Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 33 margir eignuðust hlut í við einkavæðingu, lækkaði hlutur einstaklinga úr 24% í 17% frá 2001 til 2004. Í ýmsum hlutafélögum hafa einstaklingar þó haldið sínum hlut eða aukið hann – það á t.d. við um viðskiptabankana þrjá – og í sumum tilfellum hefur hlutur einstaklinga aukizt, eins og í Bakkavör þar sem hann hækkaði úr tæp- lega 8% árið 2000 í 26% í fyrra. Einar K. Guðfinnsson sagði í Morgun- blaðinu 6. marz sl. að skýringuna á minnkandi hlut einstaklinga í umræddum fyrirtækjum mætti að einhverju leyti rekja til þess að ein- staklingar sem hefðu átt í hlutafélögum hefðu í auknum mæli slegið sér saman um eign- arhaldsfélög sem héldu utan um hlutabréf nokkurra einstaklinga. „Hitt er ljóst að á síðasta ári fóru fram gríð- arlega mikil hlutafjárútboð í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þessum hluta- fjárútboðum var beint nær eingöngu að svo- nefndum stofnfjárfestum, þannig að einstak- lingar áttu ekki þess kost að kaupa hlutabréf í þeim útboðum og það hygg ég að skýri frekar þessa þróun; að stofnfjárfestarnir, þ.e. stóru fjárfestarnir – lífeyrissjóðir og öflugri ein- staklingar og fyrirtæki þeirra, eru orðnir miklu stærri hluti af eigendum þessara stóru fyrirtækja en áður,“ sagði Einar. Þingmaðurinn benti jafnframt á það í sam- tali við blaðið að nauðsynlegt væri að auka tiltrú fólks á að fjárfesta í fyrirtækjum, en til þess þyrfti að treysta stöðu minni hluthafa og einstaklinga, t.d. hvað varðar yfirtökuskyldu. Réttur smærri hluthafa var einmitt eitt af þeim málum, sem Eyjólfur Konráð Jónsson barðist hvað ötullegast fyrir. Sömuleiðis hefur það gerzt undanfarin ár að skráðum félögum í Kauphöllinni hefur fækkað og þar með möguleikum almennings til að festa fé sitt í hlutabréfum. „Heilbrigð lýðræðisleg þróun“ Meðal annars af þessum sökum hefði átt að nota tækifærið við einkavæðingu Landssíma Íslands hf. og gefa almenn- ingi kost á að kaupa hlut í fyrirtækinu strax í upphafi. Flestir sérfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, telja að þannig hefði mátt efla hlutabréfamarkaðinn og tiltrú almennings á honum. Þess í stað var ákveðið að selja Sím- ann hópi a.m.k. þriggja kjölfestufjárfesta, en ekki á að bjóða almenningi bréf fyrr en eftir tvö og hálft ár. Þetta er ein ástæða hinna gífurlegu við- bragða einstaklinga við margumræddri Við- horfsgrein Agnesar Bragadóttur hér í blaðinu í byrjun síðustu viku. Almenningur er aug- ljóslega áhugasamur um að eignast hlut í þessu stóra, öfluga og arðsama fyrirtæki. Fólk vill ekki að fáar viðskiptasamsteypur gleypi Símann. Og þótt þeir, sem gæta ríkissjóðs, vilji auðvitað fá sem hæst verð fyrir Símann er það ekki eina markmiðið með sölunni, eins og Morgunblaðið hefur ítrekað bent á. Annað mjög mikilvægt markmið er að stuðla áfram að því að gera venjulegt fólk að eigendum fyr- irtækja – að efla auðstjórn almennings. Eins og fram kom í tilvitnun í bók Eyjólfs Konráðs Jónssonar í upphafi þessa Reykjavík- urbréfs snýst það ekki einvörðungu um pen- inga að gera almenning að eigendum atvinnu- fyrirtækjanna í landinu. Það snýst um „heilbrigða lýðræðislega þróun“, að því valdi, sem peningunum fylgir, sé dreift hæfilega, að það þjappist ekki saman í höndunum á fáum einstaklingum. Eyjólfur Konráð hafði sérstakan hæfileika til að laða að sér ungt fólk. Hann hafði rík áhrif á a.m.k. tvær kynslóðir ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum með framsæknum hug- myndum sínum. Ungir sjálfstæðismenn höfðu gjarnan á orði að hann hefði aldrei gengið úr Heimdalli þótt aldurinn segði annað. Á átt- unda áratug síðustu aldar tóku menn af þeirri kynslóð, sem nú er enn ráðandi í Sjálfstæð- isflokknum, upp ýmsar af hugmyndum Ey- kons er ráðizt var í herferð gegn ríkisaf- skiptum undir yfirskriftinni Báknið burt. Á seinni hluta níunda áratugarins fóru ungir sjálfstæðismenn aftur í herferð fyrir einka- væðingu ríkisfyrirtækja og gerðu þá orð Ey- kons, auðstjórn almennings, að kjörorði sínu. Á þessum tíma einblíndu ungir