Morgunblaðið - 24.04.2005, Page 32
32 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
23. apríl 1995: „Stefnu-
yfirlýsing hinnar nýju rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks er
birt í heild í Morgunblaðinu
í dag. Þar kemur fram það
meginmarkmið stjórn-
arflokkanna að viðhalda
þeim stöðugleika í efna-
hagsmálum, sem náðst hef-
ur á undanförnum árum.
Í stjórnarsáttmálanum
lýsa stjórnarflokkarnir því
markmiði að ná jafnvægi í
ríkisfjármálum á kjör-
tímabilinu. Það var einnig
yfirlýst markmið fyrrver-
andi ríkisstjórnar, þegar
hún tók við völdum vorið
1991. Það tókst ekki. Mögu-
leikar nýrrar ríkisstjórnar
að ná þessu markmiði eru
meiri vegna batnandi skil-
yrða í efnahagsmálum.“
. . . . . . . . . .
21. apríl 1985: „Stjórn-
arsamstarfið var til um-
ræðu á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins fyrir viku.
Þar komust menn að þeirri
niðurstöðu að láta áfram
reyna á það, hvort sam-
staða næðist með Fram-
sóknarflokknum um þau
málefni, sem til heilla horfa.
Stjórnarsamstarfið er enn
til umræðu um þessa helgi
og nú hjá Framsóknar-
flokknum. Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, gerði úttekt á sam-
starfinu í setningarræðu að-
alfundar miðstjórnar
framsóknarmanna á föstu-
daginn og sagði m.a.: „Aðal-
atriðið er að vinna af heil-
indum og leitast við að ná
samkomulagi, þegar um
skoðanamun er að ræða.
Það hefur yfirleitt tekist í
þessu stjórnarsamstarfi, og
von mín er, að svo verði
áfram um sinn.“ Forsætis-
ráðherra ítrekaði fyrri yf-
irlýsingar um, að ný verð-
bólgukollsteypa yrði
ríkisstjórninni hættuleg-
ust.“
. . . . . . . . . .
20. apríl 1975: „Þjóðleikhús
er stórt orð og yfir því er
mikil reisn, enda táknar
það ekki einungis gráa
steinveggi og stóra sali,
heldur lifandi list, sem
þjóðin öll á að njóta. Íslend-
ingar minnast þess í dag,
að aldarfjórðungur er liðinn
frá því að Þjóðleikhúsið tók
til starfa. Það var merkur
áfangi í sögu íslenzkrar
menningar. Á þeim árum,
sem liðin eru frá því er
Þjóðleikhúsið hóf göngu
sína, hefur það skotið föst-
um rótum í þjóðfélaginu og
er nú hluti daglegrar til-
veru fólksins í landinu. Það
er ekki einvörðungu reisn
yfir húsinu við Hverfisgötu,
heldur og þeirri starfsemi,
sem þar fer fram.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
E
yjólfur Konráð Jónsson
heitinn, ritstjóri Morgun-
blaðsins og síðar alþingis-
maður, var með framsýnni
mönnum og að mörgu
leyti á undan sinni samtíð.
Eitt þeirra mála, sem
hann hóf að fjalla um
löngu á undan öðrum, var þróun almennings-
hlutafélaga og virks hlutabréfamarkaðar hér á
landi. Árið 1968, er hann var ritstjóri á Morg-
unblaðinu, gaf Eykon út bókina Alþýðu og at-
hafnalíf, þar sem hann fjallaði um hugmyndir
sínar um einkavæðingu og almenningshluta-
félög. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Eignastýringar Íslandsbanka, segir í
bók sinni, Hlutabréf og eignastýring, sem út
kom fyrir tveimur árum: „Enginn vafi leikur á
því að Eyjólfur Konráð var í hópi fyrstu frum-
kvöðla á sviði almenningshlutafélaga og við-
skipta með hlutabréf á Íslandi og langt á und-
an sinni samtíð.“
Auðstjórn
almennings
Eyjólfur Konráð bjó
til hugtakið auð-
stjórn almennings.
Hann vildi að al-
menningur yrði virkur þátttakandi í íslenzku
atvinnulífi – sem eigendur fyrirtækja, ekki
einvörðungu sem launþegar.
Í innganginum að Alþýðu og athafnalífi
skrifaði Eyjólfur Konráð: „Og sannfærður er
ég um, að heilbrigt og traust athafnalíf verður
aðeins tryggt með samstilltu átaki margra
manna. Þar er ekki um aðra leið að ræða en
stofnun og starfrækslu margra opinna hluta-
félaga í eigu íslenzkrar alþýðu.
Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég van-
meti framtak einstakra manna, sem leggja út í
atvinnurekstur, smáan og stóran. Þvert á móti
tel ég, að örva beri sem allra flesta til þess að
gerast sjálfstæðir atvinnurekendur, hvort
heldur þeir taka sér fyrir hendur að reka
trillubát eða iðjuver.
En mergurinn málsins er sá, að íslenzka
þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði yfir
öllum hennar atvinnurekstri. Auðjöfnun er hér
meiri en annars staðar, og þess vegna geta
ekki fáir menn komið á fót öflugustu atvinnu-
fyrirtækjunum, en hins vegar er fjármagn til í
höndum fjöldans. Ef það er virkjað með sam-
eiginlegu átaki í atvinnurekstri, má lyfta
Grettistaki.“
Í fyrsta kafla bókarinnar, Auðstjórn al-
mennings, sagði Eykon ennfremur: „Almenn-
ingshlutafélög eru ekki einungis mikilvæg af
efnahagsástæðum, heldur eru þau e.t.v. þýð-
ingarmesti þátturinn í því þjóðfélagskerfi, sem
nefna mætti auðstjórn almennings eða fjár-
stjórn fjöldans. Er þar átt við mikilvægi þess,
að sem mestur hluti þjóðarauðsins dreifist
meðal sem allra flestra borgara landsins, að
auðlegð þjóðfélagsins safnist hvorki saman á
hendur fárra einstaklinga né heldur ríkis og
opinberra aðila. Þeir, sem þessa stefnu aðhyll-
ast, telja þá þjóðfélagsþróun æskilegasta, að
valdið, sem fylgir yfirráðum yfir fjármagni,
dreifist sem mest á meðal landsmanna allra.
Þeir benda á hættuna, sem er því samfara, er
fjármálavald flyzt í stöðugt ríkara mæli yfir á
hendur þeirra, sem fyrir hafa pólitíska valdið;
þá fyrst sé veruleg hætta á misnotkun valds-
ins.
Samkvæmt þeim kenningum, sem hér er
fjallað um, byggist heilbrigð lýðræðisleg þró-
un á því, að sem allra flestir einstaklingar séu
fjárhagslega sjálfstæðir; þeir eigi hlutdeild í
þjóðarauðnum, en séu ekki einungis leiguliðar
eða starfsmenn ríkisins. Þá muni sjálfstæði
manna, öryggi, þroski, ábyrgðartilfinning og
lífshamingja aukast, og þá muni framleiðsla og
auðæfaöflun þjóðfélagsins einnig verða mest.
Þessar kenningar hníga að því, að með
dreifingu auðmagnsins séu skert áhrif vald-
hafanna að því marki, sem bæði þeim og öðr-
um sé heppilegast. Embættismenn og stjórn-
málamenn geti þá ekki seilzt lengra inn á
umráðasvið einstaklingsins en góðu hófi gegn-
ir. Til þess hafi þeir ekki þann styrk, sem um-
ráðavald, jafnt yfir fjármagni sem stjórnkerfi
landsins, mundi ella veita þeim. Þannig skap-
ist það heilbrigða jafnvægi milli hinna ýmsu
valdastofnana og fólksins í landinu, sem eitt sé
þess megnugt að tryggja varanlegt lýðræði og
trausta þjóðfélagsskipun.“
Eyjólfur Konráð fjallaði jafnframt í bók
sinni um þær fáu fyrirmyndir, sem þá voru til
erlendis að einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þótt
hann teldi að þess kynni að verða „langt að
bíða að ríkisfyrirtækjum verði hér á landi
breytt í einkafyrirtæki“.
Raunveruleg
almennings-
hlutafélög
Þegar íslenzkt at-
vinnulíf er skoðað, 37
árum eftir að Eyjólf-
ur Konráð Jónsson
skrifaði bókina um
alþýðu og athafnalíf,
er ljóst að ótalmargt af því, sem hann skrifaði
þá um og var alls ekki íslenzkur veruleiki á
þeim tíma, hefur síðan gengið eftir. Verð-
bréfamarkaður varð til hér á landi um miðjan
níunda áratuginn. Í tíð Eykons voru ekki til
nein raunveruleg opin almenningshlutafélög.
Um síðustu áramót voru hins vegar fimmtán
hlutafélög með fleiri en 1.000 hluthafa skráð í
Kauphöll Íslands. Þeirra fjölmennust eru
Kaupþing banki, með tæplega 28.000 hluthafa,
Burðarás (áður Eimskipafélagið) með rúmlega
20.000 hluthafa, Íslandsbanki með yfir 10.000
hluthafa og Landsbankinn með tæplega 13.000
hluthafa. Samkvæmt skattframtölum lands-
manna á síðasta ári áttu þá um 50.700 fjöl-
skyldur hlutabréf í innlendum fyrirtækjum.
