjálf-
sögðu.
Ég útskýrði fyrir þeim sjálfstæði
mitt. Að ég væri í minni vinnu og
„eiginmaðurinn“ í sinni vinnu. Ég
ætti mína peninga og hann sína. Þær
sögðu að þannig myndi það aldrei
virka í Shiraz ef kona ynni úti. Karl-
inn tæki laun konunnar og sæi um að
ráðstafa peningunum. Þeim fannst
það eðlilegt því að hjón væru í raun
ein manneskja.
Ég spurði varfærnislega út í
stjórnmál landsins. Þær sögðu
ástandið mjög slæmt og að yfirvöld
hugsuðu ekki um fólkið í landinu.
Þess vegna væri mikil fátækt. Þeim
var líka illa við að þurfa að bera
slæðu. Nazi litar á sér hárið og lætur
sjást í mikla hárrönd. Zaida má ekki
lita á sér hárið. Ekki fyrr en hún gift-
ir sig.
„En hvað viljið þið í staðinn fyrir
ajatollah?“ spurði ég en ajatollah er
æðsti trúarleiðtogi shítamúslima og
þar af leiðandi hæstráðandi í Íran.
Zaida svaraði strax: „Ég veit það
ekki. Kannski George Bush.“ Þegar
hún tók eftir undrunarsvipnum á
andliti mínu spurði hún hvort ég vildi
ekki fá Bush sem forseta míns lands.
Ég svaraði neitandi og hún varð
jafnvel meira undrandi en ég. „Af
hverju ekki? Er hann ekki góður for-
seti? Mér finnst eins og hann hugsi
um fólkið í landinu sínu, þótt honum
sé kannski ekki mikið gefið um önn-
ur lönd,“ sagði Zaida hugsandi og
hélt áfram: „Ég sé ameríska fólkið í
sjónvarpinu. Það er hamingjusamt,
það grínast, það hlær. Mig langar að
vera eins og það og hafa allt sem það
hefur.“ Hvernig gat ég útskýrt að
sjónvarpið gæfi kannski ekki alveg
rétta mynd af Bandaríkjunum eins
og þau leggja sig? Ekki frekar en
sjónvarpið hefur fram til þessa gefið
mér rétta mynd af Íran.
Þegar samtalið var farið að þynn-
ast út sagðist ég þurfa að fara vegna
veikinda eiginmanns míns. „Er hann
reiður af því að þú ert að tala við okk-
ur?“ spurðu þær skilningsríkar. Það
kom á mig og þá sögðu þær skiln-
ingsríkar og klöppuðu mér á axlirn-
ar: „Þetta er allt í lagi. Við skiljum.“
Daginn eftir hringdi Zaida í mig
og kvaddi mig með mjög háfleygum
dramatískum orðum. Þá var „eigin-
maðurinn“ minn farinn og hún
spurði hvort ég saknaði hans. Ég
svaraði játandi og þá sagði hún með
barnslegri einlægni, þeirri sömu og
þegar hún skildi ekki að ég vildi ekki
Bush sem forseta Íslands: „Why?“
Ósáttar við sjadorinn
Þegar ég hitti Maríu og Goliu í
Kashan, einni af íhaldssamari en um
Þótt konur séu yfir 60% háskólanema eru þær aðeins um 11% launþega í Íran.
ÖFGAKENNDAR stjórnarfarsbreyt-
ingar hafa alltaf mikil áhrif á daglegt
líf fólks. Ef trúarbrögð eiga þátt í
breytingunum verða áhrifin á líf
kvenna oft mjög afgerandi. Þannig
skelltu talibanarnir í Afganistan búrk-
um yfir konurnar og svo var ætlast til
að þær fleygðu þeim þegar Bandarík-
in réðust inn í landið.
Fyrir íslömsku byltinguna í Íran, ár-
ið 1979, var réttindabarátta kvenna í
nokkuð góðum farvegi. Konur fengu
kosningarétt árið 1963 eftir þrjátíu
ára baráttu. Nokkrum árum síðar
voru svonefnd fjölskylduverndarlög
(Family Protection Law) samþykkt en
þau fólu meðal annars í sér að skiln-
aðir voru auðveldari og fjölkvæni tak-
markað, m.a. þannig að fyrsta eig-
inkona þurfti að gefa samþykki sitt
fyrir annarri eiginkonu. Giftingaraldur
var hækkaður í átján ár og þótt fóst-
ureyðingar hefðu aldrei verið leyfðar
voru sektir vegna þeirra felldar niður.
