Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Sumardagurinn fyrstiheilsaði bjartur og góðurá fimmtudaginn var, ogmörg hjörtun tóku þákipp af gleði. Það er jafn-
an einhver sigur í loftinu þegar
umrædd tímamót verða og engin
undantekning þetta árið. Og þótt
snjóa kunni á næstunni, eins og má
eiga von á í þessu landi okkar í apr-
íl, maí eða júní, skiptir það litlu
máli; breytingin hið innra er nefni-
lega orðin, og þá er hitt bara auka-
atriði, sem tekið verður á er þar að
kemur, með viðeigandi hætti og
brosi á vör.
„Dagur jarðar“, sem minnst er á
hér í inngangi, og tengist ákaflega
vel þessum árstíðaskiptum, úr
kulda í hlýju, úr dauða yfir í líf, á
rætur til 22. apríl árið 1970, en þá
var fyrst boðað til mótmæla víðs-
vegar um Bandaríkin og milljónir
íbúa þar fylltu götur og sali til að
krefjast aðgerða til verndar um-
hverfi og náttúru. Þema dagsins í
ár er „Verndið börn okkar og fram-
tíð okkar“ og er þessu beint til rík-
isstjórna, fyrirtækja, trúarhópa og
alþjóðastofnana um allan heim, í
von um að þeir aðilar muni leitast
við að tryggja heilbrigði, menntun
og frelsi barna hvarvetna, og stuðla
að velferð og heill þessarar ein-
stöku og dýrmætu plánetu, sem
um þessar mundir á undir högg að
sækja allt of víða. Hinn 30. mars
síðastliðinn mátti t.d. lesa þetta á
mbl.is:
Niðurstöður umfangsmestu rannsóknar sem
hingað til hefur verið gerð á ástandi jarðar
benda til að framkvæmdir mannanna ógni
möguleikum jarðarinnar á að geta séð kom-
andi kynslóðum farborða. Aðferðir mannsins
við auðlindanýtingu hafi valdið óafturkræfum
breytingum sem grafi undan þeirri nátt-
úrulegu þróun er standi undir lífinu á jörð-
inni. Frá þessu greinir fréttavefur breska
ríkisútvarpsins, BBC. Þá segir í niðurstöð-
unum að þessar breytingar geri erfiðara um
vik að bregðast við hungri, fátækt og skorti á
heilsugæslu. Rannsóknin var unnin af 1.300
vísindamönnum frá 95 löndum á fjögurra ára
tímabili. Í niðurstöðunum segir ennfremur að
mennirnir hafi breytt flestum vistkerfum svo
mikið á ótrúlega skömmum tíma að þau séu
orðin óþekkjanleg. Í niðurstöðunum er „vist-
kerfi“ skilgreint með tilliti til nýtingar – timb-
ur til húsagerðar, ferskt loft veitir súrefni,
vefnaður í fatnað.
Þær aðferðir sem notaðar hafi verið við að
afla matar, ferskvatns, timburs, vefnaðar og
eldsneytis undanfarna hálfa öld hafa haft al-
varleg, neikvæð áhrif á umhverfið, segir í nið-
urstöðunum. Markmiðið með rannsókninni er
að skapa grundvöll fyrir hnattræna stefnu-
mótun. Er rannsóknin að mörgu leyti hlið-
stæð rannsókn nefndar Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar (IPCC) sem verið
hefur undirstaða tilrauna til að draga úr
manngerðum breytingum á loftslagi jarðar.
„Það verða án efa margir til að hafna þessum
niðurstöðum, líkt og varð raunin með IPCC;
en ég myndi setja þá í flokk með þeim sem
segja að jörðin sé flöt…“ sagði Sir John
Lawton prófessor og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri umhverfisrannsóknaráðs
Bretlands.
