Morgunblaðið - 24.04.2005, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
G
uðrún var áber-
andi nafn á
öðrum fundi
um konur og
lýðræði sem
haldinn var á
vegum ís-
lenska sendi-
ráðsins í Svíþjóð í síðustu viku. Fem-
ínískir stjórnmálaflokkar voru meðal
umræðuefnanna en Guðrún Agnars-
dóttir, læknir og fyrrverandi þing-
kona Kvennalistans, sagði frá tilurð
og starfsemi Kvennalistans. Gudrun
Schyman, þingmaður og ein af að-
standendum sænsku kvennahreyf-
ingarinnar Feministiskt initiativ,
hlustaði með athygli og Guðrún
Ágústsdóttir, sendiherrafrú og fyrr-
verandi forseti borgarstjórnar í
Reykjavík, stýrði fundi ásamt Anniku
Schildt ritstjóra hjá bókaforlaginu
Natur och Kultur.
Tvær þær síðastnefndu eiga frum-
kvæðið að þremur fundum sem
haldnir eru í íslenska sendiherrabú-
staðnum í Stokkhólmi í framhaldi af
kvennaráðstefnunni Konur og lýð-
ræði við árþúsundamót sem haldin
var í Reykjavík haustið 1999 og til
undirbúnings kvennaráðstefnu sem
haldin verður í St. Pétursborg í haust.
Þátttakendur hafa verið 30–40 konur
úr ýmsum geirum atvinnulífs og aka-
demíu, búsettar í Svíþjóð, og fyrirles-
arar hafa verið konur með mikla
reynslu af starfi í þágu jafnréttis
kynjanna. Þriðji fundurinn verður
haldinn 20. maí nk. og mun Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, verða meðal fyrirlesara.
Að skora valdið á hólm
Gudrun Schyman hefur verið áber-
andi í sænskum stjórnmálum lengi.
Undanfarið ár hafa fjölmiðlar og fleiri
velt vöngum yfir stofnun sænsks
femínistaflokks og nafnið Gudrun
Schyman ávallt nefnt í sömu andrá.
Fyrr í þessum mánuði varð ljóst að
stofnun flokksins yrði að veruleika
þrátt fyrir að aðstandendur hefðu
ávallt neitað því, en stofnun Feminist-
iskt initiativ (FI) eða Femínísks
frumkvæðis var kynnt 4. apríl sl.
Á fundinum í íslenska sendi-
herrabústaðnum í Stokkhólmi rakti
Gudrun Schyman mikilvægi þess að
leggja áherslu á málefni kvenna í póli-
tísku starfi. Schyman telur hafa orðið
alþjóðlegt bakslag í jafnréttismálum á
undanförnum árum, sem leitast þurfi
við að leiðrétta. Hún segir að vinnu-
markaðurinn sé konum óhagstæðari
nú en fyrir áratug og leggur áherslu á
markvisst starf gegn klámvæðingu og
auknu ofbeldi gegn konum.
Gudrun Schyman hefur mikið rætt
og ritað um karlavaldakerfi í Svíþjóð
og nauðsyn þess að ráðast að rótum
ójafnréttis kynjanna. „Það verður að
þora að skora valdið á hólm,“ sagði
Gudrun Schyman m.a. um FI. „Það er
nauðsynlegt að nýta reynslu allra
þessara kvenna sem vinna á mismun-
andi sviðum og búa til valkost við
ríkjandi valdapýramída.“ Hún segir
rétta tímann núna því þrátt fyrir
skref framávið með starfi baráttu-
kvenna fyrir kosningarétti kvenna
snemma á síðustu öld og svo Rauð-
sokkanna um 1970 væri margt enn
óunnið. „Það voru miklar væntingar í
Svíþjóð þegar Rauðsokkurnar voru
og hétu og síðan þá hafa margir sagt:
Núna gerist það … en svo gerist það
ekki,“ sagði Schyman m.a.
FI er mikilvæg lýðræðishreyfing
að mati Schyman og fleiri og nauð-
synleg, ekki síst til að ýta við þeim
stjórnmálaflokkum sem fyrir eru.
„Því það er hættuleg þróun að allir
stjórnmálamenn segist vera jafnrétt-
issinnaðir en geri síðan ekkert til að
breyta ríkjandi ástandi,“ sagði
Schyman.
Hún sagði markmiðið með FI ekki
vera að stofna stjórnmálaflokk sem
verði starfandi næstu hundrað árin,
heldur eigi FI að virka sem „femínísk
sjokkþerapía“. „Við viljum gera eitt-
hvað í stað þess að mala um að þetta
taki nú tíma og margt hafi nú gerst,“
sagði Schyman. „Enginn stjórn-
málamaður er fylgjandi launamun
kynjanna en samt geta margir leyft
sér að gera ekkert og segja að það
taki tvær til þrjár kynslóðir að út-
rýma honum.“
Hún segir að FI hafi strax haft
áhrif og hún hafi heyrt af mörgum
konum í öðrum stjórnmálaflokkum
sem skyndilega fái hljómgrunn fyrir
jafnréttismál eftir að hafa verið ýtt til
hliðar í langan tíma. „Það eru ekki
endilega kosningaúrslit sem skipta
máli heldur leiðin þangað, að ögra og
rökræða.“ Ekki hefur verið endan-
lega ákveðið hvort FI bjóði fram í
sænsku þingkosningunum haustið
2006.
