Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 21
Landbúna›arháskóli Íslands starfar á svi›i hagn‡trar náttúrufræ›i.
Megin vi›fangsefni hans er n‡ting og verndun náttúruau›linda á landi.
Umsóknarfrestur um nám vi› LBHÍ er til 10. júní
firjár námsbrautir til BS prófs
Búvísindi
Áhersla á undirstö›ugreinar í efnafræ›i, jar›vegsfræ›i og líffræ›i og sérhæf›ar greinar nytjajurta-
og búfjárgreina auk rekstrar- og tæknigreina. Námi› gefur gó›an grundvöll fyrir rá›gjafastörf,
kennslu og rannsóknir auk búrekstrar.
Náttúru- og umhverfisfræ›i
Vi›fangsefni› er náttúra Íslands, áhrif mannsins á hana og náttúruvernd. Námi› felur í sér mikinn
sveigjanleika í vali, en hefur fló sameiginlegan grunn. fia› n‡tist vel fyrir margvísleg störf a›
umhverfismálum, landn‡tingu, landgræ›slu og skógrækt.
Umhverfisskipulag
Námsgreinum á svi›um náttúruvísinda, skipulags, tækni og hönnunar er hér flétta› saman og
megináhersla er lög› á samspil náttúru, manns og forma. Námi› gefur gó›a undirstö›u til fekara
náms í landslagsarkitektúr, skipulagsfræ›i, umhverfisfræ›i og tengdum greinum.
Almenn inntökuskilyr›i - fia› sama gildir um allar námsbrautirnar a› umsækjandi flarf a› hafa loki›
stúdentsprófi e›a ö›ru jafngildu framhaldsskólaprófi. Námi› tekur a› lágmarki flrjú ár til BS prófs
(90 einingar).
A›sta›a til náms
A›setur háskólanáms LBHÍ er á Hvanneyri í Borgarfir›i. fiar hefur á undanförnum árum risi›
myndarlegt háskólaflorp, me› nemendagör›um flar sem í eru bæ›i einstaklingsherbergi
og fjölskylduíbú›ir. Leikskóli, grunnskóli og verslun eru á sta›num.
Landbúna›arháskóli
Íslands
A›alstö›var:
Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland
Sími: 433 5000 • Fax: 433 5001 • Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is
Háskóli
lífs og lands
Lj
ós
m
yn
d
:
A
u›
ur
Sv
ei
ns
d
ót
tir
–
H
ön
nu
n:
N
æ
st
26. maí - 9. júní
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
14
78
1
Bell´ Italia
L‡sing fer›ar
Bell´ Italia e›a Il Bel Paese, Ítalía kemur
á óvart vi› hvert fótmál. Versilia ströndin
er kjörinn sta›ur til a› hefja þá sögu- og
menningarveislu sem fram undan er.
Þa›an gefst kostur á a› heimsækja Pisa,
Cinque Terre og marmaranámurnar í
Carrara þanga› sem Michelangelo og
flestir frægustu myndhöggvarar Ítala hafa
sótt efnivi› sinn. Fer›inni er sí›an heiti›
til Rómar, þar sem gist er á vel búnu
hóteli í útja›ri borgarinnar. Vi› heim-
sækjum Vatíkani› og Sixtínsku kapell-
una, Forum Romanum, Pantheon og
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Staðgreiðsluverð
129.910 kr.
á mann í tvíb‡li
Aukagjald fyrir einb‡li:
24.760 kr.
Innifali›: Flug, flug-
vallarskattar, gisting í
14 nætur á 3ja stjörnu
hótelum, morgunver›ur og
kvöldver›ur, akstur milli
sta›a og fararstjórn.
a› sjálfsög›u Colosseo. Montecatini Terme er næsti áfangasta›ur okkar en
þanga› hefur fólk ferðast sí›an á 15. öld til a› njóta heilsuba›anna. Frá Monte-
catini Terme ver›ur bo›i› upp á fer›ir til nágrannaborganna Flórens og Siena.
Þetta er sannköllu› veisla fyrir skynfærin því a› sjálfsög›u látum vi› okkar ekki
eftir liggja vi› a› kynnast ítalskri matarmenningu og skemmtan.
Fer›atilhögun: Flogið til Bologna. Eki› yfir á Versilia ströndina og gist í 5 nætur, 5 nætur er
gist í útja›ri Rómar og sí›ustu 4 næturnar í Montecatini Terme, heimflug frá Bologna.
Fararstjóri: Paolo M. Turchi.
leið einni fallegustu borg Írans var
ég nokkurn veginn búin að móta mér
skoðun á stöðu kvenna í Íran. Allir,
bæði konur og karlar, sem ég hafði
talað við voru sammála um að staða
kvenna væri slæm þótt svörin væru
misvel rökstudd. Oftast nefndi fólk
slæðuna eða þá staðreynd að konur
geta ekki auðveldlega stundað
íþróttir en ég fékk lítið af svörum
þegar ég spurði um ofbeldi gegn
konum, kynbundinn launamun,
barnagiftingar eða skilnaði.
María bjó í Englandi í sex ár en
flutti til baka þegar hún var fimmtán
ára eftir að faðir hennar hafði lokið
námi. Hún og Golia eru báðar í
enskunámi við háskólann í Kashan.