Árið 2000 kom fram á lista
IUCN (Alþjóða náttúruvernd-
arsamtakanna) að yfir 5.400 dýra-
tegundir eru í mikilli hættu á út-
rýmingu í gjörvöllum heiminum í
náinni framtíð, í langflestum til-
vikum vegna athafna mannsins. Á
listanum er einnig að finna nærri
6.000 plöntutegundir, en þær eru
frumskilyrði þess að dýr geti þrif-
ist.
Til þess að við hér uppi í Norður-
Atlantshafi getum staðið okkur í
gæsluhlutverkinu, svo að íslenskar
tegundir bætist nú ekki á þennan
umrædda lista í framtíðinni, er
okkur nauðsynlegt að rækta vel
okkar innri mann.
Í þessu sambandi er hollt að
minnast orða Karls Sigurbjörns-
sonar biskups, í bókinni „Ísland á
nýrri öld“, sem út kom árið 2000,
og hefur að geyma framtíðarsýn 22
þjóðkunnra Íslendinga, en þar seg-
ir hann m.a.:
Við erum kölluð til sérstaks hlutverks í þess-
ari veröld, sem er blessuð, signuð af krossi
Krists, endurleyst veröld, frelsað líf! Þetta er
heimur Guðs. Heilög jörð. Guð hefur skapað
þennan heim og hann er enn að verki, hann er
enn að skapa… Þegar kristin játning heldur
því fram að við séum sköpuð í Guðs mynd þá
felst í því að maðurinn ber sérstaka ábyrgð
og hefur einstöku hlutverki að gegna. Mað-
urinn er skapaður til umhyggju og ábyrgðar.
Manneskjan hefur samvisku og val milli góðs
og ills, þess vegna er hún ábyrg og hefur
skyldum að gegna í því að hlúa að lífinu, vera
ráðsmaður og samverkamaður Drottins. Eða
eigum við að segja: Okkur ber að vera garð-
yrkjumenn í aldingarði sköpunarinnar og
standa sem slík ábyrg gagnvart Guði, og öllu
því sem lifir, og komandi kynslóðum. Og okk-
ur ber að greiða veg því sem eflir lífið en
hamla gegn græðgi, fýsn og valdi.
Vissulega er landið okkar teg-
undafátt, þegar litið er til dýra eða
gróðurs, miðað við það sem gerist
annars staðar víða. En það út af
fyrir sig á ekki að vera ávísun á
jarðýtur og önnur stríðstól út um
allar trissur, heldur þvert á móti;
smæðin og fæðin auðveldar okkur
að gæta þess sem hér vex og dafn-
ar, gerir okkur betur kleift að ná
utan um það og faðma. Á slíkum
nótum er hugsun Gylfa Gröndals, í
ljóðinu „Á heimleið“, úr bók hans
„Eilíft andartak“, sem út kom
1986:
Þótt land mitt
eigi sér enga
skógarpeysu
hlýnar mér
um hjartarætur
þegar ég sé það
úr lofti
eins og klett
í hafinu
harðbýlt og nakið
ég staðfuglinn
á heimleið
úr hraðferð
til grænna
gósenlanda.
Hér er hreiður mitt
úr fáeinum stráum
byggt á bjargi.
Svona eiga menn að vera.
Gleðilegt sumar.
Hreiðrið
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Í fyrradag var „Dagur
jarðar“ haldinn í 35.
sinn, að vísu ekki á
Íslandi. „Dagur um-
hverfisins“, sem er á
morgun, kemur í hans
stað. Sigurður Ægis-
son minnir landsmenn
á þá ábyrgð, sem
öllum er lögð á
herðar í þeim efnum.