Það eru um 40% fjölskyldna í landinu, sem
samkvæmt skilningi skattyfirvalda eru um
127.000. Hlutabréfaeign er þannig orðin tals-
vert almenn, ekki þó jafnalmenn og bíla- og
íbúðareign, því að yfir 90.000 fjölskyldur áttu
fasteign í fyrra og 94.000 áttu bíl.
Jafnframt liggur fyrir að einkavæðing ríkis-
fyrirtækja hefur stuðlað mjög að því að gera
almenning að eigendum hlutafélaga. Fleiri
ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd en nokkur
hefði getað gert sér í hugarlund í lok sjöunda
áratugarins. Þar ber auðvitað hæst einkavæð-
ingu ríkisbankanna og fjárfestingarsjóða á
vegum ríkisins og nú þessa dagana Símans, en
einnig má nefna félög á borð við Jarðbora rík-
isins og Lyfjaverzlun ríkisins, sem voru að
talsverðum hluta seld almenningi í dreifðri
sölu.
Sala stórra ríkisfyrirtækja fjölgaði mjög
hlutafjáreigendum, þótt alla jafna hafi al-
menningi aðeins staðið til boða að bjóða í
minnihluta bréfa í einkavæddum fyrirtækjum.
Þannig skráðu tugir þúsunda manna sig fyrir
bréfum í bönkunum; tæplega 11.000 manns í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1998,
um 40.000 í Landsbankanum í tveimur útboð-
um 1998 og 1999 og algjör metfjöldi í Bún-
aðarbankanum, um 93.000 manns í útboðinu
1998 og 23.500 manns í útboði árið eftir. Síðar
kom í ljós að um 30.000 manns höfðu í fyrra
útboðinu framselt öðrum kennitölur sínar, en
það breytti ekki því að um tíma áttu um
60.000 manns hlut í Búnaðarbankanum. Eins
og sjá má af ofangreindu hefur hluthöfunum í
gömlu ríkisbönkunum síðan fækkað mjög
verulega, en gera má ráð fyrir að flestir þeir,
sem selt hafa hlut sinn, hafi hagnazt bærilega
á sölunni miðað við upprunalegt kaupverð,
þótt yfirleitt hafi ekki verið um stórar upp-
hæðir að ræða.
Dregur úr
áhrifum al-
mennings á ný
Hefur auðstjórn al-
mennings þá verið
komið á? Auðvitað
sýna ofangreindar
tölur að gífurleg
breyting hefur orðið
á undanförnum áratugum. En ýmislegt bendir
því miður til að sú þróun að einstaklingar
eignist hlutabréf í fyrirtækjum hafi í bili náð
hámarki hér á landi og nú dragi á ný úr áhrif-
um almennings í hlutafélögum. Samkvæmt
upplýsingum frá ríkisskattstjóra fækkaði fjöl-
skyldum, sem eiga hlutabréf, úr um 52.500 ár-
ið 2002 í 50.700 í fyrra. Það kemur heim og
saman við síðustu ársskýrslu Kauphallar Ís-
lands, en þar kemur fram að einstaklingar og
heimili áttu 17% hlutafjár í skráðum fyrir-
tækjum árið 2002, en það hlutfall hafði í lok
síðasta árs lækkað í 13%. Á sama tíma hafa
eignarhaldsfélög af ýmsu tagi aukið hlut sinn
úr 33% í 45% heildarhlutafjár.
Þessum upplýsingum ber líka saman við
það, sem fram kom í svari Valgerðar Sverr-
isdóttur viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ein-
ars K. Guðfinnssonar alþingismanns á þingi í
síðasta mánuði. Þar má t.d. lesa að hlutur ein-
staklinga í Burðarási lækkaði úr 53% árið
2001 í 17% í fyrra. Á sama tíma lækkaði hlut-
ur einstaklinga í Straumi fjárfestingarbanka
úr 41% í 9%. Í Opnum kerfum lækkaði hlutur
einstaklinga úr um 35% árið 2000 niður í hér
um bil ekki neitt í fyrra. Í Össuri lækkaði
þetta hlutfall úr tæplega 18% árið 2000 niður í
tæplega 9% í fyrra. Í Flugleiðum áttu ein-
staklingar rúmlega 28% árið 2001, en rúmlega
8% í fyrra. Í Og fjarskiptum lækkaði þetta
hlutfall úr 16% árið 2000 í 5% í fyrra. Og í
gamla ríkisfyrirtækinu Jarðborunum, sem
ÁRANGURINN Á ÁRATUG
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks ogFramsóknarflokks hafði í gærsetið að völdum í tíu ár sam-
fellt. Svo langt samstarf flokka í rík-
isstjórn er fátítt hér á landi. Sitji rík-
isstjórnin út kjörtímabilið – og ekkert
bendir til annars á þessari stundu –
hefur hún setið jafnlengi og Viðreisn-
arstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks, sem var við völd í tólf ár.
