Morgunblaðið - 24.04.2005, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
FIMM sendifulltrúar Rauða kross Ís-
lands eru á leiðinni til Asíu til hjálp-
arstarfa vegna jarðskjálftans í Ind-
landshafi um páskana og risaflóðanna
annan í jólum.
Baldur Steinn Helgason mannfræð-
ingur fer á næstu dögum til Ache-hér-
aðs til að taka að sér birgðastjórn en
hann hefur hlotið þjálfun á því sviði er-
lendis. Þá fer Óskar Torfi Þórðarson
byggingafræðingur til Nías-eyju til að
taka þátt í uppbyggingarstarfi þar.
Verða þeir 6 mánuði í sendiför sinni.
Í byrjun maí fara þrír íslenskir
sendifulltrúar til hamfarasvæðanna,
en þeir eru Sólveig Ólafsdóttir frétta-
maður sem fer til Sri Lanka, Hjördís
Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur
sem fer til Ache til að sinna heilsu-
gæsluverkefnum og Robin Bovey líf-
fræðingur sem fer til Ache til að sinna
samhæfingarhlutverki á svæðinu. Þrjú
þau síðastnefndu eru margreynd í
störfum sínum fyrir Rauða krossinn.
Fimm sendi-
fulltrúar á
leið til ham-
farasvæða
MIKINN reyk lagði yfir Akureyrarbæ vegna
sinubruna í landi Jódísarstaða í nágrenni Ak-
ureyrar í gærmorgun. Ábúandi hafði öll til-
skilin leyfi fyrir að brenna sinu í landi sínu, en
þegar sunnanvindur beindi reyknum inn í bæ-
heilsuveila bæjarbúa á brott en þó var til skoð-
unar að slökkva á loftræstikerfi sjúkrahússins
um tíma. Lögreglan segir að hætt sé við að
fólk sem var með þvott á snúru í gærmorgun
þurfi að þvo hann aftur eftir mengunina.
inn, fólki til mikils ama, varð ljóst að ekki yrði
við það unað stundinni lengur. Kvörtunum
rigndi yfir lögregluna sem gerði ábúandanum
að slökkva eldinn. Þrátt fyrir mikinn reyk í
bænum kom þó ekki til þess að flytja þyrfti
Morgunblaðið/Kristján
Bærinn hvarf í reyk frá sinubruna
BYGGINGAMÁL Listaháskóla Ís-
lands eru nú forgangsverkefni
stjórnvalda eftir að ákvörðun var
tekin um Háskólatorg Háskóla Ís-
lands. Þetta kom fram í máli Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra á fundi sem
Félag um Listaháskóla Íslands
hélt um byggingamál LHÍ á föstu-
daginn var. Sagði ráðherra brýnt
að málefni skólans yrðu tekin föst-
um tökum svo hann kæmist undir
eitt þak hið bráðasta, en skólinn
starfar nú á þremur stöðum í borg-
inni.
„Núverandi ráðherra hefur tek-
ið mjög vel á okkar málum, þannig
að þessi yfirlýsing hennar kemur
mér ekki á óvart. Hún staðfestir
hins vegar opinberlega þann vilja,
sem ég hef heyrt frá henni í sam-
tölum og það er mikils virði fyrir
bæði mig og skólann,“ sagði
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
LHÍ, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Að sögn Hjálmars ríkir ófremd-
arástand í húsnæðismálum skól-
ans. „Sérstaklega er staðan slæm í
annars vegar tónlistardeild og hins
vegar leiklistardeild. Við búum þar
við mjög erfiðar bráðabirgðalausn-
ir. Hugmyndafræðin að baki
Listaháskólanum er að nýta ávinn-
ing af samspili listgreina. Meðan
skólinn er dreifður um borgina
verður þessi ávinningur aldrei
deiglunni. Segir hann löngum
hafa legið ljóst fyrir að stjórn
LHÍ vilji að skólinn verði stað-
settur í miðborg Reykjavíkur.