Þær klæddust báðar sjador en sögð-
ust hata flíkina. „Það er enginn sem
segir að við verðum að vera í þessu
en Kashan er lítil borg þar sem allir
fylgjast með öllum. Ef ég gengi ekki
í sjador myndi fólk gaspra um það að
ég væri ekki sérlega góð stúlka,“
sagði María en faðir hennar er hátt-
settur maður svo það er vissara fyrir
hana að haga sér vel.
Þær eiga báðar gsm-síma en
sögðu að það væri ekkert rosalega
algengt í háskólanum. Þær eiga líka
góðan karlkyns vin úr háskólanum
sem þær eyða miklum tíma með.
Þær komu fyrir sem sjálfstæðar,
ungar konur sem hafa lagt mikið á
sig til að komast í háskóla og stefndu
ótrauðar til Teheran til að mennta
sig meira. En inntökuprófin í há-
skólana eru erfið. María sagði opin-
beru háskólana vera mjög góða.
„Einkaskólarnir eru dýrir og síðan
eru til svona skólar sem eru að hluta
til einkaskólar en að hluta til opin-
berir. Það fer enginn í einkaskóla
nema hann komist ekki inn í opin-
beru skólana.“
Ég hugsaði mér gott til glóðarinn-
ar. Nú fengi ég sterka gagnrýni á
stöðu íranskra kvenna. Þær töluðu
jú góða ensku og voru með ákveðnar
skoðanir. Golia var málglaðari og
sagði mér frá því þegar hún stal
málningardóti móður sinnar og
puntaði föður sinn lítillega þar sem
hann lá í fastasvefni. Á sama tíma og
hann vaknaði var bankað á dyrnar.
Málningin fór ekki af hversu mikið
sem hann skrúbbaði. „Mamma átti
náttúrlega bara alvöru málningar-
vörur sem haldast á andlitinu í lengri
tíma,“ sagði hún og hló.
„Konur eru tilfinningaverur“
Ég var því nokkuð örugg þegar ég
spurði þær um stöðu kvenna í Íran.
Þær vildu vita hvað mér fannst en
ég beitti öllum mínum sjarma til að
fá þær til að tjá sig enda hitti ég ekki
oft konur sem tala reiprennandi
ensku. Svarið kom mér á óvart.
„Konur og karlar eru jöfn í Íran. Það
eina sem aðskilur okkur er þetta,“
svaraði Golia og benti á fötin sín.
Þær sögðust vera sáttar við slæðuna
þótt þeim væri illa við sjadorinn og
sögðu hana vernda sig. Ég vildi nán-
ari útskýringar og þá sagði María:
„Ef þú ert að vinna á vinnustað með
körlum þá gerist eitthvað. Þú veist
það alveg sjálf, það gerist eitthvað.
Slæðan verndar okkur fyrir því.“ Ég
átti erfitt með að skilja svarið og
fannst eins og þær gerðu engan
greinarmun á því hvort það sem
„gerðist“ væri með eða án þeirra
vilja. Öll snerting við karlmann fyrir
giftingu er af hinu illa.
Ég spurði hikandi út í álit þeirra á
blóðpeningum en ef manneskja er
myrt skal fjölskylda morðingjans
greiða fjölskyldu fórnarlambsins
ákveðna upphæð. Upphæðin er
helmingi lægri ef fórnarlambið er
kona. Golia sneri út úr með því að
tala um arf og þá staðreynd að dætur
erfa aðeins helming á við syni nema
kveðið sé á um annað í erfðaskrá.
„Fyrst þegar ég heyrði þetta fannst
mér mikil ósanngirni í þessu. En ef
þú hugsar þetta lengra þá er það
þannig hér í Íran að þegar konur
giftast þarf karlinn að borga þeim
mikla peninga sem þær síðan eiga og
mega ráðstafa að vild. Ef konur
erfðu jafnmikið og karlar væru þær
komnar með miklu meiri peninga,“
sagði Golia ákveðin og María kinkaði
kolli til samþykkis. Þær voru komn-
ar í vörn. Ég velti fyrir mér hvers
vegna þjóðernið virtist skipta miklu
meira máli en kyn í samræðum okk-
ar. Ég var fyrst og fremst Vestur-
landabúi en þær Íranir. Ég lét því
eins og hún hefði verið að birta mér
mikil sannindi með þessum orðum,
til þess að fá hana til að tala meira.
„En hvað finnst ykkur um það að
vitnisburður konu sé aðeins helm-
ingur á við vitnisburð karls fyrir
rétti?“ spurði ég og minntist þess að
hafa heyrt að til þess að sanna sam-
kynhneigð (sem er að sjálfsögðu
refsivert athæfi!) þurfa tveir karlar
eða fjórar konur að bera vitni. Alltaf
byrjuðu svörin eins. „Já, mér fannst
þetta líka skrítið fyrst þegar ég
heyrði það en ef þú spáir í það þá eru
konur miklu meiri tilfinningaverur
en karlar. Þeir hugsa rökréttar, ekki
satt?“ Ég sagðist vera ósammála en
bað hana að halda áfram. „Konur
gráta t.d. oftar,“ sagði hún til útskýr-
ingar. Ég minntist á tilfinningar eins
og reiði, afbrýðisemi og hatur.
Spurði um morð, rán og nauðganir.
Golia var komin í of mikla vörn til að
halda áfram. Hún breytti um um-
ræðuefni.
Morgunblaðið/Halla
hallag@mbl.is