Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 18
Þ
ær minna á ofur-
hetjur sem sveipa
sig svörtum skikkj-
um og líða áfram út
í buskann. Ég
ímynda mér þær
takast á flug til að
bjarga fólki í nauð.
Þær kallast þó kannski frekar hvers-
dagshetjur og ég veit lítið um björg-
unaraðgerðir þeirra. Þær eru ír-
anskar konur.
Áður en ég fór til Írans var ég
nokkrum sinnum spurð hvort ég
þyrfti að vera með blæju fyrir andlit-
inu eins og konurnar í Íran. Eftir
mánaðar ferðalag um landið hef ég
aðeins séð þrjár konur bera blæju,
þar af voru tvær giftar múllum sem
eru klerkar og yfirvald um leið. Ég
þarf hins vegar að bera slæðu eins og
lög kveða á um en slæðulaus írönsk
kona á yfir höfði sér tugi svipuhögga.
Útlenskar konur eru þó líklega að-
eins sendar úr landi fyrir sama brot.
Íranskar konur eru langt frá því
að vera einsleitur hópur. Sumum lík-
ar vel við slæðuna, öðrum ekki. Sum-
ar biðja þrisvar sinnum á dag að
hætti shíta múslima, aðrar biðja
aldrei. Sumar ganga eingöngu í
svörtum fötum, aðrar minna helst á
regnboga, slík er litagleðin.
Klárar pæjur
Zahöru og vinkonum hennar í
helgustu borg shíta múslima í Íran,
Mashad, var lýst fyrir mér sem
dæmigerðum írönskum stelpum.
Ótilneyddar myndu þær aldrei
ganga í sjador sem er einhvers kon-
ar svart lak sem konur sveipa sig og
halda saman með höndunum eða
tönnunum.
Zahara og vinkonur hennar neyð-
ast þó til að fylgja landslögum og
ganga í buxum eða pilsi og jakka sem
nær vel niður fyrir rass („hejab“).
Þær eru vel stæðar og klæða sig eftir
því. Fötin eru þröng, slæðan fest
listilega vel þannig að hún hylji sem
minnst hár og það er greinilegt að
þær eyða miklum tíma í andlitsfarða
á hverjum degi. Varaliturinn þeirra
er ekki merki um undirgefni við út-
litsdýrkun, hann er yfirlýsing.
„Steitment“ um að yfirvöld ráði ekki
yfir þeim og muni aldrei ráða yfir
þeim þrátt fyrir að alla ævi hafi þær
búið við linnulausan áróður um að
farði hæfi ekki siðprúðum, ógiftum
stúlkum.
Þessar ungu konur hreyfa sig nán-
ast aldrei og annars fjögurra tíma
fjallganga tók sjö tíma enda gátu
þær hvorki gengið upp né niður án
þess að skrækja heil ósköp. Þær
minntu á nýfædda kálfa sem geta
ekki fótað sig en kálfarnir eru
kannski ekki eins hræddir við að
reyna og þær voru. Það hvarflaði
ekki að þeim að bera bakpoka eða
nokkurn hlut, ekki á meðan karlmað-
ur var nálægt sem gat séð um það.
Um leið og þær koma inn í hús
taka þær slæðuna niður. Þær heilsa
körlum með handabandi en írönsk
kona á ekki að snerta neinn nema
ættingja sína og eiginmann. Þær
dansa í partíum, daðra og drekka
áfengi ef þær komast í það. Þær taka
ekki til sín áróðurinn sem hefur dun-
ið á írönskum konum síðustu 26 árin
um hvernig siðprúðar stúlkur eiga
að haga sér.
Þessar konur eru klárar. Þær eru
vel menntaðar, tala ensku og helm-
ingur þeirra vill komast burtu frá Ír-
an. Einni hefur tekist það. Þeirra
helsti möguleiki er að giftast Írana
sem er búsettur í Evrópu. Að sjálf-
sögðu aðeins með samþykki fjöl-
skyldunnar þó. Þegar þær horfa á
karlmenn spá þær fyrst í hvort þeir
eru ríkir og sterkir. Það er erfitt að
áfellast þær vitandi að þær eiga allt
undir tilvonandi eiginmönnum sín-
um komið. Skilnaðir eru fátíðir og
langt frá því að vera félagslega sam-
þykktir.
Og refsaði faðir þinn þér?
Ég hitti Nazi fyrst á markaði í
Shiraz en þá borg heimsækja flestir
Íranir einhvern tíma á lífsleiðinni til
að skoða grafhýsi ástsælasta skálds
þjóðarinnar, Hafez, og til að gera sér
ferð að hinum sögufræga stað Perse-
polis. Ég var á markaðnum í þeim til-
gangi að kaupa mér siðsamlega flík,
þ.e. síðan jakka, enda var ég orðin
þreytt á að vefja slæðu um mig miðja
til að brjóta ekki landslög með því að
vera „bara“ í buxum.
Enginn talaði ensku en Nazi kom
allt í einu út úr þvögunni og bauð
fram aðstoð þrátt fyrir að hún kynni
aðeins tölurnar og stöku orð. Með
hennar hjálp keypti ég flík og við átt-
um mjög takmarkaðar samræður.
Hún spurði mig á hvaða hóteli ég
væri en þar sem ég mundi það ekki
sagði ég bara götuheitið.
Daginn eftir hringdi síminn á her-
berginu og ung stúlka sagðist vera
niðri í afgreiðslu til að hitta mig.
Undrandi sveipaði ég slæðunni um
höfuðið og rölti niður. Þar stóð Nazi
ásamt dóttur sinni Zaidu. Zaida
sagðist lengi hafa þráð að tala við út-
lending og að hún væri sérlega ham-
ingjusöm að hitta mig.
Þær vildu koma með mér upp á
herbergi en ég sagði að eiginmaður
Sterkar konu
Miklar stjórnarfarsbreytingar urðu í Íran á 20. öldinni.
Breytingarnar höfðu að sjálfsögðu umtalsverð áhrif á dag-
legt líf fólks og þá kannski sérstaklega kvenna enda eru
konur oft notaðar sem ímynd heilu þjóðanna. Halla Gunn-
arsdóttir fjallar hér í máli og myndum um íranskar konur
og segir frá kynnum sínum af þeim.
’Varaliturinn þeirraer ekki merki um
undirgefni við útlits-
dýrkun, hann er yf-
irlýsing. „Steitment“
um að yfirvöld ráði
ekki yfir þeim og
muni aldrei ráða yfir
þeim.‘
’Ég sé ameríska fólk-ið í sjónvarpinu. Það
er hamingjusamt,
það grínast, það
hlær. Mig langar að
vera eins og það og
hafa allt sem það
hefur.‘
’Það er enginn semsegir að við verðum
að vera í þessu en
Kashan er lítil borg
þar sem allir fylgjast
með öllum. Ef ég
gengi ekki í sjador
myndi fólk gaspra
um það að ég væri
ekki sérlega góð
stúlka.‘
18 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Helgin
öll
á morgun