Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Auður Sigurðar-dóttir Wölstad
fæddist í Reykjavík
23. sept. 1924. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 7. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Krist-
rún Kristgeirsdóttir,
húsmóðir, f. 20. apríl
1892 á Nesjum í
Grafningi, d. 1. feb.
1986, og Sigurður
Jónsson, ölgerðar-
maður, f. 15. mars
1892 á Akranesi, d.
13. janúar 1977. Systkini Auðar:
Jón Haraldur, f. 20. jan. 1920, d.
31. mars 1951, Sigurður Þórir, f.
23. okt. 1921, d. 18. feb. 1942 og
Arnþóra, f. 25. sept. 1925.
Hinn 6. sept. 1958 giftist Auður
Tore Magne Wöl-
stad, f. í Stavanger í
Noregi. Hann lést
25. des. 1964.
Auður ólst upp í
Reykjavík, hún út-
skrifaðist sem
sjúkraþjálfari frá
Oslo Ortopediske
Institutt 1957 og
starfaði sem yfir-
sjúkraþjálfari á Vik-
ursund Bad Modum í
Noregi 1962–1970.
Hún rak eigið fyr-
irtæki, Ryen Fys-
ikaldki Institutt í Ósló 1970–1982.
Auður starfaði sem yfirsjúkra-
þjálfari við NLFÍ í Hveragerði
1982–1994.
Útför Auðar fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Með nokkrum orðum langar mig
til að minnast vinkonu minnar Auðar
Sigurðardóttur Wölstad.
Ég kynntist Auði fyrst þegar hún
kom til starfa hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra árið 1957. Hún
hafði þá nýlokið námi í sjúkraþjálfun
frá sama skóla í Ósló og ég hafði
stundað nám við örfáum árum áður.
Auður fór fljótt aftur til Noregs. Þar
giftist hún Tore Magne Wölstad en
hún missti hann eftir stutta sambúð
1964. Hún kom aftur til starfa hjá
Styrktarfélaginu árið 1960 en fór ári
síðar aftur til Noregs. Auður var yf-
irsjúkraþjálfari á Vikursund Bad
Modum 1962–1970. Eftir það rak
hún í Ósló um tólf ára skeið sjúkra-
þjálfunarstöð sem naut bæði virðing-
ar og vinsælda fyrir mikla fagkunn-
áttu og ljúft viðmót. Mér hlotnaðist
sú ánægja að heimsækja Auði í Ósló
og sjá hennar frábæru aðstöðu þar.
Hugur Auðar leitaði samt ávallt
heim til Íslands. Hingað kom hún svo
alkomin árið 1982 og hóf þá störf á
Heilsustofnun FLNÍ í Hveragerði.
Þar vann hún til ársins 1994.
Skömmu síðar veiktist hún og barð-
ist við mikla fötlun eftir það.
Auður var sterkur persónuleiki og
góður vinur. Hún átti frábæra fjöl-
skyldu sem studdi hana þar til yfir
lauk. Öddu systur Auðar, fjölskyldu
hennar, öðrum ættingjum og vinum
sendi ég samúðarkveðjur.
Auður mín, takk fyrir að vera vin-
kona mín í hartnær fimmtíu ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Jónína Guðmundsdóttir.
AUÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
WÖLSTAD
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HEIÐUR SVEINSDÓTTIR,
Skógarási 8,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 18. apríl verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn
25. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Ragnar Valsson,
Sveinn Ragnarsson, Guðrún Edda Bragadóttir,
Berglind Ragnarsdóttir, Karl Áki Sigurðsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN (DÚDDI) GUÐLAUGSSON
húsasmíðameistari,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 19. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 29. apríl kl. 13:00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir,
afi og langafi,
HJÖRTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Löngubrekku 47,
Kópavogi,
sem lést mánudaginn 18. apríl síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 25. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Sunnuhlíðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Rósa Sigurðardóttir,
Karl Hjartarson, Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir,
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir,
Lilja Hjartardóttir,
Sigrún Hjartardóttir,
Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir,
Stefanía Hjartardóttir, Helgi Hrafnsson,
Gunnhildur Hjartardóttir,
Ingibjörg Hjartardóttir,
Skarphéðinn Þór Hjartarson, Guðrún Sigríður Loftsdóttir,
Elsa Unnur Guðmundsdóttir,
Bragi Kr. Guðmundsson, Margrét Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
Kóngsbakka 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 26. apríl kl. 13.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Einar Þ. Jónsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangaömmu,
JÓHÖNNU LOFTSDÓTTUR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði.
Lárus Gamalíelsson,
börn, tengdabörn og ömmubörn.
✝ Sigríður Sveins-dóttir fæddist á
Skaftárdal á Síðu 24.
janúar 1914. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Lundi á Hellu 20.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sveinn
Steingrímsson, f.
1874, d. 1964, og
Margrét Einarsdótt-
ir, f. 1878, d. 1965.
Systkini Sigríðar
voru Einar vélsmið-
ur, bjó síðast á Seyð-
isfirði, f. 1903, d. 1977, Björn
bóndi á Langholti, síðast til heim-
ilis á Galtalæk í Landsveit, f. 1904,
d. 1983, Steingrímur vélsmiður í
Reykjavík, síðast vistmaður á
Klausturhólum, f. 1906, d. 1996,
Valgerður verkakona, f. 1907, d.
1994, Ingibergur, strætis-
vagnastjóri í Reykjavík, f. 1908, d.
1988, Þórunn húsmóðir í Fljóta-
krók, f. 1910, d. 2005, Ólafur
bóndi í Botnum í Meðallandi, f.