Rödd femínismans má ekki þagna
Erindi Guðrúnar Agnarsdóttur um
stofnun Kvennalistans og vinnuað-
ferðir vakti mikla athygli. Ákveðin
líkindi eru með FI og Kvennalistan-
um, m.a. hvað varðar uppbyggingu og
vinnuaðferðir. Enginn formaður er
t.d. í FI, ekki frekar en í Kvennalist-
Femínískt frumkvæ
Sögulegt stökk í jafnréttis-
málum er nauðsynlegt á
Norðurlöndunum og marg-
ar kvenna á fundi um konur
og lýðræði í Stokkhólmi
vonast eftir breytingum
með tilkomu Feministiskt
initiativ í sænsk stjórnmál.
„Það er kominn tími til. Við
erum orðnar þreyttar á að
fara fetið,“ sagði ein fund-
arkvenna. Steingerður
Ólafsdóttir fylgdist með
umræðunum.
Morgunblaðið/Steingerður Ólafsdóttir
Guðrún Ágústsdóttir, Drude Dahlerup, Guðrún Agnarsdóttir og Annika Schildt komu við sögu á fundinum.
Gudrun Schyman talar á fundinum í Stokkhólmi um konur og lýðræði.
HÚN talar blaðalaust og viðhefur af og til leik-
ræna tilburði þar sem hún stendur fyrir fram-
an áheyrendur, hávaxin og sjálfsörugg. Nær
athygli fólks strax og hrífur það með sér.
Gudrun Schyman er á stöðugu ferðalagi um
alla Svíþjóð til að breiða út boðskap sinn sem
nú er femínismi en var áður sósíalismi. „Ég
nota munn við munn aðferðina í jafnréttisbar-
áttunni,“ segir hún og bendir á að til að ljúka
upp augum fólks, þurfi að tala við það per-
sónulega.
Gudrun Schyman hefur lengi verið áberandi
í sænskum stjórnmálum. Pólitískur ferill henn-
ar hófst í kringum 1980 í bæjarpólitíkinni í
Simrishamn í Suður-Svíþjóð. Hún hefur alltaf
verið virk í sænska vinstriflokknum, varð þar
formaður árið 1993 og gegndi þeirri stöðu þar
til hún sagði af sér í janúar 2003 í kjölfar um-
ræðna um vafasamt skattframtal hennar.
Hún jók fylgi vinstriflokksins í sinni for-
mannstíð og virðist hafa tekið talsvert af því
fylgi með sér þegar hún sagði sig úr flokknum
í lok síðasta árs. Nýstofnaður femínistaflokkur
sem hún er meðal annarra talsmaður fyrir
fær 7% fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.
Gudrun Schyman hefur verið kölluð „pr-
drottning“ eða almannatengsladrottning því
fjölmiðlar virðast alltaf sýna henni áhuga og
hún nýtir sér það. Það sem stendur upp úr er
reyndar það neikvæða í fjölmiðlaumfjöllun um
hana, þ.e. umræðan um skattframtalið í að-
draganda afsagnar hennar sem flokks-
formanns og umfjöllun um áfengisvandamál
hennar um 1996. Hún fær þó mikið hrós fyrir
að koma til dyranna eins og hún er klædd og
sagði t.d. allt af létta um alkóhólisma sinn í
viðtali við morgunsjónvarp 1996, eins og hún
greinir frá í sjálfsævisögu sinni sem út kom
árið 1998: Gudrun Schyman, manneskja, kona,
mamma, ástkona, flokksformaður (Gudrun
Schyman, människa, kvinna, mamma,
älskarinna, partiledare). Fyrir hreinskilnina hef-
ur hún hlotið mikinn stuðning.
Við að grípa niður í ævisöguna kemur líka í
ljós að Gudrun Schyman er góður penni. Um
það bera líka vott ófáar greinarnar sem hún
hefur skrifað um árin. Hún hefur því margt til
að bera til að hrífa fólk með sér, auk mælsku
og útgeislunar. Hún er ákveðin og rökföst og
sér líka spaugilegu hliðarnar á málunum.
Undanfarna mánuði hefur Gudrun Schyman
verið í fréttunum í tengslum við sænskan
femínistaflokk, jafnt fyrir og eftir stofnun
Feministiskt initiativ. Mats Knutson, pólitískur
álitsgjafi SVT ríkissjónvarpsins, hefur látið
hafa eftir sér að Schyman hafi tekist á einni
viku að snúa allri fjölmiðlaumræðu femínisma
í hag. „Fjölmiðlarnir eru drifkraftur hennar,“
segir Knutson.
Eftirlæti fjölmiðlanna
AP
Schyman lætur af forustu vinstriflokksins. Nú
boðar hún femínisma í stað sósíalisma.