Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 10

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 10
10 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Engar áreiðanlegar kannanir liggjafyrir um fylgi frambjóðendannameðal þeirra 20.000 sem hafa kosn-ingarétt og því er afar erfitt að spáum úrslitin. Stuðningsmenn beggja frambjóðenda bera sig vel en flestir viðmæl- enda blaðsins töldu þó að varaformaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi bera sig- urorð af formanninum Össuri Skarphéð- inssyni þó að hann hafi sótt í sig veðrið und- anfarið. Þessara kosninga hefur verið beðið í tæp- lega tvö ár, allt frá því Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir á landsfundi haustið 2003 að hún hygðist bjóða sig fram í embættið tveimur ár- um seinna. Aðdragandinn er þó mun lengri því Ingibjörgu Sólrúnu hefur um árabil verið lýst sem framtíðarleiðtoga Samfylkingarinnar og margoft verið skorað á hana að bjóða sig fram. Frá því hún tilkynnti um framboð sitt á haustfundi árið 2003 hefur lengst af ríkt vopn- aður friður milli frambjóðendanna og stuðn- ingsmanna þeirra. Verulega fór að draga til tíðinda eftir að ákveðið var að flýta landsfund- inum fram á vorið og síðustu vikur hefur ítrekað slegið í brýnu, ekki síst á síðustu dög- unum áður en kjörskrá vegna kosninganna var lokað. Of langur tími Hinn langi tími sem ætlaður er í kosn- inguna eykur væntanlega líkurnar á að slag- urinn harðni en skili kjörseðlarnir sér hratt í hús mun væntanlega draga úr spennunni og verða til þess að stytta hina eiginlegu kosn- ingabaráttu. Það er væntanlega af þessum sökum sem skrifstofa Samfylkingarinnar hyggst hvetja flokksmenn til að vera snöggir til að kjósa, það er ekki talið flokknum til góðs að kosningabaráttan dragist á langinn. Raun- ar þykir mörgum sem framkvæmdastjórn flokksins hafi gert mikil mistök með því að láta kosningarnar dragast svo á langinn, ann- aðhvort hefði átt að flýta landsfundinum enn meira eða láta kosningarnar fara fram fyrr og tilkynna úrslitin fyrir landsfund. Líklega þykir mörgum Samfylking- armönnum sem það sé lítill fengur í því að ræða opinberlega um lokaða klíku Reykjavík- urlistans eða rifja upp gömul mál s.s. aðdrag- andann að því að Ingibjörg Sólrún bauð sig fram til Alþingis, hvað þá eldri mál eins og flutninginn á embætti Veiðistjóra til Akureyr- ar, sneiðar um fjárframlög stórfyrirtækja til stjórnmálaflokka og fleira í þeim dúr. Þó býsna hörð skeyti hafi gengið á milli hefur kosningabaráttan þó enn sem komið er verið háð án stórkostlegra átaka. Einn úr innsta hring Ingibjargar Sólrúnar taldi raunar að hún hefði verið alltof kurteis við Össur. Fari hún að beita sér með harkalegri hætti má því væntanlega búast við að fjörið í kringum kosningabaráttuna sé ekki búið. Á hinn bóginn hafa kosningarnar vakið at- hygli á Samfylkingunni og um 7.000 nýir fé- lagar gengið til liðs við hana og þeir gætu orð- ið til þess að efla flokksstarfið á ýmsa lund. Reyndar verður að taka fram að það tíðkast í flestum flokkum að fólk gangi í þá skömmu fyrir prófkjör og ekki víst að í öllum tilfellum sé um raunverulega stuðningsmenn Samfylk- ingar að ræða. Ásakanir Guðrúnar Ögmunds- dóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um að sjálfstæðismönnum hafi verið smalað í flokk- inn hafa líka skyggt á gleðina yfir hinum nýju félögum. Því hefur verið staðfastlega neitað af hálfu stuðningsmanna Össurar og formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar kveðst engin merki sjá um slíkt. Slagurinn harðnar Víst er að mörgum Samfylkingarmönnum þykir sem of mikil harka hafi færst í kosn- ingabaráttuna. Stuðningsmenn Ingibjargar telja hörkuna upprunna í hinum herbúðunum og benda m.a. á greinaskrif Einars Karls Har- aldssonar í Morgunblaðið um framtíðarhópinn í byrjun apríl. Stuðningsmenn Össurar svara með því að benda á að Þórunn Sveinbjarn- ardóttir þingmaður og Kristrún Heimisdóttir, náinn samstarfsmaður Ingibjargar, hafi gefið tóninn með gagnrýni á vinnubrögð Össurar um miðjan janúar. Kristrún sagði þá m.a. að hún efaðist um að traust á Össuri væri nægj- anlegt til að menn sæju hann fyrir sér á for- sætisráðherrastóli. Framan af héldu frambjóðendurnir sig að mestu til hlés en segja má að Össur hafi kast- að stríðshanskanum í sjónvarpsþættinum Silfri Egils 10. apríl sl. með gagnrýni sinni á framtíðarhóp Samfylkingarinnar og með því að segja að umræðustjórnmál væru ofnotað og innihaldslítið hugtak. Viðmælendur Morg- unblaðsins meðal stuðningsmanna Ingibjarg- ar Sólrúnar voru á einu máli um gagnrýni á framtíðarhópinn hefði verið ósanngjörn og ómakleg. Ekki voru allir stuðningsmenn Öss- urar sem rætt var við heldur ánægðir með þetta útspil formannsins og sögðu að það hefði mælst ákaflega illa fyrir hjá þeim sem ekki væru eldheitir í stuðningi sínum við Össur. Það hefðu verið mistök af hans hálfu að gagn- rýna hópinn með þessum hætti og ummælin gætu orðið til þess að þeir myndu endurskoða afstöðu sína til hans. Margir viðmælenda blaðsins bentu auk þess á að erfitt væri að finna dæmi þess að formaður gagnrýndi innra starf flokksins með þessum hætti og skilj- anlega væru þeir tæplega 100 manns, þeirra á meðal margt lykilfólk í flokknum, sem hefðu tekið þátt í hópstarfinu í sjálfboðaliðastarfi svekktir út í formann sinn. Aðrir tóku sterkar til orða og sögðu að flokkurinn „hefði logað stafna á milli“ eftir ummæli formannsins. Einn stuðningsmanna Össurar af landsbyggð- inni sagði að þarna hefði Össur komið fram sem hálfgerður „Oppenheimer“ – líkt og Ro- bert Oppenheimer hefði stjórnað smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar en síðan barist gegn notkun hennar, hefði Össur stofnað til fram- tíðarhópsins á ársfundinum haustið 2003 en vildi núna ekki gangast við króganum. Umbúðir utan um lítið? En hvað var það í ummælum Össurar sem sveið svo sárt undan? Rétt er rifja það aðeins upp. Í þættinum sagðist hann ekki hafa séð neinar nýjar hugmyndir frá framtíðar- hópnum, hópurinn hefði ekki lagt fram neina hugmynd sem annaðhvort var ekki í stefnu flokksins eða verið lögð fram sem þingmál af hálfu flokksins. Hann hefði farið vel yfir það sem kom frá hópunum sex sem skiluðu vinnu sinni fyrst. „Þær hugmyndir sem við sáum fyrr í vetur, ég sá engar nýjar hugmyndir þar nema ef vera skyldi hugmynd um það að einkavæða hverfisgrunnskóla og hefja Ás- landsskólamódelið upp til skýja,“ sagði Össur. Meira hefði verið um „skyndibitalausnir“ og það hefði m.a. átt að „bjarga menntamálum með því að einkavæða hverfisgrunnskóla“. Össur bætti því við að fjölmiðlamenn virtust ekki gera sér grein fyrir því að í gangi væri annað og meira en „fegurðarsamkeppni“ um formannsembættið, því það væri meining- armunur á honum og Ingibjörgu Sólrúnu. Hún hefði t.a.m. lagt áherslu á hugmyndir um margskiptan tekjuskatt og einkavæðingu grunnskólanna, talað mikið um lýðræði og haldið á lofti hugtakinu umræðustjórnmál sem væru einskonar „fix idea“ en með því hefur hann væntanlega átt við að hún teldi umræðu- stjórnmál vera e.k. allsherjarlausn. Aðspurður hvort umræðustjórnmál væru innantómt hug- tak sagði hann: „Ef ég á að vera alveg hrein- skilinn finnst mér sem menn hafi ofnotað það hugtak og það séu svolítið stórar umbúðir ut- an um ekki mikið.