Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 15

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 15
Aðspurður segist Marvin hafa prófað að nota Gibson-gítara en aldrei náð tökum á þeim. „Ég varð bara ruglaður. Þeir eru með tvo styrktakka og ég náði aldrei að skipta á milli „pikköppanna“ án þess að lenda í vandræðum. Strato- casterinn er bara með einn styrk- takka og ég ræð best við hann. Ég kýs Stratocasterinn, þetta er geysi- lega fjölhæft hljóðfæri, hann er léttur, sem skiptir máli þegar þú stendur á sviði og spilar stanslaust í tvo tíma. Stratocasterinn er frábær gítar og auðvitað löngu orðinn klassískur,“ segir Marvin en í fyrra voru fimmtíu ár liðin frá því að þessi byltingarkenndi smíðisgripur Leos Fenders kom fyrst á markað. Marvin upplýsir að hann hafi á seinni árum einkum notað magnara af gerðinni Matchless. „Síðustu tvö árin hef ég notað handsmíðaðan enskan magnara sem kallast KCP. Þeir smíðuðu mjög fáa magnara og því miður eru ekki margir eftir, þannig að á þessari tónleikaferð hef ég verið að prófa hitt og þetta. Ég nota sennilega Matchless þegar ég spila á Íslandi.“ Marvin leggur vitanlega ríka áherslu á að bergmálshljómurinn sé sem nákvæmastur og notar tæki sem nefnist Echo From The Past. „Þetta er frábært tæki, það er for- ritað þannig að það hýsir öll berg- málshljóðin sem ég notaði á gömlu lögunum. Aðstoðarmaður minn skiptir svo einfaldlega á rétta still- ingu á milli laganna. Þannig næ ég að framkalla á sviðinu alveg sama hljóm og ég notaði þegar ég tók lög- in upp. Svo nota ég „over-drive“- tæki í tveimur lögum. Annars er þetta bara magnarinn, Stratocast- erinn og fingur mínir.“ Já, einmitt, sem eru óneitanlega dálítið mikilvægir í þessu sam- bandi! „Já,“ segir Marvin og hlær. „Þetta er auðvitað allt í fingr- unum.“ Síðasta tónleikaferðin Nú er þetta síðasta tónleikaferð The Shadows og auglýst sem „The Final Tour“. Mér skilst hún hafi hafist í fyrra, þannig að þetta er mjög löng tónleikaferð, mun henni nokkru sinni ljúka? „Jú, jú henni er að ljúka. Við höldum tvenna tónleika í Birm- ingham 14. og 15. maí og þá er þessu lokið. Þetta hefur gengið geysilega vel, okkur hefur verið mjög vel tekið alls staðar og satt að segja hafa áheyrendur verið mjög ánægðir með tónleikana. Við kom- um saman í júní í fyrra til þess eins að halda upp í síðustu tónleikaferð- ina. Þá höfðum við ekki unnið sam- an í fjórtán ár. Þetta gekk svo vel að við vorum sífellt beðnir um að spila á fleiri stöðum. Við ákváðum síðan að ljúka þessu í Evrópu.“ Og hvað tekur þá við, ferðu ekki bara heim að semja nýja tónlist og æfa þig á gítar? „Kannski, ég hef enn geysilega gaman af að spila. Ég mun auðvitað hvíla mig eftir að hafa lokið þessari tónleikaferð. Svo ætla ég bara að sjá til,“ segir Hank Marvin að lok- um. Um smekk þýðir víst lítt að deila en ekki verður því á móti mælt að Hank Marvin er í hópi allra áhrifa- mestu gítarleikara síðustu áratuga. Stíll hans er alveg einstakur og mótaður af nákvæmni, mikilli tækni og fingrastyrk. Hljómurinn þekkist alltaf. Notkun hans á tremelo- stönginni sem fylgir Stratocastern- um er mögnuð og hefur án nokkurs vafa kostað mikla vinnu. Þolin- mæðin er víst sú dyggð sem gít- arleikarar geta síst verið án. Nú styttist í að aðdáendur „Skugganna“ á Íslandi fái að hlýða á þá á ný og ekki verður í efa dregið að það tækifæri gefst ekki aftur. Og vísast munu áhugamenn um gítar- leik á öllum aldri taka Hank Marvin fagnandi. Á því sviði er þessi hóg- væri maður í hópi risanna. asv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 15 Í suðausturhluta Eistlands,skammt frá landamærunum aðRússlandi og nær miðja vegu ámilli vatnanna Peipsjärv ogVortsjärv, er borgin Tartu, eða Dorpat eins og hún var oft kölluð á fyrri tímum. Tartu er önnur stærsta borg Eistlands með u.