Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 39
Í nýjasta tölublaði Stúd-
entablaðsins er viðtal við Guð-
mund R. Jónsson, framkvæmda-
stjóra rekstrarsviðs HÍ, um
hugsanlega gjaldtöku og segir
hann þar m.a. að víða erlendis sé
rukkað fyrir notkun bílastæða á
háskólasvæðum. Sá samanburður
Guðmundar er að mínu mati ekki
fyllilega réttmætur, þar sem al-
menningssamgöngur eru almennt
mun betri, skilvirkari og stúd-
entavænni í evrópskum borgum
heldur en hér heima. Sérstaklega
á það við um háskólabæi eins og
Lund sem Guðmundur nefnir sem
dæmi. Víða í Evrópu eru fargjöld
niðurgreidd fyrir stúdenta eða
jafnvel felld alveg niður. Hér er
því ólíku saman að jafna. Eins og
staðan er í dag tekur það nem-
enda, búsettan í úthverfi Reykja-
víkur, t.d. mun lengri tíma að
komast í skólann á morgnana með
strætó en bíl og óeðlilegt að sá
hópur verði fyrir auknum út-
gjöldum fyrir það eitt að eiga og
reka bíl.
Bent hefur verið á að bílastæð-
unum við HÍ fylgi nokkur kostn-
aður og er það eflaust rétt. Á móti
kemur hins vegar að allri sjálf-
sagðri þjónustu á vinnustöðum
fylgir ákveðinn kostnaður og má
sem dæmi nefna salernisaðstöðu
og notkun á kaffi- og lesstofum í
byggingum skólans. Það þætti
vafalaust skjóta skökku við að inn-
heimta gjöld fyrir notkun á þess-
ari þjónustu.
Stúdentar bera nú þegar tals-
verðan kostnað af námi sínu í
formi skrásetningargjalda. Það
væri til að bæta gráu ofan á svart
að taka upp gjaldheimtu fyrir
jafnsjálfsagðan hlut og notkun
bílastæða hjá stúdentum við skól-
ann sinn.
Höfundur er oddviti Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta við
Háskóla Íslands.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 39
UMRÆÐAN
Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509
www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is
Árbær og Seláshverfi
Við hjá Fasteignakaupum höfum verið beðin um að óska eftir einbýli,
par- eða raðhúsi í Árbæ eða Seláshverfi fyrir fjölskyldu sem eru
fjársterkir kaupendur og eru með minni eign í Árbæjarhverfi
Nánari upplýsingar gefur
sölustjóri Fasteignakaupa
Páll Höskuldsson
í síma 515 0500 eða 864 0500.
Páll Höskuldsson,
Gsm 864 0500
Erna Valsdóttir,
löggiltur fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Einstaklega fallegt 139 fm endaraðhús
ásamt 23,7 fm bílskúr á þessum eftirsótta
stað. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er
mjög bjart og opið. Á neðri hæðinni eru
stofur með útg. á suðurverönd og garð,
eldhús með viðarinnréttingu, salerni og
þvottahús. Á efri hæðinni eru fjögur rúm-
góð herbergi og stórt baðherbergi. Gólf-
efni er parket og flísar. Bílskúrinn er með
rafmagnsopnara, heitu og köldu vatni. Þetta er einstaklega falleg og vel umgengin
eign á góðum stað á Ártúnsholtinu. Verð 33,9 millj.
OPIÐ HÚS VERÐUR MILLI KL. 14.00-16.00.
HULDA OG ÓLAFUR TAKA VEL Á MÓTI YKKUR.
Opið hús í dag
BIRTINGAKVÍSL 34 - ENDARAÐHÚS
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9-17:30.
Sími 588 4477
Um er að ræða atvinnuhús-
næði, 153 fm að stærð, stað-
sett á mjög góðum stað við
Akralind. Mögulegt er að
skipta húsnæðinu upp í tvær
aðskildar einingar með góðum
innkeyrlsudyrum. Einnig er um
að ræða rekstur. Fyrirtækið
sérhæfir sig í að setja filmur í bíla. Viðskiptasambönd við byrgja
og/eða umboð fyrir öll efni sem á þarf að halda fylgja með. Við-
skiptasambönd, fastir viðskiptavinir, góð velta. Hentar vel einum til
tveimur starfsmönnum. Góður tími framundan. Rekstur þessi býð-
ur einnig upp á ýmsa útvíkkunarmöguleika sem ekki hafa verið
nýttir. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús á skrifstofu.
Verð tilboð.
Tækifæri - Til sölu eign
ásamt góðum rekstri
,
NÝ EIGN Á SKRÁ
Bakkakot í landi Hólms í Reykjavík
Undirrituðum hefur ver-
ið falið að afla tilboða í
eignina Bakkakot í landi
Hólms ofan við Reykja-
vík (ca 5 mínútna akstur
frá Árbæjarhverfi). Um
er að ræða erfðaleigu-
samning um ca 0,7 ha
lands og standa á því 92
fm íbúðarhús, byggt 1958 og 132 fm fjárhús, byggt árið 1950.
Húsin þarfnast viðhalds. Nánari upplýsingar veitir undirrit-
aður á skrifstofutíma.
Pétur Kristinsson hdl.,
löggiltur fasteigna- og skipasali,
sími 438 1199, fax 438 1152, netfang pk@simnet.is
Heimasíða fasteignasölu, www.fasteignsnae.is
Fasteigna- og skipasala Snæfellsness,
Aðalgötu 2, 2. hæð, 340 Stykkishólmi,
sími 438 1199, fax 438 1152 • Heimasíða: www.fasteignsnae.is
Pétur Kristinsson hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali.