Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
DALSEL 15, ÍBÚÐ 0301 - 109 RVK
OPIÐ HÚS Í DAG 14-15
Mjög góð og snyrtileg 67,3 fm 2ja herb. íbúð á 3.
hæð (efstu) - 7,8 fm geymsla í kjallara og stæði í bíl-
skýli. (Heildarfermetrafjöldi er ca 100). Rúmgott
svefnherbergi. Baðherbergi m. tengi f. þvottavél og
þurrkara. Parket á stofu. Frábært útsýni yfir borgina
úr eldhúsi. Góð fyrstu kaup. VERÐ 12,9 millj.
Óskar tekur á móti áhugasömum.
Sími 594 5000 - Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
VITASTÍGUR 3 - EFSTA HÆÐ
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Mikið endurnýjuð 94 fm efsta hæð í eldra steinhúsi við Vitatorg.
Stórt hol eða skáli, þar inn af samliggjandi borðstofa, stofa og
eldhús. Stórt svefnherbergi. Gott baðherbergi. Stórar vestursvalir
meðfram allri hæðinni. Á gólfum eru linoleum-dúkar og flísar. Verð
18,9 millj.
ODDNÝ OG HALLGRÍMUR SÝNA ÍBÚÐINA
MILLI KL. 14 OG 16 Í DAG.
Nollur í Eyjafirði
Til sölu er jörðin Nollur 153075 í
Grýtubakkahreppi við austanverðan
Eyjafjörð. Um er að ræða veðursæl-
an og einstaklega fallegan útsýnis-
stað í um 26 km fjarlægð frá Akur-
eyri. Fögur miðnætursól. Jörðin nær
að sjó og er silungsveiði með
ströndinni. Ágætt bátaskýli fylgir jörðinni. Annar húsakostur jarðarinnar er
að gerðinni til allgóður þ.e. fjárhús; þurrheyshlaða; fjós; vélageymsla og
kartöflugeymsla. Allar byggingarnar úr steinsteypu. Íbúðarhúsið er tveggja
hæða um 100 fermetrar hvor hæð. Neðri hæðin er steypt, en efri hæðin úr
holsteini. Allgott íbúðarhús. Þá er á jörðinni hundahótel. Jörðin er seld án
framleiðsluréttar og bústofns. Hér er um að ræða afar áhugaverða jörð,
sem býður upp á mikla og góða skógræktarmöguleika og útivist. Ásett
verð 60 milljónir eða tilboð.
Meiri-Hattardalur 1 - Súðavík
Til sölu er jörðin Meiri-Hattardalur 1 í
Álftafirði, V.-Ísafjarðarsýslu. Jörðin er
í óskiptri sameign með Meiri-Hattar-
dal 2. Jörðin er talin landstór og á
land að sjó fyrir botni Álftafjarðar í
skjólgóðu og afar fallegu, að hluta til,
kjarrivöxnu umhverfi. Nokkrar bygg-
ingar eru á jörðinni m.a. gott íbúðar-
hús. Jörðin er án framleiðsluréttar og bústofns. Um er að ræða athyglis-
verða útivistarjörð. Ásett verð kr. 18 milljónir eða tilboð.
Fell í Dýrafirði
Jörðin Fell í Dýrafirði er til sölu.
Stærð jarðarinnar er talin vera um
120 hektarar og að mestu afgirt. Á
jörðinni er nýlegt íbúðarhús, ásamt
bílskúr, svo og nokkrar aðrar bygg-
ingar, m.a. nýlegt stálgrindarhús að
stærð um 230 fermetrar. Jörðin er á
góðu búsetusvæði Vestfjarða og í næsta nágrenni Núps, stutt frá Gemlu-
fallsheiðinni og með skemmtilegu útsýni. Jörðin er með skógræktarsamning
við Skjólskóga og er án framleiðsluréttar. Ásett verð kr. 15 milljónir eða til-
boð.
Lambhagi í Skilmannahreppi
Úr jörðinni Lambhaga í Skilmanna-
hreppi, Borgarfjarðarsýslu, er til sölu
um 84 hektara land, sem er í skipu-
lagsmeðferð fyrir nokkrar stórar heils-
ársíbúðalóðir, ásamt með sameigin-
legu beitilandi fyrir hross. Um er að
ræða skemmtilegt land á mjög góðum
stað. Ásett verð kr. 29,0 milljónir, ef
allt landið er selt í einu lagi, ásamt staðfestu skipulagi svæðisins. Um er að
ræða áhugaverðan fjárfestingakost.