þ.b. eitt hundr- að þúsund íbúa og á sér langa og merkilega sögu. Hún var öldum sam- an eina háskólaborgin í landinu og eitt helsta lærdómssetur í þeim heims- hluta, er við nefnum gjarnan einu nafni Eystrasaltslönd. Þar störfuðu á 18. og 19. öld margir nafnkunnir vís- indamenn og voru sumir þeirra þekktir um alla Evrópu og víðar. Greinarhöfundur fór fyrir skömmu í stutta heimsókn til Tartu og segir hér frá því helsta sem fyrir augun bar og rifjar upp nokkra þætti úr merkri sögu þessarar fallegu borgar, sem næsta fáir Íslendingar virðast hafa heimsótt. „Tartu, er það ekki gamla Dorpat?“ sagði sænskur vinur minn þegar ég sagði honum að ég hygði á ferð þang- að austur. „Reyndu endilega að heim- sækja Dorpat,“ bætti hann við. „Þetta er gullfalleg borg og gegnir miklu hlutverki í sænskri sögu. Þar var menningarleg miðstöð sænska Eystrasaltsveldisins á 17. öld, Gústaf II Adólf stofnaði þar háskóla árið 1632 og þar var starfandi eins konar útibú frá æðsta dómstól Svíþjóðar, „Sveriges andra hovrätt“, var það kallað.“ Þessi orð hins margfróða sænska starfsbróður míns rifjuðust upp fyrir mér þar sem ég sat í rútunni á leið frá Tallinn til Tartu. Eistland er lítið land, 45.227 ferkílómetrar að flatar- máli. Mikill hluti landsins er láglend- ur, hæstu fjöll ná rösklega 300 metra yfir sjávarmál og samgöngur eru greiðar. Þægilegast er að ferðast með áætlunarbílum og tekur t.d. rúmlega tvær klukkustundir að fara milli Tall- inn og Tartu. Samstarf um ritun fiskveiðisögu Erindi mitt til þessarar gamal- grónu lærdómsborgar var að hitta að máli sagnfræðinga við Tartuháskóla, kynna þeim starfsemi samtaka fræði- manna er vinna að ritun fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs (NAFHA) og ræða við þá möguleika á samstarfi eistneskra sagnfræðinga við samtök- in. Sú hugmynd kann að virðast nokk- uð langsótt við fyrstu sýn, en stað- reyndin er sú, að á 20. öld tóku Eistlendingar umtalsverðan þátt í fiskveiðum á Norður-Atlantshafi. Á lýðveldistímanum, 1919–1939, sendu þeir skip til veiða á þessu hafsvæði, m.a. til síldveiða á Íslandsmiðum, og á sovéttímanum átti stór hluti sovéska úthafsflotans heimahöfn í Eistlandi. Þá hefur löngum verið góður mark- aður fyrir sjávarafurðir úr norðurhöf- um í Eistlandi, m.a. fyrir íslenska síld. Jafnframt því að ræða við kollega hugðist ég reyna að kynna mér nokk- uð sögu Tartu og svipast um á sögu- slóðum. Í Tallinn var mér sagt, að gamli borgarhlutinn væri lítill, en ein- staklega fallegur. „Þú getur skoðað hann allan á einum eftirmiðdegi, en hafðu augun hjá þér og þá sérðu margt forvitnilegt,“ sagði einn við- mælenda minna. Þetta reyndust orð að sönnu, en ég varð óneitanlega hissa þegar bíllinn ók inn í úthverfi borgarinnar. Þar átti ég helst von á því að sjá gömul og nið- urnídd timburhús eða ógnarljótar Stalínsblokkir, sem svo oft blasa við í úthverfum borga í gömlu Sovétríkj- unum. En ekkert slíkt var að sjá. Þess í stað blöstu við augum snotur ein- býlishús í