Löngum hefur verið horft til við-
reisnartímabilsins sem einhvers
mesta framfaraskeiðs í sögu lýðveld-
isins, þar sem saman fór efnahagsleg
framþróun og stórfellt afnám hafta.
Það fer að verða tímabært að líta svip-
uðum augum á stjórnartíð núverandi
ríkisstjórnar. Frjálsræði í efnahags-
lífinu hefur aukizt gífurlega og eins og
fram kom í máli Halldórs Ásgrímsson-
ar forsætisráðherra á blaðamanna-
fundi á föstudag, hefur árangurinn í
efnahagsmálum verið að sama skapi
mikill. Landsframleiðslan hefur hátt í
tvöfaldazt á þessum áratug og kaup-
máttur almennings aukizt um 55%,
jafnframt því sem skuldir ríkisins hafa
verið greiddar niður. Slíkur árangur í
efnahagsmálum hefur ekki áður náðst
á einum áratug.
Á þessum tímamótum er ekki úr
vegi að glugga í stefnuyfirlýsingu þá,
sem flokkarnir komu sér saman um í
upphafi samstarfs síns og var birt 22.
apríl 1995. Hvað hefur gengið eftir af
því, sem þar var lagt upp með og hvað
ekki?
Á meðal markmiða stjórnarflokk-
anna fyrir áratug var að viðhalda stöð-
ugleika í efnahagsmálunum og skapa
skilyrði fyrir hagvöxt. Þetta hefur
gengið eftir. Hagstætt raungengi og
sambærilegir vextir og í helztu sam-
keppnislöndum eru hins vegar mark-
mið, sem krefjast stöðugrar vinnu við
stefnumótun í efnahags- og peninga-
málum, nú eins og fyrir tíu árum, og
skiptir miklu fyrir þjóðarbúið hvernig
haldið er á. Það markmið að ná jafn-
vægi í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu
hefur gengið eftir, þótt vafalaust
hefðu margir viljað sjá hægari vöxt
ríkisútgjaldanna. Samfellt hagvaxtar-
skeið hefur hins vegar gert ríkis-
stjórninni kleift að setja aukið fé til
ýmissa brýnna verkefna.
Ríkisstjórnin stefndi strax í upphafi
að einkavæðingu; að breyta rekstrar-
formi ríkisviðskiptabanka og fjárfest-
ingarlánasjóða og fyrirtækja og stofn-
ana í eigu ríkisins, sem væru í
samkeppni við einkaaðila. Sú stefna
hefur skilað miklum árangri. Sama má
segja um áform ríkisstjórnarinnar
fyrir áratug um að efla erlenda fjár-
festingu og halda áfram uppbyggingu
orkufreks iðnaðar, þótt nú telji margir
að sú uppbygging fari að nálgast endi-
mörk sín.
Ríkisstjórnin stefndi að því í upp-
hafi að auðvelda ungu fólki að eignast
sína fyrstu íbúð og jafnframt stefndi
hún að því að „flytja almenna húsnæð-
islánakerfið frá Húsnæðisstofnun yfir
í bankakerfið“. Lánamöguleikar ungs
fólks hafa batnað mikið frá því fyrir
tíu árum, en hins vegar er það ekki
beinlínis fyrir atbeina ríkisstjórnar-
innar, sem húsnæðislán eru nú að fær-
ast að stórum hluta yfir í bankakerfið.
Þar tók markaðurinn einfaldlega völd-
in.
Áform Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks um endurskoðun kosn-
ingalöggjafar hafa gengið eftir. Enn
bólar hins vegar ekkert á stjórnar-
skrárákvæði um sameign þjóðarinnar
á fiskimiðum, sem lofað var vorið
1995. Grundvöllur lífeyrissjóðakerfis-
ins hefur verið treystur og skref stigin
í þá átt að allir landsmenn njóti sam-
bærilegra lífeyrisréttinda. Hins vegar
hefur ekki tekizt sem skyldi að
tryggja aukið valfrelsi í lífeyrissparn-
aði, innleiða samkeppni milli lífeyris-
sjóða og tryggja bein áhrif sjóðsfélaga
á stefnumörkun og stjórn sjóðanna.
Þar á ríkisstjórnin verk óunnið. Sama
má segja um það tíu ára gamla mark-
mið að vinna gegn launamisrétti af
völdum kynferðis.
Lestur tíu ára gamallar stefnuyfir-
lýsingar sýnir að flest meginmarkmið-
in, sem lagt var upp með, hafa náðst.
Það er auðvitað grundvöllurinn að því
langlífi ríkisstjórnarinnar, sem raun
ber vitni. En á ýmsum sviðum er þó
talsvert starf óunnið.