Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 47
MINNINGAR
✝ SigurlaugBjörnsdóttir
fæddist á Rútsstöð-
um í Svínadal í
A-Hún. 16. júlí 1917.
Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 4. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Þorbjörg Krist-
jánsdóttir, f. á
Reykjum við Reykja-
braut í A-Hún. 17.
febrúar 1894, d. 16.
apríl 1962, og Björn
Magnússon, kennari
og bóndi, f. á Ægis-
síðu í Þverárhreppi í V-Hún. 23.
september 1887, d. 6. desember
1955. Systkini Sigurlaugar voru:
Ingibjörg Margrét, f. 7. júlí 1916,
d. 6. október 1927, Kristín Sig-
þóra, f. 1. mars 1919, Sigrún, f. 13.
febrúar 1921, d. 25. október 1977,
Jónína Sveinbjörg, f. 16. júlí 1922,
d. 18. maí 2003, og Magnús, f. 26.
október 1923, d. 12. júní 1997.
Sigurlaug ólst upp með foreldr-
um sínum á ýmsum stöðum í
A-Húnavatnssýslu og Skagafirði
uns þau fluttu til Reykjavíkur árið
1930. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1937 og
kennaraprófi frá
Kennaraskóla Ís-
lands 1938. Stundaði
nám í Háskóla Ís-
lands í ensku og bók-
menntum 1943 til
1945 og síðar á æv-
inni er hún var
komin á eftirlaun.
Las enskar bók-
menntir við Univers-
ity College í Notting-
ham 1945–1946 og
fór í námsferð til
Danmerkur 1956.
Sigurlaug var kennari í rúm
fjörutíu ár, lengst af í Hafnarfirði
við St. Jósefsskóla og síðar við
Öldutúnsskóla. Eftir hana liggja
fjölmargar þýðingar á enskum
bókmenntaverkum. Þekktast
þeirra er Fýkur yfir hæðir eftir
Emily Brontë. Þá sá hún um og
gerði fjölda þátta fyrir ríkisút-
varpið auk þess sem hún ritaði
greinar um bókmenntir og menn-
ingarmál í dagblöð og tímarit.
Útför Sigurlaugar fór fram 10.
apríl í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Látin er í Reykjavík æskuvinkona
mín og skólasystir Sigurlaug Björns-
dóttir kennari. Við kynntumst fyrst í
4. bekk Menntaskólans í Reykjavík
árið 1935. Á þeim árum var MR sex
ára skóli, fyrstu þrír bekkirnir gagn-
fræðadeild en seinni þrír lærdóms-
deild, sem skiptist í stærðfræði- og
máladeild. Við vorum þrjár stúlkur
fyrir í máladeild, Guðrún Arnalds,
Jórunn Viðar auk mín en þá bættust
í hópinn Sigurlaug, Ólafía Jónsdóttir
og Sigríður Jónsdóttir en þær komu
úr öðrum gagnfræðaskólum.
Sigurlaug var alin upp í norð-
lenskri sveit og vakti strax athygli
fyrir hve hún talaði kjarnyrta ís-
lensku. Fljótt kom í ljós hversu vel
ritfær hún var og munaði minnstu að
hún hlyti hin eftirsóttu gullpenna-
verðlaun skólans.
Ég held að við skólasystkinin höf-
um ekki gert okkur fyllilega grein
fyrir hve mikið Sigurlaug lagði á sig
til að svala menntunarþrá sinni. Fað-
ir hennar, Björn Magnússon, sem
hafði stundað kennslu fyrir norðan
missti heilsuna á besta aldri og þurfti
að dvelja meira og minna á sjúkra-
húsum eftir að þau fluttu til Reykja-
víkur. Móðir Sigurlaugar, Þorbjörg
Kristinsdóttir, var bráðdugleg kona.
Hún kenndi hannyrðir um tíma og
saumaði að mestu leyti fatnað fjöl-
skyldunnar. En það dugði ekki til að
sjá fyrir sex manna fjölskyldu á tím-
um atvinnuleysis og kreppu, svo að
börnin þurftu einnig að leggja lóð á
vogarskálina.
Ég minnist þess að Sigurlaug
þurfti hvað eftir annað að fá frí í
skólanum í skemmri eða lengri tíma,
ef henni bauðst vinna í Sláturfélagi
Suðurlands, en þar átti hún hauka í
horni. Samt lauk Sigurlaug öllum
prófum með sóma. En í 6. bekk
veiktist hún, svo að hún gat ekki tek-
ið stúdentspróf með okkur hinum um
vorið 1937. Það þótti okkur leitt, en
hún lauk samt prófi um haustið með
láði.
Að loknu stúdentsprófi lauk Sig-
urlaug kennaraprófi en innritaðist
jafnframt í guðfræðideild Háskóla
Íslands, að ég tel fyrst kvenna, og
stundaði þar nám í einn vetur. Hún
sneri sér síðan að kennslu, sem varð
hennar ævistarf. Var hún fyrst heim-
iliskennari að Brautarholti á Kjalar-
nesi en síðan starfrækti hún smá-
barnaskóla í Reykjavík í tvö ár. Árið
1946 réði hún sig sem kennara að St.