funkisstíl og minntu helst á syðsta hluta Helgamagrastrætis á Akureyri. Svo komum við á umferð- armiðstöðina og þar í kring var ekki annað að sjá en forljótar nýjar bygg- ingar úr gleri og stáli, einna líkastar nýjustu stórhýsum við Sæbrautina. Ég tók leigubíl á hótelið, þar sem voru að sögn heimamanna höfuðstöðvar sovéska flughersins á þessum slóðum á meðan Sovétríkin voru og hétu. Ekki varð ég þó var við neitt og svaf vært um nóttina. Allt snýst um háskólann Á hótelinu kom til fundar við mig fulltrúi háskólans og fylgdi mér um gamla bæinn. Og satt var það sem vinir mínir í Tallinn höfðu sagt. Gamli borgarhlutinn í Tartu er örlítill en ákaflega fallegur og borgin er há- skólaborg í orðsins fyllstu merkingu. Bæjarlífið snýst allt um háskólann og hann er allt í öllu. Hann er lang- stærsti vinnustaðurinn og af honum og starfsemi hans hafa flestir borg- arbúar atvinnu og framfæri, kennar- ar, rannsóknarfólk, hvers kyns þjón- ustufólk, að ógleymdum stúdentum sem koma frá ýmsum löndum þótt Eistlendingar séu vitaskuld langflest- ir þeirra. Ég hef aldrei áður komið í jafn hreinræktaða háskólaborg, nema ef vera skyldi Heidelberg í Þýska- landi og kannski er það dæmigert fyr- ir háskólaborgina Tartu, að stærsta fyrirtæki hennar sem ekki tengist há- skólanum beint er bjórverksmiðja. Áhrif háskólans í borginni má svo ef til vill gleggst marka af því, að hann hefur lengi átt fastan fulltrúa í borg- arstjórninni og er hann oftast forseti hennar. Margt skemmtilegt bar fyrir augu á gangi um Tartu. Þar er urmull af veitinga- og kaffihúsum og bera mörg þeirra nöfn þekktra rithöfunda, fræðimanna og listamanna, eist- neskra og erlendra, og hafa margir þeirra starfað í borginni, sem heima- menn segja stoltir vera menningar- lega höfuðborg Eistlands. Annað sem vakti athygli mína á göngunni var mikill fjöldi dyra- og gluggaskilta sem á stóð „Kasino“. Við nánari athugun kom í ljós, að þarna var ekki um eig- inleg spilavíti að ræða heldur leik- tækjasali sem stúdentar sækja mikið. Á göngunni um gamla borgarhlut- ann fræddi leiðsögumaðurinn mig um hús og byggingar og sagði mér margt um sögu borgarinnar og háskólans. Ég furðaði mig á því að flest húsin virtust fremur ný, frá 19. öld og yngri. Það á sér þá eðlilegu en dapurlegu skýringu að brunar hafa leikið Tartu grátt í aldanna rás. Á síðari öldum hefur borgin þrisvar sinnum verið brennd til grunna, þar af tvisvar af Rússum. Af þeim sökum hafa engar miðaldabyggingar varðveist nema Jó- hannesarkirkjan, sem varð hins vegar illa úti í síðari heimsstyrjöld. Þá var Tartu brennd í fjórða sinn, en nokkr- ar sögufrægar byggingar sluppu, þ.á m. aðalbygging háskólans sem þykir eitt glæsilegasta hús í öllu Eist- landi. Vinarbragð sem ekki gleymist Að lokinni göngunni um gamla bæ- inn héldum við upp á hæð sem nefnist „Toomi“. Þaðan er gott útsýni yfir borgina og þar uppi eru rústir af dóm- kirkju frá miðöldum. Hluti hennar hefur verið gerður upp og þar er til húsa mikið og stórfróðlegt safn um sögu háskólans. Einnig er þarna stórt sjúkrahús, hið stærsta í Suður-Eist- landi, og einkar forvitnileg stjörnuat- hugunarstöð frá 18. öld. Á þaki henn- ar, sem er hæsti punktur á þessum slóðum, er fánastöng sem sést víða að. Þar blakti eistneski fáninn og hefur að sögn leiðsögumanns míns gert óslitið frá því fréttir bárust af því að Íslendingar hefðu fyrstir þjóða viður- kennt sjálfstæði