Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 30
30 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að var í fagnaði varðandi út-
hlutun Bjartsýnisverð-
launanna fyrir allnokkru að
frú Vigdís Finnbogadóttir
vakti athygli mína á vænt-
anlegri sérsýningu á íslensk-
um listiðnaði/hönnun á List-
iðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn. Taldi
viðburðinn svo merkilegan að tilefni væri fyr-
ir mig að skrifa um hann, um framúrskarandi
listafólk að ræða og ekki á hverjum degi að
landanum væri sýndur viðlíka sómi. Nefni
þetta einungis vegna þess að fyrir algjöran
skikkan tilviljana sest ég einmitt niður við
tölvuna í bítið á 75 ára afmæli Vigdísar,
þakka fyrir mig og helga henni þennan pistil.
Í formála skilvirkrar sýningarskrár gjörn-
ingsins, sem fengið
hefur heitið „Gler og
þræðir“, segir Vigdís
meðal annars; að það
fari um sig heitir
straumar þegar ís-
lenskir listamenn
rjúfa einangrun sína, verk þeirra nái til fjar-
lægra landa yfir djúp höf og upptendri fram-
andi augu. Því einmitt hæfileiki listarinnar til
að tala til okkar, yfir öll landamæri menning-
arheima og tungumál sem annars skilja okk-
ur að, geri hana að besta sendiboðanum sem
við manneskjurnar ráðum yfir.
Þetta eru auðvitað forn og ný sannindi en
aldrei hafa þau verið sýnilegri en lungann af
síðustu öld og það sem af er þessari, má hér
nefna margföldun listasafna og listviðburða
af öllu tagi auk þess sem þjóðlistasöfnin
hvert öðru veglegra gömul sem ný tróna yf-
irleitt í miðkjörnum höfuðborga, eru ímynd
og stolt þeirra. Þá eru stórborgir heimsins í
rífandi samkeppni um reisuleg söfn og úr-
skerandi viðburði innan þeirra, þangað liggur
straumur hugsandi fólks frá öllum afkimum
veraldar og þarf hvorki skrum né hávaða,
hvað þá flóðlýsingar auglýsingaheimsins til.
Um að ræða hið hreina blóðflæði og hinn
virka hjartslátt þjóðanna sem tengir fortíð,
nútíð og framtíð, meginforsendur sköpunar-
innar, kraftbirtingar lífsins um leið.
Listiðnaðarsafnið á Breiðgötu, er eitt ynd-
islegasta safn sinnar tegundar á Norður-
löndum og þangað legg ég helst leið mína í
hvert skipti sem ég gisti borgina, þar hafa
margar eftirminnilegar sýningar orðið á vegi
mínum og svo á húsið sjálft sögu sem tengist
Íslandi. Í þessari gömlu virðulegu byggingu
var áður spítali kenndur við Friðrik konung,
byggður 1752–57, arkitektar Niels Eigtved
og Lauritz de Thurah, gaf listaskáldið góða
upp öndina eftir meinlega atburðarás árið
1845. Flestu þessu hef ég að vísu greint frá
áður, þó ekki úr vegi að minna á það hér og
þau tengsl sem húsið hefur við íslenska sögu
því ætla má að margir fleiri en listaskáldið
hafi leitað á náðir spítalans.
Danska Listiðnaðarsafnið var annars
stofnað 1890, innréttað af þeim Ivar Bentsen
og Kaare Klint í nefnda byggingu 1924–26,
og rúmar mikið samsafn innlends sem er-
lends listiðnaðar og hönnunar frá miðöldum
fram á daginn í dag. Aðalsýningin um þessar
mundir er til að mynda á nútíma ítalskri
hönnun og jafnframt er hin stórmerka sýning
á þróun iðnhönnunar „Táknmyndir iðnaðar-
ins: Dönsk hönnun“ ennþá uppi, henni gerði
ég nokkur skil í Sjónspegli fyrir liðlega ári og
er gríðarlega lærdómsrík. Tekur fyrir í hnot-
skurn þróun listiðnaðar í heiminum, markmið
tilgang og formhugsun að baki hverju sinni. Í
skrifuðum textum er þannig á mjög upplýs-
andi hátt vitnað í orðræðu margra fremstu
listhönnuða, arkitekta og myndlistarmanna
lífs og liðinna sem ruddu nýhugsun braut á
síðustu öld. Sýningunni átti að ljúka 16. maí
en stór hluti hennar er enn uppi nær ári
seinna og vona ég að svo verði lengi áfram
enda í gullkistu að sækja um kristalstæra
hönnun. Hún að stórum hluta til orðin sígild
og þá helst fyrir kosti sína og formrænt sam-
ræmi en síður tákn um fágaðan smekk eða að
vera klæðskerasaumað tískufyrirbæri á sölu-
markaði. Margur mun svo þekkja til ítalskrar
nútímahönnunar sem hvarvetna hefur séð
stað á undanförnum áratugum og á sýning-
unni „Nútíma ítölsk hönnun“ gefst tækifæri
til að fylgja þessari þróun fram á daginn í
dag.
En hér skyldi sjónum lesenda öðrufremur beint að íslensku sýning-unni sem er í tveim fremstu söl-unum til hægri við innganginn,
sem iðulega eru teknir undir kynningar á
mikilsverðu framlagi til list- og iðnhönnunar
ásamt einu og öðru úr eigu safnsins. Eitthvað
sem upptendrar gesti safnsins frá fyrsta
augnabliki og gefur þeim forsmekk að um-
fangsmeiri opinberunum.
