Morgunblaðið - 25.04.2005, Side 25

Morgunblaðið - 25.04.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 25 MINNINGAR in og sunnudögum í efnagerðinni Val. Þrátt fyrir langan vinnudag gat hann sinnt sínum hugðarefnum eins og taflmennsku og veiðiskap. Hann ræktaði fjölskyldutengslin enda Fjölnisvegurinn hringtorg ætt- arinnar. Á efri og neðri hæð bjuggu frændfólk Árna og var samgangur þar góður. Árni gerði alltaf miklar kröfur til sjálfs sín og einnig til ann- arra. Hann var boðinn og búinn að að- stoða fólk og taldi það aldrei eftir sér. Þá lánaði hann fólki aura ef þess þurfti en hann gerði kröfur um að lánið yrði greitt til baka. Því gleymi ég aldrei þegar ég bað Árna að skrifa upp á lán vegna íbúðakaupa þá svar- aði Árni Þór: Það er mikill heiður, Magnús, að skrifa upp á lán fyrir þig. Þegar við fluttum af Fjölnisveginum með barn í farteskinu eftir góðan að- búnað hjá Árna og Jóhönnu sagði hann: Jæja, Magnús, nú eruð þið föst í netinu og nú fyrst farið þið að eign- ast hlutina. Árni Þór var öðruvísi. Hann var framsækinn, víðlesinn og að mestu sjálfmenntaður en þrjóskur var hann, enda fór hann sínar eigin leiðir. Á þessum árum var Árni Þór mjög seig- ur við smíðar á tré og við það að laga bíl sinn, og það voru ekki margir sem notuðu hálsbindi við slíka iðju. Hann var góður að skella fram stökum með stuðlum og höfuðstöfum þegar vel viðraði. Oft er við tókum tal saman gekk hann frá umræðunum með hendur fyrir aftan bak, kom aftur seinna eins og tíminn hefði staðið í stað með málið algjörlega ígrundað. Betri manni hef ég ekki kynnst á lífs- ins leið enda kom það berlega í ljós þegar hún Jóhanna var veik. Það var ekkert of gott fyrir hana og allt gert til að henni liði sem best, en Jóhanna lést 1991. Þar sem Árni Þór var orð- inn einn urðu hólar að stórum fjöllum hjá dætrum hans því hann hafði aldr- ei séð um heimilisstörf eins og þvotta og annað slíkt. Slíkar áhyggjur voru óþarfar því Árni Þór gat gert allt sem hann ætlaði sér. Síðar kynntist Árni henni Þóru eða Dídí eins og hún er oftast kölluð. Þau fóru margar ferðir saman til Spánar og hún dekraði við hann eins og henni einni er lagið. Börn hennar og barna- börn tóku honum mjög vel og voru honum hjálpleg. Þegar heilsu Árna Þórs fór að hraka fyrir um tveimur árum var Þóra vakin og sofin yfir vel- ferð hans og fyrir það viljum við þakka henni. Árni Þór missti son sinn Þorvald fyrir einu og hálfu ári og náði hann sér í raun aldrei eftir það. Nú kveð ég þann besta mann sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og bið góðan Guð að styrkja alla þá sem unnu honum svo heitt. Magnús Halldórson. Með þakklæti og virðingu langar okkur að kveðja Árna Þór með fáein- um línum. Við kynntumst Árna Þór fyrir 13 árum þegar móðir okkar og Árni kynntust og tókst með þeim mikil vinátta. Árni Þór var mjög hæg- látur og ljúfur maður og féll vel inn í fjölskyldur okkar. Þótti öllum sem kynntust honum afar vænt um hann, enda tók hann öllum vel á sinn ein- læga hátt. Móðir okkar var virkilega heppin að kynnast Árna. Þau voru bæði nýbúin að missa maka sína og þróaðist samband þeirra af mikilli vináttu, virðingu og væntumþykju. Það var alltaf gaman og notalegt að koma til þeirra í kaffi. Árni Þór hafði gaman af að ræða um þjóðmálin og áttum við Árni oft fjörugar umræður um þau mál og höfðum við báðir gam- an af. Það var ljúft að sjá hvað hann og móðir okkar áttu góða samleið og hvað þeim þótti vænt hvoru um ann- að. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja vin okkar hann Árna Þór og munum varðveita þær góðu minning- ar og þær góðu stundir sem við áttum með honum. Við viljum þakka börn- um Árna Þórs fyrir mikla hlýju og velvild í garð móður okkar vegna frá- falls hans. Við vottum móður okkar og börn- um Árna Þórs og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Árna Þórs Jónssonar. Kristín og Júlíus Þór Júlíusarbörn. Þær eru góðar minningarnar sem ég á um afa, enda var hann skemmti- legur maður. Afi hafði góða kímni- gáfu og gerði óspart grín að sjálfum sér. Hann var umhyggjusamur og það sást vel í umönnun hans á ömmu í hennar veikindum. Afi hafði unun af því að fara til Spánar, nánar tiltekið til Benidorm. Ég var svo lánsöm að heimsækja hann og Þóru þangað nokkrum sinn- um. Afi þekkti hvern krók og kima þar. Veitingamennirnir á ströndinni heilsuðu honum með nafni, „Hola Arni“, og afi lagði sig fram við að læra spænsku. Þarna var hans paradís. Það er gott að eiga slíkar minn- ingar og ég mun geyma þær í huga mínum og hjarta. Þegar dóttir mín heyrði af andláti hans sagði hún hnuggin á svip: „Mamma mín, þetta er allt í lagi, hann afi er hjá guði og Dodda sem passa hann.“ Með þessi orð að leiðarljósi kveð ég hann afa minn með söknuði. Jóhanna. Ég vil minnast hans Árna Þórs, mágs míns, með örfáum orðum. Fyrst man ég eftir honum þegar hann fór að venja komur sínar heim í Meðalholt að heimsækja Hönnu syst- ur mína, en Hanna var elst systkin- anna, einu og hálfu ári eldri en ég. Þetta hefur verið í kringum 1950. Þau giftu sig svo árið 1951 og fluttu í íbúð- ina sína við Fjölnisveg, þar sem þau bjuggu í 30 ár, eða þar til er þau fluttu í Miðleitið. Það var alltaf gott að koma á heimili Hönnu og Árna. Árni var einstakur maður. Í gegn- um tíðina hef ég oft legið á sjúkra- húsum og var Árni þá yfirleitt fyrsti maður í heimsókn, hafði alltaf tíma að kíkja aðeins inn. Árni var enda ætíð reiðubúinn að hjálpa öðrum þegar á þurfti að halda, hvað svo sem um var að ræða. Ferðalög fjölskyldna okkar eru einnig minnisstæð. Einna minnis- stæðast er útilega fyrir mörgum ár- um. Þá fórum við hjónin og dætur okkar, Árni og Hanna, ásamt yngstu dóttur þeirra og frænku Árna, norður í land. Árni var á sínum nýja Chrysl- er. Ekið var sem leið lá norður og endað í sveitinni hans Árna, Keldu- hverfi í Þingeyjarsýslu. Þegar þang- að var komið ljómaði hann og fræddi okkur um sveitina. Mjög eftirminni- leg ferð, þó svo veðrið léki nú ekki við okkur, rigning upp á nánast hvern dag. Spánarferðirnar okkar eru einn- ig eru minnisstæðar, enda gerðist þá margt skemmtilegt og Árni virkilega naut sín í sólinni og hitanum. Hanna systir mín lést árið 1991, langt um aldur fram eftir erfið veik- indi. Það var lán Árna að kynnast henni Þóru og naut hann umönnunar henn- ar í veikindum sínum. Þóra á miklar þakkir skildar fyrir það. Margs er að minnast þegar hugsað er til baka, en látum staðar numið hér. Nú er hann kominn til hennar Hönnu sinnar. Guð blessi minningu þeirra. Ég og fjölskylda mín þökkum Árna Þór samfylgdina og biðjum góð- an Guð geyma Þóru, börnin hans og fjölskyldur þeirra. Hannes Bjarni Kolbeins. Það er stutt stórra högga á milli hjá börnum systur minnar Jóhönnu, þegar Árni mágur minn deyr rúmu ári á eftir syni sínum Þorvaldi. Eftir rúmrar hálfrar aldar kynni eru minn- ingarnar margar. Ekki man ég eftir mér öðru vísi en Árni væri í fjölskyld- unni enda aðeins eins árs þegar Árni og Hanna systir mín giftust. Árni og Hanna bjuggu lengst af á Fjölnisvegi 13 þar sem kynslóðir bjuggu saman í sátt og samlyndi en móðurfólk Árna bjó einnig í húsinu. Minningarnar hrannast upp. Ný- ársdagur á Fjölnisveginum einn af mörgum, við Björg fjögurra og fimm ára ákváðum að fara í bað í nýju kjól- unum okkar, líklegast var það þá sem ég heyrði fyrst að ég væri af ,,eldri kynslóðinni“ og ætti að hafa vitið fyr- ir okkur. Afmæli þar sem við krakk- arnir sýndum leikrit og fullorðna fólkið horfði á og hrósaði okkur. Fljótlega var farið að skreppa á