HUGVEKJA
✝ Kristinn Jónsson,fv. tilraunastjóri
hjá Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins á
Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð, Birkivöllum 32 á
Selfossi, fæddist í
Þverspyrnu í Hruna-
mannahreppi í Ár-
nessýslu 14. apríl
1926. Hann lést á
hjartadeild Landspít-
alans við Hringbraut
þriðjudaginn 12. apr-
íl síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðlaug Eiríksdóttir
húsmóðir, f. 23. maí 1895 í
Hraunbæ í Álftaveri í V-Skaftafells-
sýslu, d. 24. apríl 1988, og Jón
G.Jónsson bóndi, f. 24. september
1888 í Þverspyrnu, d. 26. mars
1965. Systkini Kristins eru: Eiríkur
bóndi, f. 31. júlí 1920, d. 15. febrúar
2005, Sigurjón bóndi, f. 22. október
1921, Sigríður húsmóðir, f. 1. júní
1923, d. 7. mars 2002, Guðmundur
smiður, f. 16. október 1928, Sigrún
ljósmóðir, f. 14. apríl 1929, Guðrún
húsmóðir, f. 17. janúar 1933, Stefán
byggingameistari, f. 2. desember
dóttir, f. 27. apríl 1962. Kristinn
varð búfræðikandídat frá búvís-
indadeild Bændaskólans á Hvann-
eyri árið 1951. Hann stundaði fram-
haldsnám í Noregi og Svíþjóð á
árunum 1952–1953.
Starfsþjálfun hlaut hann í Bret-
landi, Hollandi, Írlandi og Noregi á
vegum OECD árið 1963.
Kristinn var héraðsráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands
frá 1953 til 1967. Hann var tilrauna-
stjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð á
vegum Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins frá 1967 til 1994. Hann
gegndi jafnframt ýmsum trúnaðar-
störfum á vettvangi sveitar-
stjórnarmála og í félagasamtökum
bænda. Hann var oddviti Fljótshlíð-
arhrepps frá 1974 til 1994. Í jarða-
nefnd Rangárvallasýslu frá 1976 til
1994 og í gróðurverndarnefnd
Rangárvallasýslu frá 1987 til 1994.
Hann var formaður Hrossaræktar-
sambands Suðurlands 1958–1967, í
stjórn Kaupfélags Rangæinga var
hann frá 1980 til 1994 og í héraðs-
nefnd Rangárvallasýslu frá 1988 til
1994.
Eftir Kristin liggja ritgerðir um
niðurstöður tilrauna svo og blaða-
greinar á sviði búvísinda og félags-
mála.
Útför Kristins var gerð í kyrr-
þey, samkvæmt ósk hins látna, og
fór athöfnin fram í Selfosskirkju
laugardaginn 23. apríl.
1934, Ásta húsmóðir, f.
1. maí 1936, og Valgeir
bóndi, f. 14. júní 1939.
Kristinn kvæntist 4.
apríl 1974 Ernu G. Sig-
urðardóttur aðstoðar-
manni hjá RALA, f. 16.
maí 1932. Erna er dótt-
ir Kristínar Sigurðar-
dóttur húsmóður, f. 6.
október 1906, og Sig-
urðar Karlssonar, út-
vegsbónda í Hafnar-
nesi við Fáskrúðsfjörð,
f. 29. mars 1904. Stjúp-
synir Kristins eru Ósk-
ar Björgvinsson, f. 29.
september 1958, sambýliskona
Dórathea Margrétardóttir, f. 29.
apríl 1967, og Hafsteinn Björgvins-
son, f. 16. mars 1961, kvæntur
Lindu Andrésdóttur, f. 7. desember
1965. Dætur þeirra eru Kristín, f.
11.mars 1989, og Hólmfríður, f. 16.
apríl 1993. Dóttir Hafsteins fyrir
hjónaband er Erla Björg, f. 8. des-
ember 1978, sambýlismaður Her-
mann Ragnarsson, f. 18. ágúst
1972. Stjúpdóttir Erlu Bjargar er
Lóa Linda, f. 23. ágúst 1992. Móðir
Erlu Bjargar er Sæunn Erlings-
Okkur systurnar langar til þess að
minnast afa okkar í örfáum orðum.
Við eigum margar góðar minningar
um afa sem alltaf hafði tíma til að
spjalla og spila. Oft var farið í göngu-
túra og berjamó með afa og ömmu.
