Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Kristinn
Sr. Þórhallur Heimisson lagði
stund á sagnfræði áður en hann
innritaðist í guðfræði og hefur
lengi haft áhuga á styrjöldum.
SÉRA Þórhallur Heimisson, prest-
ur við Hafnarfjarðarkirkju, verður
leiðsögumaður í ferð sem farin
verður á slóðir innrásarinnar í
Normandí næsta haust, en á sama
tíma kemur út bók eftir hann um
10 örlagaríkustu orustur Vest-
urlanda. Sr. Þórhallur segir áhuga
sinn á sagnfræði og styrjöldum
mega rekja aftur til þess tíma þeg-
ar hann var í sagnfræði í háskóla,
áður en hann innritaðist í guð-
fræðina.
Trúarbrögðin
undirrót átaka
Þórhallur hefur sérhæft sig í
kirkjusögu þar sem fléttast inn
átök og styrjaldir og hefur m.a.
unnið verkefni um trúarbragða-
styrjaldir á 16. og 17. öld. Eftir því
sem efnið hlóðst upp ákvað hann
að koma því í eina bók.
„Trúarbrögðin eru undirrót ým-
issa átaka og þegar maður setur
þetta í samhengi sést að það eru
gríðarleg áhrif sem einstakar or-
ustur hafa haft. Ef þær hefðu farið
öðruvísi væri veröldin kannski allt
önnur en hún er í dag.“
Bókin hefst um 400 f. Kr. á or-
ustu Leonídasar Spartverjakon-
ungs sem barðist með 300 manns
gegn Persum, sem taldir voru vera
tvær milljónir, og Þórhallur segir
vera eftirminnilegustu styrjöldina.
Bókinni lýkur hinsvegar á innrás-
inni í Normandí. Í hverjum kafla
er rakinn aðdragandi stríðsins,
undirbúningur herja, „aðalleik-
arar“ stríðsins, sjálf átökin og af-
leiðingar.
Þess má geta að ferðin til
Normandí sem farin verður dag-
ana 2.–7. október nk. verður kynnt
í kvöld á vegum ferðaskrifstof-
unnar Primu Emblu í Stangarhyl 1
og hefst kynningin kl. 20.
Sr. Þórhallur Heimisson fer í haust með
ferðamenn á slóðir árásarinnar á Normandí
Áhugamaður um
styrjaldir gefur út bók
Pólitíkin sannarlega full
af heitum tilfinningum
Morgunblaðið/ÞÖK
„Vellíðunarþjóðfélagið krefst þess að öllum líði endalaust vel. Það gerir það að verkum að okkur líður illa yfir því
að líða illa. Allskonar tilfinningar eins og efasemdir, hræðsla, skömm og þunglyndi eiga ekki upp á pallborðið og
þróast því yfir í sjúkdóma,“ segir Elísabet Jökulsdóttir, umsjónarmaður og höfundur Tilfinningatorgsins.
EFNT var til Tilfinningatorgs á
Hressó sl. laugardag. Að sögn
Elísabetar Jökulsdóttur, umsjón-
armanns og höfundar Tilfinn-
ingatorgsins, steig nokkur fjöldi
fram til að tjá tilfinningar sem
spunnu allt tilfinningalitrófið, allt
frá hversdaglegum tilfinningum eins
og að tjá sig um hve gott kaffið á
staðnum var til pólitískra tilfinn-
inga, en meðal viðstaddra voru
framhaldsskólanemar sem tjáðu
sterka andúð sína á styttingu fram-
haldsskólanámsins.
„Það er algengt að fólk líti á til-
finningar sem eitthvað sem tengist
aðeins gleði eða sorg, en það skiptir
ekki síður máli hvernig okkur líður í
þessu samfélagi og í pólitík er svo
sannarlega fullt af heitum tilfinn-
ingum,“ segir Elísabet.
Í tilefni af degi bókarinnar tjáðu
þær Þórunn E. Valdimarsdóttir,
skáld- og fræðimaður, og Elísabet
ást sína á bókum sem höfðað hafa
sterkt til þeirra. Þannig talaði Þór-
unn um ást sína á skáldsögunni
Tómas Jónsson – Metsölubók eftir
Guðberg Bergsson og Elísabet tjáði
ást sína á bókinni um litla prinsinn,
sem hún las fyrst þegar hún var að-
eins sjö ára gömul.