„Núna eru einkum tveir staðir
sem menn líta vonaraugum til
varðandi framtíðarstaðsetningu
skólans, annars vegar Vatnsmýr-
in þar sem HR mun byggja upp
framtíðarhúsnæði sitt og hins
vegar Hafnarbakkinn þar sem
tónlistarhúsið mun rísa. Á báðum
þessum stöðum eru að skapast
stórkostlegir möguleikar,“ segir
Hjálmar og tekur fram að mik-
ilvægt sé að hafa í huga að LHÍ
hefur tvíþættu hlutverki að
gegna. „Þannig er skólinn ekki
aðeins menntastofnun heldur
menningarstofnun, enda er ráð-
gert að stór hluti af framtíðarhús-
næði skólans verði opinn almenn-
ingi,“ segir Hjálmar og nefnir
væntanlega tónleikasali, leikhús
og bókasafn skólans í því sam-
hengi.
Á aðalfundi Félags um Listahá-
skóla sem fram fór strax að lokn-
um fundinum á föstudag með ráð-
herra og rektor, var samþykkt
áskorun til stjórnar skólans,
borgarstjórnar og menntamála-
ráðherra, þess efnis að málsaðilar
taki nú höndum saman og leysi
húsnæðisvandræði Listaháskóla
Íslands, að öðrum kosti nái hann
ekki því markmiði sínu að vera
áfram suðupottur nýrra hug-
mynda þar sem ólíkar listgreinar
starfa undir sama þaki.
ins að finna skólanum hús undir
einu þaki. „Það hefur ekki tekist
ennþá, enda hefur skólinn verið í
mótun. Skólinn er nú á sjötta ári
og við þekkjum orðið þarfirnar og
höfum mótað stefnu til framtíðar,
en mjög ítarleg þarfagreining um
húsnæðisþörf skólans liggur fyrir,“
segir Hjálmar, sem sjálfur á sæti í
vinnuhópi sem menntamálaráð-
herra skipaði nýverið sem hefur
það að markmiði að skoða hvernig
LHÍ og ríkið komi sameiginlega að
fjármögnun skólans. Er ráðgert að
hópurinn skili tillögum eigi síðar
en 1. nóvember nk.
Spurður um hugsanlega stað-
setningu segir Hjálmar margt í
nema takmarkaður. Þess vegna er
það forgangsmál mitt og stjórnar
skólans að umhverfi hans verði
þannig að við náum því út úr skól-
anum sem við ætlum og getum.“
Þess má geta að um 360 nemendur
stunda nám við skólann og eru
fastráðnir starfsmenn um 70 auk
þess sem á þriðja hundrað sér-
fræðingar koma að starfi skólans
með einum eða öðrum hætti.
Líta vonaraugum til Vatns-
mýrar og Hafnarbakka
Hjálmar rifjar upp að legið hafi
fyrir frá upphafi, áður en LHÍ var
stofnaður, að það yrði sameigin-
legt verkefni skólans og ríkisvalds-
Byggingamál Listaháskóla Íslands eru nú forgangsverkefni að mati ráðherra
Brýnt að koma skólanum
undir eitt þak hið bráðasta
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Starfsemi Listaháskólans er að hluta til í gamla Sláturfélagshúsinu.
PLATA Mugisons, Mugimama, Is This
Monkeymusic?, kemur á morgun út fyrir
Evrópumarkað hjá Accidental Records.
Útgáfufyrirtækið rekur ekki mannmarga
skrifstofu en er að sögn Mugisons „póli-
tískt og meðvitað“. Eigandi þess, Matthew
Herbert, er tónlistarmaður en einnig
kunnur aktívisti. Kynni hans af tónlist
Mugisons má rekja til einfaldrar bréfa-
sendingar.
„Ég sendi honum ástarbréf,“ segir
Mugison, sem vill meina að í hug-
myndafræðilegum skilningi hafi Herbert
haft á sig gífurleg áhrif.
Útgáfu plötunnar fylgir Mugison eftir
með tónleikaferð um álfuna sem hefst í
Bretlandi á morgun. „Þetta leggst rosavel
í mig, mér finnst gaman að þessu,“ segir
Mugison í forsíðuviðtali við Tímarit Morg-
unblaðsins í dag. „Ég spila kannski í
klukkutíma og mér líður mjög vel þegar
ég spila. Restin er meira eins og að vera í
löndun, massíf líkamleg vinna,“ en hann
selflytur sjálfur allar græjurnar við annan
mann. Á gítarnum flöktir syngjandi and-
litið á unnustunni Rúnu, með aðstoð mynd-
varpa, og þannig syngur hún með Mugison
í túrnum, þrátt fyrir að sitja á sama tíma
heima á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Eins og að
vera í löndun