Áttum við margar ánægjulegar
stundir með þeim, bæði í gönguferð-
um í Þrastaskóg og eins þegar farið
var til hestanna.
Afi hafði alltaf tíma til þess að tala
við okkur og sýndi áhuga á öllu því
sem við vorum að gera. Hann hafði
mjög gaman af ljóðum og oftar en
ekki kom hann með ljóðabókina
góðu, 100 hestavísur, og bað okkur
að lesa upp úr henni. Sum ljóðin voru
lesin oftar en önnur og eitt af þeim
hljóðar svona:
Minn þótt Sokki brúki brokk,
burt hann lokkar trega.
Undan nokkrum fákaflokk
fer hann þokkalega.
(Andrés Magnússon.)
Við minnumst alltaf afa sem ró-
legs og góðlynds manns sem ávallt
sat í hægindastólnum sínum, drakk
kaffi og borðaði rúsínur.
Áður en við fórum, eftir ánægju-
legar heimsóknir, heyrðum við afa
alltaf segja: „Komið nú og faðmið
hann afa ykkar.“
Við viljum þakka fyrir þær stundir
sem við höfum átt með afa og við vit-
um að hann er kominn á góðan stað
þar sem hann getur hvílt í friði.
Elsku amma, megi Guð veita þér
styrk í sorg þinni.
Hólmfríður og Kristín
Hafsteinsdætur.
Kristinn á Sámsstöðum, góður
vinur, nágranni og samstarfsmaður
um margra ára skeið, hefur skyndi-
lega verið burtu kallaður. Hann hafði
átt við vanheilsu að stríða um nokk-
urt skeið, en vonir stóðu til þess að
úr mætti bæta með hjálp hinna fær-
ustu lækna. En svo sem oft má reyna
eigum við engan dag til enda trygg-
an – og nú eru þau umskipti orðin
sem enginn flýr.
Kristinn gerðist tilraunastjóri á
Sámsstöðum árið 1967 og tók við því
starfi af hinum kunna brautryðjanda
Klemensi Kr. Kristjánssyni sem
stýrt hafði tilraunastöðinni frá stofn-
un hennar árið 1927. Hélt Kristinn
áfram merkilegum rannsóknum
hans í grasrækt, kornrækt, áburð-
arnotkun og fleiri greinum búvísind-
anna, sem komið hafa bændum og
búskap í landinu til góða um und-
anfarna áratugi.
Kristinn ávann sér fljótt traust og
álit sveitunga sinna og tók eftir fárra
ára dvöl í Fljótshlíðinni við starfi
oddvita sveitarstjórnar og gegndi
því um 20 ára skeið – eða þar til hann
lét af störfum og fluttist á Selfoss. Í
því starfi, sem og hverju því sem
honum var á hendur falið, vann hann
af alúð og nákvæmni og einstakri
reglusemi um allar færslur og fjár-
hagsskil sveitarfélagsins. Vakandi
áhuga og góða yfirsýn hafði hann
jafnframt á verkefnum og vænting-
um til framtíðar.
Svo sem vænta mátti lét hann sér
annt um gróðurfar og gróðurvernd í
sveit og héraði. Hann átti t.d. sæti í
svonefndri gróðurnefnd sveitarinnar
KRISTINN
JÓNSSON
sem m.a. beitti sér fyrir beitarstjórn-
un og uppgræðslu lands á heiðum og
afrétti. Var það gert með uppsetn-
ingu girðinga á mörkum byggðar og
afréttar, svo og á mörkum aðliggj-
andi sveitarfélaga og með dreifingu
fræs og áburðar m.a. úr flugvélum.
Þannig voru ræktaðar upp fallegar
graslendur sem gleggst má greina á
Einhyrningsflötum og Markarfljóts-
aurum.
Allt var þetta unnið í góðri sam-
vinnu við Landgræðslu ríkisins. Að
slíkum verkefnum vann Kristinn
einnig á víðari vettvangi, m.a í gróð-
urverndarnefnd Rangárvallasýslu.
