Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 61

Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 61    Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Frá framleiðendum Tryllimögnuð hrollvekja.Ekki dæma hana eftir útlitinu AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi  Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. Sýningartímar 23.-24. apríl SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 THE PACIFIER kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8.30 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl.12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.i. 16 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 12 - 2 - 4 - 6 THE PACIFIER kl. 12 - 1.45 Sahara Kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Svampur Sveinsson m/ísl.tali Kl. 2-4 -6 Boogeyman Kl. 8 -10 SAHARA kl. 15.40-6 - 8 - 10.20 SVAMPUR SVEINSSON kl. 2-4-6 THE PACIFIER kl. 2 Miðaverð 300 kr The Motorcycle Diaries 8 Hole in my heart kl. 10,30 B.i 16 Ice Princess ÞAÐ var verulega gaman að kynnast nýju plötu Roberts Plant og hljómsveitar hans Strange Sensation nú um daginn, og komast að því þessi mesti rokksöngvari síns tíma er sprækur og sprelllifandi og kann enn að búa til gott rokk. Það er sagt að hann sé að gera þar allt aðra hluti en á dýrðardögum Led Zeppel- in, en þrátt fyrir allt er strengurinn á milli bæði sterkur og skýr. Jú, vissulega er Mighty Rearranger allt öðru vísi plata en gömlu Zeppelinplöturnar; fyrir það fyrsta eru það arabísku áhrifin sem flæða um nýju tónlistina eins og mystískur reykelsisilmur og skapa rokkinu þar nýjan og töfrandi blæ. Strange Sensation hefur aug- ljóslega hlustað á meistarann Mohammed Abdel Wahab og lært sitthvað um einradda strengjaútsetningar, arabískan rytma, og anda stærstu söngstjörnu araba fyrr og síðar, Oum Koulthoum, má líka greina í nýju tónlist- inni. En í grunninn er Strange Sensation að spila blús og rokk, – músíkina sem fékk blóðið til að svella í íslenskum ungmennum í Laug- ardalshöll í júní 1970. Það virtist nokkuð sundurleitur hópur sem var samankominn í Laugardalshöll í fyrra- kvöld til að hlusta á Plant og Strange Sensa- tion. Þar var miðaldra kynslóðin – fólkið sem var á sama stað fyrir réttum 35 árum og upp- lifði kynngimagnaða tónleika Led Zeppelin á Íslandi; – sumir með krakkana sína með sér; en líka ungt fólk á þrítugs- og fertugsaldri, sem var komið til að sjá og heyra goðsögnina syngja. Hvort væntingar þessara hópa til tón- listarinnar hafa verið þær sömu er ekki gott að segja. Maður fann að þeir eldri biðu eftir „gömlu góðu“ lögunum, en eftir hverju hinir voru að bíða er ekki gott að segja – kannski bara að sjá og heyra lifandi goðsögn að verki. Það var reynar ekki hlaupið að því að kom- ast inn í Laugardalshöllina í fyrrakvöld. Það var furðuleg fornaldarstemmning við dyrnar, þar sem dyravörður stoppaði alla í löngu röð- inni til að gramsa í fórum þeirra í leit að ljós- myndavélum! Einkennilegt, í ljósi þess að bootleg græjur nú til dags eru talsvert fyrir- ferðarminni en ljósmyndavélar – og þær má hafa í bandi um hálsinn, eða í vasanum, þar sem ekki var leitað – og þó. Meðan gagnrýn- andi einbeitti sér að því í bljúgri auðmýkt, að sýna dyraverði: gemsann, varalitina, tyggjóið og reikningana, stóðu tveir fyrir aftan og laumuðu sér orðalaust í kápuvasann og gerðu upptæka fimm desilítra af svörtu vita óáfengu ropvatni í plastflösku með tappa. Við eftir- grennslan kom í ljós að „smygl“ slíkra drykkja á svæðið var jafn ólöglegt og skinkuburður sjómanna í land var á sínum tíma. Það var hlægileg tímaskekkja í því að láta valdaglöð ungmenni hella niður KÓKI miðaldra konu, – ekki síst í ljósi þess að innan dyra flaut allt í bjór í orðsins fyllstu merkingu. Sennileg skýr- ing kom þó í ljós þegar í salinn kom; – bersýni- legt var að ekki yrði húsfyllir og trúlegt að þorstagróði hafi átt að bæta fyrir það. Hljómsveitin Ske hitaði upp, en þrátt