Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 41 UMRÆÐAN ÆVAR Kjartansson „nostalgíu- sérfræðingurinn“ sem segir að jafn- aði: „Hvað ætlaði ég að segja?“ bauð mér eitt sinn að sækja kennslustund hjá Viðari Eggertssyni, útvarps- manni, í gerð útvarpsþátta. Ég af- þakkaði það tilboð. Ég hefi e.t.v. verið hrokafullur, en mér varð hugs- að til þess að útvarpsráð hafði ein- róma samþykkt ráðningu mína í starf útvarpsþular frá og með 1. maí 1941. Síðar var mér falin dag- skrárgerð af útvarpsráði. Sé blaðað í fundargerðum útvarpsráðs kemur í ljós að ráðið samþykkir hvað eftir annað ályktanir um að til mín skuli leitað um dagskrárgerð. Dagskrár- fulltrúar, Margrét Oddsdóttir, Ævar Kjartansson og Gunnar Stef- ánsson, hafa sökkt þeim sam- þykktum í þagnarbrunn. Nú hefir það gerst að Viðar Eggertsson hefir farið rænandi og ruplandi um seg- ulbandageymslu Ríkisútvarpsins. Hremmt þaðan viðtalsþátt minn við frú Sigurlaugu Jónasdóttur, eig- inkonu Jónasar Þorbergssonar út- varpsstjóra. Kafla úr þessum við- talsþætti flutti Viðar í þætti er hann ræddi við séra Þóri Stephensen, fyrrum dómkirkjuprest í Reykjavík. Viðar lét mín að engu getið. Ég þykist vita að séra Þórir hafi ekki vitað að Viðar tók þáttinn ófrjálsri hendi. Viðar Eggertsson hefir nú valið sér siðferðissæti við hlið Gunnars Stefánssonar (aftur og nýbúinn) og fréttamanna af þeirri gerð, sem Stephan G. Stephansson nefndi „vinnumenn varmennskunnar“. Ég leyfi mér fullu leyfi fordildar elliglópa að nefna nokkra útvarps- þætti sem ég hljóðritaði á sínum tíma: Viðtalsþætti um 9. nóvember 1933 (Gúttóslaginn), viðtöl við lög- regluþjóna, verkamenn og áhorf- endur. Nóvember ’21. Tólf þættir um „Drengsmálið“, mál Nathans Friedmans er fóstursyni Ólafs Frið- rikssonar var vísað úr landi. All- marga þætti um kröfugöngur og há- tíðahöld 1. maí. Samtöl við Halldór Laxness, rithöfund, og söng hans sem fréttamenn létu flytja í kvöld- fréttatíma Ríkisútvarpsins án leyfis. Samtöl við börn séra Árna Þórarins- sonar. (Þá samþykkti útvarpsráð að fara þess á leit við undirritaðan hvort hann væri ekki fáanlegur til fleiri slíkra viðtalsþátta. Margrét Oddsdóttir, Ævar Kjartansson og Gunnar Stefánsson stungu því und- ir stól.) Ég bauð Ríkisútvarpinu lestur á minningum Kristjáns Jóns- sonar, loftskeytamanns, sem sigldi öll stríðsárin á Patreksfjarðartog- ara til Bretlands. Þáttur Kristjáns lá í tvö ár hjá Ævari Kjartanssyni & co. Þá fékk ég hann endursendan. Guðbjörn Guðjónsson var heiðr- aður fyrir siglingar til Murmansk á bandarísku fangaskipi. Ég átti við hann langt samtal sem útvarpað var. Einnig við Stefán Olsen kynd- ara, sem bjargaðist þrívegis úr hafsnauð. Ég fylgdi honum til graf- ar. Ég held að enginn fulltrúi Eim- skipafélagsins hafi mætt. Það var fátt um fínar kveðjur þegar „hetjur hafsins“ hnigu í valinn. Kveðjuorð fréttaþula Sjónvarps- ins segja sitt og lýsa ástandi Rík- issjónvarps og -útvarps: „Við segj- um þetta gott hjá okkur.