Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is Pepita Alay *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. 44.900kr.* á mann m.v. tvo í stúdíói eða 4 í íbúð. Sumartilboð í júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 81 47 0 4/ 20 05 Paradísin við Miðjarðarhafið, Costa del Sol, er einn allra vinsælasti sólarstaður Evrópubúa og hefur allt að bjóða þeim sem vilja njóta veðursældar á hvítum ströndum, úrvalsveitinga, menningar og sögu. Pepita Alay er frábærlega staðsett rétt ofan við smá- bátahöfnina, örstutt frá miðbæ Benalmadena, þar sem veitinga- staðir, barir og skemmtistaðir eru allt í kring. FORSVARSMENN fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem taka á móti erlendum ferðamönnum, hafa af því áhyggjur að afkoma þeirra verði með versta móti í ár að því er fram kom í samtali við þá í gær. Ástæður þess eru styrking íslensku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum, einkum Bandaríkjadal, og verðbólga inn- anlands. Bandaríkjamenn geta nú vænst þess að greiða 42% hærra verð fyrir ferðir til Íslands en þeir gerðu árið 2002. Ljóst er að nokkur fyrirtæki í ferðaþjónustu munu veita þjón- ustu í sumar sem samið var um fyrir 6–12 mánuðum sem miðaðist við gengi íslensku krónunnar þá. Hugsanlegt er að fyrirtæki þurfi að veita þjónustu samkvæmt gerð- um samningum á verði sem er undir kostnaðarverði. Samkeppni ferðaskrifstofa við móttöku erlendra ferðamanna til Íslands er hörð og af þeim sökum eru fyrirtækin knúin til þess að veita ávallt góða þjónustu á hóf- legu verði. Heildartekjur ferðaþjónustunn- ar hafa aukist verulega síðustu ár. Hins vegar hafa tekjurnar ekki hækkað í réttu hlutfalli við fjölda ferðamanna og framlegð margra fyrirtækja er lítil. Hvatahópar fælast Ísland „Hvatahópar hafa fælst frá Ís- landi vegna þess hve verðlag á Ís- landi er orðið hátt miðað við aðra áfangastaði. Jafnvel Noregur, sem hefur haft orð á sér að vera einn dýrasti ferðamannastaður verald- ar, er orðinn ódýrari,“ segir Gunnar Rafn Birgisson, eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik. „Áhrif sterks gengis íslensku krónunnar setja allar áætlanir í rekstri ársins 2005 í uppnám.“ Ástæða vandans eru gengisbreyt- ingar sem verða frá því að samn- ingar takast við erlenda aðila þar til þjónustan er veitt. „Erfitt er að halda uppi „gengisvörnum“ og mér reiknast til að tekjulækkun þessa árs verði á bilinu 10–15%. Verðbólga á Íslandi eykur enn á vandann,“ segir Gunnar. Signý Guðmundsdóttir, eigandi Ferðaskrifstofu Guðmundar Jón- assonar, er fremur svartsýn á af- komu sumarsins. „Sterkt gengi ís- lensku krónunnar er grafalvarlegt mál fyrir ferðaþjónustuna. Allt verð hjá okkur var gefið út í sept- ember í fyrra þegar krónan var mun veikari. Mismuninn þurfum við að brúa,“ segir hún. Aðspurð svarar hún því að fyrirtækið nýti sér ákveðna gengisvörn sem sé ekki nándar nærri nóg þegar krónan sveiflast svona mikið. Hún segist óttast að afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu eigi ekki eftir að batna þótt fjöldi ferðamanna til landsins aukist – „það sé hreint grátlegt.“ 42% dýrara en árið 2002 „Kostnaður Bandaríkjamanna vegna ferða til Íslands hefur auk- ist um 42% frá árinu 2002 vegna styrkingar íslensku krónunnar. Þrátt fyrir það er áhugi fyrir ferð- um til Íslands meiri hér vestan- hafs en nokkru sinni. Miðað við þennan mikla áhuga ætti aukn- ingin á ferðum Bandaríkjamanna til Íslands að vera að minnsta kosti helmingi meiri en hún er. Í fyrra nam aukningin átta pró- sentustigum,“ segir Einar Gúst- afsson, forstöðumaður Ferðamála- ráðs í Bandaríkjunum. Hann segir ferðaskrifstofur á Íslandi, sem sinnt hafa þjónustu við erlenda ferðamenn, hafa reynt að lækka verðið til að halda viðskiptum. „Ég tel að 25% gengislækkun Bandaríkjadals hefði