1912, d. 2001, og Guðlaug húsmóð-
ir í Langholti, f. 1916, d. 2003.
Uppeldisbróðir er Vigfús Ingi-
Dóttir Margrétar er Jóhanna, f.
2.2. 1989. 5) Guðrún, f. 29.4. 1950.
Maki 1 Júlíus M. Þórarinsson, þau
skildu, maki 2 Páll Ammendrup, f.
30.9. 1947, þau skildu, sambýlis-
maður Guðmundur Garðarsson, f.
26.4. 1949. Börn Guðrúnar eru
Sigríður, f. 23.4. 1971, Lovísa
Björk, f. 16.2. 1973, Þóra Margrét,
f. 12.6. 1976, Andrés f. 3.9. 1989,
faðir Gunnar Andrésson, f. 29.2.
1960, og Katrín Emma, f. 18.12.
1992. 6) Sigurjón f. 13.6. 1951,
maki Birna Gunnlaugsdóttir, f.
27.5. 1959. Börn Sigurjóns eru Ás-
dís, f. 5.7. 1979, Arna, f. 9.7. 1986,
og Sigurjón Örn, f. 16.10. 1991. 7)
Gréta, f. 23.4. 1953, sambýlismað-
ur Örn Proppé, þau slitu samvist-
ir. Maki Hörður Brandsson, f.
25.2. 1948, þau skildu. Börn Grétu
eru Þóra Björk, f. 20.03. 1981,
Arnar, f. 11.9. 1983, og Guðrún
Birta, f. 23.8. 1995. 8) Valgerður,
f. 4.11. 1955, d. 26.11 1999, maki
Axel Gústaf Guðmundsson, d.
1981, sambýlismaður Sigurbergur
Stefán Kristjánsson, d. 1991, maki
Sigmundur Felixsson, f. 15.3.
1950. Börn Valgerðar eru Guð-
mundur Páll, f. 9.11. 1976, Sigríð-
ur Anný, f. 25.7. 1978, Kristján
Gísli, f. 3.10. 1984, og Grétar, f.
30.5. 1990. Barnabarnabörn Sig-
ríðar eru fjölmörg.
Sigríður var jarðsungin frá
Skarðskirkju á Landi 26. mars, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
mundarson, búsettur í
Reykjavík, f. 1928.
Sigríður giftist Sig-
urjóni Pálssyni, f. á
Búlandsseli 9. septem-
ber 1911, d. á Galta-
læk 30. mars 1997.
Þau hófu búskap á
Söndum í Meðallandi
1942 en fluttu búferl-
um að Galtalæk í
Landsveit 1945, þar
sem þau bjuggu síðan.
Börn Sigurjóns og
Sigríðar eru: 1) Páll,
f. 17.7. 1944. 2) Jón, f.
14.3. 1946, sambýlis-
kona Sigurdís Baldursdóttir, þau
slitu samvistum, maki Kristín
Matthíasdóttir, f. 2.4. 1941. Börn
Jóns eru Ólína, f. 29.2. 1968, Mar-
grét Sigríður f. 22.11. 1970, Sig-
urjón, f. 17.1. 1976, og Kristín, f.
7.12. 1976. 3) Sveinn, f. 1.10. 1947,
maki Sigurbjörg Elimarsdóttir, f.
21.1. 1957. Börn Sveins eru
Elimar Helgi, f. 22. 2. 1973, Páll, f.
23.9. 1977, Sigurjón, f. 12.11.
1979, Birnir, f. 12.1. 1984, og
Víðir, f. 1.9. 1987. 4) Margrét, f.
2.2. 1949, sambýlismaður Hlöðver
Filippus Magnússon, f. 2.9. 1924.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu. Samt var hún einn
af máttarstólpum þjóðarinnar. Þjóð-
in bara vissi það ekki og hún sjálf leit
heldur alls ekki þannig á sig. Þó var
hún það eins og þúsundir annarra
kvenna bæði samtíma og fyrri tíma
húsfreyja og mæðra á Íslandi. Vann
störf sín án þess að mögla, sinnti um
það sem þurfti á stórbúi innan dyra
og utan ásamt uppeldisstörfum.
Vann störfin sem enginn virðist vita
að gera sig ekki sjálf.
Hún gerði ekki miklar kröfur um
þægindi sér til handa. Nægjusemi
var henni í blóð borin, æðruleysi og
að taka því sem að höndum bar.
Marga andvökunóttina átti hún bæði
vegna okkar barnanna, búsins og
vegna umönnunar við aldraða ætt-
ingja. Hún var hrein og bein, sagði
það sem henni bjó í brjósti. Hún kom
úr stórum hópi systkina og sjálf
eignaðist hún átta börn. Vön að
vinna og strita. Hún tilheyrði kyn-
slóð sem var ekki að mögla yfir
hverju sem er. Kynslóð sem lagði
grunninn að velferð okkar. Velferð
sem er misskipt og það veit ég að
henni sveið. Hún var móðir mín og
ég er stolt af henni.
Já, hún bjó ekki ein, hún og faðir
minn voru ágætlega samhent í sínu
lífi en hún lifði í skugganum af mann-
inum sínum. Ég trúi því að hún eigi
góðar móttökur þar sem ástvinir
bíða hennar.
Far þú í friði, móðir mín.
Guðrún.
SIGRÍÐUR
SVEINSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað-
ið í fliparöndinni – þá birtist valkost-
ur „Senda inn minningar/afmæli“
ásamt frekari upplýsingum).
Minningar-
greinar