Eistlands. Því vinar- bragði gleyma Eistlendingar ekki og á það sinn þátt í því, hve gott er að vera Íslendingur í landi þeirra. Saga Tartu er að vonum nátengd sögu háskólans. Hún var langt fram eftir öldum lítill bær en er Gústaf II Adólf afréð að borgin skyldi verða lærdóms- og trúar- bragðamiðstöð sænska Eystrasaltsveldisins og stofnaði þar háskóla ár- ið 1632 tók hagur henn- ar að vænkast. Til skól- ans komu kennarar og nemendur frá mörgum löndum og Tartu varð sannkallað lærdóms- setur. Á valdatíma Svía í Eistlandi gegndi há- skólinn í Tartu öðru fremur hlutverki eins konar menningarmið- stöðvar fyrir almenn- ing og útskrifaði eink- um presta og kennara sem unnu mikið starf við að útbreiða al- menna menntun og þekkingu meðal þjóð- arinnar. Eftir sigur Rússa á Svíum í upp- hafi 18. aldar gekk á ýmsu í sögu háskólans. Hann var fluttur til Pärnu um hríð og um nokkurra ára skeið var honum lokað. Með valdatöku Alexanders I Rússakeisara hófst hins vegar nýtt blóma- skeið. Það stóð lungann úr 19. öldinni og þá var háskólinn í Tartu einn hinn þekktasti í Evrópu. Þar störfuðu ýmsir heimsþekktir vís- indamenn, ekki síst í náttúruvísindum og læknisfræði, og má þar nefna K.E. von Baer, upphafsmann nútíma fóst- urfræði, og W. Zoege von Manteuffel, sem vann mikið að rannsóknum á sóttvörnum og notaði fyrstur manna gúmmíhanska við skurðaðgerðir. Þá stóðu vísindamenn í Tartu einnig framarlega í rannsóknum í lyfjafræði og einnig voru þar þekktir landkönn- uðir, m.a. F. von Bellingshausen sem varð fyrstur manna til að sigla um- hverfis Suðurskautslandið á árunum 1819–1821. Uppbygging eftir deyfðartíma Þannig mætti áfram telja, listinn er langur. Á lokaskeiði 19. aldar og fyrstu árum hinnar 20. hnignaði Tartuháskóla, en á lýðveldistímanum átti hann annað blómaskeið og þá voru hugvísindamenn þar í farar- broddi. Á sovéttímanum var flest með deyfð og drunga en eftir að Eistlend- ingar hlutu sjálfstæði á ný árið 1991 hófst ný uppbygging. Nú er mikið líf í Tartu. Erlendir kennarar og stúdent- ar streyma á ný til háskólans og hvar- vetna er unnið að endurreisn þessa fornfræga menntaseturs. Má nefna sem dæmi, að flestar kennslubygg- ingar skólans hafa verið gerðar upp og daginn áður en ég kom til Tartu var enduropnaður frægur stúdenta- kjallari, sem verið hafði eins konar miðstöð háskólasamfélagsins fyrr á tíð og samkomustaður stúdenta sem hófu baráttu fyrir sjálfstæði Eist- lands á 19. öld. Þangað fórum við, ég og leiðsögumaður minn, í lok göngu- ferðarinnar um Tartuborg. Ég hafði orð á því að mér þætti ákafinn við endurreisn bygginga í borginni aðdá- unarverður og að í því efni væru þeir í Tartu greinilega komnir lengra en landar þeirra í Tallinn. Svarið sem ég fékk var í senn skemmtilegt og at- hyglisvert: „Við erum Vesturlandabúar en festumst vegna duttlunga sögunnar í austrinu í hálfa öld. Þann tíma þurf- um við að vinna upp.“ Ráðhúsið í Tartu. Gamla stjörnuskoðunarmiðstöðin í Tartu. Ljósmynd/Jón Þ. Þór Aðalbygging háskólans í Tartu þykir ein glæsilegasta byggingin í öllu Eistlandi. Dagur í Tartu Bæjarlífið í borginni Tartu í Eistlandi snýst allt um há- skólann. Þar var öldum sam- an eini háskólinn í Eistlandi og eitt helsta lærdómssetur Eystrasaltslandanna. Jón Þ. Þór var dag í Tartu. Stytta af Gústav Adólf Svíakonungi, sem stofnaði háskóla í Tartu 1632. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.