Bræðraborg í Garði, Reykjanesi
Til sölu er athyglisverð landspilda
nærri íbúðabyggð í Garðinum. Land-
spildan er að stærð 6,6 hektarar og er
landið allt gróið með góðu vatnsbóli.
Landið hefur verið nýtt til hrossabeitar,
en er ákjósanlegt til skipulags bygg-
ingalóða m.a. vegna legu landsins.
Verð kr. 16 milljónir. Frekari upplýsing-
ar hjá sölumanni.
Seljaland 1 í Lækjarhvammslandi
Til sölu er vandaður sumarbústaður í
Lækjarhvammslandi nærri Laugar-
vatni. Stærð bústaðarins er rúmlega
41 fermetri, auk svefnlofts. Bústaður-
inn er á um 5.000 fermetra eignarlandi
og er lóðin vaxin trjágróðri. Grunnur
að litlu gestahúsi er tilbúinn, svo og
allt byggingarefni. Á lóðinni eru leik-
tæki fyrir börn. Allt innbú fylgir bústaðnum. Ásett verð er kr. 10 milljónir eða til-
boð.
Sími 595 9000
Jón bóndi í Ölfusi veit hvað
hann syngur þegar kemur að
sölu bújarða
Ef þú ert að leita að bújörð,
þá ertu í traustum höndum
með Jón þér við hlið
Til þjónustu reiðubúinn
í síma 896 4761
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan
áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega
og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi.
Höfum til sölumeðferðar landspildur og
sumarbústaðalóðir í Árnes- og Rangárvallasýslum.
Upplýsingar hjá sölumanni bújarða.
Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir
ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri,
svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband
við sölumann bújarða.
Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls
samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17.
SUMARDAGINN fyrsta birtist
grein eftir Guðmund Andra Skúlason
sölumann á fasteignasölu í Morg-
unblaðinu sem bar yfirskriftina „Ein-
okunartilburðir stjórnar Félags fast-
eignasala“. Í grein sinni
hvetur hann sölumenn
á fasteignasölum til
þess að standa saman
og „standa vörð um lög-
varinn rétt þeirra til
starfsins“.
Grein hans er komin
til vegna umræðu sem
Félag fasteignasala
hefur tekið á und-
anförnum mánuðum
um vandaða skjalagerð
fasteignasala og að
greint verði með nánari
hætti milli þeirra starfa sem fast-
eignasalar sinna sjálfir og þeirra
starfa sem þeir geta falið öðrum
starfsmönnum á fasteignasölum að
sinna. Í greininni er látið að því liggja
að Félag fasteignasala hafi sett það
fram sem kröfu að einungis löggiltir
fasteignasalar geti starfað á fast-
eignasölum og einnig að stjórn Fé-
lags fasteignasala kalli á hjálp lög-
gjafans við að lögleiða „einokun í
fasteignasölu á Íslandi“. Með þessari
umræðu er bréfritari á villigötum,
enda hefur það margoft komið fram
frá félaginu til félagsmanna að þetta
sé ekki það sem félagið vinnur að.
Mikilvægi hæfra og vel menntaðra
aðstoðarmanna á fasteignasölum má
ekki vanmeta. Undanfarið hefur Fé-
lag fasteignasala unnið að og auglýst
metnaðarfullt námskeið í samvinnu
við Endurmenntun Háskóla Íslands
fyrir aðstoðarfólk á fasteignasölum.
Það væri einkennilegt að félag sem
bréfritari fullyrðir að sé að vinna að
því að koma öllum að-
stoðarmönnum innan
greinarinnar í burtu sé
á sama tíma að vinna að
öflugu námskeiði fyrir
hópinn.
Það er mikilvægt að
fagleg umræða sem
þessi sé tekin en um leið
verður að gera kröfu til
heiðarlegrar umræðu
en ekki byggja hana á
upphrópunum og stór-
yrðum. Gagnrýni Guð-
mundar á félagið er
rökstudd ítarlega víðs vegar í grein-
inni með beinum og óbeinum tilvitn-
unum í grein sem tiltekinn fast-
eignasali skrifaði. Sá fasteignasali var
í grein sinni að tjá hug sinn um ýmis
málefni óviðkomandi stjórn Félags
fasteignasala, enda er viðkomandi
ekki í stjórn félagsins. Greinin er
skrifuð af honum sem almennum fé-
lagsmanni og á hans ábyrgð. Það er
því ábyrgðarhluti og alvarlegt að rök-
styðja gagnrýni á félagið út frá grein
sem almennur félagsmaður skrifar og
gera skoðanir hans að skoðunum
stjórnarinnar. Slíkt er fráleitt.