Leyfa fólki að sjá aðeins inn
í sprungurnar í sálarlífinu
Elísabet gerði einnig hetju-
hlutverkið að umtalsefni, auk þess
sem hún talaði um vellíðunarþjóð-
félagið, sem krefst þess að öllum líði
endalaust vel. „Það gerir það að
verkum að okkur líður illa yfir því að
líða illa. Allskonar tilfinningar eins
og efasemdir, hræðsla, skömm og
þunglyndi eiga ekki upp á pallborðið
og þróast því yfir í sjúkdóma.“
Hvað hetjuhlutverkið varðar segir
Elísabet það endurspeglast í því
hvernig við göngumst öll inn í
ákveðin hlutverk, t.d. innan fjöl-
skyldunnar. „Það eru hlutverk í öll-
um fjölskyldum, en í veikum fjöl-
skyldum má ekki skipta um
hlutverk. Hetjuhlutverkið getur
bjargað okkur og fært okkur ým-
islegt, en það getur líka lokað á
manneskjuna í okkur sjálfum þar
sem við verðum frekar eins og
glansmynd fremur en manneskja af
holdi af blóði. Hins vegar held ég að
maður verði betri fyrirmynd af mað-
ur leyfir fólki að sjá aðeins inn í
sprungurnar í sálarlífinu, heldur en
að vera fullkomin mynd,“ segir
Elísabet.
Aðspurð hvort hún finni fyrir mik-
illi þörf samborgara sinna fyrir Til-
finningatorgi svarar Elísabet því
játandi. „Og ég held að þessi þörf
eigi bara eftir að aukast. Við höfum
náttúrlega ekki lært að standa upp
og tjá okkur. Ég finn hins vegar
mikinn meðbyr með Tilfinningatorg-
inu, en eins og með allar nýjar hug-
myndir þá held ég að það taki tíma
fyrir fólk að þora að prófa. Fólk þarf
fyrst að hugsa um þetta heima hjá
áður en það þorir að láta vaða.“
Þess má að lokum geta að næsta
Tilfinningatorg verður haldið í
Hressógarðinum laugardaginn 7.
maí nk.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
10 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Matthíasi Guðmundi Pét-
urssyni formanni sóknarnefndar
Garðasóknar. Millifyrirsagnir eru
blaðsins:
„Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum undanfarnar vikur hafa erf-
iðar deilur ríkt um skeið innan Garða-
sóknar. Um er að ræða alvarlegan
samskiptavanda sem á rætur að rekja
mörg ár aftur í tímann þótt málið hafi
fyrst komist í hámæli þegar djákni
krafðist aðgerða í janúar 2004. Málið
varðar samskipti sóknarprests við
sóknarnefnd, samskipti hans við
prest og djákna svo og við starfsfólk
kirkjunnar og sjálfboðaliða. Ekki
tókst að leysa þennan vanda þrátt
fyrir aðkomu fjölmargra aðila. Af
hálfu sóknarnefndar Garðasóknar
hefur verið lögð rík áhersla á að vinna
að úrlausn málsins í nánu samstarfi
við prófast Kjalarnesprófastsdæmis
og biskup Íslands.
Sóknarnefnd Garðasóknar hefur
litið svo á að um viðkvæmt trúnaðar-
mál sé að ræða og hefur því hingað til
ekki rætt þann vanda sem við er að
etja við utanaðkomandi aðila, né tjáð
sig um ávirðingar og ásakanir sem
settar hafa verið fram á hendur sókn-
arnefndinni eða einstökum fulltrúum
hennar í fjölmiðlum og dreifibréfum/
tölvupósti.
Vísað til úrskurðarnefndar
þjóðkirkjunnar
Sóknarpresturinn Hans Markús
Hafsteinsson ákvað að vísa þessu
deilumáli til úrskurðarnefndar þjóð-
kirkjunnar hinn 29. október sl. en til
þess hafði hann fulla heimild. Úr-
skurðarnefnd þjóðkirkjunnar starfar
skv. 12. gr. laga nr. 78/1997 og er
heimilt að vísa til nefndarinnar
ágreiningsmálum á kirkjulegum vett-
vangi. Þar gerði sr. Hans Markús
kröfu um að formanni og varafor-
manni sóknarinnar yrði veitt áminn-
ing og djákninn og prestur sóknar-
innar flutt til í starfi. Úr-
skurðarnefndin kvað síðan upp
úrskurð sinn hinn 14. apríl sl. Þar var
öllum kröfum sr. Hans Markúsar
hafnað og lagt til við biskup Íslands
að sr. Hans Markús verði fluttur til í
starfi. Í rökstuðningi úrskurðar-
nefndar segir m.a:
„Í gögnum málsins liggur fyrir að í
Garðasókn er alvarlegur samskipta-
vandi á ferð. Að virtum gögnum máls-
ins ber málshefjandi [sr. Hans Mark-
ús Hafsteinsson] mesta ábyrgð á því
hvernig málum er komið í Garðasókn.
