Morgunblaðið - 25.04.2005, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.04.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR                       Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Gallabuxur - gallajakkar ELDUR kom upp í Mýrargötu 26 um kl. 23:30 á laugardagskvöld og var Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins kallað á vettvang. Þrátt fyrir að slökkvistarf tæki skamman tíma og skemmdir hafi orðið óverulegar barst töluverður reyk- ur út um húsið en sem betur fer var vindur austanstæður og beindi reyknum beint út á haf. Má ætla að óþægindi vegna reyks hefðu orðið mun meiri ef reykinn hefði lagt yfir miðbæinn, íbúum og veitingahúsagestum til ama. Lögreglan lokaði Mýrargöt- unni fyrir umferð úr austri á með- an slökkvilið athafnaði sig á vett- vangi. Enginn var í húsinu en það tók reykkafara talsverðan tíma að leita af sér allan grun. Eldur hafði borist í loftklæðningu og logaði út um 2. og 3. hæð þegar að var kom- ið. Hraðfrystihús var þarna áður til húsa og hefur byggingin staðið auð um tíma. Þar hafa útigangsmenn leitað skjóls en enginn mun hafa dvalið þar nokkrum sólarhringum áður en kviknaði í. Tæpur mán- uður er síðan kviknaði í húsinu síð- ast og urðu þá talsverðar skemmd- ir og einum manni var bjargað út af reykköfurum. Breyta á gamla hraðfrysti- húsinu í glæsilegar íbúðir Húsið er nú í eigu Nýju-Jórvík- ur ehf. og segir Ísleifur Leifsson stjórnarformaður félagsins að eldsvoðinn hafi engin áhrif á áform félagsins um að gera húsið upp og innrétta þar glæsilegar íbúðir. Skylt er að loka mannlausum húsum til að fyrirbyggja umferð óviðkomandi og segir Ísleifur vissulega hafa verið orðið við þeirri kröfu samkvæmt bygginga- reglugerð. Á hinn bóginn sé harla erfitt að tryggja hús algerlega svo þau standist mjög einbeittan ásetning fólks um að brjótast inn. Eigi að síður verður farið í að læsa húsinu enn betur. Morgunblaðið/Júlíus Miklar eldtungur stóðu út um glugga á þriðju hæð hússins þegar slökkviliðið kom á staðinn nokkru fyrir miðnætti. Enn einn bruninn í Mýrargötu 26 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BRUNAVÖRNUM í íbúðum í at- vinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu er mjög ábótavant segir Bjarni Kjartansson, framkvæmdastjóri forvarnadeildar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins. Kveðst hann vera afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Erfitt sé að ná tökum á vandanum. Hann segir þó pattstöðu ríkja varðandi hvað sé hægt að gera til að taka á þessum málum. „Það hafa komið upp óheyrilegir örðugleikar að eiga við þetta,“ seg- ir Bjarni. Hann segir algengasta ágallann á þessum íbúðum vera skort á flóttaleiðum út úr húsnæð- inu ef eldur kemur upp. Bjarni segir mjög margvíslegar ástæður valda því að fólk búi í íbúð eða herbergi sem hefur verið inn- réttað í atvinnuhúsnæði. „Þetta er allt frá því að vera erlent verkafólk sem stoppar hérna í stuttan tíma, sem leigir bara einhverja herberg- isholu og er svo farið eftir ein- hvern tíma, yfir í hreinlega fátækt fólk og allt þar á milli,“ segir hann. Bjarni segir ekki gefa góða raun ef hart væri tekið á málum og fólk hreinlega rekið út úr húsnæðinu. Jafnframt bendir Bjarni á að þó að fólk eigi ekki lögheimili í þeim hverfum sem það búi í þá eigi fólk- ið siðferðilega nokkuð mikinn rétt þar sem það á sitt eigið heimili. Nýuppkveðinn hæstaréttardómur er varði sumarbústaði í Grímsnes- inu hnígi í sömu átt, þ.e. að frið- helgi heimilisins gildi á þessum stöðum. „Jafnvel þó að það væri farið að hamra svona á þessu þá leysir það ekkert vandamálið sem er fyrir hendi, sem er félagsleg eymd,“ segir Bjarni og bætir því við að skortur sé á úrræðum fyrir þessa hópa sem þurfi að búa í þessum íbúðum og herbergjum. Það hafi einfaldlega ekki ráð á því að kaupa eða leigja tveggja herbergja íbúð t.a.m. í Grafarvogi. Hann segir beitingu dagsekta til þess að þrýsta á eigendur húsnæð- isins til þess að gera úrbætur á brunavörnum hafa stoppað á laga- legum atriðum. Hann segir sveit- arfélög ekki geta leyft að breyta ósamþykktri íbúð í venjulega íbúð í atvinnuhverfi nema með skipu- lagsbreytingu. Með því getur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sem ein af stofnunum sveitarfé- lagsins, ekki krafist úrbóta sem um íbúð væri. Brunavarnir í íbúðum í atvinnuhúsnæði áhyggjuefni Erfitt að taka á vandamálinu Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið GUNNAR Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke City FC, segir það hafa verið rétta ákvörðun að endur- nýja samning til eins árs við þjálfara liðsins, Tony Pullis. Haft var eftir Magnúsi Kristinssyni, formanni stjórnar Stoke Holding, sem á 60 prósenta hlut í Stoke City, á laug- ardag, að félagið hefði ekki áhuga á að veita meira fé til félagsins meðan Pullis er þar knattspyrnustjóri. „Þessi maður er ekki fullkominn knattspyrnustjóri frekar en aðrir, en miðað við það sem hann hefur gert fyrir liðið á undanförnum árum, taldi ég rétt að endurráða hann,“ segir Gunnar Þór. „Hann á sínar sterku hliðar og sín- ar veiku hliðar, sína kosti og sína galla, en þegar litið er á málið heild- stætt er það okkar niðurstaða að það hafi verið rétt að bjóða honum nýjan samning.“ Gunnar Þór vill ekki tjá sig um einstaka leikmenn liðsins, m.a. þá fullyrðingu Magnúsar að Pullis hafi nánast hæðst að Íslendingum með því að nota ekkert landsliðsmanninn Þórð Guðjónsson, en hann muni ræða við Magnús. Gunnar Þór er er- lendis um þessar mundir. „Ég ræddi við Magnús áður en ákvörðunin var tekin og mun tala við hann aftur fljótlega, ég hef ekki haft tækifæri til að tala við hann augliti til auglitis.“ Stjórnarformaður Stoke City um endurráðningu Tonys Pullis „Ekki fullkominn frekar en aðrir“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.