sjálfstæð- ismenn – sem eru flestir ekki lengur ungir sjálfstæðismenn, heldur í áhrifastöðum í Sjálf- stæðisflokknum, í öflugum fyrirtækjum og í hagsmunasamtökum – á þann þátt hugmynda Eyjólfs Konráðs sem sneri að því að minnka völd stjórnmálamannanna og færa þau í hend- ur almennings með sölu ríkisfyrirtækja. Segja má að það hafi tekizt vel að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd, þótt enn megi gera betur í því að færa verkefni frá ríkisvaldinu til einkaframtaksins. Davíð Oddsson, utanríkis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði á orði í gær, föstudag, er hann og Hall- dór Ásgrímsson héldu blaðamannafund vegna 10 ára afmælis stjórnarsamstarfsins í dag, að stjórnin hefði verið áhugasöm um að draga úr eigin völdum. Það er rétt og það hefur meðal annars gerzt með einkavæðingunni. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar veltu menn þannig ekki fyrir sér að ráði því sem Eyjólfur Konráð hafði sagt á sjöunda ára- tugnum, að auðlegð þjóðfélagsins ætti ekki að safnast á hendur fárra einstaklinga. Sennilega var það vegna þess, sem Eykon benti á sjálf- ur, að það var þá enn ekki mikið af mjög ríku fólki á Íslandi og auðjöfnun hér meiri en víð- ast hvar í nágrannalöndum okkar. Eina sam- þjöppunin í viðskiptalífinu, sem ungir sjálf- stæðismenn sáu ástæðu til að gagnrýna og berjast gegn, var starfsemi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, sem nú er úr sögunni. Á síðustu árum hefur efnafólki hins vegar fjölgað á Íslandi – og það er gott og jákvætt. Það er rökrétt afleiðing þeirra miklu breyt- inga í frjálsræðisátt, sem gerðar hafa verið í tíð núverandi ríkisstjórnar og þeirrar, sem sat á undan henni. En rétt eins og það þarf að takmarka hið annars nauðsynlega og þarfa ríkisvald, á að takmarka völd þeirra, sem eiga mikla peninga. Valdið hefur færzt frá litlum hópi stjórnmálamanna, meðal annars fyrir til- stilli einkavæðingar, en við erum litlu betur sett ef það færist bara til lítils hóps eigna- manna. Því miður eru ýmis merki um að sú verði þróunin, verði ekkert að gert. Þáttur í að takmarka vald hinna fáu er að efla fjárstjórn fjöldans; að gera sem flesta borgara fjárhagslega sjálfstæða eigendur fyr- irtækja, sem geta m.a. veitt umsvifamönnum í viðskiptalífinu aðhald með fjárfestingum sín- um og með afskiptum sínum af rekstri hluta- félaga á aðalfundum þeirra. Það er þess vegna full ástæða til þess að ungir sjálfstæðismenn dagsins í dag taki enn á ný upp merki Eyjólfs Konráðs Jónssonar og berjist fyrir raunverulegri auðstjórn almenn- ings. Þegar þeir berjast fyrir að ríkisfyrirtæki verði einkavædd, eiga þeir að beita sér fyrir því að almenningi verði boðinn hlutur til kaups og að eignaraðild sé dreifð. Þeir eiga að beita sér fyrir dreifðri eignaraðild stórfyr- irtækja almennt – meðal annars til að þau geti haldið áfram að vera skráð í Kauphöllina – og að réttur lítilla hluthafa sé tryggður. Og þeir eiga að stappa stálinu í þingmenn sína og ráð- herra að taka nú á og setja alvöru löggjöf, sem setur viðskiptalífinu hæfilegan ramma. Allt þetta er þáttur í að tryggja í sessi á Íslandi „það heilbrigða jafnvægi milli hinna ýmsu valdastofnana og fólksins í landinu, sem eitt sé þess megnugt að tryggja varanlegt lýðræði og trausta þjóðfélagsskipun“. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hluthafafundur í Íslandsbanka. Bankinn er eitt þeirra réttnefndu almenningshlutafélaga, sem orðið hafa til á seinni árum, með um 10.000 hluthafa. „Þáttur í að tak- marka vald hinna fáu er að efla fjár- stjórn fjöldans; að gera sem flesta borgara fjárhags- lega sjálfstæða eig- endur fyrirtækja, sem geta m.a. veitt umsvifamönnum í viðskiptalífinu að- hald með fjárfest- ingum sínum og með afskiptum sínum af rekstri hlutafélaga á aðal- fundum þeirra. Það er þess vegna full ástæða til þess að ungir sjálfstæð- ismenn dagsins í dag taki enn á ný upp merki Eyjólfs Konráðs Jónssonar og berjist fyrir raunverulegri auð- stjórn almennings.“ Laugardagur 23. apríl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.