Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 45 MINNINGAR ✝ Ólafur Vilbergs-son fæddist á Eyr- arbakka 21. febrúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 10. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Ólafs voru hjónin Ragnheiður Guð- munda Ólafsdóttir, f. 1. mars 1906, d. 19. júní 1998, og Vilberg- ur Jóhannsson, f. 29. mars 1899, d. 2. júlí 1939, bæði búsett að Helgafelli á Eyrar- bakka. Systkini Ólafs eru: Karen, f. 17. maí 1926, búsett á Selfossi, Sigurður, f. 21. febrúar 1927, d. 1928, Jóhann Vilhjálmur, f. 30. maí 1931, býr í Reykholti í Biskupstungum, Ásta Þórunn, f. 9. júlí 1932, býr á Eyrarbakka, og Sigríður Vilborg, f. 20. september 1939, býr á Selfossi. Ólafur kvæntist 6. nóvember 1963 Hildi Guðrúnu Ágústsdóttur, f. 19. september 1922, d. 6. nóvem- ber 1966. Heimili þeirra var í Hafnar- firði. Þau eignuðust tvo syni: 1) Ágúst Berg, f. 8. apríl 1959, hann lauk farmanna- prófi frá Stýri- mannaskólanum og síðar sveinsprófi í húsasmíði og starfar við smíðar. Sambýlis- kona Ágústar er Anna Jóna Gunnars- dóttir sjúkraliði og eiga þau þrjú börn: Jón Árna, f. 15. maí 1983, Hildi, f. 30. júní 1990, og Daniel, f. 13. ágúst 1991. Þau eru búsett í Noregi. 2) Har- aldur Ragnar rafmagnstæknifræð- ingur, f. 4. júlí 1962, sambýliskona hans er Hafdís Jensdóttir skrif- stofumaður, f. 2. desember 1956. Dóttir Hafdísar er Berglind Eir Magnúsdóttir. Þau Hafdís búa í Garðabæ. Útför Ólafs fór fram frá Eyrar- bakkakirkju föstudaginn 15. apríl. Elsku Óli afi. Nú er komið að kveðjustund. Þú ert lagður af stað í þína síðustu sigl- ingu. Við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Það var gott að hittast um páskana, en það kom okk- ur á óvart hvað þú varst veikur. Nú hefur þú fengið hvíld og við trúum því og treystum að þú hafir það gott þar sem þú ert. Minningar koma fram í hugann. Heimsóknir á Bakkann til þín og langömmu og þegar þú komst til okkar í Lambhagann og hafðir alltaf eitthvað gott með. Heimsóknir þínar til okkar í Noregi. Við hlökkuðum alltaf svo til að fá þig í heimsókn. Ferðalag til Danmerkur og við þræddum McDonalds. Þegar við fór- um í bíltúr og þú bauðst upp á ís. Gönguferðir með veiðistöng niður á bryggju og ýmislegt spjall. Þetta eru bara nokkur minninga- brot. Þú hafðir þinn eigin máta til að sýna að þér þykir vænt um okkur. Nú ert þú kominn á nýjar slóðir, þar sem við vitum að þú vakir yfir okkur. Við munum sakna þín. Minning þín er geymd í okkar hjarta. Þín afabörn, Jón Árni, Hildur Guðrún og Daniel. Mágur minn, Ólafur Vilbergs- son, er látinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem sigrar jafnt veikburðafólk og hraust- menni. Ólafur ólst upp á Eyrarbakka, en frá 9 ára aldri og fram að fermingu var hann á sumrin á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi og vetrarmaður á Langstöðum í Flóa var hann ferm- ingarárið. Sumarið 1944, þá 15 ára, fór Ólafur til sjós, háseti á m/b Sísí hjá Jóni Helgasyni á Bergi og strax þá fékk hann að reyna hvers sjó- mennskan krefst. Meðan jafnaldrar hans og reyndar þjóðin öll fagnaði stofnun lýðveldis þann 17. júní, varð hann með félögum sínum á Sísí að halda sjó í vonskuveðri og við lítinn kost, því sú veiðiferð átti ekki að standa nema daginn, en brim lokaði sundum skyndilega og gerði land- töku ófæra. Um haustið varð Ólafur hjálparkokkur á Kveldúlfstogaran- um Gylli, skipstjóri þar var Kol- beinn Sigurðsson. Fullgildur háseti á dekki varð hann strax vorið eftir, 16 ára gamall. Með Kolbeini var hann næstu ár, bæði sem háseti og síðar stýrimaður, eftir að hafa lokið 2. stigi Stýrimannaskólans 1951. Hann var líka stýrimaður