Kjarni málsins er að lög um sölu
fasteigna, fyrirtækja og skipa sem
tóku gildi hinn 1. október sl., gera rík-
ar kröfur til fasteignasala. Lögin miða
að því að tryggja neytendum fullkom-
lega faglega þjónustu þar sem hags-
muna þeirra sé gætt í hvívetna og rík-
ar skyldur lagðar á fasteignasala í
þeim efnum. Til þess að geta sinnt
starfi fasteignasala þá liggur fyrir sú
krafa frá löggjafanum að til þess að fá
réttindin hafi fasteignasali að baki
nám og reynslu auk þess að vera ekki
og hafa ekki orðið gjaldþrota.
Það hefur valdið Félagi fasteigna-
sala miklum áhyggjum að fasteigna-
salar framselja í sumum tilfellum
heimildir sínar til þessara vandasömu
starfa til fjölda starfsfólks sem fer um
og kemur fram sem fasteignasalar og
beinlínis kallar sig fasteignasala þrátt
fyrir lögverndun þess starfsheitis.
Fólk þetta veitir síðan neytendum
margháttaða ráðgjöf um fasteigna-
viðskipti og vinnur að skjalagerð, oft
algerlega án atbeina eða afskipta fast-
eignasalans sjálfs. Fasteignaviðskipti
eru oftast mikilvægustu fjárhagslegu
gerningar sem fólk gerir í lífinu. Það
eru því miður alltof mörg dæmi um að
hagsmunir neytenda hafi ekki verið
tryggðir í því samningaferli, þar sem
almennir starfsmenn hafa oft ekki þá
þekkingu sem til þarf til að tryggja að
viðskiptin séu í samræmi við laga-
legar skyldur og góða fasteigna-
söluhætti.
Það er skylda Félags fasteignasala,
bæði gagnvart neytendum og fast-
eignasölum, að berjast fyrir því að til-
gangi laganna sé náð og seljendur og
kaupendur fái vandaða ráðgjöf frá
fagmönnum í greininni; fast-
eignasölum. Þeim er skv. lögum falinn
einkaréttur til að annast viðskiptin en
þeir geta síðan falið starfsmönnum
sínum að annast tiltekin verkefni und-
ir leiðsögn sinni ef þeir kjósa svo. Það
er hins vegar alrangt sem Guð-
mundur Andri Skúlason heldur fram í
grein sinni, að sölumenn hafi „lögvar-
inn rétt til starfsins“. Réttindi sölu-
manna og annars aðstoðarfólks í fast-
eignasölu byggjast einvörðungu á
þeim ráðningar- og kjarasamningum
sem liggja til grundvallar störfum
þeirra í greininni.
Vart verður fundin alvöru sér-
fræðistétt á Íslandi sem ekki hefur
tekið ítarlega umræðu um störf sín og
þá oft einnig hvaða kröfur eigi að gera
til þeirra sem veita aðstoð við störf
þeirra, sé um það að ræða. Þarna má
nefna t.d. lækna, tannlækna, kennara,
hjúkrunarfræðinga, lögreglumenn og
margar aðrar starfsstéttir. Umræðan
snýst þá fyrst og fremst um að þeir
sem njóta þjónustunnar, fái þjónustu
sem uppfyllir þær kröfur sem sér-
fræðistéttin ber á grundvelli mennt-
unar, reynslu og þeirra faglegu
krafna sem fagstéttin þarf að upp-
fylla.
Það hefur margoft komið fram af
hálfu Félags fasteignasala að fast-
eignasalar verða eins og aðrar sér-
fræðistéttir að taka umræðu inn-
byrðis af miklu meiri þunga en áður,
um hversu langt þeir eigi að ganga í
að fela réttindalausum aðstoðar-
mönnum sínum verkefni. Í því efni
verða að vera einhver mörk, enda hef-
ur löggjafinn mælt ítarlega fyrir um
réttindi og skyldur fasteignasala í
hinni nýju löggjöf. Fasteignasalar
sem sérfræðistétt verða að setja sér
þessi mörk og vinna í sameiningu að
því að setja þau fram, án þess að að-
stoðarfólk á fasteignasölum stýri
þeirri umræðu.
Um meinta einokunartilburði
stjórnar Félags fasteignasala
Grétar Jónasson svarar grein
Guðmundar Andra Skúlasonar ’Það er skylda Félagsfasteignasala að berjast
fyrir því að tilgangi lag-
anna sé náð og seljend-
ur og kaupendur fái
vandaða ráðgjöf frá fag-
mönnum í greininni …‘
Grétar Jónasson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags fasteignasala.