Á þessum tíma litu írönsk stjórn-
völd mjög til Vesturlanda, líkt og Tyrk-
land. Múhameð Reza keisari, sem tók
við af föður sínum Reza Khan, gerði
allt hvað hann gat til að þóknast
bandarískum yfirvöldum. Lög voru
sett sem bönnuðu konum að ganga í
„sjador“ (n.k. svart lak sem þær
sveipa yfir höfuðið og nær niður á
tær) og konur voru hvattar til að nota
ekki slæðu og til að klæða sig á vest-
rænan hátt. Samfélagið var mjög
markaðsvætt en um leið var því stýrt
með harðri hendi. Fjölskyldugildin
voru á undanhaldi og stefna stjórn-
valda langt frá vilja almennings.
Lengst gekk keisarinn þegar hann
kom í gegn lögum um að Bandaríkja-
menn í Íran skyldu undanþegnir
írönskum lögum.
Giftingaraldur lækkaður í níu ár
Það var því ekki að ástæðulausu
að Ayatollah Khomeini, æðsti klerkur
múslima í landinu, fékk ótrúlegt fylgi
þegar hann sneri til baka úr útlegð
árið 1978. Konur og karlar á öllum
aldri tóku þátt í byltingunni, allt frá
hörðum lenínistum og yfir í íslamska
harðlínumenn. En konurnar sem tóku
þátt hefur eflaust ekki órað fyrir því
sem á eftir kom.
Fyrsta árið eftir byltinguna voru
ýmsar grasrótarhreyfingar starfandi
en sumarið 1980 voru þær bannaðar
með tilheyrandi aftökum. Fjöl-
skylduverndarlögin voru samstundis
afnumin og konur skyldaðar til að
ganga annaðhvort í sjador eða í
„hejab“ en það þýðir að auk þess að
hylja allan líkamann og hárið skyldu
konur klæðast jakka sem nær vel
niður fyrir rass eða alveg niður að
tám.
Gifingaraldurinn var fljótlega lækk-
aður niður í níu ár enda þótti sumum
klerkum æskilegt að karlar flyttu eig-
inkonur sínar á heimili sitt um níu ára
aldur svo þær yxu úr grasi í sínu rétta
umhverfi. Stúlkur þurfa jafnframt að
byrja að hylja hár sitt og klæðast
„siðsamlega“ um leið og þær ná gift-
ingaraldrinum.
Konur máttu ekki lengur þvælast
einar og þurftu alltaf að vera í fylgd
ættingja eða eiginmanns. Sið-
gæðislögreglan fylgdist vel með
siðsamlegu lífi þegna sinna og refs-
ingar fyrir brot voru líkamlegar, oft í
formi svipuhögga. Farði var með öllu
bannaður og komið var í veg fyrir öll
„óæskileg“ samskipti kynjanna.
Allt er betra en skilnaður
Vinsæl kvennablöð í Íran ýta sér-
staklega undir hefðbundnar ímyndir
kynjanna og fjölskyldugildin eru mun
mikilvægari en réttindi kvenna. Kon-
um er jafnvel ráðlagt að skilja alls
ekki við ofbeldisfulla eiginmenn sína
en leita frekar leiða til þess að „reita
þá ekki til reiði“. Allt er betra en skiln-
aður.
En íranskar konur láta ekki segjast.
Um leið og siðgæðislögreglan slakaði
á eftirliti sínu fóru margar hverjar að
ganga um með farða og í þröngum
fötum. Þær eru nú meira en tveir
þriðju hlutar háskólanema og leggja
mikið á sig til að standast ströng
inntökupróf. Þrátt fyrir það eru þær
aðeins 11% launþega í landinu en það
verður spennandi að sjá í framtíðinni
hvort menntun gagnist írönskum
konum meira en kynsystrum þeirra á
Íslandi sem enn þurfa að sætta sig
við lægri laun og ábyrgðarminni stöð-
ur en karlkyns kollegar þeirra.
Heimildir
Lewis, Jone Johnson. „Iran – Gender
roles. Encyclopedia of Women’s
History.“ Vefslóð: http://womens-
history.about.com/library/ency/
blwh_iran.htm
Lonely Planet: Iran. 2004.
Price, Massoume. „A Brief History of
Women’s Movements in Iran.“ Vefslóð:
http://www.iranonline.com/History/
women-history/2.html.
Íslamska byltingin gjör-
breytti daglegu lífi kvenna
Sumar konur ganga í þröngum föt-
um og tylla slæðunni listilega vel
svo hún hylji sem minnst hár.
Morgunblaðið/Halla
Sjadorinn er oft séður sem merki
um siðprýði þótt það sé ekki endi-
lega ástæðan sem liggur að baki hjá
þessari konu en hún starfar sem
íþróttakennari.