Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 43
DANSKI djass-bassa- leikarinn Niels-Henning Ørsted Pedersen lést í svefni 19. apríl, tæplega 59 ára gamall. Hann fékk hjarta-áfall. Hann var einn merki-legasti djass-leikari í Evrópu. Hann lék inn á meira en þúsund plötur. Sagt er að hann hafi getað leikið á kontra-bassann sinn það sem gítar-istar leika á sitt hljóð-færi. Niels-Henning var mikill Íslands-vinur og hélt næstum Merki-legur bassa-leik- ari látinn Niels-Henning Ørsted Pedersen tuttugu tónleika hér-lendis, á meira en 25 árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 1977 með tríóinu sínu. Þá spilaði hann sig inn í hjörtu íslenskra djassunnenda og þar býr hann enn. ÞJÓÐ-VERJINN Joseph Ratzinger var 19. apríl kosinn páfi í stað Jóhannesar Páls II. sem lést 2. apríl sl. Hann verður vígður í dag. Nýi páfinn tekur sér nafnið Benedikt páfi sextándi. Hann er númer 265 í röð páfa kaþólsku kirkjunnar. Meira en 1 millj-arður manna játar kaþólska trú. Ekki eru allir jafn ánægðir með valið á nýja páfanum. Sumum finnst hann alltof gamal-dags í skoðunum, ekki síst þegar kemur að vígslu kven-presta, notkun getn- aðar-varna, hjóna-skilnaði og sam-kyn-hneigðum. Benedikt sextándi er 78 ára og fyrsti Þjóð-verjinn til að sitja á páfa-stóli í næstum 1.000 ár. Hann var náinn sam-starfs- maður Jóhannesar Páls og mun lík-lega fylgja stefn-unni sem hann mótaði. Reuters Benedikt páfi sextándi í miðjunni. Nýr páfi vígður MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 43 AUÐLESIÐ EFNI Landa-mæra-deila leyst For-sætis-ráð-herrar Indlands og Kína hafa náð sam-komu-lagi í erfiðri deilu ríkjanna út af landa-mærum. Indland og Kína eru tvö fjöl-mennustu ríki heimsins. Landa-mærin á milli þeirra eru um 4.000 kílómetra löng. Þessi landamæri eru ekki alltaf mjög nákvæm. Ríkin tvö fóru í stríð út af þeim fyrir 40 árum. Þetta sam-komu-lag þykir mjög merki-legt skref í átt að betra sam-komu-lagi ríkjanna, m.a. í efna-hags- og viðskipta-málum. Ríkisstjórnin 10 ára Í gær voru 10 ár eru liðin frá því ríkis-stjórn Sjálf-stæðis- flokks og Framsóknar-flokks tók við völdum. Á föstu-daginn héldu Halldór Ásgrímsson, for-sætis-ráð- herra, og Davíð Oddsson, utan-ríkis-ráð-herra, blaða- manna-fund af þessu tilefni. Þeir sögðu að sam-starf flokkanna þeirra hefði gengið mjög vel og að miklar fram-farir hefðu orðið í land-inu á þessum tíma. Forseti Ekvador vikið frá Þingið í landinu Ekvador í Suður-Ameríku vék í vikunni forseta landins úr embætti. Einnig hætti herinn stuðningi við hann. Lucio Gutierrez var kosinn forseti árið 2002 en undan-farið hafa verið mikil mót-mæli gegn honum. Alfredo Palacio vara-forseti er nú orðinn forseti Ekvador. Brasilía hefur veitt Gutierrez hæli. Guðmundur þjálfar Fram Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karla-liðs Fram í hand-knattleik í stað Heimis Ríkarðssonar sem þjálfað hefur liðað síðustu fjögur ár. Heimir er auðvitað ekki ánægður með þessa ákvörðun stjórnar-manna Fram, og telur hana ranga og ekki gæfu-spor fyrir félagið. Stutt ÞINGMENN Fram-sóknar- flokksins ætla að birta opin- ber-lega upp-lýs-ingar um eigur sínar, hluta-bréfa-eign, önnur störf og hags-muni. Jónína Bjartmarz, þing-maður flokksins, sendi forseta Alþingis bréf og óskaði þess að for-sætis-nefnd myndi setja reglur um slíkar upp-lýsingar. Það myndi auka trú-verðug-leika þings-ins. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra fagnar þessari um-ræðu, og eru for-menn annarra þing-flokka opnir fyrir því að upplýst verði um eignir þing-manna. Morgunblaðið/Jim Smart Jónína Bjartmarz þingmaður. Þing-menn upp-lýsa um eignir sínar HAUKAR sigruðu Val á Hlíðar-enda á fimmtu-daginn. Þetta var undan-úrslita-leikur úrvals-deildar karla, DHL-deildar í hand-knatt-leik. Marka-staða í lok leiks var 29:27. Nú bíða Haukar spenntir eftir að fá að vita hvort þeir leika við ÍBV eða ÍR til úrslita. Morgunblaðið/Sverrir Vignir Svavarsson átti stórleik með Haukum. Haukar leika til úrslita Bjargaði lífi tveggja barna KONA sem var að tína skeljar með vinum sínum í Kol-grafa- firði bjargaði lífi tveggja barna. Stúlka og drengur, sem bæði eru 3 ára, voru í för með konunni. Þau hlupu niður háan sjávar-kamb, en gátu ekki stoppað sig og féllu í sjóinn. Var vaðið á eftir þeim og drengnum náð fyrst upp. Síðan var stúlkunni náð upp, en hún var orðin með-vitundar- laus. Konan kann skyndi-hjálp og notaði blásturs-með-ferð á stúlkuna og bjargaði þannig lífi hennar. Miklir straumar eru í sjónum þarna, og því voru börnin í mikilli lífs-hættu. Frakkar vildu Ísland FRAKKAR veltu fyrir sér á 18. öld að skipta við Dani á Íslandi og ný-lendunni Louisiana í Norður-Ameríku. Frakkar vildu byggja flota-stöð hér á landi til að ógna veldi Breta bæði í austur og vestur. Í Frakklandi er til skjal, merkt sem leyndarmál, frá þessum tíma. Það var skrifað af fremsta stjórn-mála-manni Frakk-lands og nánum vini Loðvíks sextánda Frakka- konungs. Hann hélt að Danir vildu ná fót-festu í Norður- Ameríku, og var viss um að þeir hefðu lítið gagn af Íslandi og væru því til í skiptin. FORSETI Íraks greindi í gær frá að meira en 50 lík hefðu fundist Tígris-ánni, rétt hjá höfuð-borginni Bagdad. Þessu fólki var rænt í bænum Madain af hryðju-verka- mönnum fyrir nokkrum dögum. Fólkið var hneppt í gísl-ingu og drepið, og síðan hent í ána. 50 lík í ánni Tígris Reuters Jalal Talabani, forseti Íraks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.