“ Þarf frekari vitnanna við? PÉTUR PÉTURSSON þulur. „Við segjum þetta gott hjá okkur“ Frá Pétri Péturssyni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÞVÍ miður var undirritaður of seinn til að taka undir með fimmtán safn- stjórum í grein um úthlutun safna- ráðs, sem birtist í Morgunblaðinu 16. apríl sl. Þar hefi ég engu við að bæta, en vil skjóta inn einni athugasemd sem varðar fjárhagsgrundvöll safnanna. Í svari safnaráðs á netinu við margvíslegri gagnrýni safnamanna er sérstaklega bent á að rekstur safnanna þurfi að vera fjárhagslega tryggur þegar þau sækja um rekstr- arstyrkinn. Eða með öðrum orðum eins og Jón Jónsson, safnstjóri á Ströndum, sagði í einu skeyta sinna að samkvæmt orðanna hljóðan væru þeir einir öruggir um styrk sem ekk- ert hefðu við hann að gera! Bólar ekki einhvers staðar á rök- leysu þarna? Vonandi leysist þetta vandræða- mál farsællega öllum málsaðilum til gagns og sóma. JÓN ARNÞÓRSSON, forstöðumaður Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Enn um úthlutun safnaráðs Frá Jóni Arnþórssyni Stelkshólar 4 Opið hús í dag milli kl. 14:00 og 15:00 Um er að ræða stóra 2ja herbergja 76 fm íbúð á jarðhæð með sérverönd. Komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Rúmgóð geymsla með hillum inn af for- stofu. Eldhús er með nýlegu parketi á gólfi, mosaíkflísar á milli innréttinga, borðkrókur við glugga. Ný eldavél og vifta. Stofan er með parketi á gólfi og útgengt út á hellulagða suðurverönd og þaðan á lóðina sem er með leiktækjum. Gangur með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, steyptur stór sturtuklefi, tengt fyrir þvottavél. Mjög rúmgott svefnherbergi með spónaparketi á gólfi og skáp- um á heilum vegg. Sameign er öll nýtekin í gegn, ný teppi og máluð. Húsið hefur einnig verið klætt með Steniplötum á framhlið hússins. Góð sameign. SÖLUMENN KLETTS FASTEIGNASÖLU TAKA Á MÓTI GESTUM ÍBÚÐ MERKT 0101 (KRISTÍN) Engjasel 63 Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 16:00 Góð 4ra herbergja 113 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Komið inn í forstofu með parketi á gólfi og fata- hengi. Sjónvarpshol með parketi og hurð- arop inn í hinar vistarverurnar. Eldhús með parketi á gólfi og áföstum borðkrók. Stof- an og borðstofan með parketi á gólfi og fallegu útsýni. Herbergjagangur með park- eti. Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Hjónaherbergið er með parketi á gólfi og fataskápum á heilum vegg. Búið er að útbúa barnaherbergi í hluta af herberginu og setja vegg ofan á parketið og skipta í tvennt og auðvelt að breyta aftur. Útgengt á austursvalir. Bað- herbergi með flísum á gólfi, tengt fyrir þvottavél og þurrkara, fín innrétting. Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni og er það skráð 36,5 fm. Búið er að klæða húsið nýlega að utan með Steni-plötum. Í sameign er sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi og sérgeymsla. SÖLUMENN KLETTS FASTEIGNASÖLU TAKA Á MÓTI GESTUM ÍBÚÐ MERKT 0101 (Elínborg) Hálsasel 20 Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 16:00 RAÐHÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ Í SELJA- HVERFI. RAÐHÚSIÐ ER Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR. UPPHITAÐ BÍLAPLAN, GÓÐUR BÍLSKÚR, NETTUR GARÐUR BAKA TIL. STUTT Í SKÓLA OG AÐRA ÞJÓNUSTU Í HVERF- INU. NÁNARI LÝSING: Efri hæð: And- dyri, gestasnyrting, vinnuherbergi/svefn- herbergi, setustofa, eldhús, borðstofa, svalir. Neðri hæð: Stigi, teppalagt hol sem sem ekki er í skrám FMR og bætir því við um 20-25 fm við heildarstærðina. Bað- herbergi. Fjögur svefnherbergi. Útgangur í garð. Geymsla og þvottaherbergi. SÖLUMENN KLETTS FASTEIGNASÖLU TAKA Á MÓTI GESTUM Viðarás 1 Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 17:00 Mjög fallegt tveggja íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipting eignar: Efri hæð er 3ja herb. íbúð 