Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 18

Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 18
Ólafsvík | Vinirnir Elís Orri og Jóhann Ás, 7 ára, voru við steinasöfnun við Bæjargilið í Ólafsvík í blíðunni. Sögðust þeir að vera að leita að steinum, til að lakka þá og gera fína og kannski svo gefa ömmunum þá ef þeim tekst vel upp. Þeir segjast hafa mikinn áhuga á fallegum steinum og eiga orð- ið mikið safn. Einnig notuðu þeir félagar tímann til að busla í læknum og skemmta sér í veðurblíðunni. Morgunblaðið/Alfons Steinum safnað handa ömmu Náttúran Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Messað í Ábæ | Hin árlega messa verður haldin í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skaga- firði sunnudaginn 31. júlí kl. 14.30, en sókn- arpresturinn, sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli, þjónar fyrir altari og predikar. Þá leikur Kristín Halla Bergsdóttir á fiðlu en organisti og forsöngvari er Anna María Guðmundsdóttir. Messan, sem haldin er einu sinni á ári og alltaf um verslunarmannahelgina, byggir á nokkuð gamalli hefð, en hún hefur viðgeng- ist í tæp sjötíu ár. Ábæjarkirkja er ekki lengur sóknarkirkja, enda fór sveitin end- anlega í eyði þegar Helgi Jónsson frá Merkigili lést árið 1997. Í messunni er þó alltaf mikið fjölmenni og í fyrra komu um 280 manns og tóku þátt og nutu friðsældar og náttúrufegurðar Austurdalsins. Sr. Ólaf- ur segir fólk mikið til taka þátt í messunni til að eiga öðruvísi samfélag við guð og menn en venjulega gerist í guðsþjónustum í kirkjum landsins. Fólk gangi til samfundar við skaparann í Austurdalnum. Vegurinn að Ábæjarkirkju er seinfarinn, en fær jeppum og öðrum vel búnum bílum. Reikna þarf með um tveggja tíma ferð frá Varmahlíð.    Hátíð í Sólheimum | Í Sólheimum í Grímsnesi verður fjölbreytt dagskrá um Verslunarmannahelgina. Meðal annars koma fram hljómsveitin Fönn, Sólheima- leikhúsið og leikhópurinn „Félag flóna“. Þá verða handverksýningin Hugur og hönd og Trjásafnið opin alla daga frá kl 11 til 18, verslunin Vala og kaffihúsið Græna kannan verða einnig opin. Annað kvöld verður lifandi tónlist í Grænu Könnunni, en þá leikur hljómsveitin Fönn frá kl. 20-23. Á laugardag, sunnudag og mánudag verða Græna Kannan og Vala opnar frá 11- 18 og verður sögukynning og staðarskoðun kl. 14 í Sesseljuhúsi laugardag og sunnu- dag. Þá verður kabarett í Grænu Könnunni kl. 15.30 á laugardag en útilegustemmning með hljómsveitinni Fönn á sunnudag kl. 16. Á mánudaginn verður svo leiksýningin Jarðarber og Dauði í Íþróttaleikhúsinu kl. 14 og kabarett aftur í Grænu könnunni kl. 15.30. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN ástvini sína, en vinna við hann er í fullum gangi. Íbúum Flateyrar barst góður liðsauki í sumar þegar tveir vinnuflokkar, annar á vegum Lands- virkjunar og hinn á veg- um samtakanna Verald- arvina, komu og unnu að Brátt eru liðin tutt-ugu ár síðan snjó-flóð lagði í rúst stóran hluta Flateyrar og tók með sér tuttugu sálir. Undir hinum nýju snjó- flóðagörðum hafa Önfirð- ingar hafið byggingu fal- legs minningargarðs um fegrun garðsins. M.a. lögðu þeir stíga og bættu umhverfið á ýmsan hátt. Veraldarvinirnir, sem koma víða að úr heim- inum, halda áfram að bæta garðinn næstu vik- una og njóta þakklætis heimafólks. Unnið í minningargarði á Flateyri. Veraldarvinir reisa minningargarð Rúnar Kristjánssonyrkir „Tíð-arandavísur“: Lítið þroskast Adams ætt, ekki að neinni hættu gætt. Drottins Orð er teygt og tætt, tíðarandans falsi klætt! Tímans eru táknin skýr, tilveran sitt inntak flýr. Falla í djúpið bjargarbrýr, burt frá jörðu Náðin snýr! Líður senn að lúðradyn, lamast fjöldans sálarskyn. Margir falla í Mammons gin, Mene Tekel Ufarsin! Enska knattspyrnan hefst í ágúst og fer spenn- an vaxandi. Kunningja umsjónarmanns barst neðangreind vísa í SMS: Margur lék með Liverpool með lipran fót en enni sveitt; þessi vísa er frekar fúl og fjallar svo sem um ekki neitt. Af Liverpool pebl@mbl.is Egilsstaðir | Tónlistarstundir í Egilsstaða- kirkju hafa vakið mikla lukku undanfarin ár, en í sumar hefur þátttakan í þeim verið afar góð að sögn Torvalds Gjerde organ- ista. Hefur fjöldi listamanna, bæði heima- manna og utanbæjarmanna, komið og flutt tónlist í kirkjunni. Í kvöld kl. 20 mun Torvald sjálfur leika á orgel fyrir gesti kirkjunnar, en aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Á efnisskránni er tónlist frá barokk- og rómantíska tíma- bilinu, m.a. eftir tónskáldin Bach, Mozart og Mendelssohn. Þá munu tvær stúlkur úr tónlistarskóla Austur-Héraðs, þær Sigríður Klara Sig- fúsdóttir og Nanna Hjálmþórsdóttir, leika með honum í nokkrum lögum á lágfiðlu og þverflautu. Tónlistarstundaröðin hefur nú verið á hverju sumri í um fjögur ár og eru oftast sex stundir á hverju tímabili. Tónlistar- stundin í kvöld er aðeins hálftími, svo jafn- vel þreyttustu Héraðsbúar og ferðamenn geta þar komið og fengið góða andlega næringu fyrir háttinn. Í næstu viku syngur Þorbjörn Rúnars- son tenór nokkur íslensk sönglög, m.a. eft- ir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinson og Karl Rúnarsson. Á síðustu stundinni, sem verður eftir tvær vikur, kemur síðan Norskt tríó, sem skipað er píanóleikara, söngvara og harð- angursfiðluleikara, og flytur þjóðlagatón- list frá Noregi og Íslandi í samstarfi við kóra á Héraði. Tónlistar- stund í Egils- staðakirkju Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hafnarfjörður | VG–Hafnarfirði skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafa at- kvæðagreiðslu um hugsanlega stækkun ál- versins í Straumsvík samhliða atkvæða- greiðslunni sem halda á um hugsanlega stækkun bæjarins þann 8. október, en þá verður kosið um sameiningu Hafnarfjarð- ar og Voga. Atkvæði um álver ♦♦♦ ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali KRÍUHÓLAR 533 4200 eða 892 0667 Til sölu 3ja herbergja íbúða á 5. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni yfir borgina. Húsið hefur verið klætt að utan og lítur vel út. 26 fm bílskúr fylgir íbúðinni. Laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Nánari upplýsingar 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Landsins mesta úrval af yfirhöfnum Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.