fyrir fín lög, góða spilamennsku og krúttlega sviðs- framkomu tókst hljómsveitinni ekki að magna upp stemmningu. Biðin eftir stjörnum kvölds- ins var löng – allt of löng. En svo komu þeir, byrjuðu á tveimur lögum af nýju plötunni og salurinn hitnaði og tók við sér. Annað lagið, „Shine it all around“, var sér- staklega flott og kraftmikið, rytminn þéttur og rödd Plants komin á sinn stað. Þá kom „Black Dog“ af fjórðu Zeppelin plötunni, og Plant tók salinn með stæl. Nýju lögin komu svo hvert af öðru, – sum þeirra kynnti Plant, og notaði tækifærið til að gagnrýna „forseta“ sinn, – eins og hann kallaði Blair forsætisráðherra, þjónkun hans við Bush og utanríkisstefnu hans og lýsa ótta sínum gagnvart hnignandi lýðræði á Vesturlöndum. „Takamba“ var lagið sem fylgdi þessum pólitísku þönkum söngv- arans, – þrælgott rokklag með súrrandi slungnum rytma og hippískum andófstexta. Plant lét þau orð fylgja að hrynmynstrin í lag- inu líktu eftir göngutakti kameldýrsins. „Free- dom Fries“ er eitt besta af lagið af þeim nýju, og enn betri tónsmíð er „Tin Pan Valley“, seið- andi smellur, þar sem hljómborðsleikari Strange Sensation fór mikinn í arabísku fingraflúri. Það var gríðarleg stemmning í Höllinni, og greinilegt að fólk kunni vel að meta þennan heillandi bræðing blústónlistar, rokks og arab- ískrar tónlistar. Á síðustu árum hefur rokkið verið að sækja æ meira í etníska tónlist – suð- ur-ameríska tónlistin hefur verið könnuð í þeim tilgangi, – líka sú afríska, og auðvitað indverska tónlistin líka – allt aftur til daga Bítlanna. En arabísku áhrifin eru nýr ilmur í þessari flóru – þar er keimur sem fer gletti- lega vel við blúsinn og rokkið líka. Það voru sennilega margir orðnir óþreyju- fullir að heyra meira af þeim gömlu góðu, þeg- ar „Hangman“ kom loksins í hægri og mjög blúsaðri útsetningu yfir stöðugum arabískum bassahljómi, – eða drón. Salurinn fagnaði af einlægni eftir hvert lag, en í loftinu lá óskin um að hljómsveitin tæki „Immigrant Song“, lagið sem Plant samdi með félaga sínum undir áhrifum frá Íslands- heimsókninni forðum. Eftir öðru vísi útgáfu af „Babe I’m gonna leave you“, kom það loks, – en svo gjörólíkt sinni upprunalegu gerð, að salurinn virtist ekki alveg átta sig á því að þarna væri það. Þetta þétta og kjarnmikla lag hljómaði nú sem löturhægur blús, og Plant söng af djúpri innlifun og – eigum við ekki bara að segja kærleik til salarins sem eitt sinn blés honum þennan óð í brjóst. Það var líka gaman að heyra „Gallows Pole“ aftur í nýrri útsetningu og „Whole lotta love“ rokkaði vel þótt Jimmy Page væri hvergi nærri. Aðeins á einum stað saknaði maður taktanna hans í kompaníinu við Plant, og það var í „Black Dog“, þar sem gítarriffið hans flotta var víðs fjarri. Það var augljóst að Robert Plant var ekki hingað kominn til að upplifa sjálfan sig sem goðsögn. Til þess fengu nýju lögin miklu meira rými á kostnað þeirra gömlu. Og gömlu lögin komu flest öll skemmtilega á óvart í óvæntum útsetningum Strange Sensation. Það hefði líka verið óttalega aumt að heyra þau eins og stein- runna safngripi „eins“ og forðum. Með þessu sýndi Robert Plant að hann er enn frjór og skapandi listamaður, sem þorir að taka áhættu í tónlistinni. Hann hefur enn neistann og hæfi- leikann til að skapa bragðgott rokk og ról. Það var rífandi stemmning í tónleikalok og fólk var ekki sátt við að fá ekki meira. Sjálfur virtist hann sæll með móttökurnar, og einlæglega kátur með að vera kominn hingað í annað sinn, og lofaði að koma fljótt aftur í það þriðja. Bragðgott rokk og ról TÓNLIST Laugardalshöll Robert Plant og Strange Sensation léku gamalt og nýtt, hljómsveitin Ske hitaði upp. Föstudag kl. 20. Robert Plant  Morgunblaðið/ÞÖK „Það var augljóst að Robert Plant var ekki hingað kominn til að upplifa sjálfan sig sem goð- sögn. Til þess fengu nýju lögin miklu meira rými á kostnað þeirra gömlu,“ segir m.a. í umsögn. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.