Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 23 Málþing um reynslu af nýju kerfi samkeppnissjóða vísinda- og tæknirannsókna 28. apríl á Hótel Loftleiðum Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is 13:00 Setning málþings Fundarstjóri er Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytis. 13:05 Úthlutunarstefna sjóðanna Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs Sveinn Þorgrímsson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs Anna Þóra Baldursdóttir, formaður stjórnar Rannsóknarnámssjóðs 13:45 Starfshættir fagráða Helga Gunnlaugsdóttir í fagráði hjá Rannsóknasjóði Emma Eyþórsdóttir í fagráði hjá Tækniþróunarsjóði 14:15 Árangur háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja og samstarf þeirra í nýju stoðkerfi Kristján Kristjánsson, sviðsstjóri Rannís Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís 14:45 - 15:05 Kaffihlé 15:05 Hvernig virkar nýja kerfið? Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Guðjón Þorkelsson, deildarstjóri Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Björn Þór Jónsson, dósent Háskólinn í Reykjvík Steinunn Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Skriðuklaustursrannsóknir Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria Hilmar B. Janusson, þróunarstjóri Össur 15:40 Pallborð Eiríkur Steingrímsson, rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands stýrir umræðum. 16:30 Móttaka í boði ráðuneyta menntamála og iðnaðar. Málþingið er haldið í samvinnu Rannís, starfsnefnda Vísinda- og tækniráðs, menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis Súpersól til Salou 20. maí frá 34.995 Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan við Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu, menningu og litríku næturlífi. Nú býður Terra Nova þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.995 í 5 daga / kr. 49.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð. 20. maí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. Kr. 39.990 í 5 daga / kr. 59.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð. 20. maí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 við annað komandi en að þiggja veit- ingar, helst bæði smáhressingu þegar ég kom og borða síðan með fjölskyld- unni en Mósambíkar eru mjög gest- risnir. Í fyrstu voru börnin feimin en eftir því sem ég kom oftar kynntist ég þeim betur og kom þá í ljós að þau voru mjög samrýnd og heguðu sér eins og venjuleg systkini. Það var ánægjulegt að sjá hvernig þau gátu leikið sér saman án þess að hafa nokk- ur leikföng og varð mér oft hugsað til allsnægtanna sem börn búa við hér á Íslandi. Húsið er mjög látlaust en hreinlegt og taka börnin mikinn þátt í heim- ilisstörfunum. Börnin virtust hraust og var mér sagt að þau yrðu nánast aldrei veik og fengju mjög sjaldan malaríu en það er sá sjúkdómur sem leggur flesta Mósambíka að velli. Til þess að halda niðri moskítóflugunum, sem bera malaríuna, er húsið og um- hverfið úðað reglulega. Góða heilsu barnanna má sjálfsagt líka þakka góðu mataræði. Til gamans spurði ég um matseðil vikunnar en hann er í föstum skorðum og virtist mér sam- setningin miðast við það að hafa fæðið sem fjölbreyttast. Börnin búa í fjölskylduhúsinu þar til þau eru 15–16 ára gömul en þá flytja drengirnir í húsnæði fyrir utan þorpið. Stúlkurnar flytja aftur á móti saman í sér hús innan þorpsins. Eftir að unglingarnir flytja fá þeir fasta fjárhæð til framfærslu sem þeir ráð- stafa sjálfir. Þetta er liður í því að búa börnin undir að lifa sjálfstæðu lífi. Þau njóta áfram stuðnings frá þorp- inu þangað til þau hafa lokið námi og geta staðið á eigin fótum. Áhrif á samfélagið Kynni mín af SOS-barnaþorpinu í Mapútó voru mjög jákvæð og vil ég hvetja sem flesta til að styrkja barn í slíku þorpi eða með því að styðja önn- ur hjálparsamtök. Þörfin er mikil og fer vaxandi. Ekki má gleyma sam- félagslegum áhrifum þessa stuðnings, en við SOS-þorpin starfar fjöldi manns og hefur hver og einn fyrir fjölskyldu að sjá. Auk þess gegna þorpin mikilvægu hlutverki í sam- bandi við menntun og heilsugæslu, sem skilar sér út í þjóðfélagið. Við Íslendingar erum rík þjóð og munar flesta ekkert um að greiða mánaðarlega lága fjárhæð til hjálpar- starfs. Þótt upphæðin sé ekki há get- ur stuðningurinn skipt sköpum fyrir menntun og framtíð barns í þróun- arlandi. Börnin búa í fjölskylduhúsinu þar til þau eru 15—16 ára. Höfundur er lyfjafræðingur. Anna í góðra vina hópi fyrir utan fjölskylduhúsið. Julieta er níu ára. Horanda og Julieta taka þátt í heimilisstörfunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.