Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 43

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 43
DANSKI djass-bassa- leikarinn Niels-Henning Ørsted Pedersen lést í svefni 19. apríl, tæplega 59 ára gamall. Hann fékk hjarta-áfall. Hann var einn merki-legasti djass-leikari í Evrópu. Hann lék inn á meira en þúsund plötur. Sagt er að hann hafi getað leikið á kontra-bassann sinn það sem gítar-istar leika á sitt hljóð-færi. Niels-Henning var mikill Íslands-vinur og hélt næstum Merki-legur bassa-leik- ari látinn Niels-Henning Ørsted Pedersen tuttugu tónleika hér-lendis, á meira en 25 árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 1977 með tríóinu sínu. Þá spilaði hann sig inn í hjörtu íslenskra djassunnenda og þar býr hann enn. ÞJÓÐ-VERJINN Joseph Ratzinger var 19. apríl kosinn páfi í stað Jóhannesar Páls II. sem lést 2. apríl sl. Hann verður vígður í dag. Nýi páfinn tekur sér nafnið Benedikt páfi sextándi. Hann er númer 265 í röð páfa kaþólsku kirkjunnar. Meira en 1 millj-arður manna játar kaþólska trú. Ekki eru allir jafn ánægðir með valið á nýja páfanum. Sumum finnst hann alltof gamal-dags í skoðunum, ekki síst þegar kemur að vígslu kven-presta, notkun getn- aðar-varna, hjóna-skilnaði og sam-kyn-hneigðum. Benedikt sextándi er 78 ára og fyrsti Þjóð-verjinn til að sitja á páfa-stóli í næstum 1.000 ár. Hann var náinn sam-starfs- maður Jóhannesar Páls og mun lík-lega fylgja stefn-unni sem hann mótaði. Reuters Benedikt páfi sextándi í miðjunni. Nýr páfi vígður MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 43 AUÐLESIÐ EFNI Landa-mæra-deila leyst For-sætis-ráð-herrar Indlands og Kína hafa náð sam-komu-lagi í erfiðri deilu ríkjanna út af landa-mærum. Indland og Kína eru tvö fjöl-mennustu ríki heimsins. Landa-mærin á milli þeirra eru um 4.000 kílómetra löng. Þessi landamæri eru ekki alltaf mjög nákvæm. Ríkin tvö fóru í stríð út af þeim fyrir 40 árum. Þetta sam-komu-lag þykir mjög merki-legt skref í átt að betra sam-komu-lagi ríkjanna, m.a. í efna-hags- og viðskipta-málum. Ríkisstjórnin 10 ára Í gær voru 10 ár eru liðin frá því ríkis-stjórn Sjálf-stæðis- flokks og Framsóknar-flokks tók við völdum. Á föstu-daginn héldu Halldór Ásgrímsson, for-sætis-ráð- herra, og Davíð Oddsson, utan-ríkis-ráð-herra, blaða- manna-fund af þessu tilefni. Þeir sögðu að sam-starf flokkanna þeirra hefði gengið mjög vel og að miklar fram-farir hefðu orðið í land-inu á þessum tíma. Forseti Ekvador vikið frá Þingið í landinu Ekvador í Suður-Ameríku vék í vikunni forseta landins úr embætti. Einnig hætti herinn stuðningi við hann. Lucio Gutierrez var kosinn forseti árið 2002 en undan-farið hafa verið mikil mót-mæli gegn honum. Alfredo Palacio vara-forseti er nú orðinn forseti Ekvador. Brasilía hefur veitt Gutierrez hæli. Guðmundur þjálfar Fram Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karla-liðs Fram í hand-knattleik í stað Heimis Ríkarðssonar sem þjálfað hefur liðað síðustu fjögur ár. Heimir er auðvitað ekki ánægður með þessa ákvörðun stjórnar-manna Fram, og telur hana ranga og ekki gæfu-spor fyrir félagið. Stutt ÞINGMENN Fram-sóknar- flokksins ætla að birta opin- ber-lega upp-lýs-ingar um eigur sínar, hluta-bréfa-eign, önnur störf og hags-muni. Jónína Bjartmarz, þing-maður flokksins, sendi forseta Alþingis bréf og óskaði þess að for-sætis-nefnd myndi setja reglur um slíkar upp-lýsingar. Það myndi auka trú-verðug-leika þings-ins. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra fagnar þessari um-ræðu, og eru for-menn annarra þing-flokka opnir fyrir því að upplýst verði um eignir þing-manna. Morgunblaðið/Jim Smart Jónína Bjartmarz þingmaður. Þing-menn upp-lýsa um eignir sínar HAUKAR sigruðu Val á Hlíðar-enda á fimmtu-daginn. Þetta var undan-úrslita-leikur úrvals-deildar karla, DHL-deildar í hand-knatt-leik. Marka-staða í lok leiks var 29:27. Nú bíða Haukar spenntir eftir að fá að vita hvort þeir leika við ÍBV eða ÍR til úrslita. Morgunblaðið/Sverrir Vignir Svavarsson átti stórleik með Haukum. Haukar leika til úrslita Bjargaði lífi tveggja barna KONA sem var að tína skeljar með vinum sínum í Kol-grafa- firði bjargaði lífi tveggja barna. Stúlka og drengur, sem bæði eru 3 ára, voru í för með konunni. Þau hlupu niður háan sjávar-kamb, en gátu ekki stoppað sig og féllu í sjóinn. Var vaðið á eftir þeim og drengnum náð fyrst upp. Síðan var stúlkunni náð upp, en hún var orðin með-vitundar- laus. Konan kann skyndi-hjálp og notaði blásturs-með-ferð á stúlkuna og bjargaði þannig lífi hennar. Miklir straumar eru í sjónum þarna, og því voru börnin í mikilli lífs-hættu. Frakkar vildu Ísland FRAKKAR veltu fyrir sér á 18. öld að skipta við Dani á Íslandi og ný-lendunni Louisiana í Norður-Ameríku. Frakkar vildu byggja flota-stöð hér á landi til að ógna veldi Breta bæði í austur og vestur. Í Frakklandi er til skjal, merkt sem leyndarmál, frá þessum tíma. Það var skrifað af fremsta stjórn-mála-manni Frakk-lands og nánum vini Loðvíks sextánda Frakka- konungs. Hann hélt að Danir vildu ná fót-festu í Norður- Ameríku, og var viss um að þeir hefðu lítið gagn af Íslandi og væru því til í skiptin. FORSETI Íraks greindi í gær frá að meira en 50 lík hefðu fundist Tígris-ánni, rétt hjá höfuð-borginni Bagdad. Þessu fólki var rænt í bænum Madain af hryðju-verka- mönnum fyrir nokkrum dögum. Fólkið var hneppt í gísl-ingu og drepið, og síðan hent í ána. 50 lík í ánni Tígris Reuters Jalal Talabani, forseti Íraks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.