“ Össur bætti við að Guð- mundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, hefði sagt sig frá vinnu framtíðarhópsins í utanríkismálum þar sem honum hefði ekki líkað vinnubrögðin. „Það segir sitt um hvað hvernig vanir menn líta á vinnubrögðin,“ sagði Össur. Í Kastljósi þrem- ur dögum síðar ítrekaði hann gagnrýni sína á hugmyndir framtíðarhópsins í menntamálum og sagði aðspurður að plagg sem kynnti hug- myndir um einkavæðingu hverfisskóla hefði væntanlega ekki verið lagt fram nema með samþykki þeirra sem stýrðu vinnu framtíð- arhópsins. Þá hefur Össur sagt miður hversu fáir komi að starfi framtíðarhópsins. Hugmyndirnar voru viðauki Í fyrrnefndum Kastljósþætti vísaði Össur til þess að menntamálahópurinn hefði tekið Áslandsskóla sem dæmi. Í niðurstöðum menntahópsins er þó hvergi minnst á Ás- landsskóla og þar er heldur ekki rætt um einkavæðingu hverfisskóla. Hópurinn komst reyndar að þeirri niðurstöðu að bæði opinber- ir aðilar og einkaðilar geti séð um rekstur grunnskóla að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum og þá verði skólum sem njóta op- inberra styrkja ekki heimilt að innheimta skólagjöld. Hvergi er minnst á einkavæðingu eða Áslandsskóla í niðurstöðum menntahóps- ins. Áslandsskóli er á hinn bóginn nefndur í plaggi sem lagt var fram af hópi sem fjallaði um rekstrarform í almannaþjónustu og greint var frá í Morgunblaðinu í október sl. Þar segir m.a. að útboð á rekstri hverfagrunnskóla til einkaaðila geti fyllilega samræmst stefnu Samfylkingarinnar „ef að því er gætt að nem- endur/foreldrar njóti sömu þjónustu hvað varðar gæði kennslunnar, aðgengi barna í við- komandi hverfi og þeirra félagspólitísku markmiða sem sett eru.“ Fordómlaust þurfi að kanna hvort ýmsir fjárfestingar- og rekstr- arþætti geti verið komnir í höndum einkaðila og þar segir líka að skoða megi það rekstr- arform sem var notað í Áslandsskóla. Á um- fangsmiklum vef framtíðarhópsins er þó hvorki að finna tangur né tetur um þessar hugmyndir frá almannaþjónustuhópnum. Að sögn Margrétar S. Björnsdóttur, sem var önn- ur tveggja sem stýrði hópnum, var umræddar hugmyndir ekki að finna í áfangaskýrslu hópsins, heldur í fylgiskjali sem einn með- limur hópsins skrifaði. Þessar hugmyndir hefðu ekki fengið undirtektir á flokksstjórn- arfundinum, reyndar verið lítið ræddar, og því hefði hópurinn ákveðið að setja þær ekki í frekari umræðu flokksins og því væru þær ekki á vefnum. Aðspurð sagði Margrét að Ingibjörg Sólrún hefði á engan hátt komið að starfi hópsins og hún bætti því við að Ingi- björg hefði ekki, frekar en aðrir, ritstjórn- arvald á þessu stigi vinnunar. Margrét sagði hópinn sem slíkan aldrei hafa lagt til að hverf- isskólar yrðu einkavæddir eða að „Áslands- skólamódelið“ yrði tekið upp. Að halda öðru fram væri ósannindi. Orð formannsins væru til marks um að hann þyrfti að teygja sig býsna langt til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu. Margrét situr í kosningastjórn Ingi- bjargar. Grunnurinn að framtíðarhópnum var lagður á landsþingi 2003 og var hlutverk hans að vinna að framtíðarstefnumótun flokksins. Í október sl. skiluðu fyrstu sex hóparnir af sér áfangaskýrslum sem voru lagðar fyrir flokks- stjórnarfund og síðan kynntar á fundum og Flautað til seinni hálfleiks Á morgun munu fyrstu atkvæða- seðlar vegna formannskosning- anna hjá Samfylkingunni berast í hús hjá um 20.000 flokks- mönnum í Samfylkingunni og hafa þeir tæplega mánuð til að koma atkvæðum sínum til skila. Seinni hálfleikur er um það bil að hefjast. Væntanlega hafa margir þegar gert upp hug sinn en ætli frambjóðendur að ná til þeirra sem enn eru óákveðnir verða næstu dagar afar mikilvægir. Rúnar Pálmason skrifar um hinn langvinna formannsslag. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Ómarsdóttir, Hrafn Jökulsson og Össur Skarphéðinsson ráða ráðum sínum. ’Össur og stuðningsmennhans hafa á móti bent á að Össuri hafi tekist vel til við að byggja upp flokksstarfið, fjármálin séu í góðu lagi og staða flokksins í skoðana- könnunum sýni alls ekki fram á að skipta þurfi um formann. Össur eigi að fá að njóta þessara góðu verka.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.