97,6 fm, með stórum suðursvölum. Bílskúr 23,3 fm. Neðri hæðin er 3ja herb. 87,1 fm íbúð. Samtals 208 fm. NÁNARI LÝSING: Neðri hæð: Komið inn í sameiginlega for- stofu með flísum á gólfi og lausum fata- skáp. Gengið inn í íbúðina á neðri hæð- inni til vinstri. Komið inn í opið rými sem er hol, eldhús, stofa og borðstofa með bæsuðum borðfjölum á gólfi, viðarrimla- gluggatjöld. Herbergjagangur með borðfjölum á gólfi. Hjónaherbergi og barnaher- bergi með borðfjölum á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og uppá veggi steypt- ur sturtuklefi og fallegt baðkar á fótum, innrétting við vask, tengt fyrir þvottavél. Efri hæð: Stiginn upp er steyptur með parketi. Hol, stofa og borðstofa með fallegu parketi, útgengt á stórar suðursvalir. Eldhús með flísum á gólfi og mjög fallegri inn- réttingu, borðkrókur við glugga. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Barnaherbergið er opið og notað sem bókaherbergi í dag. Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, baðkar og steyptur sturtuklefi, falleg innrétting. Þvottaherbergi með hillum Útgengt á lóð á bak við húsið. SÖLUMENN KLETTS FASTEIGNASÖLU TAKA Á MÓTI GESTUM Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Járnsmíðaverkstæði sem meðal annars annast sérhæfða smíði fyr- ir fasta viðskiptavini. Starfsemin er í eigin húsnæði á góðum stað í Garðabæ. Húsnæðið og tækjabúnaður býður upp á verulegan vöxt starfseminnar eða sameiningu við fyrirtæki í líkri starfsemi. V. 38 m. 4419 JÁRNSMÍÐAVERKSTÆÐI TIL SÖLU SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Hlíðar Höfum traustan kaupanda að 4ra herbergja íbúð í Hlíðunum. Eignin má vera á verðbilinu 20-25 millj. og þarf að vera stærri en 100 fm. Hlíðar Höfum kaupanda að 60-70 fm íbúð í Hlíðunum. Eignin má kosta allt að 14 millj. Einungis uppgerð íbúð kemur til greina. Hveragerði Höfum ákveðinn kaupanda að par- eða raðhúsi í Hvergerði. Eignin má vera á verðbilinu 20-25 millj. Þarf að vera fljótur afhendingartími. Vesturbær Höfum traustan kaupanda að 2ja-3ja herbergja íbúð í vesturbænum. Eignin má vera á verðbilinu 14-16 millj. Kostur ef eignin er með sérinn- gangi. Breiðholt Höfum ákveðna kaupendur að 2ja og 3ja herbergja íbúð í Fellunum. Staðgreiðsla í boði. Vesturbær/Seltjarnarnes Höfum ákveðinn kaupanda að einbýlis-, par- eða raðhúsi á 107- og 170-svæðinu. Húsið má kosta allt að 80 millj. gegn staðgreiðslu. Fossvogur Höfum ákveðinn kaupanda að 4ra til 5 herbergja einbýli, par- eða rað- húsi í Fossvoginum. Eignin má vera á verðbilinu 35-50 millj. og þarf að vera stærri en 150 fm og hafa bílskúr. Hraunbær Höfum traustan kaupanda að 4ra herbergja íbúð í Hraunbæ. Eignin þarf að vera 100 fm að stærð. Eignin má vera á verðbilinu 15-16 millj. Svæði 108 Höfum traustan kaupanda að 4-5 herbergja íbúð á svæði 108. Eignin þarf að vera á 1.hæð og í kringum 110-130 fm að stærð. Eignin má vera á verðbilinu 20 - 24 millj. EIGNIR ÓSKAST Eignavaktin www.midborg.is Eignavakt Miðborgar er með yfir 3.000 kaupendur á skrá sem fá póst um leið og ný eign er skráð hjá okkur. FYRIR LANDIÐ ALLT 120 BÚJARÐIR/LANDSPILDUR 72 SUMARHÚS Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Einnig er oft til sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, sem er alhliða fasteignasala og selur fasteignir jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Sölumenn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.