Kristinn á Sámsstöðum kom að
margvíslegum félagsmálum og fram-
kvæmdum öðrum í þágu sveitar og
héraðs og á sviði búvísinda í landinu.
Hann var sjálfstæður í hugsun og
gat einatt vakið athygli á nýjum
sjónarhornum og varpað fram
óvæntum athugasemdum í um-
ræðum um áhugamál sín.
Hann var í eðli sínu hlédrægur og
lítt gefinn fyrir að láta á sér bera, en
staðfastur og óhviklyndur þar sem
honum þótti við þurfa.
Jafnan var gott að sækja þau hjón
heim, Kristin og Ernu, hvort sem var
á Sámsstöðum eða Selfossi. Hlýr
höfðingsbragur var á móttökum og
kræsingar á borðum.
Við Ingibjörg söknum vinar í stað,
þökkum liðnar stundir og biðjum
góðan Guð að styrkja og leiða Ernu
og alla fjölskyldu hins látna heiðurs-
manns í söknuði þeirra og eftirsjá.
Sváfnir
Sveinbjarnarson.
Á þessum tímamót-
um þegar Indíana
Ingólfsdóttir hefur
kvatt þennan heim er
mér efst í huga þakk-
læti fyrir það að hafa
fengið að kynnast þessari konu
sem er ein eftirminnilegasta per-
sóna sem ég hef þekkt.
Það má eiginlega segja að ég
hafi verið svo heppinn að fá ömmu
í heimanmund því mér leið strax
eins og ég hefði þekkt Indu ömmu
alla mína tíð, svo opnum örmum
INDÍANA DÝRLEIF
INGÓLFSDÓTTIR
✝ Indíana DýrleifIngólfsdóttir
fæddist á Tjörn í Að-
aldal 24. nóvember
1915. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Húsa-
vík 2. apríl síðastlið-
inn og var jarðsett á
Einarsstöðum 12.
apríl.
tók hún mér þegar ég
var kynntur fyrir
henni. Það er mér
ógleymanlegt þegar
ég sá hana í fyrsta
sinn hversu falleg hún
var en það var hún
allt til dauðadags.
Seinna kynntist ég
öðrum kostum hennar
sem voru margir.
Inda reyndist öllum
sem hún þekkti vel og
einstaklega trú og
traust var hún sínu
fólki. Hún átti ekki
alltaf auðvelda ævi en
að heyra hana kvarta hafa senni-
lega fáir gert því glaðværð og
glettni var einn af hennar stóru
kostum og skemmtileg var hún.
Inda sá oft hlutina í öðru ljósi en
fólk á hennar aldri vegna þess hve
fordómalaus og opin hún var fyrir
öllum nýjungum og ekkert virtist
henni framandi. Hún innleiddi
bara hlutina inn í líf sitt, þusaði í
mesta lagi örlítið rétt á meðan hún
var að læra á þá en fljótlega varð
eins og hún hefði alltaf átt þá.
Inda hafði gott lag á að
skemmta sér og öðrum og áhuga-
málin voru mörg. Þar voru íþrótt-
irnar ofarlega á lista enda var hún
sjálf íþróttagarpur og ekki ýkja
langt síðan hún var að koma með
verðlaunagripi heim af boccíamót-
um. Skoðanir hennar voru oft
ákveðnar og þótt hún væri við-
kvæm og tilfinninganæm að eðl-
isfari gat hún staðið fast á sínu ef
hún þufti.
Hennar síðasta heimili var á
Húsavík en þar bjó hún með kær-
astanum sínum honum Dodda þar
til hann lést fyrir nokkrum árum.
Ég tala örugglega fyrir munn
okkar allra afkomenda og tengda-
fólks hennar Indu ömmu þegar ég
þakka henni samfylgdina og öll
góðu áhrifin sem hún hafði á okk-
ur öll með sinni einstöku mann-
gæsku.
Guð blessi minningu hennar.
Þórsteinn Rúnar
Þórsteinsson, Vallakoti.