Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLÉTTBAKUR Í HÆTTU Talið er að aðeins 300 sléttbakar séu eftir en þeir eru í útrýming- arhættu. Sléttbökum er hættara við árekstrum við skip en flestum öðrum hvölum. Aðgerðir til að stuðla að við- gangi stofnsins hafa ekki borið til- ætlan árangur. Mótmælendur á annan stað? Mótmælendur á Kárahnjúkum hafa tekið niður tjaldbúðir sínar vegna tilmæla frá sýslumanni. Sér- útbúnir lögreglumenn voru til taks en ekki kom til átaka. Mótmælend- urnir hyggjast þó finna annan stað fyrir búðir sínar. Truflanir á umferð líklegar Lögreglan ætlar að gera allt til að koma í veg fyrir aðgerðir atvinnubíl- stjóra sem hyggjast trufla umferð á vegum til að mótmæla gjaldi á dísil- olíu. Bílstjórarnir segjast ætla að halda sínu striki og að búast megi við truflunum á vegum allt frá morgni til kvölds í dag eða á morgun. Yassin Omar handtekinn Breska lögreglan handtók í gær Yassin Hassan Omar, einn fjögurra manna sem taldir eru hafa gert til- raunir til sprengjuárása í London síðastliðinn fimmtudag. Síðan þá hefur verið gerð víðtæk leit að mönnunum og fannst Omar við hús- leit í Birmingham í gærmorgun. Lögregla skaut hann með byssu sem gefur rafstuð áður en hún tók hann höndum. Hvatt til brottflutnings hers Ibrahim al-Jaafari, forsætisráð- herra Íraks, hvatti í gær til þess að bandarískt herlið yrði flutt úr land- inu sem fyrst. George Casey, yf- irmaður Bandaríkjahers í Írak, sagðist telja að brottflutningur her- liðs gæti hafist næsta vor eða sumar. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                                    Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 28 Úr verinu 10 Viðhorf 30 Erlent 14/15 Bréf 32/33 Minn staður 18 Minningar 34/41 Höfuðborgin 19 Myndasögur 44 Akureyri 19 Dagbók 44/45 Austurland 22 Víkverji 44 Landið 22 Staður og stund 45 Daglegt líf 23 Bíó 50/53 Neytendur 24/25 Ljósvakamiðlar 54 Menning 26, 47/53 Veður 55 Umræðan 27/33 Staksteinar 55 * * * MIKIL víkingarimma var háð í gær- kvöld þegar Víkingur í Reykjavík sótti Víking í Ólafsvík heim í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikmennirnir hafa eflaust verið tvíefldir enda má ætla að flestir áhorfendur hafi hróp- að „Áfram Víkingur!“ Um fimmtíu Reykvíkingar í stuðn- ingsmannaliði Víkings R. mættu á staðinn með langferðabílum til að styðja sína menn en hópurinn kallar sig Berserki. Meðal þeirra var Lára Herbjörnsdóttir, kona á níræðisaldri sem hefur stutt Víking í meira en þrjátíu ár. „Ég er yfirleitt kölluð amma Víkingur,“ sagði Lára þegar Morgunblaðið náði tali af henni rétt áður en hún lagði af stað vestur. Lára er heiðursfélagi í Víkingi og hún og fjölskylda hennar hafa starf- að fyrir félagið í áratugi. „Það voru alltaf röndóttir búningar á snúr- unum hjá Láru,“ sagði amma Vík- ingur glaðbeitt, og bætti við að hún hefði fengið allt sem hún hefði gefið félaginu til baka í formi gleði og ferðalaga, innanlands sem utan. Lára fer alltaf á völlinn þegar tæki- færi gefst en fylgir hópnum yfirleitt ekki út á land. Aðspurð um eft- irminnilegan leik sagði Lára að það hefði verið mikill grátleikur í Pól- landi fyrir mörgum árum. „Það bjargaði okkur konunum að það var svo mikil rigning. Pólverjarnir héldu að það væri út af rigningunni sem við vorum svona blautar í and- litinu. En annars man ég yfirleitt frekar það góða,“ sagði Lára, en bætti við að Víkingur þyrfti að verða svolítið stöðugri. Lára fylgist einnig með kvenna- boltanum enda þykir henni Víkingur yndislegt félag í alla staði. „Það er svo mikill félagsandi í Víkingi og hefur alltaf verið. Það er enginn meiri en annar heldur allir jafnir,“ sagði amma Víkingur og rétt áður en blaðamaður missti hana í rútu- ferð til Ólafsvíkur náðist að biðja hana að spá fyrir um úrslit leiksins: „Ég held við eigum eftir að vinna þetta 2–1.“ Leikurinn fór hins vegar 4–0 fyrir Víking í Reykjavík. Amma Víkingur styður sína menn Morgunblaðið/ÞÖK Amma Víkingur í fullum skrúða á leið til Ólafsvíkur að styðja sína menn. Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is BREYTING verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum næstu þrjá daga. Á álagstímum í dag og á morgun mun verða ekið á 20 mín- útna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið á 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Gildir leiða- bókin að öllu leyti nema hvað álags- tíma stofnleiða varðar, segir í til- kynningu frá Strætó bs. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., eiga þessar óviðráðanlegu en tíma- bundnu breytingar sér tvær meg- inskýringar. Í fyrsta lagi er um að ræða skort á mannskap, sem skýrist af sumarfríum vagnstjóra og því að ekki tókst að ráða nógu marga til sumarafleysinga. Í öðru lagi hafi stöðugildum vagnstjóra fjölgað við tilkomu hins nýja leiðakerfis. „Við vorum kannski full bjartsýn- ir á að við myndum geta leyst þetta. Við höfum nú getað leyst þetta fram að þessu, þessa daga frá því að við byrjuðum,“ segir Ásgeir og bætir því við að nú sé verslunarmanna- helgin framundan og margir í fríi. „Þetta er í grunninn það að okkur tókst aldrei í upphafi sumars að ráða nógu marga afleysingamenn. Síðan hafa einhverjir menn verið að hverfa frá störfum eins og gengur og gerist,“ segir Ásgeir og bætir því við að engar sérstakar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við nýja áætlunarkerfið fyrir utan einn mann. Vantar um 15 vagnstjóra Um 180 manns starfa hjá Strætó bs. við akstur og aðspurður segir Ásgeir nauðsynlegt að ráða um 15 manns til viðbótar til þess að allt gangi upp. Venjulega eru ráðnir um 50–60 afleysingamenn en í sumar tókst ekki að ráða nema um 35. „Við vonumst til að þetta gangi betur í næstu viku en það er samt svolítið óvíst, og við munum gefa út tilkynningu um það um helgina hvernig staðan verður. En við von- umst til þess að geta haft eðlilega þjónustu á þriðjudag.“ Morgunblaðið/Sverrir Færri ferðir verða á álagstímum hjá Strætó næstu daga sökum manneklu. Fjölgun strætóferða á álags- tímum felld niður í þrjá daga MEIRA en 170 einstaklingar slösuð- ust og tæplega 1.300 bílar skemmd- ust um verslunarmannahelgar 2000– 2004. Áætlaður heildarkostnaður vegna slysa í umferðinni um sömu helgar er ekki undir 1,5 milljörðum króna eða um 300 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í samantekt tryggingafélagsins Sjóvár. Teknar voru saman helstu tölur um slys og óhöpp í umferðinni hjá fé- laginu og framreiknaðar miðað við markaðshlutdeild Sjóvár. Um 700 umferðaróhöpp voru tilkynnt til tryggingafélaganna um verslunar- mannahelgar á árunum 2000 til 2004 og að auki var tilkynnt um 750 fram- rúðubrot. Tjón sem bætt voru af ábyrgðartryggingu bíla námu um 670 milljónum króna auk tjóna á öku- tækjum tjónvalda sem áætla má að hafi verið um 350 milljónir króna. Um 54% slasaðra, eða 92 einstak- lingar, slösuðust í útafakstri. Flest óhöppin urðu á föstudegi, þegar um- ferðin er mest en flestir slösuðust á heimleið á mánudegi. Fjórðungur slasaðist við aftanákeyrslur og veld- ur það áhyggjum að ekið sé of nálægt næsta bíl fyrir framan, jafnvel á 80– 100 km hraða á þjóðvegunum. Vó út- afakstur þyngst á mánudögum. Ætla má að þar megi um kenna að bílstjór- ar kunni að vera þreyttir og illa fyrir kallaðir eftir helgina. Þjóðvegatjónum á borð við út- afakstur, slys við mætingar, að ekið sé á búfé og farmur eða farangur valdi tjóni fjölgar um verslunar- mannahelgar. Þéttbýlistjónum á borð við aftanákeyrslur og bakktjón fækkar hins vegar. Umferðarslys um verslunarmannahelgar 2000–2004 Kostnaður minnst 1,5 milljarðar„ALLAR götur fylltust af vatni og það varð allt stopp. Rafmagnið fór af og símakerfin dóu,“ segir Ásta Krist- jánsdóttir en hún er búsett í Mumbai á Indlandi. Mikil flóð urðu víða í vesturhluta Ind- lands í gær og talið er að um hundrað manns hafi beðið bana. Ásta hefur búið á Indlandi í sjö mánuði en hún starfar hjá Esk- imo Models. Þegar flóðin urðu var hún að sækja samstarfs- konu sína inn í borgina. „Við vorum fastar úti á götu og þurftum að skilja ferðatöskuna hennar eftir á veitinga- húsi. Fólk var út um allt að reyna að fá leigubíl og komast heim til sín. Vegalengdirnar eru miklar og þegar allt er á bólakafi kemst fólk ekkert áfram,“ segir Ásta og bætir við að hvergi hafi verið hægt að fá leigubíl. Ásta hitti kunningja sinn fyrir til- viljun þarna og hann bauð henni og vinkonu hennar gistingu. Ástu virtist í gær sem flóðin væru að ganga yfir en Mumbai var eins og draugabær. „Hér er yfirleitt allt fullt af lífi en nú eru allir í sjokki og allt hefur legið niðri.“ Ásta segir að flóðin hafi leikið borgarhluta Mumbai misilla. Hún segir að fólk hafi haldið ró sinni og að allir hafi einbeitt sér að því að aðstoða aðra. „Bílstjórar fóru út úr bílum sínum til að stjórna um- ferðinni. Á einum stað er ræsi á miðri götunni sem nær mjög langt niður. Fólk tók sig saman og hélst í hendur til að enginn myndi labba of- an í það,“ segir Ásta. Flóð urðu 100 að bana á Indlandi „Allar götur fylltust af vatni“ Ásta Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.