Eins og að framan er rakið hefur
hann gerst ber að margvíslegum aga-
og siðferðisbrotum. Vægasta úrræði
sem úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar
getur lagt til vegna slíkra brota er
áminning. Á liðlega einu ári er búið að
reyna til þrautar öll þau úrræði sem
unnt er að grípa til til að leysa vand-
ann. Í ljósi þess telur úrskurðar-
nefndin að áminning nægi ekki til að
leysa þann vanda sem uppi er. Úr-
skurðarnefnd þjóðkirkjunnar telur
því að ekki verði hjá því komist að
leggja til við biskup Íslands að máls-
hefjandi [sr. Hans Markús Hafsteins-
son] verði fluttur til í starfi skv. b-lið
4. mgr. 12. gr. laga nr. 78/1997.“
Úrskurðarnefndin bendir í úr-
skurði sínum jafnframt á ýmislegt
sem betur hefði mátt fara af hálfu for-
manns sóknarnefndar, varaformanns,
djákna og prests. Þær athugasemdir
hafa þó ekki áhrif á niðurstöðu máls-
ins sem er mjög skýr og skorinorð.
Það var einlæg von sóknarnefndar,
djákna og prests að sóknarpresturinn
sr. Hans Markús Hafsteinsson mundi
una þeim úrskurði sem nú liggur fyrir
eða skjóta málinu ella til áfrýjunar-
nefndar ef hann teldi slíkt þjóna hags-
munum sínum betur, en áfrýjunar-
frestur er enn ekki liðinn. Á þessari
stundu liggur hins vegar ekki fyrir
hvað sr. Hans Markús muni gera.
Ávirðingum vísað á bug
En á sama tíma hafa nokkrir ein-
staklingar birt með vaxandi þunga
mjög alvarlegar ávirðingar á hendur
formanni, varaformanni, djákna og
presti og saka þessa aðila um aðför að
sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni. Því
er einnig haldið fram að fjármunir
sóknarinnar hafi verið misnotaðir og
að sóknarnefndin hafi tekið fram fyrir
hendurnar á þeim sóknarbörnum sem
kusu sr. Hans Markús til starfa. Öll-
um þessum ávirðingum vísa ég á bug.
Þær eru hrein ósannindi.
Ég óttast einnig að afstaða þessara
einstaklinga og gjörðir mótist m.a. af
ófullnægjandi upplýsingum, þannig
að völdum gögnum hafi verið komið í
hendur þeirra og einhliða áróðri beitt.
Því verður hins vegar ekki á móti
mælt að mál hafa nú þróast á þann
veg að fullkominn trúnaðarbrestur
ríkir á milli sóknarnefndar, djákna og
prests annars vegar og sóknarprests
hins vegar. Sóknin, kirkjan og allir
þeir einstaklingar sem í hlut eiga sem
og fjölskyldur þeirra, hafa í vaxandi
mæli liðið fyrir stöðu og þróun þessa
máls.
Með vísan til ofangreinds sé ég mér
ekki lengur annað fært en að birta úr-
skurð úrskurðarnefndarinnar í heild
sinni. Þar er málið og þróun þess rak-
in í stórum dráttum. Þannig ætti al-
menningur og sóknarbörn í Garða-
sókn að geta kynnt sér málið í heild
sinni af eigin raun og mótað sér þann-
ig upplýsta afstöðu á réttum forsend-
um.
Úrskurðurinn liggur frammi á
skrifstofu sóknarinnar í safnaðar-
heimilinu, Kirkjuhvoli og einnig er
hægt að nálgast hann á heimasíðu
sóknarinnar www.gardasokn.is.“
Yfirlýsing frá Matthíasi Guðmundi Péturssyni formanni sóknarnefndar Garðasóknar
Alvarlegur samskipta-
vandi er í sókninni
ÆTLUNIN er að setja enn meiri
kraft í endurmenntun bænda við
Landbúnaðarháskóla Íslands, segir
Guðríður Helgadóttir, forstöðumað-
ur starfs- og endurmenntunardeildar
hjá háskólanum. Starf endurmennt-
unarstjóra við skólann var auglýst
laust til umsóknar um helgina.
Guðríður segir að Landbúnaðarhá-
skólinn á Hvanneyri og Garðyrkju-
skóli ríkisins hafi boðið upp á endur-
menntun fyrir bændur, garðyrkju-
fræðinga og allan almenning í gegn-
um tíðina. Landbúnaðarháskóli Ís-
lands varð til við sameiningu þessara
skóla og Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins. Þar með hafi endur-
menntunardeildir skólanna einnig
sameinast.
Ætlunin sé að byggja á því starfi
sem þar var unnið. „Við ætlum að
setja meiri kraft í endurmenntunina
og nýta okkur þau tækifæri sem sam-
eining skólanna gefur okkur. Til að
mynda höfum við aðgang að fleiri sér-
fræðingum en áður.“
Guðríður segir að Landbúnaðarhá-
skólinn á Hvanneyri hafi boðið upp á
námskeið fyrir alla bændur, eins og
áður sagði, t.d. sérstök námskeið fyr-
ir skógarbændur og kornræktar-
bændur, svo dæmi séu nefnd. Þá hafi
einstök námskeið snúist um kynn-
ingu á nýrri tækni í landbúnaði enda
hafi það verið skylda skólans, og nú
Landbúnaðarháskóla Íslands, að
fylgjast með tækninýjungum á þessu
sviði.
Meiri kraftur settur í
endurmenntun bænda