Fjölnisveginn en heim í hádeginu og var ég þar alltaf velkomin í dásam- legar fiskibollur þær bestu í heimi og Árni með HB-sósu. Árni að láta breyta einhverju á heimilinu til hagsbóta fyrir ört vax- andi fjölskylduna enda urðu börnin sex og afi Jón faðir Árna á heimilinu en hann bjó heima hjá þeim. Hanna og Árni að sækja mig og mömmu í Fellskot á Opel station, við krakkarnir að kýta um það hver fengi að sitja í ,,skottinu“ til Reykjavíkur, við Björg hrepptum oftast hnossið. Ferðalög, þegar við mamma vorum á Fjölnisveginum á meðan þau lögðu í langferðir, afi Jón hræddur um að eitthvað kæmi fyrir þau í ferðalaginu og feginleiki hans þegar allir voru komnir heim heilu og höldnu. Árni hafði mjög skemmtilegt skopskyn og sagði ágætlega vel frá. Ferðir þeirra innanlands sem utan urðu að lifandi frásögnum þegar hann var að lýsa staðháttum þar sem þau höfðu komið. Við Helgi að gifta okkur, Hanna og Árni strax boðin og búin til að hjálpa og buðu okkur að halda veisluna hjá sér, einnig að elsta dóttir okkar Guð- ríður yrði skírð þar. Fyrstu veislurn- ar á heimili okkar hjóna, Hanna og Árni berandi með sér bolla og diska til að lána okkur. Svo kom tíminn í Miðleitinu. Þar bjuggu þau sér dásamlegt heimili al- veg eins og á Fjölnisveginum. Stelp- unum mínum var oftar en ekki sent heim eitthvert góðgæti, þegar haldn- ar voru ,,fullorðinsveislur“. Eitt sinn voru þær þrjá elstu í prófum í menntaskóla, þegar veisla var, sendu þær mig með kvörtunarbréf til Árna, hann las það upp í veislunni öllum öðrum en foreldrunum til mikillar kátínu. Veikindi Hönnu og ást og um- hyggja Árna í hennar garð allan tím- ann. Eins og klettur sem stóð við hlið- ina á systur minni erfiða tíma. Ekkert var til sparað til að Hönnu liði sem best og hjúkraði Árni og fjölskyldan öll með hjálp frá heimahjúkrunar- konum henni þar til hún dó heima í Miðleitinu. Þegar við komum á mið- vikudagskvöldum var Árni búinn að baka að eigin sögn, en ósköp líktust kökurnar konfekti meira að segja ,,innpakkaðar“. Það varð ævinlega að gera gestum gott. Núna hin síðari ár hefur Árni átt góða vinkonu, Þóru Kristjánsdóttur, og hafa þau ferðast mikið saman. Það hefur verið gott að sjá þau saman og Þóra komið með Árna hvort sem hafa verið veislur, þorrablót eða útilegur í fjölskyldunni. Ómetanlegt er að eign- ast svona vinu, sem hugsað hefur um hann af stakri prýði. Sérstaklega síð- ustu mánuði, þar sem Þóra hefur ekki vikið frá Árna í veikindum hans. Árni minn, hafðu þökk fyrir allt. Elsku afkomendur Árna og Þóra, sporin eru þung í dag en minninguna um góðan ástvin berum við með okk- ur, guð blessi ykkur öll. Þuríður og Helgi. Þegar fregnir bárust af andláti frænda okkar, Árna Þórs, varð ekki sagt að þær kæmu með öllu á óvart. Árni hafði mörg undanfarin ár glímt við vaxandi heilsubrest. En þótt hægt sé að samgleðjast öldruðum manni að losna úr viðjum vanheilsu finnum við einnig til saknaðar, því hann skipaði stóran sess í fjölskyldu okkar. Rækt- arsemi hans við foreldra okkar var mikil og entist meðan þau bæði lifðu. Hann heimsótti þau oft og var jafnan aufúsugestur vegna glaðværðar og hlýju. Ósjaldan tók hann með sér ný- útkomin frímerki handa ungum frænda sínum, sem ég kunni að meta á þeim árum er allir strákar söfnuðu frímerkjum. Hann var mjög frænd- rækinn og var iðulega hvatamaður þess að þau Jóhanna ferðuðust með foreldrum okkar á sumrin. Þegar ár- in færðust yfir og heilsa fór versnandi lét hann sér mjög annt um foreldra okkar með heimsóknum og símtölum, sem voru þeim mikils virði. Því kveðj- um við með söknuði góðan dreng, sem haldið hefur á vit fyllri tilveru. Sigurður Bogi og Ragna Hafdís. Heiðursmaður er það lýsingarorð sem kemur upp í hugann þegar við minnumst Árna Þórs. Við kynntumst