verið lagi á þessu tímabili – miðað við mark- aðaðstæður, en fjörutíu og tveggja prósenta gengislækkun er of mik- il,“ segir Einar. Nær óseljanleg vara „Nokkur fyrirtæki í ferðaþjón- ustu sitja uppi með nær óselj- anlega vöru vegna þess að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst svo mikið. Þetta á einkum við fyr- irtæki sem samið hafa um verð í Bandaríkjadölum sem hafa fallið um 20% í verðgildi gagnvart ís- lensku krónunni. Fyrirtæki sem hafa gert samninga í öðrum gjald- miðlum standa eitthvað betur að vígi. Gengiskarfa Seðlabanka Ís- lands hefur lækkað um rösklega 10% síðustu sex mánuði. Ljóst er að þau fyrirtæki sem seldu ferðir til Íslands fyrir 6 mánuðum eða lengra aftur í tímann eru búin að tapa stórum hluta álagningar sinnar,“ segir Þorleifur Þór Jóns- son, hagfræðingur Samtaka ferða- þjónustunnar. Tekjuaukning minni en fjölgun gefur til kynna Í Fréttabréfi Samtaka ferða- þjónustunnar kemur fram að á síðasta ársfjórðungi 2004 fjölgaði ferðamönnum um 8,7% á meðan gjaldeyristekjur drógust saman um 4,2% vegna styrkingar ís- lensku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum. Tölur fyrir allt árið liggja ekki enn fyrir. „Gjaldeyristekjur fara sífellt vaxandi. Hins vegar hafa gjald- eyristekjur ekki vaxið í réttu hlut- falli við fjölgun ferðamanna,“ seg- ir Þorleifur. „Gengissveiflur undanfarinna áratuga hafa ekki haft varanleg áhrif á umfang ferðaþjónustunnar á Íslandi. Hins vegar geta geng- issveiflur haft mikil áhrif á af- komu ferðaþjónustufyrirtækj- anna,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Ferðaþjónustan á erf- itt sumar í vændum „Noregur ódýr- ari en Ísland“ Morgunblaðið/RAX Áhrifamenn í ferðaiðnaði óttast að hátt gengi krónunnar muni valda erfiðleikum hér á landi. Ferðaiðnaðurinn hefur verið ört vaxandi undanfarin ár og skiptir þjóðarbúið miklu máli. Eftir Stefán Helga Valsson Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við HÍ. ORKUVEITA Reykjavíkur sam- þykkti á stjórnarfundi í vikunni að lækka verð á heitu vatni um 1,5% frá 1. júní nk. Þá var samþykkt óbreytt verð á rafmagni þrátt fyrir verðlags- breytingar. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að lækkunin nú sé metin á um 60 millj- ónir króna á ársgrundvelli. Upphaf- lega hafi verið gert ráð fyrir að hækka verð á heitu vatni um 3,5% vegna verðlagsþróunar og í raun séu áhrif lækkunarinnar því metin 5%. Meðalhiti hækkað um 1½ gráðu á áratug Í greinargerð með tillögu stjórnar segir að afkoma OR hafi verið góð á liðnu ári og sérstaklega hafi afkoma hitaveitunnar verið góð. Árið 2004 og fyrstu mánuðir ársins 2005 hafi verið hálfri gráðu kaldari en árið 2003 og hitasala 3,7% meiri en árið áður. Þá sé vöxtur í raforkusölu sem gefi til- efni til að ætla að Orkuveitan geti tekið á sig verðlagsbreytingar sem eru um 3,7% á þessu ári. Skemmst er að minnast þegar OR hækkaði verð á heitu vatni um 5,4% í janúar 2003 vegna óvenju mikilla hlýinda misserin á undan. Guðmund- ur segir að verð á heitu vatni hafi yf- irleitt legið upp á við en fordæmi sé fyrir lækkun á verði rafmagns, í jan- úar 2001 þegar lækkunin nam 10%. Sala á heitu vatni hefur dregist saman sl. ár og segir Guðmundur að minnkandi sölu megi rekja til hlýn- andi loftslags. Sem dæmi hafi sala á heitu vatni verið 10% minni árið 2004 borið saman við 1994. Það ár var meðalhiti á 4,1 gráða en 5,6 gráður í fyrra. Þess má geta að uppbygging Hellisheiðarvirkjunar er á áætlun en reiknað er með að hún sjái borgarbú- um fyrir heitu vatni fram til 2025. Áformað er að taka fyrsta áfanga virkjunarinnar í notkun 1. október 2006 og síðasta áfanga hennar árið 2016. Orkuveita Reykjavíkur lækkar verð á heitu vatni um 1,5% Sala á heitu vatni minnk- aði um 10% á áratug Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.