Mörkuð saga að baki framkvæmdinni, upp-
haf hennar má rekja til sýningar í tilefni tutt-
ugu ára starfsemi glerverkstæðisins að Berg-
vík í húsakynnum listasafns ASÍ í ágúst 2002,
mikla athygli vakti sem náði út fyrir land-
steinana. Leiddi til að listafólkinu var boðið
að setja hana upp í glerlistasafninu í Ebeltoft
í nágrenni Silkiborgar, sem mun hið stærsta
og eina sinnar tegundar í Danmörku að ég
best veit. Enn snerust hjólin er því var boðið
að sýna í Listiðnaðarsafninu í Kaupmanna-
höfn, sem er óskadraumur allra metn-
aðarfullra gerenda á samanlögðu sviði list-
hönnunar, opnaði svo 18. mars og stendur til
15 maí.
Hér komið að sögu var verkstæðið Gler í
Bergvík orðið að kennimarki fyrir íslenska
glerlist, hið fyrsta og lengi vel eina á Íslandi.
Þau Søren Staunsagar Larsen og Sigrún
Einarsdóttir höfðu fellt hugi saman á Skól-
anum fyrir hagnýta list í Kaupmannahöfn,
þar sem Søren var kennari en Sigrún nem-
andi. Ákváðu að setjast að á Íslandi og finna
sér starfsgrundvöll í landinu, hvar gler-
blástur var nánast óþekkt fyrirbæri og nú-
tíma listiðnaður og iðnhönnun að hluta á upp-
hafsreit. Það tókst með miklum ágætum en
þó ekki án þrotlausrar vinnu og útsjón-
arsemi, marga fordóma og hindranir að sigr-
ast á. Auðvelt að halda því fram að hér hafi
gildir og nýtir einstaklingar haslað sér völl á
nýjum starfsgrunni og haft hefur verið á orði
að Søren hafi með starfsgleði sinni, athafna-
semi og þekkingu komið eins og storm-
sveipur inn á íslenskan listavettvang. Á tíma-
bili var hann mjög verðmætur og frjór
deildarstjóri í leirlistadeild Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og hef ég ekki í annan
tíma séð kennara fara jafnítarlega yfir und-
irbúning verklegra þátta námsgrunnsins.
Hann var þannig af lífi og sál maður grunn-
atriðanna sem er undirstaðan að frjósemi í
skapandi athöfnum um leið getu til að til-
einka sér nýja tækni og meðtaka og vinna úr
ferskum straumum í útfærslu hugmynda.
Grunnurinn skyldi hér réttlegur fundinn sem
hvergi er jafnmikilvægt og þar sem skapandi
atriði koma við sögu. Þótt Íslendingar eigi
ekki hefðir í glergerð, utan þess að ein gler-
verksmiðja sem litlar frægðarsögur fara af
reis upp við Þverholt á fjórða áratug síðustu
aldar, eiga þeir til ríkrar hefðar að sækja til
vefstólsins, listsaumsins og margs konar
handíða, hvort tveggja hagnýtra sem til ynd-
is. Parið tók með sér grónar hefðir í glergerð
frá meginlandinu sem gerði alla hluti auð-
veldari þegar rótfesta skyldi þær og tengja
framandi vettvangi og sú var þróun á fullu er
Søren féll frá í bílslysi, sem hann mun engan
þátt hafa átt í, nema að vera í nágrenninu í
ökutæki sínu þá aðrir bílar rákust á.
Søren var afar annt um viðgang ís-lensks listiðnaðar, tók mjög nærrisér þegar valtað var yfir áratugauppbyggingu innan Myndlista- og
handíðaskólans og stofnunin lögð niður. Var
hér ómyrkur í máli einnig um meinta öf-
ugþróun í sínu heimalandi þegar klippt var á
hefðir frá gullaldartímabili danska listiðn-
aðarins, er borið hefur hróður hans um víða
veröld. Svo komið vilja alltof margir gleyma
þeim fornu sannindum, að myndlist og list-
iðnaður byrjar þar sem orðunum sleppir, að
þá fyrst taki sjónarheimurinn við.
Hér skyldi öllu öðru fremur vakin athygli á
sýningunni í Listiðnaðarsafninu í Kaup-
mannahöfn, bakgrunni og aðdraganda, jafn-
framt áréttað að árangur næst ekki án erf-
iðis, sígandi lukka farsælust. Þetta eru enn í
dag forsendur marktæks árangurs í öllum
greinum skapandi atriða þótt í augnablikinu
virðist skrumið og markaðssetningin hafa
vinninginn.
Verkin falla afar vel að í rýminu, um leið
eru þau í sinni hreinu og tæru birtingarmynd
íslenskum listiðnaði og hönnun drjúgur upp-
sláttur.
„Gler og þræðir“
Listafólkið: Sigrún Einarsdóttir, Ólöf Einarsdóttir og Søren Staunsager Larsen í Bergvík á
góðri stundu.
Sigrún Einarsdóttir: Hringferlar í bláu,
brennt og steypt gler, 48x48x5.
Søren Staunsager Larsen: Farartæki jarðar,
gler, blaðagull 23x27x15.
Ólöf Einarsdóttir: Græn þúfa, þræðir, hross-
hár, sísal, 265x65x65.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is