honum þegar hann hóf vinskap við ömmu okkar fyrir um þrettán árum. Sá vinskapur og allar þær sam- verustundir sem þau nutu saman hér og á Spáni, en þar áttu þau sinn stað og sinn tíma, voru þeim dýrmætar. Það var okkur einnig mikils virði að fá að njóta nærveru hans í afmæl- um og öðrum hátíðum. Hjartahlýja og góðsemi hans í garð allra í fjölskyldum okkar og sérstak- lega ömmu, munu verða hornsteinar minninganna um hann þegar fram líða stundir. Með þakklæti í huga kveðjum við Árna Þór og vonum að góðar minningar um hann verði fjöl- skyldu hans og ömmu okkar að bless- un og huggun í missi þeirra. Guð blessi minningu Árna Þórs. Hafsteinn, Hilmar, Andrés, Sveinbjörn og Árni Björn Hilmarssynir og fjölskyldur. ráðið. En skaplaus var hún ekki, þoldi ekki frekju og yfirgang, og gat brugð- ist ókvæða við ef hún var ekki sátt við þau viðbrögð eða þjónustu, sem hún ætlaðist til að fá. Í heimsóknum sínum til Íslands naut hún þess að fá að vera í faðmi stórrar fjölskyldu, fara á „gamla rúnt- inn“ til þess að kanna hvort hún sæi einhver kunnugleg andlit. Upp úr einu atriði lagði hún mikið, en það var að „taka Esjuna inn“ rétt áður en heim var haldið. Þarna er ennfremur á ferðinni dæmi um það hvernig hún notaði á stundum beinar þýðingar úr ensku. Upp úr árinu 1970 festu þau hjónin kaup á íbúð í Fuengirola á Costa del Sol á Spáni. Þarna fann Didda sinn unaðsreit og naut sín sem aldrei fyrr. Hópferðir Íslendinga voru að slíta barnsskónum á þessum tíma, og er ekki fjarri lagi að Didda og Jack hafi hitt íslensku fjölskylduna oftar á Spáni en annars staðar, öllum til mik- illar ánægju. Fyrir u.þ.b. fimm árum, er Didda og Jack komu til Íslands, mátti ljóst vera að Didda gekk engan veginn heil til skógar. Nokkrum erfiðleikum var það háð að fá vitneskju um hvað væri að hrjá hana, því hún var allra manna og kvenna síðust til þess að kvarta og kveina, en lagði frekar upp úr því hvernig öðrum liði. Eftir því sem tímar liðu var það ljóst að hún var haldin banvænum sjúkdómum, þar sem ekki varð við neitt ráðið, nema að lina kvalir og veita líkn. Jack, annálað góðmenni og vel gerður maður, sat yfir konu sinni og veitti henni alla þá aðstoð, sem á þurfti að halda, ákveðinn var hann í því að á stofnun eða hæli færi hún ekki. Það var ekki fyrr en undir það síðasta að hann fékk fulltingi heima- hjúkrunar, sem hann lét afar vel af. Vil ég að lokum votta Jack, Tom, Sus- an, Philippe, Kristine og Eriku inni- lega samúð. Hilmar Sigurðsson. Þegar Jack hringdi í okkur hinn 30. mars sl. vissum við að tíma Diddu væri lokið hér á jörðu. Vorum við óttaslegin, hrygg og sorgmædd en um leið glöð í hjarta okkar yfir að nú væri hún betur sett og allir erfiðleikar veikinda horfnir en óendanleg sorg og eftirsjá átti eftir að hrjá okkur öll. Það var þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir flottustu stelp- unni í Glaumbæ að mér fannst. Þá var hún að skreppa út til Bandaríkjanna til að heimsækja systur sína, hana Diddu í Huntington í Vestur-Virginíu. Þegar Esther kom þaðan var hún kol- svört, Didda sagði mér seinna að henni hefði ekkert verið farið að lítast á blikuna og ekki var það betra þegar Esther var hjá henni skömmu seinna í Birmingham í Alabama því að á þeim tíma voru miklar kynþáttaóeirðir og Esther hefði getað lent í vandræðum út af því. Ég hafði heyrt mikið talað um Diddu, bæði hjá Esther og Röggu tengdamóður minni. Þegar ég hitti Diddu fyrst í Goðheimum var ég sennilega 18 ára og Didda um 36 ára. Ég varð strax sérstaklega hrifinn að henni sökum persónuleika hennar og ekki síður vegna útlits hennar og framkomu. Hún birtist mér eins og Hollywood-stjarna, sérstaklega myndarleg og hress í alla staði, og ég vissi síðar að hún var mjög ánægð með mig fyrir hönd