Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 57 SLASH hefur lýst sjálfum sér sem rótlausum síg- auna. Má væntanlega rekja þá tilfinningu allt aftur til æskuáranna, því þegar hann var á við- kvæmasta aldri, fluttist hann yfir hálfan hnöttinn, skipti rækilega um um- hverfi og náði væntanlega aldrei að festa almenni- lega rætur. Saul Hudson er nefnilega breskur að uppruna, fæddist í Ham- stead, úthverfi Lundúna og bjó fyrstu ár í rokk og róllausustu borginni af þeim öllum, Stoke-On- Trent. Faðir hans var enskur listamaður sem hannaði plötukápur fyrir kunna listamenn á borð við Joni Mithell og Neil Young. Móðir hans heitir Ola, er svört og af banda- rískum uppruna, og hann- aði föt – væntanlega úr bráðeldfimum gerviefnum – á Diönu Ross, Sly Stone, Bavid Bowie, Ringo Starr, Curtis Mayfield og The Pointer Sisters. Móðir hans fluttist með hann 11 ára gamlan yfir hafið til Los Ang- eles og faðir hans varð eftir í Eng- landi. „Ég umgekkst tónlistar- menn frá því ég man eftir mér, og fannst öll tækin og tólin sem þeir voru með ótrúlega flott. Ég vissi ekkert magnaðra en að fara á tón- leika, upplifa tónleikastaðinn og horfa yfir allan skarann, ljósin, allan pakkann.“ Slash greip fyrst í gítar þegar hann var 15 ára og var búinn að stofna sína fyrstu hljómsveit 16 ára. Hann hefur alltaf haldið því fram að það hafi ekki verið út af sjálfu rokklíferninu og framanum sem hann gerðist tónlistarmaður; heldur fyrst og síðast út af tónlist- inni sjálfri. Hann kynntist Steven Adler, sem síðar átti eftir að tromma með Guns N’ Roses, í menntaskóla og saman stofnuðu þeir sveitina Road Crew. Þótt sú sveit hafi aldrei skapað sér nafn þá markaði hún upphafið að Guns N’ Roses. Sveitin kom fyrst fram undir því nafni í júní 1985 og þegar fyrsta platan Appetite for Destruction kom út tveimur árum síðar þá hafði sveitin þegar náð að skapa sér nafn sem sú hættulegasta og sukksamasta sem fram hafði kom- ið um langt skeið. En það var kominn tími á eitthvað svona hrátt og ferskt enda voru þá allir búnir að gefast upp á því harða rokki sem þá var í boði og danstónlistin og indírokkið allsráðandi. En Guns N’ Roses gáfu öllum langt nef, voru hráir og ruddalegir, engir góðir strákar, því „góðir strákar rokka ekki“. Með þá Axl Rose söngvara og Slash gítarleik- ara í fararbroddi varð Guns N’ Roses fyrr en varði stærsta rokk- sveitin í heimi og lög á borð við „Welcome To The Jungle“ og „Sweet Child o’ Mine“ urðu sjálf- krafa sígild, eins og stundum er sagt. Nýverið var gítarlínan í síð- arnefnda laginu meira að segja valin sú besta í gervallri rokksög- unni, sem er til marks um stöðu sveitarinnar og Slash í rokksög- unni – og það þrátt fyrir að sveit- in hafi einungis gefið út þrjár eig- inlegar hljóðversplötur með eigin efni. Þegar Slash yfirgaf sveitina ár- ið 1996, eftir langavarandi erjur við Rose, var hann kominn á stall með helstu gítarhetjum rokksög- unnar, enda hæfileikaríkur með eindæmum. Gítarleikari með af- gerandi stíl, sem ber merki um djúpstæðan skilning á forver- unum, hetjum hans á borð við Jimi Hendrix, Eric Clapton, Jeff Beck, Ted Nugent og Jimmy Page, en einnig tregðuna til að þiggja leið- sögn frá öðrum, kennurum, gagn- rýnendum og meðspilurum, um það hvernig „eigi“ að spila. „Ég hef aldrei lagt það á mig að læra sóló eftir aðra, mér finnst leið- inlegt að spila skala og ég þoli ekki orðið „æfing“,“ segir hann. „Mitt leyndarmál er einfalt; ég er alltaf að spila, og ég meina alltaf. Ég stíg ekki á svið öðruvísi en að vera búinn að hita mig upp á gít- arinn mestallan daginn. Ég er eig- inlega hálf taugaveiklaður hvað þetta varðar, er alltaf hræddur um að missa tilfinninguna.“ Áður en Slash hætti í Guns N’ Roses var hann þegar búinn að stofna sína eigin sveit sem hann kallaði Snakepit. Með þeirri sveit gaf hann út plötu árið 1995 og ári síðar var hann búinn að setja sam- an annað band, sem var blúsband- ið Slash’s Blues Ball. Hélt hann úti báðum böndunum uns hann stofn- aði á endanum Velvet Revolver. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, get ekkert sagt til um hvort ég haldi áfram að deila tímanum á milli sveita eða helga mig Velvet Revolver. Það fer bara eftir hvað vekur áhuga minn hverju sinni.“ Sígauninn með höttinn Reuters Saul Hudson, Slash, með hattinn sinn fræga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.