á togur- um með Sigurði Guðjónssyni frá Litlu-Háeyri. Togararnir voru Gyll- ir, sem fyrr er nefndur, Skallagrím- ur og Egill Skallagrímsson, allir frá sömu útgerð. Sumarið 1954 var hann skipstjóri á m/b Faxa á hum- arveiðum. Þar var hann meðal þeirra fyrstu er stunduðu þessar veiðar. Með þessari sumarvertíð á Bakkanum hófust arðbærar humar- veiðar hér á landi. Eftir að hafa verið togarakarl í meir en tíu ár, sneri Ólafur sér að farmennsku. Hann réðst til Eim- skipafélags Reykjavíkur 1957 og var á skipum þess, Kötlu og Öskju, til 1965 og á Bakkafossi 1966–68. Næstu sex ár starfaði Ólafur í landi, var þó eitt sumar með m/b Hafrúnu á humarveiðum. Hann hélt heimili með móður sinni, en hún annaðist Ágúst, son hans, eftir fráfall eigin- konu hans 1966. Yngri drengurinn, Haraldur Ragnar, ólst upp hjá móð- urbróður sínum Eiríki Ágústssyni og konu hans Áslaugu Eyþórsdótt- ur í Hafnarfirði. Alla tíð gerði Ólaf- ur sér far um að hafa sem mestar samvistir við syni sína. Árið 1974 réðst hann til Nesskipa h/f og sigldi á skipum þess, Suðurlandi, Ísnesi, Selnesi og síðast Akranesi. Fóru þau skip víða, allt frá Norður-Nor- egi, suður með Afríku til Nígeríu vítt og breitt um Miðjarðarhaf. Þessi skip sigldu einnig upp í vötnin miklu í Norður-Ameríku og við Suð- ur-Ameríku allt til Ríó, um Pan- amaskurð til kyrrahafsstranda Suður-Ameríku. Ólafur hafði því gert víðreist um höf er hann kom alfarinn í land og fór þá að vinna við saltfisk og veiðar- færaaðgerðir hjá Fiskiver s/f á Eyr- arbakka og vann þar allt til að hann missti heilsuna á síðasta ári. Ólafur Vilbergsson var marg- fróður og mikill lestrarhestur. Hann hafði víða farið og hafði frá mörgu að segja. Hann var ákaflega traustur maður og heill, mikið hraustmenni, en hlédrægur og hógvær. Útför Ólafs fór fram föstudaginn 15. apríl frá Eyrarbakkakirkju. Blessuð sé minning hans. Óskar Magnússon. ÓLAFUR VILBERGSSON Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS BJARNFREÐSSONAR, Lundarbrekku 4 Kópavogi. Jóhanna Bára Sigurðardóttir, Kolbrún Aðalsteinsdóttir, Sigurjón Ingi Aðalsteinsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU GESTSDÓTTUR, áður til heimilis að Lindarsíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Skjaldarvíkur fyrir góða umönnun. Sigurður Eggert Davíðsson, Ólöf Regína Torfadóttir, Hólmfríður Davíðsdóttir, Stefán Árnason, Kristján Davíðsson, Valgerður Kristjana Guðlaugsdóttir, Lísbet Davíðsdóttir, Snorri Sigurður Kristinsson, Gestur Ragnar Davíðsson, Svava Guðrún Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, GUÐMUNDAR LAXDAL JÓHANNESSONAR, áður til heimilis á Grandavegi 47. Halldóra Gróa Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Haraldsson, Jóhannes L. Guðmundsson, Gyða B. Elíasdóttir, Sigurður E. L. Guðmundsson, Ásta Haraldsdóttir, Herdís M. Guðmundsdóttir, Árni Brynjólfsson, Halldór Ó. L. Guðmundsson, Kristín J. L. Guðmundsdóttir, Karl R. Ólafsson, Elín H. Guðmundsdóttir, Gestur M. Gunnarsson, Björg Elísabet Guðmundsdóttir, Viðar Pétursson, Sesselja Laxdal Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar konu minn- ar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FREGNAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Dvergabakka 12, Reykjavík. Þorvaldur Jónsson, börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS PÁLSSONAR læknis. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hólabæjar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Ingibjörg Ívarsdóttir, Hjördís Kjartansdóttir, Ómar Hjaltason, Páll Kjartansson, Elín Jónsdóttir, Ívar Kjartansson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.