Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 60
60 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
A Hole in my Heart
ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!
DV
The Motorcycle Diaries kl. 3 - 5.30 - 10
Napoleon Dynamite kl. 3,45 - 8
Beautiful Boxer kl. 8 og 10.30
Don´t Move kl. 5,30 b.i. 16
Uber Goober kl. 3,30
Shake hands with the Devil kl. 5,45
Garden State kl. 8
Hole in my Heart kl.10,15 b.i. 16
Vera Drake kl. 3 - 8
Maria Full of Grace kl. 6 - 10.30 b.i. 14
Beyond the Sea kl.3 - 8
Million Dollar Baby kl. 5,30 b.i. 14
Life and Death of Peter Sellers kl.10,20
Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra.
Ein vinsælasta kvikmyndin á
Sundance kvikmyndahátíðinni.
S.V. MBL
Ó.H.T Rás 2
H.L. MBL
Ó.H.T Rás 2
Stórkostleg vegamynd sem hefur
farið sigurför um heiminn, fengið lof
gagnrýnenda og fjölda verðlauna.
3
ÓSKARSTILNEFNINGAR
MBL
Ó.H.T Rás 2
Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við
Indiana Jones og James Bond myndirnar.
Toppmyndin í USA
Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi
Byggð á metsölubók Clive Cussler
Kvikmyndir.is
Penelope cruz
ítölsk verðlaunamynd. Penelope Cruz hlaut
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir
hlutverk sitt í myndinni.
Það er góður siður rokkara aðleita aftur í tímann að inn-blæstri, spá í það sem eldriog ráðsettari tónlistarmenn
hafa gert, tína til það skemmtileg-
asta sem maður rekst á og beita því
til að reyna að gera betur. Það er
kannski eitt það skemmtilegasta við
formið hve það byggir á því sem á
undan er komið, þráðinn má rekja
allt frá árósum Mississippi í Breið-
holtið. Gróskan í rokkinu undanfarin
ár hefur þannig ekki síst byggst á
því að menn eru að sækja í sameigin-
legan hugmyndabanka rokksins, eða
það finnst í það minnsta þeim sem
gamlir eru í hettunni. Bloc Party er
ágætt dæmi um slíka hljómsveit,
stendur föstum fótum í breskri ný-
bylgju níunda áratugar síðustu aldar
en er þó þrælfrumleg og skemmti-
leg. Á síðasta ári var mikið látið með
bresku rokksveitina Bloc Party og
menn spáðu því ófeimnir að hún ætti
eftir að verða ein af helstu hljóm-
sveitum Bretlands þó enn lægi lítið
eftir sveitina. Fyrir ekki svo löngu
kom loks út fyrsta breiðskífa Bloc
Party, Silent Alarm, og er skemmst
frá því að segja að hún stendur al-
mennt undir vonum, skemmtilegt
nýbylgjukennt rokk.
Kynntust á Reading
Upphaf sveitarinnar má rekja til
þess er þeir Kele Okereke og Russ-
ell Lissack kynntust á Reading-
tónlistarhátíðinni fyrir nokkrum ár-
um og fóru að glamra saman 2002,
Okereke lék á gítar og söng, en
Lissack lét sér nægja gítarspil.
Gordon Moakes slóst snemma í hóp-
inn, en lengri tíma tók að finna
trommara, en níundi trommarinn
sem spilaði með sveitinni, Matt
Tong, ílentist og er enn. Þeir glímdu
líka við nafn á sveitina um tíma, köll-
uðu hana fyrst The Angel Range og
síðan The Union, en á endanum
duttu þeir niður á Bloc Party sem
felur í sér ýmsa orðaleiki.
Opinber söguskýring er sú að
Bloc Party hafi orðið til 2002, þó
sveitin hafi þá heitið öðru nafni eins
og getið er. Eftir æfingar og
lagasmíðar tóku þeir upp nokkur
lög á kynningardisk og dreifðu
honum víða, sendu meðal annars
eintak til liðsmanna Franz Ferdin-
and, sem varð til þess að sveitinni
var boðið að spila í tíu ára afmæli
útgáfunnar knáu Domino haustið
2003.
Ekki New Cross-sveit
Í suðausturhluta Lundúna er
hverfið New Cross þar sem rokklíf
hefur verið með líflegra móti und-
anfarna mánuði. Þar hafa sprottið
fram sveitir eins og Art Brut, The
Violets, Smash TV, Crowd, The
Dirty Pins, The Violets, Low Sparks
og Maus (nei, ekki sú Maus) svo
dæmi séu tekin. Þó erfitt sé að
komast yfir tónlist frá mörgum af
þessum sveitum, ekki síst fyrir þá
sem búa í utan Lundúna, þá má
flokka það sem ég hef þó heyrt sem
listaskólarokk, tónlistin fjörleg
nýbylgja þar sem menn taka sig
mjög alvarlega og textarnir gjarnan
bókmenntalegir og nett upp-
skrúfaðir. Um tíma var Bloc Party
nefnd í upptalningu á New
Cross-sveitum, en átti þó ekki við,
því ekki var bara að tónlistin skar
sig nokkuð úr, heldur eiga þeir fé-
lagar ekki heima í New Cross og
hafa aldrei, þeir áttu fyrir tilviljun
lag á safnskífu með slíkum sveitum.
Ekki fékkst samningur úr því og í
upphafi árs 2004 gáfu þeir félagar út
eitt laganna af disknum og nokkru
síðar kom önnur smáskífa með
tveimur lögum til. Þá um vorið gerðu
þeir félagar síðan útgáfusamning við
Wichita/V2 og eyddu sumrinu í upp-
tökur eftir því sem tími gafst fyrir
tónleikahaldi. Fyrsta breiðskífan,
Silent Alarm, kom svo út um daginn
eins og nefnt er og hefur verið
einkar vel tekið.
Margir nefna í sömu andrá Franz
Ferdinand og Bloc Party, ekki síst
þeir sem spá í hugsanlegan frama
sveitarinnar vestan hafs, en öllu
meira þykir mér spunnið í síðar-
nefndu sveitina.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Fjörlegt
lista-
spírurokk
Rokkvinir gleðjast mjög
þessa dagana yfir nýrri
breiðskífu bresku hljóm-
sveitarinnar Bloc Party
sem minnir um margt á
frækna forvera.