Estherar. Milli okkar Diddu var alltaf sér- stakt samband og bar ég alltaf mikla virðingu fyrir henni og ég vissi líka að hún treysti mér fullkomlega. Ég gæti auðveldlega skrifað heila bók um Diddu og Jack. Það var alltaf eins og jólin þegar við heyrðum frá þeim eða þegar við ákváðum að heimsækja þau. Það þurfti ekki langan aðdrag- anda að þeim heimsóknum; við hringdum til Diddu og sögðum að við værum að koma. Svarið var alltaf: Drífið ykkur, hvert eigum við að ná í ykkur? Það var sama hvort við heim- sóttum þau í Harrisburg, Houston, Nixa eða á Perlu 5 í Fuengirola. Aldr- ei var litið á okkur sem gesti, heldur hluta af fjölskyldunni. Alltaf vildu þau allt fyrir okkur gera. Við Esther gát- um eiginlega montað okkur af því að eiga íbúð á Spáni í fjölda ára, því við áttum lykil að íbúðinni Perlu 5, Planta 10, og gátum farið hvenær sem okkur sýndist. Stundum dvöldum við þar lengi án þess að Didda eða Jack væru þar stödd. Þegar ég hugsa til baka um Diddu og Jack og Tom og Susan fyllist ég alltaf af gleði, það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Alltaf var glatt á hjalla og man ég alltaf eftir partíinu í Harrisburgh þegar við spil- uðum Rod Stewart kannski of lengi, en eini maðurinn sem þurfti að fara að vinna daginn eftir var Jack og gat hann lítið sofið um nóttina. Hann sagði mér seinna að hann myndi alltaf eftir laginu. Mér er minnisstætt að þegar við vorum að kveðja þurfti Didda oftar en ekki að draga Esther með sér inn í svefnherbergi í fata- skápinn og sýna henni föt sem pöss- uðu Esther sérstaklega vel. Oft var ekki búið að taka verðmiðana af föt- unum en hún vildi frekar að Esther fengi þau, þannig var hennar hugar- fari rétt lýst. Þegar við Esther og Arnar og seinna Helena dvöldum með Diddu á Spáni eða í Bandaríkjunum var alltaf léttleikinn í fyrirrúmi. Hún þekkti marga og var mjög vinsæl, margir vinir hennar og kunningjar á Spáni ráku veitingastaði. Alltaf var vel tekið á móti okkur, enda var Didda með af- brigðum vinsæl og allir vildu þekkja svona glæsilega konu. Ferðirnar okkar voru nokkuð margar en mér eru sérstaklega í minni ferðir þegar Dóra móðursystir hennar fór með okkur bæði til Harr- isburgar og til Houston. Í Houston grillaði Jack að venju, þar voru nokkrir aðrir gestir og vinir. Þegar leið á kvöldið var aðeins farið að verða svalara, þá voru allir Íslendingarnir komnir inn í hús. Ameríkönunum þótti þetta furðulegt að fólkinu frá Ís- landi væri kalt. Það er af svo mörgu að taka – minningarnar um Diddu og Jack, Tom og Susan hrannast upp. Ég vil persónulega fá að þakka fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að kynnast Diddu og tengjast henni. Það var allt- af eins og birti yfir öllu þegar ég sagði Esther eða hún sagði mér að Didda væri að hringja. Sjúkdómurinn sem loksins lagði þessa frábæru konu að velli var búinn að leika hana illa í rúmlega fjögur ár. Jack er búinn að hjúkra Diddu og annast hana allan tímann. Þykist ég sjálfur vita hvað það hefur tekið á Jack að sjá hana hrörna í höndum sín- um. Missir okkar allra er mikill en missir Jacks er mestur eftir alla þeirra sambúð og innilegt hjónaband. Þegar Jack hringdi i okkur og lét okk- ur vita af andlátinu höfðu Tom og Susan verið hjá þeim. Hann sagði að þegar að Didda kvaddi hafi honum fundist hún vera með bros á vör. Hún var þá búin að kveðja sína nánustu og virtist vita það. Þegar þessi minningargrein um Diddu er birt hefur útför hennar farið fram í Nixa í Missouri en í dag verður minningarathöfn um hana í Foss- vogskapellu. Við Esther, Helena og Arnar og fjölskylda vottum Jack, Tom, Susan, Philippe og litlu dætrunum Kristine og Eriku innilega samúð. Megi Didda hvíla í friði. Örn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.