Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Mósambík er stórt landí suðaustanverðriAfríku með um 17–18 milljónir íbúa.Það er tæplega átta sinnum stærra en Ísland. Höfuðborg- in, Mapútó, er syðst í landinu, stutt frá landamærum S-Afríku og Svasí- lands. Mósambík er eitt af fátækustu löndum heims og hafa Íslendingar veitt landinu þróunaraðstoð síðan 1996. Í Mósambík eru ævilíkur við fæð- ingu um 40 ár og er því spáð að sú tala fari lækkandi vegna alnæmis. Fjöldi munaðarlausra barna vex að sama skapi. Oft tekur fjölskyldan að sér börn látinna ættingja, en stundum eru aðstæður þannig að það er ekki mögulegt og þá eru börnin illa á vegi stödd. Samfélagshjálp er lítil og fjöl- skyldan er sú eining sem fólk reiðir sig á. Munaðarleysingjaheimili eru rekin bæði af sveitarfélögunum og al- þjóðlegum hjálparsamtökum. Þar eru aðstæður erfiðar vegna fjölda barna og allsleysis sem þessar stofnanir búa við. Þrjú þorp í Mósambík Ég bjó í Mósambík í rúmlega tvö ár, frá 2001 til 2003, en eiginmaður minn starfaði þar á vegum Þróunar- samvinnustofnunar Íslands. Fljótlega eftir komuna til landsins fékk ég áhuga á því að styrkja barn í SOS- barnaþorpi. SOS-hreyfingin starf- rækir þrjú þorp í Mósambík og er að reisa það fjórða. Nærtækt var að styðja barn í SOS-þorpinu í Mapútó en þar vorum við búsett. Ég hafði samband við skrifstofu samtakanna á Íslandi og gekk hratt og vel fyrir sig að úthluta mér styrktarbarni. SOS-barnaþorpin eru alheimssam- tök sem hafa það að markmiði að hjálpa munaðarlausum og yfirgefnum börnum án tillits til þjóðernis, stjórn- arfars, kynþátta og trúarbragða. Þau starfrækja um 440 þorp víðsvegar um heiminn. Í tengslum við þorpin starfa 1.100 leikskólar, skólar, félagsmið- stöðvar, heilsugæslustöðvar og aðrar stofnanir sem þjóna jafnframt íbúum í nágrenninu. Þau tengja þannig barnaþorpin við samfélagið og koma að ómetanlegu gagni, því þar sem barnaþorpin eru staðsett er oftast mikill skortur á samfélagslegri þjón- ustu. Samtökin starfa í 131 landi sem flest teljast til þróunarlanda. Þessi starfsemi er undir ströngu fjárhags- legu eftirliti til að tryggja að fram- lögin skili sér til þeirra sem aðstoðin er ætluð. Til marks um það traust sem samtökin njóta má benda á að NORAD (norska þróunarstofnunin) hefur nýlega samþykkt myndarlegt fjárframlag til uppbyggingar skóla og félagsmiðstöðva á vegum SOS-barna- þorpanna, en til þess þurftu SOS- samtökin að standast ítarlega úttekt. Heimili Julietu SOS-barnaþorpið í Mapútó er í út- hverfi og hefur til umráða stórt afgirt svæði. Þar hafa verið reist tólf fjöl- skylduhús og skóli sem þjónar 800 börnum úr þorpinu og hverfinu í kring. Skólinn bætti úr brýnni þörf því áður en hann var reistur var eng- inn skóli í þessu hverfi. Innan þorps- ins er einnig rekinn leikskóli fyrir 70- 80 börn, lítil heilsugæsla og sauma- skóli. Styrktarbarnið mitt er stúlka sem heitir Julieta. Ég heimsótti hana oft og kynntist ágætlega bæði börnunum og starfseminni innan þorpsins. Í hverju húsi búa 10–12 börn ásamt „mömmu“ sem hefur fengið upp- fræðslu og þjálfun til að sjá um heim- ilið og ganga börnunum í móður stað. Mamman býr í þorpinu og fær frí ein- ungis eina helgi í mánuði. Auk hennar er starfandi á heimilinu „frænka“ sem aðstoðar við umönnun barnanna og leysir móðurina af í fríum. Mér kom þetta fyrirkomulag mjög vel fyrir sjónir og var augljóst að börnunum leið vel og þau voru í góðu jafnvægi. Í húsi Julietu eru börnin á aldrin- um tveggja til tólf ára. Venjulega fór ég í heimsókn á laugardögum því á öðrum dögum eru börnin ýmist í skól- anum eða á barnaheimilinu. Ekki var Heimsókn í SOS- barnaþorpið í Mapútó Anna og Guðmundur, eiginmaður hennar, ásamt styrktarbarni sínu, Julietu, og fjölskyldu. Mósambík er með fátækustu löndum heims og meðalaldur manna ekki nema um 40 ár og aðstoð SOS-barnaþorpanna getur því skipt miklu máli. Anna Friðriksdóttir kynntist lífinu og styrktarbarni sínu í Mapútó í Mósambík af eigin raun. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.