Jósepsskóla í Hafnarfirði og starfaði
þar í 15 ár uns hún tók við kennslu í
Öldutúnsskóla til starfsloka árið
1985.
Sigurlaug hafði sérstaka unun af
að kenna ungum börnum. Hún giftist
ekki og átti ekki afkomendur, en
henni þótti innilega vænt um börnin
sem hún kenndi. Hún sagði ein-
hverju sinni við mig, að þótt hún
hefði ekki sjálf eignast börn, fyndist
henni hún eiga svo mikið í börnun-
um, sem hún hafði kennt og borið
umhyggju fyrir í sínu skólastarfi.
Hún fylgdist með þeim mörgum og
vegnaði þeim vel, væri hún stolt sem
móðir. Þá hlýnaði sér um hjartaræt-
ur.
Sigurlaug fékkst samt ekki ein-
göngu við kennslustörf. Hún var af-
kastamikill þýðandi. Það liggja eftir
hana ótal þýðingar á bókum og smá-
sögum þekktra höfunda, svo sem
Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë
og Frú Parkinson eftir Louis Brom-
field. Auk þess flutti hún mörg fróð-
leg erindi í Ríkisútvarpinu um forna
menningu og ritaði margar greinar
um bókmenntaleg efni í Lesbók
Morgunblaðsins. Hún fór í margar
námsferðir bæði til Englands og
Danmerkur og fékk m.a. styrk frá
British Council til að nema bók-
menntir við Háskólann í Nottingham
1945–6.
Menntaþorsti Sigurlaugar var
óslökkvandi. Meira að segja eftir að
hún fór á eftirlaun sótti hún nám-
skeið í Háskóla Íslands í listasögu
hjá Birni Th. Björnssyni og einnig
stundaði hún nám í íslensku og hafði
mikla ánægju af.
Eftir að Sigurlaug hóf kennslu í
Hafnarfirði keypti hún sér þar íbúð,
sem hún bjó í þar til hún flutti á
Hrafnistu í Reykjavík fyrir nokkrum
árum.
Við stúdentar frá 1937, sem vorum
upphaflega 54, þar af sex stúlkur,
höfum komið saman á hverju ári
undanfarið. Hópurinn er reyndar
farinn mjög að þynnast og af stúlk-
unum erum við Jórunn Viðar aðeins
eftir. Við söknum öll Sigurlaugar, því
hún var einkar skemmtilegur félagi,
sem bjó yfir ómældum fróðleik,
fylgdist vel með málefnum líðandi
stundar og var alltaf hress og kát.
Innilegar samúðarkveðjur til
Kristínar systur hennar og annarra
aðstandenda.
Margrét Thoroddsen.
SIGURLAUG
BJÖRNSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
INGIBJARGAR DANÍELSDÓTTUR,
Flatahrauni 16B,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jó-
sefsspítala í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Sigurður S. Adolfsson, Hólmfríður Birna Kjartansdóttir,
Pálmi E. Adolfsson, Arnfríður Ingólfsdóttir,
Auður Adolfsdóttir, Ásmundur Ólafsson,
Smári Adolfsson, Elín Bjarnadóttir,
Guðlaugur Adolfsson, Björk Hreinsdóttir
og ömmubörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar frænku okkar og vinkonu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Ferjubakka,
fyrrv. matráðskonu í Vatnaskógi,
síðast til heimilis í Seljahlíð.
Frændsystkini og vinir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
HUGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR,
áður til heimilis
í Víðilundi 24,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Bakkahlíð 39
og Birkihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Erla Benediktsdóttir, Hálfdán Helgason,
Margrét Benediktsdóttir, Olgeir Friðbjörnsson,
Helga Benediktsdóttir, Bengt Johannsson,
Gíslína Benediktsdóttir, Halldór Sigursteinsson,
ömmu- og langömmubörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
fyrrv. símamanns,
Norðurbrún 1.
Egill B. Sigurðsson, Gerður H. Jóhannsdóttir,
Bryndís H. Sigurðardóttir,
Þuríður G. Sigurðardóttir, Bergur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is
Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is
Útfararþjónustan
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Samúðarblóm
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Fallegir steinar
á verði
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
AUÐUNN KL. SVEINBJÖRNSSON
svæfingalæknir,
Hlein,
Álftanesi,
verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju
þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.00.
Ingibjörg Óskarsdóttir,
Guðmundur Auðunsson, Elizabeth Goldstein,
Sveinbjörn Auðunsson, Guðrún Elísabet Árnadóttir,
Guðbjörg Auðunsdóttir, Hartmann Kárason,
Erna Sif Auðunsdóttir, Dagur B. Agnarsson,
Ósk Auðunsdóttir, Hermann Sigurðsson,
barnabörn og aðrir aðstandendur.